Þjóðviljinn - 23.03.1989, Blaðsíða 20

Þjóðviljinn - 23.03.1989, Blaðsíða 20
Umsjón: KRISTÍN VALSDÓTTIR ANDRÉS GUÐMUNDSSON BARNAKOMPAN Páskaföndur Það er gamall siður að skreyta í kringum sig um páska. Margir taka inn trjá- greinar og láta þær laufgast. Páskaeggin eru skraut, páskaliljur og túlípana er víða að finna í híbýlum manna. Allt þetta skraut tengist vorkom- unni á einhvern hátt því pásk- ahátíðin var upphaflega hátíð vegna fæðingar fyrstu lamb- anna, uppskeruhátíð hirðing- janna. Saga páskaeggja er líka tengd vorinu. Um þetta leyti taka fyrstu fuglar að verpa í Evrópu og því hefur fólk byrjað að borða egg um páskana. Börnin höfðu það verk á höndum að fara út í skóg til að safna eggjunum. Seinna var farið að útbúa skrautleg páskaegg. Þá eru notuð hænuegg sem gerð eru göt á. Síðan er innihald- inu blásið úr egginu og eftir að það er orðið þurrt má mála það í skrautlegum litum. Þegar farið var að framleiða sælgæti urðu páskaeggin loks að súkkulaðieggjum eins og við þekkjum þau í dag. Hérar og ungar eru tengdir páskum á sama hátt. Hérar voru veiddir og borðaðir á páskum og ungar komu úr eggjunum sem ekki voru tekin úr hreiðrum fuglanna. Hér er í lokin tillaga að héra- og ungaföndri: í hvern fugl eða héra þarft þú eitt A-4 blað. Teiknaðu hring með hring- fara (sirkli) eða undirskál. Brjóttu síðan hringinn eins og mynd 1 sýnir. Þá er búkurinn tilbúinn þegar búið er að brjóta hringinn Þessi er erfið. Getur þú stækkað ugluna? D. £■ F. 1. 1 I 1 I____________________ 2. _________ 3. V._____________________________ 5._____________________________ á. A. ib. r.. Túlípanar Túlípanar fara bráðum að gægjast upp úr moldinni í húsagörðunum. Garðatúlíp- aninn þekkist hvergi villturúti í náttúrunni en uppruna hans má rekja til Tyrklands. Þar hefur hann verið ræktaður lengi því sagan segir að sendiherra Austurríkis í Istan- bul hafi flutt með sér túlípana til Vínarborgarárið 1554. Það- an dreifðist ræktun túlípana um Evrópu og varð tískublóm, sérstaklega í Hollandi þar sem túlípaninn náði að skapa sér sérstaka stöðu. Enn í dag eru Hollendingar þekktir fyrir túlípanarækt og þeir selja blóm og lauka um allan heim. Túlípan er tyrkneska og þýðir vefjarhöttur. Vefjarhöttur er hattur sem er vafinn um höf- uðið. saman. Klippið ofan af horninu eins og sýnt er á mynd 2. Hausinn er búinn til úr tveim hringjum sem eru heftir eða límdir saman. Að lokum þarf að teikna augu, kamb, eyru, munn eða gogg allt eftir því hvað við á. Til að auðvelda skreytingu er hægt að nota tvo liti, gult og rautt í ungann og brúnt og hvítt í hérann. Til vinstri er maður að sýna hvernig hann galdrar kött, Guðrún T. Hrafnsdóttir, 6 ára, teiknaði. Og til hægri er stelpa sem gengur á gangstétt, sem Ásdís B. Jónsdóttir, 6 ára, teiknaði. Þetta er víkingur á víkinga- skipi. Ragnheiður Árnadóttir, 6 ára, teiknaði. 20 SÍÐA - NÝTT HELGARBLAÐ Fimmtudagur 23. mars 1989

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.