Þjóðviljinn - 23.03.1989, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 23.03.1989, Blaðsíða 5
Kaflinn sem hér fer á eftir er fenginn úr bók Árna Björnssonar „Hræranlegar hátíðir“ sem kom út hjá Bókaklúbbi Arnar og Or- lygs árið 1987. Saga páskaeggsins er hluti af kaflanum Páskar. Hef- ur höfundur veitt góðfúslegt leyfi tU birtingar. Saga páskaeggsins Elsta uppruna páskaeggja í Evrópu má rekja til þess, að um þetta leyti árs taka hænsni og aðr- ir fuglar að verpa aftur eftir nokk- urt hlé yfir háveturinn samkvæmt ráðstöfun móður náttúru. Á dögum lénsveldisins á miðöldum greiddu kvaðabændur lands- drottnum sínum skatt nokkrum sinnum á ári og fólginn var í þeim búsafurðum, sem helst voru til- tækar og eftirsóknarverðar á hverjum árstíma. Um páska- leytið voru eggin einkum ný- næmi, því að bæði höfðu þau naumast verið tiltæk í nokkra mánuði og auk þess bönnuð á föstunni eins og kjöt. Það bann hefur sennilega átt að setja undir þann leka, að bændafólk færi að borða egg, áður en það hefði reitt eggjaskatt sinn af hendi. Páska- skatturinn var af þessum sökum oft nefndur „páskaegg“ í daglegu tali. Það var t.d. nokkuð algengt, að meðalbúgarður afhenti lands- drottni hundrað egg á páskunum. Þetta gat því orðið meiri háttar eggjahaugur hjá ríkum land- eigendum. Þá varð það smám saman venja, að klaustur og síðar aðrir landeigendur gæfu fimmtung af páskaeggjunum til þurfamanna. Af því þróaðist sá siður að gefa börnum páskaegg. Síðar kom upp sú tíska að sjúga innihaldið úr egginu og mála skurnina eða skreyta með öðru móti og nota til páskagjafa. Þessi skreyttu egg eru enn algeng sem heimilisiðn- aður víða í Austur-Evrópu. Frá Þýsk mynd á páskaeggi frá 18. öld og á að tákna upprisu Krists frá ríki dauðra. lokum 17. aldar má finna dæmi um þá þjóðtrú, að páskahérinn færi börnunum páskaegg. Síðar verður það leikur barna, einkum í borgum, að leita uppi egg í skógi eða görðum á páskadagsmorgun. Ef fugiar urpu ekki í nálægum trjágörðum, földu foreldrar stundum egg þar handa börnun- um að finna. Á barokktímanum varð það tíska hjá yfirstéttinni að gefa páskaegg, sem skreytt voru guð- rækilegum myndum eða táknum og andlegum spakmælum. Þegar kemur fram á 18. öld, fer að verða léttara yfir skreytingunum, og í stað heilræða koma ham- ingjuóskir, rímaðar ástarjátning- ar eða stríðni. Þá kom einnig fyrir að í stað þess að hafa orðsend- ingu utan á var henni smeygt á samanbrotnum miða inn um smágat á skurninni, sem síðan var málað yfir. Með sparsemi upplýsingarald- ar og andúð á öllum „óþarfa" var farið að banna sölu á skrauteggj- um, en aftur var tekið að leyfa hana með rómantíkinni á 19. öld. Þá var einnig farið að lofa páska- eggin og leiki með þau sem eld- fornan germanskan sið, sem væri hollur fyrir uppeldi æskunnar og eflingu þjóðlegs hátíðahalds. Um líkt leyti koma einnig fram hinar rómantísku skýringar, að páska- eggið sé upphaflega frjósemis- tákn eða jafnvel tákn um upprisu holdsins, og hafa þær grillur orð- ið ærið lífseigar, enda gátu þær að vissu marki sogið næringu úr hug- myndum um „alheimseggið" í táknfræði hámiðalda. Á 19. öld tók sælgætisiðnaður- inn í Mið-Evrópu að hagnýta sér páskaeggjasiðinn og framleiða í fyrstu egglaga öskjur, sem seldar voru fyrir páska fullar af sætind- um. Síðar komu súkkulaðieggin til sögunnar fyllt með öðru sæl- gæti. Nú var og auðveldara en áður að stinga bæði myndum og lesmáli inn í eggið. Tilbúin páska- egg munu fremur fljótt hafa bor- ist til borga og hafnarbæja í Dan- mörku og Svíþjóð, en í Noregi verður þeirra ekki vart fyrr en um síðustu aldamót. Á íslandi sést hinsvegar fyrst minnst á páskaegg í blaðafrétt árið 1893, þar sem segir frá því, að Rússakeisari hafi fundið á skrifborði sínu skrautlega málað páskaegg með uppreisnarhótun- um frá andstæðingum sínum innan í. En annars verður ekki vart við þennan sið hérlendis, Skjóttu refinn áður en þú selur skinnið Málshættir í páskaeggjum valdir í takt við tímann Páskaeggjaframleiðendur reikna með því að neyslan verði hin sama og í fyrra. Hjá sælgætis- gerðinni Nóa-Síríus hafa starfað um 40 manns ein- göngu við páskaeggjaframleiðsluna. Hátt á annað hundrað þúsund súkkulaðiegg þaðan eru komin i búðir víðs vegar um landið. Málshættirnir eru jafnmikilvægir og eggin og er vandað til þess að hafa þá sem fjölbreytilegasta og að sögn Tryggva Hallvarðssonar framleiðslustjóra bætist alltaf við töluvert af nýjum málsháttum á ári hverju. Eggin hafa hækkað nokkuð í verði frá því í fyrra eða, um 4-5% af hálfu framleiðenda og 11% af hálfu ríkisins með hækkuðu vörugjaldi. Mest er selt af eggjum nr.4 en talsvert er um sérpöntuð egg til gjafa, s.k. risaegg. eb Hór Ijúka stúlkurnar Karen Ward og Jenný Guð- mundsdóttir, við að skreyta páskaegg af stærstu gerð. Mynd: Jim Smart. fyrr en kemur fram undir 1920. Áð sjáifsögðu hlutu margir ís- lendingar þá þegar að hafa kynnst páskaeggjum í Danmörku og víðar, þótt ekki hafi þeim fundist ástæða til að skrá slíkt í prentaðar frásagnir. Víst er einn- ig, að innflutt páskaegg hafa fengist hér í búðum á fyrstu ára- tugum aldarinnar, þótt þess sjái ekki stað á prenti fyrr en árið 1922. Þá er þessi auglýsing í dag- blaði 2. aprfl, en páskadagur var 16. apríl: vissara er að panta eða kaupa e88 þe8ar 1 stað, því ífyrra fengu fœrri en vildu. Þótt ætíð sé vissara að taka slíku sjálfshrósi auglýsenda með varúð, er lítil ástæða til að efast um þessa fullyrðingu. Og það er varla tilviljun, að auglýsingin frá Irmu skuli koma daginn eftir. Verðmunur dýrustu og ódýrustu páskaeggja hjá Björnsbakaríi vekur einnig nokkra athygli. Árið 1922 er hann 35-faldur, en árið eftir hvorki meira né minna Björnsbakari Vallarstrwti 4. Slmi 153. Páskaeggin eru þegar tilbúin. Sjáið útstillinguna f gluggunum i dag. Oöýr, en smekkleg vinargjöf. Dlarcipan Súkkulaði Egg L, frá kr. 0,20 til kr. 7,00. 3BE J Orðið páskaegg með greini bendir til þess, að ekki hafi verið um allsendis óþekkta vöru að ræða. Reykvísk kona fædd 1905 minnist þess einnig að hafa fengið páskaegg, þegar hún var 10-11 ára. Það var egglaga pappaaskja frá Sápuhúsinu í Austurstræti. í sömu átt vísar auglýsing frá Smjörhúsinu Irmu í Hafnarstræti nokkrum dögum fyrir páska árið 1923: en 240-faldur, því að ódýrustu eggin kosta eftir sem áður 20 aura, en hin dýrustu 48 krónur. Þá hljóta stærstu eggin að hafa verið nánast risavaxin og hin minnstu örsmá. Ekki hefur orðið vart við svo gamlar auglýsingar um páskaegg í öðrum kaupstöð- um, þar sem þeirra hefði helst mátt vænta um þetta leyti eins og á Akureyri og Seyðisfirði. En blaðakostur var heldur ekki mik-- ( IJori pio páskaegg komu meö Botnlu. lirlil illll Isgri ii llir. Ktnn'g epUmaak. PlOBtusmjOrllkl. I Smiö rhúsiö Irma, IMuriMI 88. Siml 883. Hér virðist samkeppni komin af stað, og verslunin Irma, sem í rauninni var danskt útibú, snar- lækkar verð á þessari vöru, sem greinilegt er, að hún hefur flutt inn áður. Björnsbakarí virðist hinsvegar skáka í því skjóiinu að framleiða sín eigin páskaegg og mun hafa fengið sérstök mót til þess. Sælgætisgerðin Víkingur fékk og páskaeggjamót litlu síð- ar. Þetta ræður keppinauturinn Alþýðubrauðgerðin ekki við, og árið 1923 auglýsir hún einungis kökur til páskanna og telur upp nokkrar tegundir þeirra. Björns- bakarí heldur hinsvegar áfram eggjagerð sinni og auglýsir um sama leyti páskaegg úr marsípan, súkkulaði, pappa og silki. Eitthvað áf því kynni þó að vera innflutt. En í auglýsingu þess er einnig tekið fram, að ill þar og engin dagblöð, svo að auglýsingarými var í minna lagi. Niðurstaðan verður því sú, að páskaegg hafi ekki orðið almenn kaupvara fyrr en upp úr 1920, þótt þau kunni að hafa þekkst áður á stöku heimili. Ein ástæða fyrir þessu tómlæti er vafalítið sú, að á Islandi var ekki til nein hefð varðandi páskaegg, hvorki eggja- skattur né skrautlituð eggja- skurn. Það var enda fremur lítið um hænsnarækt á flestum öldum íslandssögunnar. Árið 1919 eru enn ekki nema rúm tólfþúsund hænsni á öllu landinu, og það er ekki fyrr en eftir 1930 að hætt er að flytja inn egg. En þá hafði hænsnastofninn líka nær fjórfald- ast. Þær fáu hænur, sem til voru fyrr á öldum, hafa hinsvegar sjaldnast byrjað að verpa fyrr en eftir páska. Flmmtudagur 23. mars 1989, NÝTT HELGARBLAÐ - SÍÐA 5

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.