Þjóðviljinn - 22.03.1989, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 22.03.1989, Blaðsíða 6
AFMÆLI ALÞÝÐUBANDALAGIÐ Alþýðubandalagið Garðabæ Félagsfundur Almennur félagsfundur verður haldinn miðvikudagskvöldið 22. mars kl. 20.30 í Safnaðarheimilinu Kirkjuhvoli. Dagskrá: 1. Fjárhagsáætlun og framkvæmdir í Garðabæ 1989. 2. Staðan í landsmálunum. 3. Önur mál. Stjórnin Abl. Húsavík Félagsfundur Alþýðubandalagið á Húsavík heldur félagsfund laugardaginn 25. mars kl. 15.00. Steingrímur J. Sigfússon ráðherra mætir á fundinn og ræðir stjórnmálaviðhorfin. Félagar eru hvattir til að mæta. Stjórnin Alþýðubandalagið á Akureyri Opið hús Opið hús verður hjá Alþýðubandalaginu á Akureyri miðvikudaginn 22. mars klukkan 20,30 að Eiðsvallagötu 18. Steingrímur J. Sigfússon sam- göngu- og landbúnaðarráðherra ræðir um stjórnmálaviðhorfið. Mætum öll. Stjórnin Ö5 Æ KENNARA- HÁSKÓLI ÍSLANDS Frá Kennaraháskóla íslands Lausar stöðu við bókasafn Kennaraháskóla íslands: Staöa bókasafnsfræöings og staöa bókavaröar. Laun samkvæmt launakerfi opinberra starfs- manna. Nánari upplýsingar veitir aöalbókavörður í síma 688700. Umsóknir, ásamt upplýsingum um nám og störf, skulu sendar Kennaraháskóla íslands fyrir 24. apríl nk. Rektor fp Útboð Innkaupastofnun Reykjavíkurborgar, fyrir hönd Rafmangsveitu Reykjavíkur, óskar eftir tilboð- um í verkið „Elliöaárstöð - frárennslisskuröur". Verkið er meðal annars fólgið í því að taka upp núverandi skurðbakka og endurbyggja þá. Ut- boðsgögn verða afhent á skrifstofu vorri að Fríkirkjuvegi 3, Reykjavík, gegn kr. 10.000 skilatryggingu. Tilboðin verða opnuð á sama stað miðvikudaginn 12. apríl 1989 kl. 14.00. INNKAUPASTOFNUN REYKJAVÍKURBORGAR Frikirkjuvegi,3 - Simi 25800 Alþýðubankirin hf Aðalfundur Aðalfundur Alþýðubankans hf. verður haldinn í Sóknarsalnum Skipholti 50A, Reykjavík, laugardaginn 8. apríl 1989 og hefst kl. 13.30. Dagskrá: a) Venjuleg aðalfundarstörf í samræmi við ákvæði 32. gr. samþykkta bankans, þar á meðal breytingar á samþykktum og ákvörð- un arðs. b) Tillaga um heimild til bankaráðs um útgáfu jöfnunarhlutabréfa. c) Tillaga um heimild til bankaráðs um nýtt hlutafjárútboð. Aðgöngumiðar að fundinum og atkvæðaseðlar verða afhentir í aðalbankanum, Laugavegi 31, dagana 5., 6. og 7. apríl næstkomandi. fh. Bankaráðs Alþýðubankans Ásmundur Stefánsson, formaður Páll Jóhannesson Sextugur á páskadag Dálítið kom mér á óvart, er ég las í manntali mínu að Páll Jó- hannesson bóndi í Neðri-bæ á Snæfjallaströnd yrði sextugur þann 26. þessa mánaðar, það er á páskadag sjálfan. Páll er fæddur á Dynjanda í Leirufirði, sem er einn Jökulfjarða, og þar sleit hann barnsskóm og lifði sín ung- lingsár. Foreldrar hans Jóhannes Einarsson og Rebekka Pálsdóttir fluttu búferlum í Bæi á Snæfjalla- strönd þegar hann var 18 ára og hefur hann alið manninn þar síð- an. Eigi varð langt í byggð á þessu æskuheimili Páls í Jökulfjörðum eftir að fjölskylda hans flutti að Djúpi, eitthvað kringum 4 ár, er síðasti ábúandi þar fluttist til Grunnavíkur á 01. eða 02 ári hins sjötta áratugar. Síðan ríkir þar kyrrðin ein. í hæsta lagi heyrist aldan brotna við sand og fuglar lofa dýrð sumarsins með söng sín- um og kvaki. En á haustum á Páll oftast leið á þessar æskuslóðir í leit að fé sínu og annarra bænda í Unaðsdalssókn, því bæði er, að féð leitar góðra haga og næðis þar norður frá og svo hitt, að honum eru hér allar leiðir kunnar frá þeim árum er hann ungur fór þar að gripum föður síns. Er stundir runnu tók Páll við búi af foreldrum sínum í Neðri- Bænum - það mun hafa verið 1957 - en hafði tveim árum áður staðfest ráð sitt og gengið að eiga Önnu Magnúsdóttur frá Ólafs- firði, hina mestu dugnaðar og myndarhúsfreyju. Hefur hún staðið í ströngu með manni sínum og gengið til verka með honum ef með hefur þurft, en á Snæfjalla- strönd er ekki fyrir hvern sem er að stunda búskap og betra að heimilisfólk sé samhent og leggist á eina og sömu sveifina. Er það afmælisbarninu mikið happ að hafa svo styrkan förunaut. Páll ræðst í húsbyggingar á jörð sinni, bæði byggir hann nýtt íbúðarhús svo og peningshús frá grunni o.fl. Er hann í dag með stærstu fram- leiðendum mjólkur í héraðinu og hefur að auki margt fé. Vil ég fullyrða að Páll Jóhannesson er með glúrnustu bændum í Djúpi, fer vel með búpening allan og sinnir skepnum sínum af natni. Mun hann enda alinn upp við vönduð vinnubrögð í þessu tilliti og er mér í minni er ég kom árla sunnudags á jólaföstu, að faðir hans stóð yfir fé inni á Bæjarhlíð- inni, sjón er eigi mun framar bera fyrir augu manna hér á landi. Páll Jóhannesson nýtur þeirrar gæfu að stunda það starf, sem hugur hans stóð alla tíð til. En önnur störf hlóðust á hann í tím- ans rás og hefur hann um margt ár verið hreppsstjóri Snæfjalla- hrepps, og nú síðustu árin nokkur formaður sóknarnefndar Unaðs- dalssóknar. Er góð regla á öllu því sem viðkemur kirkjunni og gott samstarf millum sóknar- prests og hans. Vil ég þakka þér sextugum starf þitt í hennar þágu og lítum við báðir björtum augum til hinna fyrirhuguðu framkvæmda við Unaðsdal- skirkju, þá sól vermir jörð og líf færist í okkur er byggjum norður- slóðir. Þá hefur hann nú um skeið veitt forstöðu skólanefnd Grunn- skólans í Reykjanesi. Gestrisni er í hávegum höfð á ströndinni og er heimili Páls og Önnu engin undantekning þar frá. Hef ég oftsinnis notið þessa eftir að hann tók við starfi oddvita sóknarnefndar, einkum er mér alltaf búið borð þar í há- degi sunnudagsins þá messað er í Unaðsdal, hvort ég er einn á ferð eða hef samfylgd innan fyrir Lón- ið. Veit ég að þreyttum göngu- manni yrði þar eigi frá vísað ef að garði bæri. Á hér vel við hið gamla stef úr Hávamálum og gildir það vissulega um öll heimil- in í hinni afskekktu Unaðsdals- sókn ... matar og voða er manni þörf, þeim er hefir um fjall farið. Ég, sem þessar línur rita á Matthíasarmessu, finn á mér að eigi verð ég mættur að samfagna afmælisbarninu. Páskadagurinn sker þar úr um, og eigi hann einn, heldur viðrar ekki til ferðalaga um þessar mundir við Djúp. Eg læt því nægja að senda okkar bestu kveðjur héðan úr Vatns- firði gegnum sortabylinn er hér hamast á húsum og byrgir sýn til Snæfjallastrandar. Slík veður eru okkur ekki alveg ókunn og höf- um við eflaust sitt hvað af þeim lært og víst hafa þau hindrað vora för á tíðum. En ekki þar fyrir, kæra afmælisbarn: Sá skafl er hvergi finnanlegur á almanna- slóðum að við mundum ekki hefja okkur úr honum ef stórt lægi við. Lifðu heill. síra Baldur Vilhelmsson - settur prófastur, Vatnsfirði MENNING Félagarnir sextán úr Sinfóníuhljómsveitinni Tónlist Páskatón- leikar Sextán félagar, 14 málmblásar- ar og 2 slagverksmenn úr Sin- fóníuhljómsveit íslands halda tónleika í Hafnarborg, Hafnar- firði á skírdag kl. 16.00. Hópur- inn hélt tónleika í Fríkirkjunni í Reykjavík á skírdag fyrir ári. Efnisskráin er fjölbreytt og nær yfir verk frá fimm öldum. Það elsta er eftir Giovanni Gabri- eli sem var organisti og tónsmið- uríFeneyjum um 1600, svo verða flutt verk eftir Bach, Byrd, Strauss og Britten. Bókmenntir Einnar stjörnu nótt „Af staðfestu skriðjökla held- ur bókaútgáfan Norðan Niður áfram starfsemi sinni,“ segir í fréttatilkynningu frá útgáfunni. Hún hefur sent frá sér aðra ljóða- bók Óskars Árna Óskarssonar, Einnar stjörnu nótt, sem geymir 26 ljóð. Kápu gerði Sigurlaugur Elíasson. „Að gefnu tilefni skal þess get- ið að Norðan Niður stefnir ekki að heimsyfirráðum, hvorki í bráð né reynd. Lifi eignarfallið; niður með eignarréttinn.“ Tónlist Tónlistarmenn frá Færeyjum í heimsókn Sjötíu tónlistarmenn frá Fær- eyjum flytja söngverkið „Jesús og maðurinn frá Makedoníu“ í Langholtskirkju kl. 20.30 á skírdag á vegum Reykjavíkur- borgar. Listamennirnir koma hingað í tengslum við opinbera heimsókn borgarstjórnar Þórs- hafnar í Færeyjum til Reykjavík- ur. Höfundar söngverksins eru tónskáldið Pauli í Sandagerði og rithöfundurinn Sigmund Paulsen og var verkið frumflutt f Þórshöfn á páskum 1984. Titillinn vísar til ókunna fiskimannsins frá Make- doníu, en hlutverk hans í verkinu er að brúa bilið milli nútíma fisk- veiðiþjóðar í norðurhöfum og samtímamanna Krists. Stílbrigði verksins eru margvísleg, allt frá köflum í ætt við rokktónlist til hefðbundnari þátta. Hljóm- sveitin er skipuð strengjum, blás- urum og rokkhljómsveit, ein- söngvurum og á fjórða tug kór- söngvara. Bókasöfn Fræðsluþáttur á myndbandi Félag bókasafnsfræðinga hefur látið gera 15 mínútna fræðsluþátt á myndbandi um bókasöfn: „Bókasafn er lykill“. Myndband- ið er ætlað til kennslu í notkun bókasafna og hentar nemendum allt frá efstu bekkjum grunn- skóla. Kynnt eru helstu safngögn sem eru til útláns í bókasöfnum, gerð er grein fyrir ólikum tegund- um bókasafna og sagt frá upp- byggingu algengasta flokkunar- kerfis bókasafna hér á landi, Dewey kerfisins. Fólki er kennt að leita að bókum eftir höfundi eða titli og heimildum um ákveð- in efni. 6 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Miðvikudagur 22. mars 1989

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.