Þjóðviljinn - 23.03.1989, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 23.03.1989, Blaðsíða 10
Síðumúla 6 — 108 Reykjavík — Sími 681333 Útgefandi: Útgáfufélag Þjóðviljans Ritstjórar: Árni Bergmann, Mörður Árnason, Silja Aðalsteinsdóttir Umsjónarmaður Nýs Helgarblaðs: Sigurður Á. Friðþjófsson Fréttastjóri: Lúðvík Geirsson Útlit: Þröstur Haraldsson Augiýsingastjóri: Olga Clausen Framkvæmdastjóri: Hallur Páll Jónsson Verð: 110 krónur Voðaverk Regnskógarnir í Suður-Ameríku eru 60 - 70 miljón ára gamalt vistkerfi sem á sér engan líka í veröldinni að fjölbreytni. Tegundafjöldi plantna og dýra er þar meiri en á nokkru öðru gróðurbelti jarðar. En þó að vistkerfið sé svona gamalt og fjölbreytt er það furðuviðkvæmt, sem meðal annars stafar af því að einstaklingar af hverri teg- und eru fáir. Regnskógarnir eru ákaflega mikilvægir fyrir andrúms- loftið á jörðinni vegna þess að þeir þurrka upp koltvísýr- inginn sem við ausum upp úr jörðinni í gróðurleifum frá fyrri tímabilum jarðsögunnar, olíu og jarðgasi, og sendum út í loftið í sífellt vaxandi magni. Einkenni á regnskóginum á Amazonsvæðinu í Brasilíu er að mjög erfitt er að endurnýja hann og tekur gífurlega langan tíma. Jarðvegurinn er næringarlaus, hlutlaus í sjálfum sér eins og vatn. Hringrásin í vistkerfinu er svo hröð að allt brotnar niður um leið og nýtist. Þarna vinna saman á miklum hraða uppbyggjandi, neytandi og sundr- andi lífverur í dásamlegu jafnvægi. En ef kerfið er opnað og jafnvægi þess raskað, þá deyr það. í Nýju Helgarblaði er í dag fjallað um háskalega eyðingu regnskóganna í Brasilíu sem ógnar öllu lífi á jörðinni. Við þessa miskunnarlausu eyðingu glatast teg- undir plantna og dýra af jörðinni sem koma aldrei aftur. Og það hræðilegasta er kannski að jörðin sem undan regnskóginum kemur er bara nýtileg í örskamman tíma, fáein ár, eftir það verður hún að eyðimörk, harðri hellu sem ekkert er hægt að gera við. Þegar skógarnir eyðast aukast „gróðurhúsaáhrifin" svonefndu. Hitastigið hækkar á jörðinni vegna þess að magn gastegunda í loftinu eykst. Það er hvorki hollur né þægilegur hiti, börn okkar og barnabörn munu komast að því ef við gerum ekki neitt til að sporna við þessari mikil- virku skemmdarstarfsemi. Ástæðan fyrir eyðingu regnskógarins er eftirsókn eftir auðæfunum sem hann gætir. Það þarf að ryðja skógana til að komast að ýmsum mikilvægum náttúruauðlindum, járn-, úran- og gullnámum, og Brasilía er eitt skuldugasta ríki jarðarinnar. Þversögnin er hins vegar sú að rányrkjan kemur þjóðinni að litlum notum fjárhagslega, því bróður- partur svæðisins er í eigu fárra jarðeigenda og banda- rískra, evrópskra og japanskra stórfyrirtækja. Það er ömurlegt til þess að hugsa að framleiðsla á hamborgur- um fyrir amerískar veitingahúsakeðjur skuli stofna and- rúmslofti jarðarinnar í stóran háska. Þetta er þeim mun átakanlegra sem jarðvegurinn tekur verr við ræktun. Smábændur sem áttu að fá hluta af þessu landi til afnota og voru fluttir þangað í stórum stíl á síðasta áratug hafa flúið þaðan aftur vegna þess hve það er erfitt að lifa á landinu sem kemur undan regnskóginum. Stórfyrirtækin ryðja nýtt og nýtt land, nota það meðan það gengur og yfirgefa það svo til að ryðja ný svæði. Eftir stendur landið, dautt. Svo hafa vatnsvirkjanir valdið því að miklum landflæm- um hefur verið sökkt. Til dæmis kostaði stíflan við Tucurui að 246 þúsund hektörum af regnskógagróðri var drekkt. Þar ofan í rotnar nú gróðurmassinn og sendir frá sér eitraðar gastegundir í stórum stíl. Eyðing hitabeltisskóganna er eitt mesta voðaverk sem nú er unnið í umhverfismálum heimsins. Með henni hefur maðurinn ófyrirsjáanleg áhrif á þróun iífs á jörðinni og tekur sér vald langt umfram það sem hann hefur leyfi til. SA London City Ballet íslendingar tóku vel við sér þegar fréttist af komu London City Ballet hingað til lands um mánaðamótin. Uppselt er á kvöldsýningarnar en örfáir miðar eru enn til á síðdegissýninguna 1. aprfl kl. 14.30. Ballettflokkurinn sýnir dansa úr þrem klassískum ballettum, Hnotubrjótnum við tónlist Tcha- ikovskís, Transfigured Night við tónlist Arnold Schönberg og Celebrations sem eru dansar við tónlist Verdis. Uppstilling úr Hnotubrjótnum. Páska-EGG-leikhúsið EGG-leikhúsið er eina at- vinnuleikhúsið í höfuðborginni sem sýnir um páskana. Sál mín er hirðfífl í kvöld verður sýnt kl. 20.00 á 2. í páskum. Eins og fram hefur komið hér í blaðinu er sýningin í þrem hlutum. Fyrst er fluttur í Hlað- varpanum, Vesturgötu 3, ein- þáttungurinn „Escuriel“ eftir Belgann Chelderode um mið- aldakonung og hirðfífl hans. Spölkorn frá, í listasalnum Ný- höfn við Hafnarstræti sjá áhorf- endur næsta hluta sem er einþátt- ungurinn „Afsakið hlé“ eftir Árna Ibsen og hefur undirtitilinn „grafalvarlegur gj aldþrotafarsi“. Að þætti Arna loknum verður „Escuriel" sýndur aftur í allt ann- arri útgáfu og hafa leikendur þar að auki skipt um hlutverk. Sýningar verða ekki margar sökum anna leikaranna. ÚR MYNDASAFNINU Póstmannafélag íslands 70 ára Myndin úr myndasafninu er frá árinu 1975 þegar póstmenn fylktu liði á fund launafólks BSRB. Fremst í fylkingu eru þau ReynirÁrmannsson, þáverandi formaður Póstmannafélags íslands og Lea Þórarinsdóttir núverandi formaður félagsins. Póstmannafélag (slands var stofnað 26. mars 1919 og á því 70 ára afmæli á páskadag. Það voru 11 póstmenn allsstaðar að af landinu sem stofnuðu félagið en félagafjöldinn núna er um 1000 manns. Lea Þórarinsdóttir sagði að þar sem afmælið bæri upp á páskadag yrði ekkert sérstakt um að vera hjá félaginu á sjálfan afmælisdaginn, hinsvegar verður mun meira um að vera hjá félaginu allt afmælisárið en önnur ár. Þegar hefur verið haldin árshátíð félagsins og var hún með veglegra móti að sögn Leu. Þá er ætlunin að gefa út veglegt afmælisrit. Þegar Nýja Helgarblaðið ræddi við Leu var hún að fara á fund með fulltrúum ríkisins vegna þeirra samningaviðræðna sem nú eru í gangi hjá launafólki. Hún sagði að póstmenn legðu höfuðáherslu á verulegar launabætur þar sem póstmenn væru lægstir í launum innan BSRB. Um 80% félaga í Póst- mannafélagi íslands eru með grunnlaun undir 55 þúsund krónum. „Þar sem ríkisstjórnin segist hafa það á stefnuskrá sinni að hækka lægstu launin vonumst við eftir að við það verði staðið. En það er Ijóst að við verðum virkilega að taka á honum stóra okkar, nú sem endranær." 10 SÍÐA - NÝTT HELGARBLAÐ 'Flmmtudagur 23. mars 1989

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.