Þjóðviljinn - 23.03.1989, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 23.03.1989, Blaðsíða 2
SKAÐI SKRIFAR 0 Kveðið um ungar ástir Ég, Skaði, hefi alltaf verið á móti óþarfa Ijóðmælum. Ég skil ekkert hvers vegna aumingja fólkið er að kreista þetta upp úr sér. Það er búið aðyrkja um flesta hluti og vel um margt. Og svo fer líka öllu aftur. Eg sat hjá gömlum skólabróður mínum, Grími kennara, á dögunum. Hann er að kenna krökkum tungu Egils og Snorra. Og hann er eitthvað að reyna að láta þau yrkja um sín hugðarefni. Eins og til dæmis ástina. Eitt svona kvæði var komið á prent í virðulegu málgagni. Ég sá þetta hjá Grími og var hneykslaður niður í tær. Sér er nú hvert andskotans bullið og leirburðurinn, sagði ég. Bull ,sagði Grímur. Hvað meinarðu elsku vin? Ertu ekki með því að allir fái að tjá sig? Viltu hafa ritskoðun og harðstjórn hefðarinnar og helvítis bókmenntastofnunarinnar? Hver maður sín tjáning. Það ættir þú að skilja sem þykist vera Sjálfstæðismaður. Já en þetta er alveg skelfilegt Ijóð, sagði ég. Strákurinn hittir Fríðu sína út við malarveg og hún var svolítið treg, þú vildir ekki byrja með mér, en ég vildi sko vera með þér. Og þau fóru í partý saman og það var voða gaman: Ó Fríöa þú varst svo sæt og fín þú áttir að verða gellan mín... Við dönsuðum og dönsuðum þar tH við ekkert sönsuðum nema bara hvort annað við vorum sem fyrir hvort annað hannað... Þetta er nokkuð gott sagði Grímsi. Krakkarnir tjá sig á sínu eigin máli með sínum sterka kynslóðarrétti: sá sem segir gellan mín en ekki ástin mín, hann gefur upp aldur sinn og um leið viss viðhorf. Hann sýnir af sér þá neyslukátu afstöðu til ástarinnar sem einkennir uppvaxandi kynslóð. Neysluglöðu? hváði ég. Já, gella er eitthvað sem maður borðar, ekki satt? Og svo kemur hinn tæknivæddi nútími inn í Ijúft ástamál unglinganna; við vorum HÖNNUÐ hvort fyrir annað. Ekki sköpuö eins og þjóðskáldin kyrjuðu. Þetta gefur skáldskapnum öruggt tímaskyn. Já en svo kemur afbrýðin, sagði ég, herra minn sæll og trúr! Daginn eftir sástu Jón. Mér fannst hann ógeðsleg sjón en þér fannst hann sætur þú vildir al'onum dætur. Einmitt, sagði Grímsi. Akkúrat! Hér slær saman nýju tilfinningamáli (sætur strákur) og hinni þungu hefð sem sækir allt til Bilbíunnar (þú vildir ala honum dætur). Það gerist svona djarfleg blanda á staðnum og í henni miðri situr póstmódernísk fegurð. Þetta heldur svo áfram þegar Ijóðmælanda og keppinauti hans lendir saman út af Fríðu: „hann minnti helst á skessu / og barði mig aiveg í klessu". Mál þjóðsögunnar kallast fagurlega á við mál götunnar, skessan á við klessuna. Jæja, sagði ég. Svo er búið að berja sögumann í klessu og hann hveindi" og skreið eins og aumingi heim og vælir þar hástöfum: Ég vissi að Jón væri heima hjá þér en ég vildi að þú værir í bólinu hjá mér Mig dreymdi illa þessa nótt ég gat ekki sofið rótt. Póstmódernismi, vinur minn, sannur póstur, sagði Grímsi. Fyrst einfaldleikinn sjálfur, tengdur frumþörfunum. sjálfri hinni nývöktu kyn- hvöt: „ég vildi þú værir í bólinu hjá mér“, það skilur hver maður. Og svo kemur strax á eftir hin gamla og góða skáldskaparhefð tregans: vondir draumar um nótt, ekki sofið rótt, bara eins og hjá Stefáni frá Hvítadal eða þannig. Og lokavísan, Skaði, hún er afbragð, hún er perla, hélt Grímsi áfram. Sjáðu bara: Ég ákvað að leggja árar í bát fór bara niður og át og át Ég nennti ekki að reyna við þig fór bara að pæla í Evu Sig... Hér allt eins og það á að vera. Tengslin við þjóðlífið: að leggja árar í bát. Einstaklega módern túlkun á örvæntingu: „ég át og át“. Það eru ekki bara stelpur sem stunda huggunarát, taktu eftir því, þetta er ort í anda jafnréttisl. Og svo að lokum: galsafengið uppgjör við ástina, ég nenni þessu ekki, ég spái í Evu. Og um leið er verið að umorða á nútímamál þetta gamla og klassíska, skilurðu: alltaf má fá annað skip og annað föruneyti.... í RðSA- GARÐINUM VERKEFNI FYRIRFIMM- MENNINGANA All sérstæður þjófnaður var framinn í gæludýraversluninni Amazon við Laugaveg, aðfara- nótt laugardags. Þjófurinn sem þar var að verki hafði á brott með sér lítinn caccatou fugl sem er afar sérstæður fugl sg líklega eini sinnar tegundar hér á landi. Þeir sem þekkjatil Ævintýrabókanna, ættu að muna eftir Kíkí, en hann var einmitt caccatou fugl. Tíminn HOLLRÁÐ FRÁ NEYTENDA- SAMTÖKUNUM S' A KREPPUTÍMUM Svo eru nú páskarnir í nánd með tilheyrandi fermingum og fá umræðuefni eru jafnlíkleg til að spilla fermingarveislum eins og saurgerlar í mat. Dagfari í DV um gerlafarsið HVAÐSEGIÐI UM ALLAH? Það er líka gaman að Elsu Lund, nema hvað það er ágalli á persónunni þessar sífelldu upph- rópanir um guð. Þetta kemur illa við fólk á sama hátt og blót og ragn. Það segir líka í Biblíunni: „Þú skaltekki leggja nafn drottins guðs þíns við hégóma." Hann Laddi hlýtur að geta fundið ein- hverja aðra upphrópun handa Elsu. Velvakandi í Mogga HVAÐATEG- UND? Steingrímur sleipur fiskur. DV VAR KONAN SVONASLÆMÍ BÓLINU? Ástæðan til þess að hlera átti síma Scoris er sögð vera sú að sænska leyniþjónustan hafi fengið viðvörun frá frönsku ör- yggislögreglunni um að Scori hafi reglubundið heimsótt konu sem grunuð var um hryðjuverk þegar hann kom til Parísar. DV SELUR SPURÐI SEL: „SÁSTU HVERGI PORKEL?“ Starði selurinn á áhöfnina og virtist í upphafi ekkert átta sig á aðstæðum. Þegar selurinn komst að raun um hvar hann var staddur tók hann til fótanna... Alþýðublaðið JÁKVÆÐA LEIÐINTILAÐ SEG JA HVERJIR STÓÐU SIG MIÐUR Bestur í liði ÍBK var Axel Nikul- ásson, en Jón Kr. Gíslason var mjög mikilvægur fyrir liðið. Guð- jón Skúlason var góður og Falur Harðarson og Nökkvi M. Jóns- son stóðu sig vel... 2 SÍÐA - NÝTT HELGARBLAÐ Fimmtudagur 23. mars 1989 Tíminn

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.