Þjóðviljinn - 30.03.1989, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 30.03.1989, Blaðsíða 1
Fimmtudagur 30. mars 1989 60. tölublað 54. árgangur Bankavextir Hærri en á þeim gráa Gunnar Hilmarsson: greiða Gunnar Hilmarsson, stjórnar- formaður Atvinnutrygging- arsjóðs gagnrýndi vaxtastefnu banka og lífeyrissjóða harðlega á samráðsfundi ríkis og sveitarfé- laga um atvinnumál í gær og sagði þá taka hærri vexti af skamm- tímalánum en grái fjármagns- markaðurinn. Stjórnarformaðurinn nefndi sem dæmi úr milliuppgjöri hjá ónefndu sjávarútvegsfyrirtæki sem haföi fengið 7 miljóna króna Sjávarútvegsfyrirtœki semfékk 7 miljóna króna bankalán til 6 mánaða 1987þurfti að afþví47% vextisem vartœplegal9% umframþáverandiverðbólgustig. Ríkisstjórnin standi við gefin loforð um vaxtalœkkun bankalán til 6 mánaða 1987 að það hefði þurft að greiða 47% vexti af láninu, sem hefði verið tæplega 19% umfram þáverandi verðbólgustig. Gunnar sagði bráðnauðsynlegt að bankar og sjóðir lánuðu til lengri tíma en þeir gera því mikill munur væri á fjármagnskostnaði þeirra fyrir- tækja sem annars vegar fá lán til 3 - 4 ára, sem væri meðallengd allra lána, og hins vegar þeirra sem eru með lán til 10 ára. Þá skoraði hann á ríkisstjórnina að standa við gefin loforð um lækkun vaxta því það væri til lítils fyrir fyrir- tækin að hagræða og lækka rek- strarkostnað á sama tíma og fjár- magnskostnaðurinn lækkaði lítt sem ekkert nema síður væri og gengi krónunnar væri ekki rétt skráð. Um miðjan mánuðinn höfðu 210 - 220 umsóknir borist til At- vinnutryggingarsjóðsins og þar af hafa 70 fyrirtæki fengið fyrir- greiðslu í formi skuldbreytinga og lána til endurskipulagningar samtals að upphæð um rúma 2 miljarða króna en 43 umsóknum hefur verið hafnað. Af þessum 70 fyrirtækjum eru 62 í sjávarútvegi og 7 iðnaðarfyrirtæki. Gunnar sagði að það vantaði algjörlega farveg fyrir þau skuldabréf sem sjóðurinn gefur út í bankakerfinu en afföll af þeim væru um 11% - 15%. Aðstoð Atvinnutryggingar- „Hvað skytói hann hafa hugsað fyrir 40 árum?" Þeir félagar Árni BjörnssonogBaldvinHalldórssongjóaaugumtilJónsforseta.eneins og Ámi segir þá er engin ástæða til þess að gefa sjálfstæðisbaráttuna upp á bátinn, með það í huga að sjálfstæðisbarátta Jóns Sigurðssonar og hans fylgismanna tók 100 ár. 30. mars Nafnakall á Austurvelli Atburðirnir áA usturvelli og inngangan ÍNA TOfyrir 40 árum rifjuð upp þar ídag. DagskráísamantektÁrnaBjörnssonarogleikstjórnBaldvins Halldórssonar. Hefst kl. 13.00 Idag 30. mars 40 árum eftir að Tsland gekk NATO á hönd verður uppákoma á Austurvelli þar sem rifjað verður upp hvað þingmenn sögðu um þetta örlaga- ríka málefni áður en gengið var til atkvæðagreiðslu um aðildina að NATO. Að því loknu hefst nafn- akall eins og það yar fyrir 40 árum, í samantekt Árna Björns- sonar þjóðháttafræðings sem raðaði bútunum saman fyrir tutt ugu áruin. Þar er engu við bætt eða í skáldað heldur er verkið unnið orðrétt upp úr Alþingistíð- indum og sömuleiðis stuðst við ræður frá Alþingi. Baldvin Halldórsson leikari er þulur og leikstýrir jafnframt þingmönnum en sjálfur fer hann með texta tengdaföður síns Páls Zóphóníassonar en hann var einn af þeim 13 sem sögðu NEI. Á móti voru allir þingmenn Sósíalistaflokksins, Hannibal Valdimarsson, Gylfi' Þ. Gíslason og Páll Zóphóníasson. Þessi leikgerð af einni örlaga- ríkustu stundu íslenskrar sögu hefst á sama stað og sama tíma, farið verður með sama texta, en á milli skilur 40 ára hernám. Nafnakallið hefst á Austurvelli kl.13.00 og er þetta kjörið tæki- færi fyrir unga sem aldna að kynna sér með eigin augum og eyrum hvernig ísland var svikið undir bandarískt hervald. Von- andi sjá menn nú afleiðingarnar þegar nota á landið til ruddalegra heræfinga sem hefjast eiga á þjóðhátíðardegi íslendinga 17. jum. eb sjóðs við fyrirtæki eftir kjördæm- um er þannig að rúmar 574 milj- ónir króna hafa farið til Austfjarða, 362,5 miljónir til Vesturlands, tæpar 343 miljóriir króna til fyrirtækja á Suðurlandi, 272,2 miljónir til Reykjaness, 232,6 miljónir til fyrirtækja á Norðurlandi eystra, 166,5 milj- ónir í Reykjavík, 166,4 miljónir til fyrirtækja á Norðuríandi vestra og 144,5 miijónir til Vest- fjarða. -grh Sjá baksíðu Veðurfar Útlit fyrir asahláku í vikulok liúist við vandrœða- ástandi víða um land. Viðbúnaður vegnaflóða- hœttu Samkvæmt þeirri veðurspá sem nú liggur fyrir má búast við niiklu vatnsveðri á föstudag- inn með 5-9 stiga hita um allt land. Það er ljóst að ef þetta gengur eftir, á víða eftir að flæða, sagði Einar Sveinbjörnsson á spá- deild Veðurstofunnar í samtali við Þjóðviljann. - Við erum að búa okkur undir að mæta þessari hláku og erum að keyra burt snjó af þeim svæðum sem við vitum að eru í mestri hættu, sagði Haraldur L. Har- aldsson bæjarstjóri á ísafirði. Hann sagði að gífurlegur snjór væri í bænum eins og alls staðar annars staðar á Vestfjörðum. Fari svo að spá veðurfræðing- anna gangi eftir er Ijóst að vand- ræðaástand mun skapast víða þar sem snjó hefur kyngt níður að undanförnu. Snjórinn drekkur í sig vatn að vissu marki en þegar því marki er náð fer allt að fljóta og þar sem jarðvegurinn tekur ekki við miklu vatni eins og ást- andið er mun það renna til sjávar ofan jarðar, og er vafalaust víða hætta á því að þau göng sem grafin hafa verið til að fólk kom- ist út og inn í hús sín breytist í árfarvegi ef allt fer á versta veg. Við erum nú ekki með neinn sérstakan viðbúnað hér á Ólafs- firði þótt við eigum von á hláku, við erum nú ýmsu vanir í þessum efnum, sagði Bjarni Grímsson bæjarstjóri á Ólafsfirði. Hann sagði að mikill snjór væri í bæn- um og að vissulega væri viss hætta á að víða flæddi inn í hús ef spáin gengi eftir.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.