Þjóðviljinn - 22.03.1989, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 22.03.1989, Blaðsíða 9
Kjamorkuvetur JARKENNSL/T Efni greinarinnartengist útvarpsþáttum Fjarkennslunefnd- ar um líffræöi sem fluttir eru vikulega (mánudögum kl. 21.30) á RÚV/Rás 1. Inngangur Pað er að verða æ ljósara, að gufuhvolf jarðar er miklu við- kvæmara fyrir áhrifum af manna völdum en áður var talið. Meng- un ógnar lífríkinu bæði til lands og sjávar. Koltvísýringur og ýmis önnur efni valda svonefndum gróðurhúsaáhrifum, sem margir halda að muni orsaka stórkost- lega hlýnun á jörðinni, jafnvel þó að fljótlega verði gripið til rót- tækra gagnráðstafana. En á sama tíma hafa menn gert sér grein fyrir gerólíkri hættu. Auk þess beina voða sem stafar af kjarnorkustríði, er nú talið að það geti valdið heiftarlegri kóln- un um mikinn hluta jarðar, jafnvel um nokkurra mánaða eða ára skeið. Ef þetta gerist að sumri til, geta afleiðingarnar orðið geigvænlegar, stórkostlegur uppskerubrestur og hungursneyð yrði þá hlutskipti þeirra, sem hefðu lifað af sjálfar stríðshörm- ungarnar. Þetta fyrirbæri hafa menn kallað kjarnorkuvetur. Fáein orð um kjarnorkustríð Áður en lengra er haldið er rétt að rifja upp helstu hugmyndir um hvernig kjarnorkustyrjöld kann að verða háð. Stundum er talað um „takmarkað" kjarnorkustríð. En flestir telja, að slíkur ófriður gæti auðveldlega magnast hröðum skrefum upp í allsherjar- stríð, ef til kjarnorkuárása kæmi í átökum mestu stórvelda. Þá yrði megnið af kjarnavopnum stór- veldanna notað. Á sex árum seinni heimsstyrjaldarinnar er talið, að beitt hafi verið sprengi- efnum, sem námu 3-5 miijónum tonna af TNT (trinitrotoluene), en það eru 3-5 megatonn. Nú er svipaður sprengimáttur falinn í kjarnorkuvopnum eins einasta kafbáts. Híróshimasprengjan var meira en þúsund sinnum öflugri en þær sprengjur sem dundu á Lundúnum í seinni heimsstyrj- öldinni og voru kallaðar „block- busters". En öflugustu kjarn- orkuvopn sem eru til árásar búin nú á tímum, eru aftur þúsund sinnum aflmeiri. í vopnabúrum stórveldanna eru nú meira en 50.000 kjarnasprengjur, samtals með um það bil 15.000 megat- onna sprengimátt. Hvað er kjarnorkuvetur? Hugsum okkur, að kjarnorku- Um höfund þessarar greinar Páll Bergþórsson er veðurfræð- ingur og nam við Stokkhólmshá- skóla. Hann hefur starfað á Veð- urstofu íslands í hérumbil fjöru- tíu ár og vinnur nú að rannsókn- um á veðurspám stríð brjótist út milli helstu stór- velda heims. f slíku stríði kvikna eldar á víðáttumiklum svæðum, bæði í skóglendi og í borgum. Kjarnorkusprengjur í lítilli hæð þyrla óhemju miklu ryki hátt í loft upp. En það sem mestu máli skiptir er sá sótsvarti reykur, sem stígur upp af brennandi borgum og skógum, ekki hvað síst brenn- andi eldsneyti íbirgðageymslum, olíuhreinsunarstöðvum og gas- lindum. í fyrri rannsóknum var gert ráð fyrir að allt að 150 milj- ónum tonna af reyk þyrlaðist upp í loftið í víðtæku stríði. Nýrri rannsóknir benda til þess, að þetta sé ívið of hátt metið. Hins vegar hafa rannsóknir á reyk, sem stígur upp af brennandi olíu og gerviefnum sýnt, að hann hef- ur mun meiri áhrif en fyrr var ætlað. Sá sótsvarti reykur, sem myndast af borgarbruna er nú tal- inn gleypa í sig þrefalt meira sól- arljós en áður var haldið. Menn hafa því beint athyglinni mjög að eiginleikum þessa reyks. Ahrifin eru nokuð breytileg eftir gangi styrjaldarinnar og ýmsum fleiri atriðum, en sólarylurinn við jörð gæti orðið 100 sinnum minni en venjulega í nokkra daga, og undir 20% um nokkurra vikna skeið í kjölfar styrjaldar. Víðáttumiklir og ofsalegir eldar geta þyrlað reyk upp í allt að 15 km hæð, en mest af honum stígur væntanlega upp í 5 - 10 km hæð og dreifist síðan með vindum vítt og breitt. Reykurinn hitnar síðan af völd- um sólarljóss, sem hann gleypir í sig og getur vegna hitunarinnar borist upp í allt að því 30 kíló- metra hæð. Þetta veldur því að mökkurinn helst miklu lengur svífandi en ella, áður en hann sígur til jarðar eða honum rignir niður í úrkomu, og töluverður reykur gæti því borist í háloftum yfir miðbaug frá því hveli jarðar, jþar sem upptök stríðsins væru. Niöurstööur útreikninga Fyrstu útreikningarnir á því hvernig reykurinn bærist og hvaða áhrif hann hefði, voru á ýmsan hátt ófullkomnir, þeir voru birtir árið 1983. Síðan hafa orðið miklar framfarir í þessum útreikningum með forritum, sem líkja eftir loftstraumum, sólar- geislun og hitageislun frá jörð og lofti, uppgufun og úrkomu. Slík forrit, sem eru sniðin að rann- sóknum á kjarnorkuvetri, eru nú víða í notkun í Bandaríkjunum, en einnig í Sovétríkjunum, Bret- landi og Ástralíu. Jafnframt hef- ur af þessu leitt miklar framfarir í veðurfarsrannsóknum. Helstu niðurstöðurnar eru þessar: 1. Á meginlöndum í tempraða beltinu yrði kólnun að sumri til um það bil 10 gráður, og mundi standa allt að því einn mánuð, en síðan drægi smátt og smátt úr kuldanum. Þar að auki mætti bú- ast við tímabundnum frosta- köflum inni á meginlöndunum, jafnvel í júlí. Ef styrjöldin hæfist að vetrarlagi, yrði kólnunin miklu minni, auk þess sem hún væri þá ekki eins skaðvænleg gróðri. Hins vegar benda nýjustu reikningar til þess, að jafnvel einu eða tveimur árum eftir styrj- öldina gætu komið harðir kulda- kaflar að sumrinu svo að frávik frá meðallagi næmi allmörgum gráðum. En yfir höfunum yrði kólnunin lítil. 2. Allra nýjustu útreikningar benda til, að þau köfnunarefnis- oxýð, sem myndast við kjarnorkusprengingarnar gætu borist upp í ósóniagið sem er að- allega í 20-50 km hæð. Þar uppi mundi líka verða geysileg hitun, öfugt við það sem yrði við jörð, jafnvel um 30-80 stig. Þetta í sam- einingu gæti skert ósonið um helming á nokkrum mánuðum, en sem kunnugt er hefði það al- varlegar heilsufarslegar afleið- ingar vegna aukningar á útfjólu- blárri geislun. Þetta er talið mjög mikilvægt og krefjast frekari rannsókna. Auk þess gætu hál- oftavindar, sem reykjarmökku- rinn kæmi af stað, borið veru- legan hluta af ósoni norðurhvels- ins yfir á suðurhvel á fáum vik- um, svo að næmi tugum prós- enta. 3. Vegna sumarkulda á megin- Iöndum Asíu og Evrópu, mundi draga mikið úr hafræna missera- vindinum, sem ber með sér mikla árlega úrkomu yfir fjölmennustu lönd jarðar í Suður- og Suðaustur-Asíu. Af því gæti leitt geigvænlega þurrka og uppskeru- brest, einmitt á svæðum þar sem sultur er ávallt á næsta leiti, ef eitthvað ber út af um veðráttu Hver er þáttur kjarnorku- vetrar í áhrifum kjarn- orkustyrjaldar? Það er talið, að bein afleiðing kjarnorkustyrjaldar geti orðið dauði hundraða miljóna manna. Þar kemur til bein geislavirkni frá sprengjunum ásamt höggbylgj- um og hitageislun, en um leið yrði þetta til að brjóta niður byggingar, samgöngukerfi og heilsugæslu. Geislavirkt úrfelli frá sprengingunum og löskuðum kjarnorkuverum mundi dreifast um alla jörð og hafa áhrif um ára- bil. Heilsugæsla yrði gersamlega lömuð, þegar tekið er tillit til þeirra feiknalegu verkefna, sem hennar biðu. Því yrði mikil hætta á farsóttum. Matvæladreifing yrði miklum erfiðleikum háð, svo ekki sé meira sagt. En síðan koma óbeinu áhrifin, og þar er kjarnorkuveturinn mik- ill örlagavaldur. Hitafrávik um 1- 2 gráður að sumri getur valdið algerum uppskerubresti, og því er auðséð, að 5-15 stiga kólnun hefði feiknaleg áhrif, líka í þeim löndum, sem ekki hefðu orðið fyrir beinum árásum. Af þessu mundi stafa stórfelld hung- ursneyð. Þegar það ástand er skoðað í samhengi við þær hörm- ungar, sem fyrir væru, eru menn sammála um að áhrifin séu samanlagt miklu meiri en þau, sem fengjust með því að athuga hverja orsök fyrir sig og leggja síðan saman mannfallið. Þarna koma til keðjuverkanirnar, að orsakirnar magna hver aðra, og því er talið líklegt, að móti þeim hundruðum miljóna sem farast beinlínis í stríðinu, geti miljarðar manna tortímst á árunum sem á eftir fara. Ávinningur af rannsókn- um á kjarnorkuvetri Það urðu harkalegar deilur um niðurstöður þeirra vísinda- manna, sem fyrstir settu fram kenninguna um kjarnorkuvetur- inn. En þær leiddu til rannsókna, sem einkum hafa verið umfangs- miklar í Bandaríkjunum. Og nú er ljóst, að af þeim hefur orðið geysimikill ávinningur. Stephen Schneider, veðurfræðingur, sem fyrir nokkrum árum deildi all- mikið á svartsýnar niðurstöður annarra vísindamanna segir í for- ystugrein í Climatic Change, tímariti um loftslagsbreytingar, að verðmæt þekking hafi unnist á eðli mikilla eldsvoða og reyks, mikil framför hafi orðið í forriti til að spá áhrifum á loftstrauma, geislun og efnaeiginleika loftsins, en ekki síst hafi menn lært mikið um áhrif loftslagsbreytinga á fé- lagsfræðileg og vistfræðileg vandamál. Og þó að fyrstu spárn- ar um afleiðingar kjarnorkuvetr- ar hafi ekki að öllu leyti staðist, hafi brautryðjendurnir unnið mannkyninu og vísindunum þýð- ingarmikið gagn með kynningar- starfi sínu. Hcimildir: Crutzen, Paul and Birks, John: 1982. Twilight at Noon: The Atmosphcre aftcr a Nuclear War“. Ambio XI, No. 2-3, 114-125. Environment, júní 1988, Vol 30, No 5 (sérstakt hefti helgað kjarnorkuvetri með mörgum athyglisverðum grcin- um,.). Meredith, C., Greene, O., Pentz, M.: 1985. Kjarnorkuvetur, 48 bls. Utg. Örn og Örlygur. Pittock, A. B., Ackerman, T. P., Crutzen, P. J., MacCracken, M. C., Shapiro, C. S., and Turco, R. P.: En- vironmental Consequences of a Nuc- lear War, SCOPE 28, Volume I, John Wiley and Sons, New York. Samtök eðlisfræðinga gegn kjarnorkuvá, 1988. Viðauki við bæklinginn Kjarnorkuvetur (Örn og Örlygur 1985). Schneider, S., 1988. Whatever happ- ened to Nuclear Winter?" An Editori- al. Climatic Change Vol 12, 215-219. Turco, R. P., Toon, Owen B., Ack- erman, Thomas P., Pollack, James B., and Sagan, C.: 1983. Nuclear Winter: Global Consequences of Mul- tiple Nuclear Explosions", Sciencc, Vol. 222, 1283-92. Ennfremur er von á íslenskri þýðingu á hluta bókarinnar Dictionary of Nuclear Terms. Einnig er verið að semja kafla í kennslubók um kjarn- orkuvá, sem Samtök lækna gegn kjarnorkuvá munu gefa út á næst- unni. Fjarkennslunefnd er nefnd sem skipuð er af menntamálaráðuneyti til að vinna að eflingu fjarkennslu hér á landi. Framkvæmdastjóri Fjar- kennslunefndar er dr. Sigrún Stef- ánsdóttir, vs. 693000. Umsjón með gerð útvarpsþátta fjar- kennslunefndar annast Steinunn Helga Lárusdóttir. Umsjón með birtingu greina og efnis í tengslum við útvarpsþætti Fjar- kennslunefndar annast Jón Erlends- son, forstöðumaður upplýsingaþjón- ustu Háskólans, vs. 629920-21. Miðvikudagur 22. mars 1989 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 9 Myndin gefur hugmynd um, hversu hátt ryk og reykur frá kjarnorkusprengingu berast, eftir því hvað sprengjan er öflug. Það er reykurinn, sem veldur mestu um veðurfarsbreytingu. Myndin er úr bæklingi Samtaka íslenskra eðlisfræðinga gegn kjarnorkuvá, Kjarnorkuvetri. (útgefandi: Örn og Örlygur).

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.