Þjóðviljinn - 30.03.1989, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 30.03.1989, Blaðsíða 2
Það eru mikil þrengsli í kennslustofum MR. Þeir Svavar og Steingrímur, báðir fyrrverandi nemendur skólans, gátu þó troðið sér milli púlta og fylgst með kennslu af óskiptum áhuga. Mynd ÞÓM MR Menntó fyrir mjóa! Nemendur MR skora á stjórnvöld að leysa húsnœðisvandann Nemendur Menntaskólans í Reykjavík skora á ríkisstjórn íslands að finna nú þegar fram- tíðarlausn á húsnæðisvanda skólans. Það reynir mjög á þol líkamans að þurfa að bora sér og troða í miklum þrengslum í bar- áttunni fyrir andlegu fæðunni. Eins og fram hefur komið í fjöl- miðlum eru mjög mikil þrengsli í MR og fer kennsla fram í mörg- um misgóðum byggingum í ná- grenni gamla skólans. Minnsta kennslustofan, sem rúma á 12-15 nemendur, er um 16 fermetrar að stærð og sitja nemendur í fremri borðaröð sveipaðir krítarskýi með lappirnar í kuðung undir smáum borðunum. Til þess að vekja athygli á því ófremdarástandi sem ríkir í pláss- leysinu boðuðu forsvarmenn Nemendasambands MR til fund- ar í gær þar sem ráðherrarnir þrír, Steingrímur Hermannsson, Svavar Gestsson og Ólafur R. Grímsson, voru leiddir um húsið til þess að sjá með eigin augum hvers konar síldartunnuástand ríkir í þessu gamla menningar- setri. Að skoðunarferð lokinni var ráðherrum afhent áskorun frá nemendum þess efnis að finna nú þegar framtíðarlausn á húsnæðis- vanda skólans. Formaður skólafélagsins Þórir Auðólfsson skipaði húsnæðis- málanefnd í haust og hefur nefndin haft tal af ýmsum sem þetta mál varðar og gengið á fund fjárveitinganefndar Alþingis. Eins tekur húsnæðismála- nefndin við hugmyndum um um- bætur bæði frá nemendum og starfsfólki. Vinnuaðstaða kennara er einn- ig bagaleg. Má t.d. nefna að eitt af þeim vinnuherbergjum sem ætluð eru kennurum er 10 ferm- etrar að stærð og er meiningin að 13 kennarar skipti öllum þessum fermetrum á milli sín. Kennt er í fatahengjum, ræstingarklefum og jafnvel inni á skrifstofu Guðna rektors. Húsnæðismálanefndin bendir á að ekki væri úr vegi að hafa ákveðin inntökuskilyrði í skólann fyrir utan grunnskólaprófið, og er eitt af þessum skilyrðum að nemendur séu alls ekki breiðari en 100 sm. Sem sagt menntó fyrir mjóa. eb FRETTIR Lífeyrissjóðirl ríkið Gengistryggð skuldabréf? Viðrœður lífeyrissjóðanna og ríkisins hefjast von bráðar þótt enn sýnistsitt hverjum um ágœti nýju lánskjaravísitölunnar Vonir standa til þess að form- legar viðræður fjármálaráðu- neytis og lífeyrissjóðanna um skuldabréfakaup hinna síðar- nefndu hefjist fyrir helgi. Að sögn Más Guðmundssonar, efna- hagsráðgjafa fjármálaráðherra, hefur ágreiningur þessara aðilja vegna lánskjaravísitölu verið lagður til hliðar í bili. I staðinn séu menn nú að þreifa fyrir sér með hugmyndir um gengistrygg- ingar skuldabréfanna. Alkunna er að tvennt hefur orðið lífeyrissjóðunum og ríkis- valdinu að ágreiningsefni undan- farið. Annars vegar hin nýja lánskjaravísitala, en í henni skipar launavísitala þriðjung og vegna þess þykjast sjóðirnir hafa misst spón úr aski sínum. Hitt ágreiningsefnið eru vextirnir; hingaðtil hefur ríkið greitt sjóð- unum 6,8% vexti en vill nú ná raunvöxtum niður í 5%. Már tjáði Þjóðviljanum í gær að höggvið væri á báða hnútana með því að taka mið af heimsmarkaðskjörum við kaup lífeyrissjóðanna á skuldabréfum vegnahúsnæðiskerfisins. Gengis- trygging hefði í för með sér hóf- lega vexti, einsog ríkisstjórnin óskaði, og öruggar tryggingar, sem væri vitaskuld forgangskrafa sjóðanna. ks Gjaldþrot Stefnir í metár Félagsmálaráðuneytið: Ríkisábyrgð vegna gjaldþrota 38,5 miljónir króna fyrstu 3 mánuði ársins Það sem af er þessu ári hefur ríkissjóður þurft að greiða 38,5 miljónir króna vegna ríkis- ábyrgðar vegna gjaldþrota til 400 aðila. Það þýðir að 13 miljónir króna hafi verið greiddar úr rík- issjóði á mánuði á móti 7 miljón- um í fyrra. Að sögn Óskars Hallgríms- sonar forstöðumanns Vinnu- málaskrifstofu félagsmálaráðu- neytisins urðu 84 fyrirtæki gjald- þrota á síðasta ári og þá námu greiðslur úr ríkissjóði vegna ríkis- ábyrgðar samtals 86 miljónum króna til 850 aðila eða 7,2 miljón- um króna á mánuði. Óskar sagði, að ef svo fram færi sem horfði stefndi í metár hvað varði gjald- þrot fyrirtækja. -grh Talið í biskups- kjöri í dag Úrslit úr fyrstu umferð í bisk- upskjöri verða kunngjörð í dag, en talið verður á biskupsstofu. Alls greiddu 199 atkvæði af 201 sem eru á kjörskrá. Fjórir prestar hafa lýst því yfir að þeir séu í kjöri, þeir Heimir Steinsson, Jón Bjarman, Ólafur Skúlason og Sigurður Sigurðsson. Hljóti eng- inn þeirra helming greiddra at- kvæða í þessari kosningu verður kosið á milli þeirra þriggja sem flest atkvæði fá og síðan áfram þar til einhver hefur hlotið meira en helming atkvæða. Landbúnaðarvörur hækka ekki Ríkisstjórnin hefur ákveðið að auka við niðurgreiðslur landbún- aðarafurða, þannig að ekki komi til hækkunar á útsöluverði þeirra nú um næstu mánaðamót. Ás- mundur Stefánsson forseti ASÍ sagði í útvarpsfréttum í gærkvöldi að þessi ákvörðun skipti miklu fyrir framhald samningavið- ræðna því ef landbúnaðarafurðir hefðu hækkað, myndi það hafa valdið sprengingu í samninga- viðræðunum. Helgi annar í New York Helgi Ólafsson lenti í öðru sæti ásamt fjórum öðrum skák- mönnum á opna New York skák- mótinu sem lauk í fyrrakvöld. Fyrir síðustu umferðina var Helgi í efsta sæti ásamt þremur öðrum. Hann gerði jafntefli í síðustu skák sinni, en bandaríska stór- meistaranum Fedorowicz tókst að sigra andstæðing sinn og hreppti því einn efsta sætið. Helgi hlaut 6,5 vinninga í 9 skákum en Margeir Pétursson hlaut 6 vinn- inga ásamt fjölda annarra skák- manna. Þeir Jón L. Árnagon og Karl Þorsteins hlutu 4 vinninga og Hannes Hlífar Þorsteinsson fékk 3,5 vinninga. Johann og Margeir jafnir á ELO-listanum Margeir Pétursson stórmeistari hefur náð Jóhanni Hjartarsyni skákbróður sínum að stigum eftir gott gengi á undanförnum vikum en Jóhann hefur á sama tíma tap- að töluverðu af stigum vegna slæms árangurs eftir einvígið við Karpov fyrr á árinu. Þeir félagar eru með 2595 stig samkvæmt stigatöflu fyrir marsmánuð en á hæla þeim kemur Jón L. Árnason með 2560 stig, Helgi Ólafsson með 2540 stig og Friðrik Ólafsson með 2530 stig. Alls eru 114 inn- lendir skákmenn komnir með 2000 ELO-stig eða fleiri. Fyrirlestur um Oman Hussein Sheahdeh, blaðamaður, heldur flyrirlestur í kvöld kl. 20.30 um ríkið Oman við Persa- flóa í Menningarmiðstöðinni í Gerðubergi. Sýndar verða lit- skyggnur og myndband en fyrir- lesturinn verður fluttur á ensku. Sheahdeh hélt fyrirlestur hér- lendis fyrir rúmu ári á vegum Blaðmannafélagins við góðar undirtektir. Þá hefur verið opnuð í Borgarbókasafninu í Gerðu- Helga Mogensen forkólfur Markaðstorgsins og Ástbjörn Egilsson framkvæmdastjóri Miðbæjársamtakanna með Kolaportið í baksýn. Markaðstorg í Kolaportinu Annan laugardag verður opnað Markaðstorg í fyrsta sinn í Reykjavík og verður það til húsa í Kolaportinu, bílageymslunni undir Seðlabankabyggingunni. Það er Helga Mogensen, eigandi veitingahússins Á næstu grösum, sem stendur fyrir markaðstorg- inu í samvinnu við Miðbæjarsam- tökin og með aðstoð borgarinn- ar. Á markaðstorginu má selja allt sem mönnum dettur í hug, bæði gamalt og nýtt. Um 180 sölubásar verða á markaðnum og geta þeir sem hafa áhuga á kaup- mennsku leitað frekari upplýs- inga í síma 621170. Þjóðlíf eykur söluna Tímaritið Þjóðlíf jók útbreiðslu sína nokkuð á síðustu mánuðum bergi, farandsýning á bókum og ljósmyndum frá Oman og að auki liggur þar frammi margvíslegt kynningarefni um Oman. nýliðins árs, samkvæmt tölum úr upplagseftirliti vikublaða og tímarita hjá Verslunarráðinu. Nú eru prentuð 10 þús. eintök af hverju tölublaði og þar af fara tæplega 6 þús. til áskrifenda. Á sama tíma hefur bæði Æskan og Heimsmynd minnkað upplag sitt en tímaritið Heilbrigðismál aukið nokkuð við útbreiðslu sína. Hagnaður af Tollvörugeymslunni Þrátt fyrir nokkurn samdrátt á af- greiðslum hjá Tollvörugeymsl- unni í Reykjavík á sl. ári varð reksturinn hagstæður og hagnað- ur tæpar 10.3 miljónir. Fyrirtæk- ið hyggst reisa sér framtíðarað- stöðu á Kleppsvíkursvæðinu. Miljarður úr fiskeldinu Heildartekjur af fiskeldi hér- lendis á sl. ári námu um einum miljarði samkvæmt samantekt Veiðimálastofnunar. Alls eru nú reknar 125 fiskeldis- og haf- beitarstöðvar í Iandinu og fjöl- gaði þeim um 12 á síðasta ári. Alls voru framleidd í þessum stöðvum rúmlega 10 miljón göng- useiði, rúmlega 1.200 tonn af laxi og 156 tonn af silungi. Framleiðs- lugeta stöðvanna var hins vegar um 21,5 miljónir seiða og 7.600 tonn af matfiski. Á þessu ári er áætlað að framleiða um 4 þús. tonn af laxi og 400 tonn af silungi og að árið 1990 verði fram- leiðslan komin upp í 8.500 tonn af laxi og 600 tonn af silungi. Þá er áætlað að um 5 miljónir göngus- eiða fari í hafbeit á þessu ári og 4,5 miljónir seiða í áframeldi. 2 SÍÐA - ÞJÖÐVILJINN Flmmtudagur 30. mars 1989

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.