Þjóðviljinn - 23.03.1989, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 23.03.1989, Blaðsíða 6
Orlög Amazonsvæðisins í Brasilíu og á íslandi sjá stjórnvöld ogfjölmiðlar djöfulinn í málstað náttúruverndar Þann 25. desember s.I. var bor- inn til grafar í bænum Xapuri í vesturhluta Amazonsvæðisins Francisco Mendes Alves Filho, þekktur undir nafninu Chico Mendes. Hann hafði hlotið sprengiskot í brjóstið þrem dögum áður, og launmorðingj- arnir voru útsendarar land- eigenda Amazonsvæðisins. Chico Mendes var orðinn þekktur sem fremsti baráttumaður fyrir verndun regnskóga Amazon og örlög hens eru af mörgum talin táknræn fyrir þá þróun sem nú á sér stað í þessum heimshluta, þar sem talið er að þegar sé búið að brenna upp í eldi regnskóga sem cru að flatarmáli á bilinu fjögur til sexhundruð þúsund ferkíló- mctrar, en það samsvarar 8-12% af regnskógum Amazonsvæðis- ins. Lungu jarðarinnar Þessir regnskógar eru saman- lagt yfir sex miljón ferkílómetrar að flatarmáli og gegna lykilhlut- verki í lífríkinu sem lungu jarðar- innar er bindur koltvísýring úr andrúmsloftinu og breytir honum í kolvetni. Með eyðingu regn- skóganna er verið að raska kol- efnisjafnvæginu á milli lífríkisins og andrúmsloftsins og auka á koltvísýringinn og þar með „gróðurhúsaáhrifin“, sem hafa áhrif á hitastigið á jörðinni. Það sem ógnar svæðinu er fyrst og fremst eftirsókn eftir þeim miklu auðæfum sem þar er að finna, og svo sú staðreynd að Brasilía, sem á meginhluta svæð- isins innan sinna landamæra, er eitt af skuldugustu ríkjum jarðar- innar og skuldar nú um það bil 150 miljarða dollara til vestur- lenskra og japanskra banka og fjármálastofnana. Brasilía hefur því fulla þörf fyrir að nýta öll þau miklu náttúruauðæfi sem þar er að finna (landið er talið eitt hið auðugasta í heimi hvað náttúru- auðlindir snertir), en auðlindir Amazonsvæðisins verða illa ný- ttar án þess að skógurinn verði ruddur. Þversögnin er hins vegar sú að sú mikla rányrkja, sem nú á sér stað á svæðinu, kemur þjóð- inni að litlu eða engu haldi og hefur lítil áhrif á skuldastöðuna, því bróðurpartur þessa mikla landflæmis er kominn í eigu til- tölulega fárra landeigenda og bandarískra, evrópskra ogjapan- skra stórfyrirtækja. Þannig eru 152 fyrirtæki skráð eigendur 40 miljón hektara lands á Amazon- svæðinu. Landeyðingin stafar fyrst og fremst af því að skógarnir eru brenndir fyrir nautgriparækt, sem nýtt er af bandarískum hamborgarakeðjum, en einnig vegna framkvæmda við námu- gröft, þar sem menn sækjast eftir járni, úran og gulli og öðrum verðmætum efnum. Þá hafa vatnsvirkjanir valdið því að stór skógarsvæði hafa verið lögð undir vatn. Til dæmis kostaði stfflan við Tucurui að 246.000 hektörum af regnskógargróðri var sökkt undir vatn. Þar undir rotnar nú gróðurmassinn og sendir frá sér eitraðar gastegund- ir í stórum stíl. 20 ára rányrkja Rányrkjan á Amazon-svæðinu hófst fyrir alvöru 1970, þegar Me- dici, þáverandi forseti Brasilíu, ákvað að flytja fólk úr norð- austurhluta landsins, sem þjáðist af skorti vegna langvarandi þurrka, inn í paradís regnskóg- anna, þar sem náttúran var gjö- fulli. Gerð var sérstök áætlun um landnám á svæðinu og lykilatriði hennar var bygging Amazon- hraðbrautarinnar þvert yfir svæð- ið frá austri til vesturs um 800 km fyrir sunnan Amazonfljótið. Nú, tæplega 20 árum síðar, er hrað- brautin löngu komin í gagnið ásamt fleiri vegum um svæðið, búið er að ryðja skóg sem nemur hundruðum þúsunda ferkíló- metra, en landnámið sem upp- runalega var hvati alls þessa hef- ur ekki orðið sem skyldi. Sú milj- ón íbúa frá NA-Brasilíu sem átti að fá þarna land kom aldrei, landnemar skipta í hæsta lagi nokkrum tugum þúsunda og landnámið hafði því engin áhrif á rróun mála í NA-Brasilíu, þar Chico Mendes borinn til grafar á jóladag 1988. sem íbúum fjölgar um miljón á ári. Smábændurnir sem komu hafa flestir snúið aftur vegna erf- iðra aðstæðna og þegar nú er ekið eftir Amazonveginum blasir við mikið af yfirgefnu landi þar sem skógi hefur verið eytt og fátæk- legur gróður tekið við. í stað smábændanna sem áttu að erfa landið hafa stórfyrirtæki og stór- landeigendur lagt það undir sig með nautgripahjarðir sem skipta hundruðum þúsunda og það er undan þessum hjörðum sem skógurinn er fyrst og fremst brenndur. Landið sem eftir stendur dugir aðeins til beitar skamma hríð og því halda menn stöðugt áfram að brenna meiri og meiri skóg. Askan nýtist til áburðar í 1-2 ár en skolast svo burt með öðrum jarðvegi, sem verður stöðugt rýrari þar til hann skorpnar og hættir að gefa nokk- uð af sér. Alþýðufylking skógarbúa íbúar Amazonsvæðisins sem lifa dreift um skóginn lifa flestir á því að safna gúmmíi úr villtum gúmmítrjám (seringueiros). Aðr- ir lifa á smábúskap að mestu til sjálfsþurftar, og brenna skóginn jafnóðum undan sér. Þriðji hóp- urinn er svo indíánar, sem lifa á villtum ávöxtum og dýrum. Fyrir utan þessar stéttir eru svo stór- landeigendurnir (latifundistar) sem hafa í sinni þjónustu hálf án- auðuga smábændur (peones) og einkalögreglu (pistoleros). Það eru hagsmunir þessara aðila sem hafa rekist á með þeim afleiðing- um að latifundistarnir létu leigumorðingja sína drepa mann eins og Chico Mendez. Manninn sem kallaður var „Gandhi Amaz- onsvæðisins" og „Stofnandi al- þýðufylkingar skógarins". Al- Ósnortinn regnskógur geymir ótrúlegan lífmassa á hverja flatar- einingu. Eyðing regnskóganna snert Áframhaldandi eyðing gæti haft veruleg áhrif á loftslag og mun hugsanlega hafa í för með sér útrýmingu allt að 100.000 tegunda á næstu áratugum, segir Þóra Ellen Þórhallsdóttir prófessor í grasafræði við Háskóla Islands Þóra Ellen Þórhallsdóttir pró- fcssor í grasafræði við Háskóla Islands hefur sérstaklega kynnt sér þá þróun sem nú á sér stað í hitabeltinu með eyðingu regn- skóganna. Við hittum hana á skrifstofu hennar á Líffræðistofn- un háskóians við Grensásvcg og byrjuðum á því að spyrja hana hvað væri í raun og veru að gerast í regnskógunum. „Það er gengið mjög hratt á regnskóga, bæði í Suður- Ameríku, Afríku og Asíu. Segja má að þessi stórfellda eyðing hafi byrjað upp úr 1830 og að nú sé búið að eyða um helmingi þeirra regnskóga sem þá voru til. Hing- að til hefur eyðingin verið hröðust í Suðaustur Asíu, eink- um í Thailandi, Malasíu og sumum eyjum Indónesíu og svo í Suður-Asíu, á Indlandi og Sri Lanka. í Asíu hefur fólksfjölgun átt drýgstan þátt í skógaeyðing- unni, fólk hefur einfaldlega skort landrými. Auk þess hafa regn- skógar Suðaustur Asíu verið helsta harðviðarnáma heims og timburtekja hefur haft drjúg áhrif. Stærstur hluti timbursins fer til Japans þar sem það er m.a. notað til húsbygginga. Japanir hafa nú friðað sína skóga nær al- veg en flytja í staðinn inn um þris- var sinnum meiri trópískan harð- við en Bandaríkjamenn. í Suður-Ameríku liggja aðrar ástæður að baki eyðingunni. Þar hefur skóginum verið eytt í stór- um stí) fyrir stórlandeigendur og stórfyrirtæki sem nota landið til nautgriparæktar eða trjáræktar. Búgarðarnir eru þá alltaf mjög stórir, meðalfjöldi nautgripa á þessum búum var talin 18.000 í skýrslu frá árinu 1980. Erfitt er að áætla hvert umfang eyðingarinnar er og tölum ber illa saman. Nýrri tölur eru yfirleitt hærri en eldri áætlanir og liggja gjarnan nálægt 200.000 km2 á ári, eða sem samsvarar tvöföldu flatarmáli íslands. Með sama á- framhaldi verða regnskógar að- eins eftir sem litlar og einang- raðar eyjar í hafsjó ræktaðs eða gróðursnauðs lands þegar á fyrri hluta næstu aldar. Líklega verða þá aðeins eftir sæmilega víðlendir skógar innst í Amason og í mið Afríku. Áætlanir um flatarmál skóga sem eytt er af hinum ýmsu ástæðum eru skiljanlega enn meiri óvissu háðar. Norman My- ers, sem er breskur líffræðingur og hefur skrifað einna mest um eyðingu regnskóga, áætlar að ár- lega séu um 20.000 km2 ruddir fyrir nautgriparækt, um 20.000 km2 skógar eytt vegna eldiviðar- söfnunar og um 45.000 km2 vegna timburframleiðslu. Flökkubænd- ur og aðrir smábændur eru at- kvæðamestir en erfiðast er að áætla þeirra þátt. Myers telur að þeir eyði um 100.000 til 200.000 km2 árlega.“ Gróðurhúsaáhrif Hver eru svo áhrif þessarar eyðingar á lífríki? „Áhrifin eru víðtæk og sum ná langt út fyrir þau svæði sem eyðingin á sér stað á. í fyrsta lagi telja margir að skógaeyðingin geti lagt marktækan skerf til hinna svokölluðu gróðurhúsa- áhrifa, þ.e. hækkunar hitastigs í lofthjúpi jarðar vegna aukins magns ýmissa gastegunda. Hér er bæði um að ræða gastegundir sem ekki voru til fyrir iðnbyltinguna og náttúrulegar gastegundir og vegur koltvísýringur, CO2, lang- þyngst. Aukningu á magni kol- tvísýrings má að verulegu leyti rekja til bruna á lífrænum orku- gjöfum; kolum, olíu og gasi. Þessi jarðefni eru leifar plantna sem mynduðu geysivíðlenda fenjaskóga fyrir um 350 til 400 milljónum ára, en rotnuðu ekki heldur fergðust í tímanna rás. Nú er það svo að plöntur eru að lang- mestu leyti gerðar úr kolvetnum, og þegar þessu kolvetni er brennt, myndast úr því koltvísýr- ingur. Eyðing regnskóga leggur því til aukið koltvísýringsmagn á nákvæmlega sama hátt; verið er að breyta kolvetni plantnanna í koltvísýring. Að sjálfsögðu er verið að brenna skógum og eyða gróðri víðar en í hitabeltinu, en framlag frá svæðum utan hita- beltisins er ekki talið marktækt. Það stafar í fyrsta lagi af því að eyðingin er langmest í hitabeltinu og svo hinu að lífmassi gróðurs á flatareiningu lands er miklu meiri í regnskógunum en í öðrum vistkerfum. Mönnum hefur borið illa saman um hve stórt framlag regnskógaeyðingarinnar er. Sumir hafa talið það jafnmikið og það sem kemur frá lífrænum ork- ugjöfum. Nýrri áætlanir eru yfir- leitt lægri og sú nýjasta sem ég hef séð telur framlag skógaeyðingar- innar vera um 20% af framlagi orkugjafa.“ Vatnsbúskapur „í öðru lagi veldur eyðing skóga mjög mikilli röskun á vatnsbúskap svæðanna. Það má telja næstum alveg víst að hún muni leiða til þurrara veðurfars því sá gífurlegi plöntumassi sem myndar regnskóginn hefur, vegna lífeðlisfræði sinnar, veru- leg loftslagsáhrif. Á daginn, með- an ljóstillífun plantna er virk, er sífellt streymi vatns frá rótum, upp í gegnum stofn og greinar og blöð hverrar einustu plöntu. Vatnið gufar að lokum út um loft- auga blaðanna, stígur, þéttist og fellur að lokum sem regn. Þannig verður stór hluti vatnsins, etv. allt að 75%, eftir í sífelldri hring- rás innan svæðisins. Athuganir á Amasonsvæðinu benda til þess að þessi hringrás taki aðeins um fimm og hálfan dag. Þegar skóg- urinn er farinn, rennur mestallt vatn burt af svæðinu. Skógurinn temprar líka flæði vatns og dreg- ur bæði úr flóðum og þurrkum neðar á vatnasviðinu. Menn telja t.d. mjög líklegt að flóðin sem urðu í Bangla Desh á síðasta ári megi rekja til þess að búið er að ryðja mestallan skóg í suðurhlíð- um Himalaya og monsúnregnið steypist nú óhindrað niður naktar brekkurnar.“ Gróðurvana eyðimörk „Annað sem veldur mönnum áhyggjum, er að oft virðist ekki verða nein endurnýjun á gróðri þegar skóginum hefur verið eytt. Svæðin viðhaldast sem gróður- vana eyðimerkur. Ástæðurnar 6 SÍÐA - NÝTT HELGARBLAÐ Flmmtudagur 23. mars 1989

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.