Þjóðviljinn - 23.03.1989, Blaðsíða 27

Þjóðviljinn - 23.03.1989, Blaðsíða 27
FJOLSKYLDAN SIGTRYGGUR JÓNSSON Sjálfsmynd-sjálfstraust- sjálfsvirðing II Með uppreisn gegn foreldrunum er unglingurinn ekki einungis að skilja sig frá þeim, heldureinnig að reyna að komast að því hvers virði hann er. Uppeldislegir þættir í upprunafjölskyldu okkar lær- um við þau atriði, sem hafa áhrif á sjálfsmynd okkar, sjálfstraust og sjálfsvirðingu. Þar lærum við að meta okkur sjálf, svara spurn- ingum um löngun okkar, Jjarfir og viðhorf. Þar lærum við einnig að meta hvers virði við erum og hversu mikilvæg í tengslum við aðra. Þar lærum við að um- gangast okkur sjálf, sem og aðra í hóp, því fjölskyldan er jú hópur. Með þennan lærdóm förum við út í lífið og hegðum okkur gagnvart öðrum og sjálfum okkur sam- kvæmt honum. Við gerum engar kröfur, litlar kröfur eða miklar kröfur til annarra eða okkar sjálfra. Við göngum yfir aðra eða látum ganga yfir okkur. Við erum háð eða óháð viðhorfum, skoð- unum eða þörfum annarra. Við sýnum styrk eða veikleika gagnvart öðrum. Við kunnum að stöðva okkur sjálf eða aðra af í yfirgangi eða átroðningi. Við kunnum eða kunnum ekki að sinna okkar eigin þörfum eða annarra. Eða við kunnum að fara milliveginn í öllu þessu, sumu eða engu. Svona mætti lengi telja. Allt byggist þetta á því sem við höfum lært í upprunafjölskyldu okkar eða tekist á við sérstaklega síðar á ævinni. Sumt af þessu, allt eða ekkert fer illa í uppvextinum, og þá getur verið nauðsynlegt að takast sérstaklega á við það, oft- ast með aðstoð einhvers utanað- komandi. Uppreisnir barnanna Sem ungabörn, upplifum við okkur sem framlengingu eða hluta af foreldrunum og gerum engan greinarmun á okkar þörf- um og þeirra eða okkar löngun- um og þeirra. Jafnvel ekki okkar skoðunum og þeirra. Er við eldumst höfum við meiri og meiri þörf fyrir að upplifa okkur sem sjálfstæðar verur, með sjálfstæð- ar þarfir, skoðanir og viðhorf. Skipta má þeim hluta ævinnar, sem þetta er hvað mikilvægast, i tvö megin tímabil. Fyrra tímabil- ið hefst einhvers staðar á aldrin- um 4-6 ára, og fer eftir því hversu hratt við þroskumst, and- lega, líkamlega og félagslega. Þetta tímabil stendur fram undir unglingsár og einkennist fyrst og fremst af alls konar frumstæðum, eða öllu heldur barnalegum til- raunum til þess að sýna sjálfum okkur og öðrum fram á að við séum sjálfstæðir einstaklingar, með sjálfstæðan vilja og þarfir. Að við séum ekki lengur hluti af eða framlenging af foreldrunum. Allir kanast við „uppreisnir" barna á þessum aldri. Ég sagði áðan að tilraunir okkar á þessum aldri væru barnalegar, og það eru þær í vissum skilningi, en í öðrum skilningi geta þær verið útsmogn- ar og oft einsog úthugsaðar. í sjálfu sér er það engin furða, því á þessum aldri hafa börnin lært að þekkja ýmis viðbrögð foreld- ranna og geta þá farið að spila á þau, til þess að takast í upp- reisnum sínum. T.d. hvort dugir eða ekki dugir að gráta, suða, frekjast eða beita fortölum, svo eitthvað sé nefnt. Viðbrögð for- eldranna skipta miklu máli varð- andi það hvað við lærum af þess- um „uppreisnum" okkar. Eink- um varðandi sjálfsmynd, sjálfs- traust og sjálfsvirðingu. Fáum við þá mynd að við séum einhvers virði sem persónur, eða aðeins ef við gerum eins og okkur er sagt að gera. Erum hlýðin. Erum við skilin eða bæld eða fáum við lausan tauminn. Fáum við ókeypis styrkingu á að við séum einhvers virði eða þurfum við að hafa fyrir því að fá hana. Eða fáum við hana aðeins með því að standa okkur, helst í laumi. T.d. með því að vita fyrirfram hvers foreldrarnir ætlast til af okkur. Vera t.d. búin að taka til í her- berginu okkar áður en við erum beðin um það. Mcu þessum „uppreisnum“ okkar erum við sem sé ekki ein- ungis að aðskilja okkur frá for- eldrunum, heldur einnig að reyna að komast að því hvers virði við erum. Bæði fyrir okkur sjálfum: Hvað tekst mér? Hversu raun- hæfar eru tilraunir mínar? Fæ ég að reka mig á? osfr. og fyrir for- eldrunum: Hvað finnst þeim um mig? Það sem ég hugsa, geri eða langar? Hvað treysta þau mér? osfrv. Vitanlega er hér ekki um úthugsað ferli að ræða, heldur gerist þetta ómeðvitað, en skilur eftir sig lærdóm um mann sjálfan og stöðu manns í tengslum við aðra. Hér lærum við hvort við eigum að sinna okkar eigin þörf- um eða þörfum annarra og í hvaða röð. Hér lærum við hvort sé mikilvægara að gefa eða þiggja, og hvenær og hvort við eigum rétt á að gera kröfur. Til hverra við eigum að gera kröfur, okkar sjálfra eða annarra osfrv. Oft hefur verið sagt að fyrstu árin í lífi barna séu þau mikilvæg- ustu og að þá sé lagður grunnur- inn að lífinu. Rétt er það, en fyrstu árin fara í það að læra á foreldrana, til þess að geta brugð- ist við þeim, en síðan kemur ekki lítilvægari kafli í lífinu, þar sem maður lærir af foreldrunum og á sjálfan sig. Kafli, sem fyrst og fremst snýst um eigin persónu og hann stendur fram á fullorðinsár, þó svo að ég hafi skipt honum í tvennt. Fyrri hlutinn tengist fyrst og fremst foreldrunum, en sá síðari tengist meir og meir öðrum í umhverfinu, enda er þá komið fram á unglingsár og stutt í sjálf- stætt líf óháð foreldrum, þar sem einstaklingurinn yfirtekur þá ábyrgð á eigin lífi, sem foreldr- arnir hafa haft fram að því. Meira um þann kafla næst. Þeir sem hafa áhuga á að fræðast um eitthvert ákvéðið efni varðandi fjölskylduna geta skrifað. Merkið umslagið: Fjölskyidan; Nýtt Helgarblað, Þjóðviljanum, Síðumúla 6, Reykjavík. FJÖLMIÐLAR ÞRÖSTUR HARALDSSON Varanleg utvarpslog Nefndin sem Svavar Gestsson menntamálaráðherra skipaði í haust til að endurskoða útvarps- lögin hefur nú skilað af sér. í síð- ustu viku lagði hún á borð ráð- herra frumvarp til nýrra útvarps- laga sem Svavar kvaðst vonast til að yrðu útvarpslögin með ákveðnum greini, lögin sem þjóðin mun búa við um næstu framtíð. Hér er þvt um varanlega smíð að ræða sem Svavar vonast eftir að eining náist um. Ég hef nú ekki haft tíma til að kafa djúpt ofan í frumvarpið en þó rekist á það að nokkur skoðanamunur er um ákveðin atriði í greinargerð- inni sem fylgir frumvarpinu. Einkum snýst sá ágreiningur um Ríkisútvarpið og hvernig því skuli stjórnað og rekstur þess fjármagnaður. Helstu breytingarnar sem frumvarpið gerir ráð fýrir eru þær að útvarpsráð í núverandi mynd skal lagt niður. Þess í stað á að setja á fót dagskrárráð sem fylgist með dagskránni og gagnrýnir hana ef ástæða er til - eftir á. Þetta finnst mér mikið framfara- spor því allar lýðræðisþjóðir sem vilja standa undir því nafni hafa fyrir löngu afnumið ritskoðun á útvarpsefni fyrirfram eins og út- varpsráð hefur stundað um langt skeið, að vísu af heldur minna kappi undanfarin ár en áður. Auk þess eru mannaráðningar og umsagnir um þær færðar frá ráð- inu til stjórnar RÚV. Þetta nýja ráð er líka öðru vísu skipað en útvarpsráð: í því eiga sæti einn fulltrúi frá hverjum þingflokki, tveir frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, einn frá Neytenda- samtökunum og svo fulltrúar stjórnar og starfsmanna RÚV. Bæði þessi atriði eru til mikilla bóta. Annað atriði sem breytist ef frumvarpið verður að lögum er að Menningarsjóður útvarps- stöðva verður lagður niður og sömuleiðis verður söluskattur af auglýsingum tekinn af. Þess í stað verða allir fjölmiðlar skikkaðir til að greiða 12% af auglýsingatekj- um sínum í Fjölmiðlasjóð en í hann renna einnig tollar af við- tækjum og gervihnattadiskum. Alls er áætlað að þessi sjóður hafi til umráða 300 miljónir króna á ári og á sjóðurinn að hafa þá vinnureglu að þriðjungur fjárins renni til ljósvakamiðla, þriðjung- ur til prentmiðla og þriðjungur til „sjálfstæðra aðila sem gætu sótt um í samráði við tiltekinn fjöl- miðil“ eins og segir í greinargerð- inni. Auk þess er lagt til að sjóð- urinn greiði styrki til dagblaða „til að jafna aðstöðu þeirra“. Þetta ákvæði hefur vakið nokkurn úlfaþyt síðan efni frum- varpsins fór að kvisast út. Blöðin telja sig varla aflögufær með skatt af auglýsingatekjum sínum, segj- ast eiga nóg með að skrimta eins og er. Hins vegar virðast flestir sammála um að Menningarsjóð- ur útvarpsstöðva sé misheppnað- ur og að hann beri að leggja niður í núverandi mynd. Um hann hef- ur staðið styrr frá upphafi og gengið á með brigslyrðum um að stjórnarmenn sköruðu eld að sinni köku, enda flestir eða allir tengdir ákveðnum fjölmiðlum. Stjórn þessa nýja sjóðs verður hins vegar þannig skipuð að Al- þingi kýs fjóra stjórnarmenn hlutfallskosningu og mennta- málaráðherra skipar formann. Hvort slík stjórn verður faglegri eða óhlutdrægari en stjórn Menningarsjóðsins skal ekkert fullyrt um í þessum pistli. Þriðja meginbreytingin sem frumvarpið boðar er á tekju- stofnum Ríkisútvarpsins. Lagt er til að í stað núverandi afnota- gjalds verði tekið upp nýtt gjald sem miðast við íbúðir og atvinnu- fyrirtæki. Nefndin kemst að þeirri niðurstöðu að ekki séu greidd afnotagjöld af um 15.000 íbúðum í landinu. Þessa aura vill nefndin ná í með því að breyta gjaldtökunni. í frumvarpinu er gert ráð fyrir því að Ríkisútvarpið fái áfram að birta augiýsingar tii að drýgja tekjur sínar. Ljóstj'er þó af greinargerðinni að-'íéjcki hefur verið eining um þessa tillögu í nefndinni. Nokkrir nefiádarmenn vilja að RÚV hverfií alveg af auglýsingamarkaði ógíáti einka- stöðvunum og prentmiðlunum hann eftir. Aðrir segja aftur á móti eðlilegt „að allir landsmenn fái notið allrar þjónustu sem Ríkisútvarpið getur boðið upp á“. Um þennan ágreining og ann- an skyldan honum ætla ég að fjalla í næsta pistli mínum. Gleð'- lega páska. uútt utri m ad SÍÐA 27

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.