Þjóðviljinn - 23.03.1989, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 23.03.1989, Blaðsíða 9
FRETTIR BSRB og BHMR Agreiningur um framhaldið Ný lína að mótasthjá opinberum starfsmönnum. Ögmundur Jónasson, BSRB: Boðum verkfall dragist samningar mikið lengur. Viljum samkomulag fram á haustið sem tryggi aukinn kaupmátt. Páll Halldórsson, BHMR: „Finnst ekki koma til greina að skrifa sjálfviljug og án átaka upp á sömu stöðu og við höfum verið keyrð niður ímeð tvennum bráðabirgðalögum Við viljum ná áfangasamkomu- lagi fram á haust sem tryggir aukinn kaupmátt hið allra fyrsta. Það yrði byggt á hressilegri krónutöluhækkun sem yrði til að lyfta kaupmættinum verulega og kæmi þá hlutfallslega best út fyrir þá sem lægst hafa launin. Við sættum okkur að sjálfsögðu ekki við þau afarkjör sem ríkisstjórnin hefur boðið til þessa. Ríkið yrði siðan að tryggja að þessar launa- hækkanir héldu og það yrði að gera t.d. með verðstöðvun, vaxtalækkun og öðrum aðgerð- um,“ sagði Ögmundur Jónasson, formaður BSRB, í samtaii við Nýtt Helgarblað í gær. Ögmundur sagði að það gengi ekki lengur að bíða því kaupmáttur færi rýrnandi með hverjum deginum. „Ef stjórn- völd eru ekki tilbúin að ganga að þessari lausn eða einhverri ann- arri sem er álíka fljótvirk, er ekk- ert framundan nema verkfall,“ sagði Ögmundur. Hann taldi að svör yrðu að liggja fyrir nú á næstu dögum. Páli Halldórssyni, formanni BHMR, leist ekki meira en svo vel á þessar nýju hugmyndir BSRB. „Ríkið hefur aldrei lofað neinu um það að tryggja kaupmáttinn. Það sem þarna er verið að tala um, þýðir að það á að halda okkur niðri í því gólfi sem við höfum verið keyrð niður í með tvennum bráðabirgðalögum og að við skrifum upp á slíkt til haustsins. Og að skrifa upp á það átakalaust, sjálfviljug, það finnst mér bara ekki koma til greina. Og mér finnst það vera hrein móðgun að ríkið bjóði upp á þetta, “ sagði Páll Halldórsson. í gær héldu þau ellefu félög innan BHMR sem boðað hafa til verkfalls með sér samráðsfund og héldu þaðan á fund með samn- inganefnd ríkisins. Sagði Páll að ríkið hefði ekki haft neitt nýtt að bjóða á þeim fundi, en ákveðið hefði verið að hittast aftur eftir páska. Ekki er gert ráð fyrir að undirnefndir deiluaðila hittist fram að þeim fundi. Hugmyndin um skammtíma- haflega fram hjá Starfsmannafé- verið kynnt samninganefnd ríkis- samninga félaga BSRB kom upp- lagi ríkisstofnana og hefur hún ins. Ólafur Ragnar Grímsson fjármálaráðherra hefur látið hafa eftir sér að „þetta sé athyglisverð hugmynd, sem skoða þurfi vel yfir páskana.“ Það er hins vegar ekki orðið ljóst hvort öll aðildar- félög BSRB munu fallast á þessar hugmyndir, en hvert félag hefur sjálfstæðan samningsrétt. „Aðildarfélög BSRB hafa samningsréttinn á hendi. Þar eru ólíkar áherslur uppi en ég hef trú á því að menn séu tilbúnir að skoða þessa krónutölulausn ræki- lega, því hún er að sjálfsögðu réttlátust þegar verið er að tala um áfangasamkomulag til skamms tíma,“ sagði Ögmundur Jónasson. phh Það hefur víðar verið ófært í vetur en á Holtavörðuheiði, Hellisheiði og öðrum fjallvegum. íbúðargötur í höfuðborginni hafa fjölmargar verið meira og minna ófærar þar sem borgin hefur ekkert gert í því að ryðja úr þeim snjó. Mynd- Jim Smart. . Reykjavík Ofært um íbúðargötur Víðar ófœrt en áfjallvegum. Ingi Ú. Magnússon: Getum ekki sinnt öllu Fjölmargar íbúðargötur í höf- uðborginni hafa verið meira og minna ófærar síðustu vikur vegna fannfergis og klakahryggja eftir að tók að þíða. Nær ein- göngu aðalgötur og akstursleiðir strætisvagna hafa verið ruddar reglulega en íbúðahverfin skilin útundan. Mikil óánægja er með þessi vinnubrögð borgaryfirvalda og segja leigubílstjórar sem Þjóð- viljinn ræddi við í gær að nánast ófært sé um fjölmargar götur í Breiðholti, Fossvoginum og gamla miðbænum. Allt aðra sögu sé að segja úr nágrannasveitarfé- lögum höfuðborgarinnar, þar hafi verið myndarlega staðið að snjómokstri í vetur. í varahlutaverslunum fengust þær upplýsingar að mikil sala hefði verið í hljóðkútum og pústkerfum síðustu vikur, því fjölmargir bíleigendur í borginni hefðu misst undan bflum sínum í ófærðinni í íbúðahverfunum. Ingi Ú. Magnússon gatnamála- stjóri sagði í samtali við Þjóðvilj- ann í gær að menn hefðu verið að reyna að klóra í klakahryggina, en það gengi hægt og væri erfitt verk. Óvenju mikill snjómokstur hefði verið í vetur og nú væru aðeins 10 miljónir eftir af þeirri fjárveitingu sem ætluð var til þeirra verka á þessum vetri. Aðspurður hvers vegna ekki væri betur staðið að snjómokstri úr íbúðahverfum en raun ber vitni, sagði Ingi að nær útilokað væri að hreinsa allar slíkar götur. Hann sagðist hins vegar vonast eftir því að þessum ósköpum færi að linna og vorið tæki til hendinni við „snjómokstur" í höfuðborg- inni. -sg- Skíði Landsmótá Siglufirði Skíðalandsmótið var sett í gær. Það fer að þessu sinni fram á Siglufirði. Keppt verður í alpa- greinunum á nýju skíðasvæði Siglfirðinga í Skarðsdal. En göngu- og stökkkeppni fer fram við íþróttamiðstöðina að Hóli. í Skarðsdal hafa verði settar upp tvær nýja lyftur sem eru sam- tals tveir km á lengd. Keppnin sjálf hefst í dag með svigi kvenna og strax á eftir keppa karlarnir í stórsvigi. Mót- inu lýkur á páskadag. Alls keppa 75 skíðakappar á landsmótinu að þessu sinni, en þeir eru frá ísafirði, Dalvík, Reykjavík, Ólafsfirði, Akureyri, Fljótum og að sjálfsögðu Siglu- firði. -sg Fjölmiðlasjóður Kross á herðar dagblöðum! Ýmsum þykir útvarpslaganefnd hafafarið útfyrir verksvið sitt með því að leggja til að dagblöð yrðu skattlögð Pótt drögin að útvarpslaga- frumvarpi séu hvorki annað né meira en uppkast með tillögum um framtíðarskipan útvarpsmála hérlendis hafa þær þegar komið ýmsum í geðshræringu og sætt allharðri gagnrýni. Þetta á þó einkum við um hugmyndina um stofnun fjölmiðlasjóðs sem fjár- magna á að mestu með 12% aug- lýsingagjaldi allra fjölmiðla, dag- blaða jafnt sem útvarps og sjón- varps. Menntamálaráðherra vís- ar þessari gagnrýni á bug, öruggt sé að fyrr en síðar verði farið að innheimta virðisaukaskatt, ekki síður af dagblöðum en öðrum fyrirtækjum, og megi forráða- menn þeirra því hugleiða hvort hagstæðara verði prentmiðlum að 12% auglýsingagjald renni í ríkissjóð fremur en fjölmiðla- sjóð. Samkvæmt 8. grein frumvarps- draganna er markmið fjölmiðla- sjóðsins fimmþætt. Honum er ætlað: „a. Að styrkja innlenda fjölmiðla í samkeppni við er- lenda. b. Að efla íslenska málvit- und og tungu í fjölmiðlum. c. Að efla innlenda dagskrárgerð, eink- um fyrir börn og unglinga. d. Að styrkja stöðu prentaðs máls og útgáfu stórverkefna á sviði ís- lenskrar menningar. e. Að efla íslenska fjölmiðla í viðleitni þeirra til útflutnings á íslensku menningarefni." Útvarpslaganefndin gerir ráð fyrir því að sjóðurinn hafi um 300 miljónir króna til úthlutunar á ári hverju og verði fénu varið þannig að „1/3 renni til ljósvakamiðla til þess að efla innlenda dagskrár- gerð, ekki hvað síst fyrir börn og unglinga, um 1/3 renni til prent- miðla og um 1/3 til sjálfstæðra að- ila sem gætu sótt um í samráði við tiltekinn fjölmiðil. Úr þessum sjóði væri auk þess eðlilegt að greiddir yrðu styrkir til dagblaða til að jafna aðstöðu þeirra.“ Nú hafa ýmsir forráðamenn dagblaða gagnrýnt hugmyndina um fjölmiðlasjóð þennan harð- lega og þó einkum framkvæmda- stjórar DV og Morgunblaðsins, Hörður Einarsson og Haraldur Sveinsson. Herði finnst út í hött að leggja skatt á dagblöð til þess að fjármagna móðurmálsbætur ljósvakamiðla. Haraldur tekur annan pól í hæðina í sinni gagnrýni, sér þyki ekki ná nokk- urri átt að útvarpslaganefnd leggi til að skattur verði lagður á dag- blöð því það sé víðsfjarri eðlilegu verksviði hennar. Hallur Páll Jónsson, fram-' kvæmdastjóri Þjóðviljans, bend- ir hinsvegar réttilega á að því fari fjarri að hlutur dagblaða sé fyrir borð borinn hjá fjölmiðlasjóði einsog augljóst er af ívitnun í greinargerð hér að ofan. Engu að síður hefði sér þótt eðlilegt að út- varpslaganefnd hefði haft ein- hverskonar samráð við fulltrúa prentmiðlanna um fjölmiðlasjóð- inn. Svavar Gestsson menntamála- ráðherra segir málið snúast um einföldun og samræmingu á skattlagningu fjölmiðla( I stað þess að ljósvakamiðlar láti einir fé af hendi rakna verði „lægri teg- und söluskatts, 12%, lagður á alla fjölmiðla.“ Svavar segist í sjálfu sér ekki vera undrandi á því að forráð- mönnum prentmiðla svíði það að þurfa nú að fara að greiða fjöl- miðlasjóðsgjald. En þeir yrðu að hafa það hugfast að hérlendis verði fyrr en síðar tekinn upp virðisaukaskattur sem legðist jafnt á prentmiðla sem önnur fyr- irtæki í landinu. Hvort teldu gagnrýnendurnir hagstæðara að 12% gjaldið rynni beint í ríkis- sjóð, til guð má vita hvaða úthlut- unar, eða í þennan fjölmiðlasjóð hverra fjármunir færu að miklum hluta til dagblaða og annarra prentmiðla. Það ætti því ekki að fara á milli mála að fjölmiðla- sjóðurinn væri ma. settur á fót í því augnamiði að verja fjölmiðl- ana ásælni ríkissjóðs. ks Flmmtudagur 23. mars 1989 NÝTT HELGARBLAÐ - SlÐA 9

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.