Þjóðviljinn - 23.03.1989, Blaðsíða 14

Þjóðviljinn - 23.03.1989, Blaðsíða 14
ÆTLAR ÞÚ AÐ VEITA VEÐLEYFI í ÞINNIÍBÚÐ? Haföu þá í huga, að ef lán- takandinn greiðir ekki af lán- inu, þá þarft þú að gera það. Getir þú það ekki, gæti svo farið að þú misstir þína íbúð á nauðungaruþþboð. Um siíkt eru fjölmörg dæmi. VEÐLEYFIER TRYGGING Með því að veita veðleyfi í íbúð, hefur eigandi hennar lagt hana fram sem tryggingu fyrir því að greitt verði af láninu, sem tekiö var, á réttum gjald- dögum. ÞÚ GÆTIR ÞURFT AÐ BORGA Greiði lántakandinn ekki af láninu á tilskildum gjalddögum, þá þarf íbúöareigandinn að gera það, eöa eiga á hættu að krafist veröi nauðungar- uþpboðs á íbúð hans. Haföu eftirfarandi hugfast áður en þú veitir vini þínum eöa vandamanni veðleyfi í íbúð þinni: GETUR ÞÚ GREITT AF LÁNINU ■ ■ EF LÁNTAKANDINN GETUR ÞAÐ EKKI? Við leggjum til að þú fylgir þeirri reglu að veita aldrei öðrum veöleyfi í íbúö þinni fyrir láni sem þú getur ekki sjálfur greitt af, nema þú sért viss um aö lántakandinn muni standa í skilum. FÓLK HEFUR MISST ALEIGU SÍNA VEGNA VINARGREIÐA. HAFÐU ÞITT Á HREINU RÁÐGIAFASTOÐ HUSWSHSSIÖFNUNAR Krists freistað í eyðimörkinni. Að þessu fræga málverki vann rússneski málarinn Kramskoj um svipað leyti og Dostojevskí skrifaði Fábjánann. Dostojevskí fannst mest til þess koma að Kristur hafnaði þá valdi og kraftaverkum ► amlegur er hann aðeins vegna þess að hann er um leið hlægi- legur. Pickwick hjá Dickens (sem er reistur á miklu veikari hugsun en Don Kikóti en samt mikil per- sóna) hann er einnig hlægilegur og þess vegna mjög heillandi líka. Við höfum meðaumkun með hin- um göfuga sem verður fyrir spotti og gerir sér ekki grein fyrir eigin verðleikum, og hjá lesaranum breytist meðaumkunin í samúð. Leyndardómurinn við þennan húmor er fólginn einmitt í því að hann vekur samúð lesandans. Jean Veljean (aðalpersónan í Vesalingunum eftir Victor Hugo) er einnig merkileg tilraun, en hann vekur upp samúð okkar einkum fyrir sakir skelfilegra ör- laga sinna og óréttlætis sem samfélagið beitir hann. Ég hefi ekkert slíkt, ekkert jákvætt uppi í erminni á mínum áformum og þess vegna finnst mér ástæða til að óttast að verk mitt verði al- gjörlega misheppnað“. Forsendurnar Þetta er hin merkilegasta yfir- lýsing. Hún lýsir þeim metnaði Dostojevskís að reyna að skapa jákvæða persónu, hvað sem líður þeim vanda að erfitt er að gera það án þess að falla í gryfju upp- byggilegra leiðindapredíkana. í öðru lagi er því lýst yfir að hinn ágæti maður hljóti að taka svip af Kristi - hann er sá eini sem er fullkominn, hann er sjálf manns- hugsjónin. í þriðja lagi gerir Dostojevskí sér grein fyrir því, að hann má ekki koma of nálægt Kristi þegar hann býr til Kristgerfing í samtímanum. Hann verður að finna sér ein- hvern þann ófullkomleika sem sættir okkur við hann. Hann ætl- ar ekki að gera hann hlægilegan eins og Don Kikóta, ekki að harmkvælamanni samfélagsins eins og Jean Veljean, en eitthvað verður hann að finna sem brúar bilið milli okkar lesendanna, hinna ófullkomnu og syndugu, og þeirrar heilögu fyrirmyndar sem Kristfígúra hlýtur alltaf að vera með einum hætti eða öðrum. Ósigrar í vond- um félagsskap í hverju er þá fólginn fullkom- leiki og ófullkomleiki Kristgerf- ingsins í Fávitanum, nánar til- tekið Myshkins fursta? Það er hægt að rekja stuttlega söguþráð bókarinnar með þeim hætti, að hugmyndin um að Myshkín fursti sé einskonar rússneskur Kristur verður ekki sérlega áleitin. Mys- hkin kemur til Pétursborgar frá Sviss þar sem hann hefur verið til lækninga, en flogaveiki hefur leikið hann grátt og gert hann svo undarlegan í háttum, að hann er einatt kallaður fáviti. Hann er heiðarlegur, einstaklega opin- skár, mannglöggur og góðviljað- ur, fljótur að kynnast fólki og lætur engan ósnortinn vegna þess hve sérstæður hann er í háttum. Myshkín lendir inni í flóknum vef samskipta, þar sem ágirnd, ást- ríður, hófleysi og svik margskon- ar stíga trylltan dans. Mikill ör- lagavaldur í sögunni er ung kona og fögur, Nastasja Filippovna. Hún hefur barnung verið tekin frillutaki af auðkýfingi einum sem ætlar að losna við hana til að fá sér virðulegt kvonfang. Ætla hann og verðandi tengdafaðir hans, að koma henni yfir á ungan mann og framgjarnan, og gefa þeim náunga fé fyrir. En gegn þessu makki snýst Myshkín furs- ti, sem trúir því ekki að Nastasja sé sú fallna kona og dræsa sem hún einatt leikur, heldur innst inni saklaus og góð. Myshkín reynir líka að frelsa Nastösju frá vini sínum, Rogozhín, nýríkum kaupmannssyni - hann elskar Nastösju grimmri ástríðu og vili kaupa hana miklu verði eða út- rýma keppinautum sínum um hana ef ekki vill betur. Myshkín vill allt fyrir alla gera, en tekst ekki betur en svo, að hann nær ástum bæði Nastösju Filippovnu sjálfur og svo stoltrar og fagurrar hershöfðingjadóttur, Aglaju. Hann hrekst á milli þessara sterku og stoltu kvenna eftir því hvor þeirra þarf meir á samúð að halda - en heilsuleysi hans hefur því svo fyrir komið að hann er kynlaus, getur ekki elskað þær sem karlmaður en áttar sig seint á því. Inn í þessa sögu koma svo allskonar skuggalegar fígúrur, þrútnar af ágirnd, sjúkum metn- aði, guðleysi, róttækni og annarri villu. Málalok eru svo meira en dapurleg: Rogozhin myrðir Nast- ösju Filippovnu eftir að hún hafði flúið úr brúðkaupi sínu og furst- ans og er dæmdur í fimmtán ára straff. Aglaja, sem furstinn var einnig trúlofaður um tíma, gengur kapólskri villutrú á hönd. Sjálfur missir Myshkín fursti endanlega vitið og er lokaður inni á hæli. Leyfið börnunum... Og spyrja má: hvað kemur slík saga Kristi við, hinu mikla for- dæmi? Þegar betur er að gáð, þá kem- ur reyndar í ljós að frá upphafi sögunnar er með margvíslegum hætti reynt að gera hinn lánlausa og rússneska fursta að eftirmynd Krists. Það sést þegar á fyrstu síðu sögunnar þegar útliti hans er lýst á þennan hátt hér: „Maðurinn í hettusláinu var ungur... rúmlega meðalmaður á hæð, með afar ljóst og mikið hár, kinnfiskasoginn með þunnt, niðurmjótt og hérumbil hvítt skegg. Augu hans voru stór, blá og íhugul, í augnaráði hans var eitthvað blíðlegt en um leið þungt...“ (ívitnanir eru í þýðingu Ingibjargar Haraldsdóttur). Þessi lýsing minnir á ekkert meir en Krist eins og hann er mál- aður á íkonum austurkirkjunnar. Myshkín er að nálgast þrítugt, hann er að koma til manna loks- ins núna, þjóð hans þekkir hann ekki áður: verður hann spámaður í sínu föðurlandi? Og þegar við kynnumst honum nánar, m.a. af hans eigin opinskáu og barnslega einlægu frásögnum af Svisslands- dvölinni, þá má strax greina fleiri þætti sem skipa honum við hlið Krists. Þetta kemur ekki síst fram í frásögn af vináttu hans við börn- in í svissnesku fjallaþorpi þar sem hann dvaldi. Og af sambandi hans við Maríu, unga og fákæna stúlku sem dregin hafði verið á tálar, var „fallin kona“ sem allir fyrirlitu og hræktu á, þar til Mys- hkín fursti fékk börnin til liðs við hana með ástúð sinni og alltumlykjandi samúð. Hann segir meðal annars: „Ég var alltaf með börnunum bara með þeim... Sennilega hefi ég nú kennt þeim eitthvað, en það var fremur að ég væri bara með þeim öll þessi fjögur ár. Ég þarfnaðist einskis annars. Ég sagði þeim allt, leyndi engu fyrir þeim... Það er hægt að segja barni allt, allt. Ég hefi alltaf furð- að mig á því hve illa fullorðið fólk þekkir börn, jafnvel feður og mæður sín eigin börn. Það á ekki að fela neitt fyrir börnum undir því yfirskini að þau séu of lítil og það sé of snemmt fyrir þau að vita... Ó, Drottinn minn! Þegar þessir fallegu fuglar horfa á mann, uppfullir af trúnaðar- trausti og hamingju, þá skammst maður sín fyrir að þekkja þá“. Ekki þarf lengi að skoða þessa frásögn til að sjá að hún vísar hvað eftir annað til Krists sem segir „leyfið börnunum að koma til mín“ - reyndar vildu fullorðnir banna börnunum að umgangast Myshkín fursta þar í svissneska þorpinu. Kaflinn er lofsöngur um það bernska sakleysi sem samein- ar börnin og Kristgerfinginn og það góða sem þetta samband get- ur komið til leiðar: „Síðar fréttist að börnunum þætti vænt um Marie og þá urðu allir dauðhræddir en Marie var hamingjusöm. Börnunum var bannað að hitta hana, en þau laumuðust til hennar þar sem hún var hjá kúnum... Þau færðu henni góðgæti og sum hlupu þetta bara til að faðma hana að sér, kyssa hana og segja: Je vous aime Marie og hlaupa síðan rakleitt til baka. Marie var næstum því viti sínu fjær af þessari skyndilegu hamingju, hana hafði ekki einu sinni dreymt um neitt þessu líkt, hún skammaðist sín og fagnaði í senn, en aðallega hlupu börnin, einkum stúlkurnar, til hennar til að segja henni að ég elskaði hana og hefði sagt þeim margt um hana.“ Aö reisa við syndarann Sú kynning á Myshkín fursta sem lesandinn fær í þessari for- sögu er forboði um flest það sem við sjáum og heyrum til hans síð- ar. Hann er eins og Kristur að því leyti að hann fer aldrei í mann- greiningarálit: börn eru honum jafn marktæk og vitur og full- orðnir ef ekki vitrari. Hann er besti vinur þeirra sem aðrir ford- æma fyrir syndir þeirra - hvort sem um er að ræða Marie hina svissnesku eða Nastösju Filipp- ovnu síðar. Hann reynir sitt besta til að fá syndarann til að rísa upp úr fordómum samfélagsins og sjálfsfyrirlitningunni: þegar hann hittirNastösju Filippovnu í fyrsta sinn og hún hagar sér dólgslega eins og sé hún í rauninni skækja á uppboði, þá segir hann: „Skam- mist þér yðar ekki? Þér eruð alls ekki sú sem þér þykist vera. Það getur ekki verið! Löngu síðar lýsir hann sambandi sínu við Nastösju fyrir Aglaju á þennan hátt: „Þessi ógæfusama kona er sannfærð um að hún sé glataðasta og siðspilltasta vera á jörðunni. O, smánið hana ekki, kastið ekki steininum! Hún hefur kvalið sjálfa sig alltof mikið með vitund- inni um óverðskuldaða smán sína! Og hver er svo sök hennar, Drottinn minn? Ó, hún hrópar stöðugt í örvæntingu sinni að hún viðurkenni enga sekt, að hún sé fórnarlamb manna, fórnarlamb siðleysingja og illvirkja. En hvað sem hún segir getið þér verið viss- ar um að hún trúir ekki sínum eigin orðum og er þess þvert á móti fullviss að hún sé sek. Þegar ég reyndi að stökkva þessu svartnætti á burt urðu þjáningar hennar svo sárar að hjartasár mín munu aldrei gróa meðan ég minnist þessa skelfingartíma... Hún flúði frá mér og vitið þér til hvers? Bara til að sanna fyrir mér að hún væri lítilmótleg. En skelfi- legast af öllu er að hún vissi kannski ekki sjálf að hún vildi sanna þetta fyrir mér, kannski flúði hún vegna þess að hún fann sig knúða til að gera eitthvað sví- virðulegt, til að geta sagt við sjálfa sig: Nú hefurðu enn aðhafst eitthvað svívirðulegt, þú hlýtur að vera lítilmótleg skepna“. Verknaður og synd Hér er enn verið að útfæra Kristlíkinguna með ýmsum hætti. Það er beinlínis vitnað í Krist sem bjargaði hórkonunni með því að segja: Sá yðar sem syndlaus er kasti fyrsta steininum. f útlistun á þverstæðufullri hegðun Nastösju Filippovnu kemur fram hin ófreska mannþekking furstans, hann hefur það innsýni og það næmi sem sýnir honum hjörtun og nýrun, alla innviðu sálarlífs- ins. En fyrst og síðast minnir ívitnun af þessu tagi á það, hvert 14 SÍÐA - NÝTT HELGARBLAÐ Fimmtudagur 23. mars 1989

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.