Þjóðviljinn - 22.03.1989, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 22.03.1989, Blaðsíða 7
Salvadorkosningar Stórsigur hægriöfgamanna Búist við harðnandi stríði og vaxandi athafnasemi morðsveita. Aukin vandrœði Bandaríkjastjórnar Urslit forsctakosninganna í Sal- vador á sunnudag urðu þau að Alfredo Cristiani, rúmlega fer- tugur auðkýfingur og frambjóð- andi Þjóðernissinnaða lýðveldis- bandalagsins (sem þekktast er undir skammstöfun heitis síns á spænsku, ARENA), var kjörinn með liðlega helmingi greiddra at- kvæða. ARENA er harður hægri- flokkur og nátengdur hernum og morðsveitum á vegum hans. Með þessum úrslitum lýkur margra ára valdatíð kristilegra demókrata, miðjuflokks sem Bandaríkjastjórn hefur jafnan stutt við bakið á. En vegna þess stuðnings hafa forustumenn flokksins fengið það orð á sig að vera verkfæri Bandaríkjanna og Hersveitir líbanskra múslíma lokuðu í gær öllum sam- gönguleiðum á landi til yfirráða- svæða kristinna manna í landinu. Svæði þessi eru auk austurbæjar- ins í Beirút fjalla- og strandhéruð í miðju landi. Talið er að Sýrlendingar, sem styðja stjórn múslíma en reyna sjálfir að forðast þátttöku í bar- dögum með liðsmönnum hennar, séu með þessu að reyna að svelta stjórn kristinna manna undir for- sæti Michels Aoun til eftirgjafar. Aoun krefst þess að Sýrlands- stjórn kveðji her sinn á brott úr Líbanon. Kristnu og íslömsku héruðin í Líbanon eru mjög hvert upp á annað komin um ýmsar vörur, þannig fær íslamski vestur- bærinn í Beirút mjöl, steinolíu og eldunargas frá kristnum héruð- um og Austur-Beirút ávexti og grænmeti frá íslömskum héruð- um. auk þess hefur þeim mistekist að binda enda á borgarastríðið. Tal- ið er að hvorttveggja hafi gefið ARENA byr undir vængi. Þar að auki reyndi Cristiani allt hvað hann gat í kosningabaráttunni að kynna sig sem hófsemdarmann og reka af sér það öfgaorð, er farið hefur af flokki hans, og virð- ist það hafa borið einhvern ár- angur. Að vísu er óklárt, hversu mikill kosningasigur hans var í raun, því að kjördagurinn varð jafnframt einn harðasti bardaga- dagur stríðsins í lengri tíma og er hætt við að það ástand hafi haml- að kjörsókn. Cristiani segist að vísu reiðu- búinn til samningaviðræðna við Farabundo Martí-skæruliða, en með skilyrðum sem skæruliðar Eini tengiliður kristinna Lí- bana við umheiminn er nú hafn- arbærinn Jounieh norður af Beirút, en hann er þó ekki örugg- ur fyrir stórskotaliði múslíma. Reuter/-dþ. Moskvublaðið Moskovskaja Pravda, sem gefið er út af sovéska kommúnistaflokknum, birti í gær stefnuskrá Borísar Jeltsín, sem fyrrum var flokks- leiðtogi höfuðborgarinnar og býður sig nú fram þar fyrir kosn- hafa hingað til ekki tekið í mál. Þar sem ARENA hefur fram að þessu eindregið beitt sér fyrir al- geru vægðarleysi gegn skærulið- um og raunar öllu fólki grunuðu um einhverskonar vinstritil- hneigingar, er nú almennt álit í Salvador að hernaðarátök muni á næstunni harðna þarlendis og samhliða þeim muni hryðjuverk hersins og morðsveita hægri- manna, sem svo mjög hafa ein- kennt stríð þetta, færast í aukana. Telja margir nú fyrirsjáanlegt að stríðið muni standa í mörg ár enn, það er hvorugur aðilinn sé lík- legur til að sigrast í bráð. Fyrir Bandaríkjastjórn Bush eru þessi kosningaúrslit ógeðfelld uppákoma. Bandaríkin veita Sal- vador meiri efnahagsaðstoð á íbúa en nokkru öðru ríki að ísrael frátöldu og sjá salvadorska hern- um fyrir vopnum. Nú er talið að Bush og hans menn óttist að þeir fái óorð á sig ef þeir halda áfram stuðningnum eftir að hægriöfga- stjórn er tekin við í Salvador. Trúlegast er þó að Bandaríkja- menn haldi stuðningnum áfram, af ótta við að Farabundo Martí- hreyfingin, sem er marxísk, nái að öðrum kosti völdum í landinu. Reuter/-dþ. ingarnar til hins nýja sovéska þings, sem fram eiga að fara þann 26. þ.m. Áður hafði Jeltsín sakað blaðið um að draga taum mót- frambjóðanda hans, Jevgeníjs Brakov, er njóta mun stuðnings flokksins. Líbanon Samgöngubann á kristna Moskva Flokksblað birtir stefnuskrá Jeltsíns Dubcek Styðjið Gorbatsjov Alexander Dubcek, leiðtogi Tékkóslóvakíu á Pragvori, hvatti í gær alla vinstriflokka í Vestur-Evrópu til að gera allt hvað þeir gætu til stuðnings um- bótastefnu Gorbatsjovs Sovét- ríkjaforseta. Kemur þetta fram í ávarpi, sem Dubcek sendi þingi ítalska kommúnistaflokksins, sem nú stendur yfir í Róm. Dubcek var boðið á þingið, en gat ekki komið vegna þess að yfirvöld lands hans neituðu hon- um um ferðaleyfi úr landi. í ávarpinu fer Dubcek hörðum orðum um innrás Varsjárbanda- lagsins í Tékkóslóvakíu 1968, sem batt enda á Pragvorið. Segir hann innrásina hafa valdið Tékkóslóvakíu og málstað evróp- skra vinstrimanna ómælanlegum skaða og stöðvað rás umbóta í Austur-Evrópu og Sovétríkjun- um í næstum tvo áratugi. Að sögn Dubceks voru um 468.000 manns reknir úr tékkóslóvakíska komm- únistaflokknum eftir innrásina. Reuter/-dþ. Dubcek- innrásin 1968 olli nærri tveggja áratuga töf á umbótum. í kosningaávarpinu hvetur Jeltsín til þess að háttsett fólk í kommúnistaflokknum sé svipt ýmsum sérréttindum, sem það nú nýtur, þar á meðal sérverslunum, betri heilsugæslu en aðrir njóta og forgangi að lúxusbflum. í ávarpinu var hinsvegar sleppt þeim kosningamálum Jeltsíns, sem mesta athygli hafa vakið, það er að segja kröfum um að fjölmiðlar taki til umræðu mögu- leikana á fjölflokkakerfi og að kommúnistaflokkurinn verði hafður undir eftirliti þingsins. Miðnefnd flokksins skipaði í s.l. viku nefnd til að rannsaka, hvort Jeltsín teldist með þessum ný- mælum hafa vikið frá megin- stefnu flokksins. Þúsundir stuðningsmanna Jeltsíns fóru á sunnudag í göngu um miðborg Moskvu og mót- mæltu rannsókn nefndarinnar og afskiptaleysi flokksfjölmiðla af kosningabaráttu hans. Slík hóp- ganga kvað ekki hafa átt sér stað þar í borg í marga áratugi. Jeltsín var vikið úr stöðu flokksleiðtoga í Moskvu 1987, er hann hafði sagt opinberlega að hann teldi alltof mikinn hægagang vera á umbót- um stjórnar Gorbatsjovs. Reuter/-dþ. ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 7 Nokkrir fréttamenn voru meðal þeirra mörgu, sem féllu í valinn á kosningadaginn í Salvador. Sá sem hér liggur skotinn hét Roberto Vavas, salvadorskur og var Ijósmyndari í þjónustu Reuters. Stjórnar- hermenn urðu honum að bana. Lögregluforingjar drepnir Tveir háttsettir yfirmenn í norðurírsku lögreglunni voru skotnir til bana á mánudag á landamærum Norður-írlands og írska lýðveldisins. Voru þar að verki liðsmenn írska lýðveldishersins (IRA). Þessirtveir voru háttsettustu menn í liði lögreglunnar, sem fallið hafa í valinn frá því að ógnaröldin á Norður-lrlandi hófst fyrir tveimur áratugum. Manndrápin þarlendis hafa færst í aukana undanfarið og síðustu hálfa aðra vikuna hefur að meðaltali einn maður verið drepinn á dag. Reuter/-dþ. írar drepnir í Líbanon Þrír írskir hermenn i gæsluliði Sameinuðu þjóðanna í Líbanon biðu bana í gær er bíll sem þeir voru í ók á jarðsprengju við þorpið Brashiet, syðst í landinu. Liðsforingi í írsku hersveitinni þarnatelur, að þeim hafi verið sprengjan ætluð, en ekki er vitað hverjir lögðu hana fyrir þá. Alls hafa nú 30 írskir hermenn verið drepnir í Suður-Líbanon, frá því að gæslulið á vegum S.þ. var sent þangað 1978. Reuter/-dþ. Laus staða Laus er til umsóknar staða skólastjóra Æfingaskóla Kennarahá- skóla íslands. Umsækjendur skulu hafa lokið fullgildu háskólaprófi, eða fram- haldsnámi sem ásamt starfsreynslu er unnt að meta jafngilt, og hafa til að bera staðgóða þekkingu á sviði uppeldis- og mennta- mála. Umsóknir ásamt rækilegri skýrslu um náms- og starfsferil um- sækjenda, vísindastörf og ritsmíðar skulu sendar menntamála- ráðuneytinu, Hverfisgötu 6, 150 Reykjavík, fyrir 21. apríl nk. Menntamálaráðuneytið, 21. mars 1989 Laust embætti er forseti íslands veitir Embætti yfirdýralæknis er laust til umsóknar. Laun samkvæmt launakerfi starfsmanna ríkis- ins. Umsóknir ásamt upplýsingum um menntun og fyrri störf skulu sendar landbúnaðarráðu- neytinu, Rauðarárstíg 25,150 Reykjavík, fyrir 1. maí 1989. Landbúnaðarráðuneytið, 20. mars 1989 brosum/ og w mÉUMFERÐAR allt gengur betur * WRÁÐ

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.