Þjóðviljinn - 30.03.1989, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 30.03.1989, Blaðsíða 6
FRETTIR Efnahagshorfur 1989 Gríðarleg umskipti til hins verra Þjóðhagsstofnun: Utflutningsframleiðsla sjávarafurða dregstsaman um4% íár, landsframleiðsla um 2%, þjóðartekjur um 2,5% og þjóðarútgjöld um 3,5%. Verðlagsþróun háðþvíað laun hækki ekki meir en um 6% á árinu og gengið verði óbreytt Utflutningsframleiðsla sjávar- aföurða mun dragast saman um 4% í ár miðað við 1988, landsframleiðsla um 2%, þjóð- artekjur um 2,5% og þjóðarút- gjöld um 3,5%. Gangi þessar spár eftir verður þetta annað árið í röð sem landsframleiðsla dregst saman og hefur það ekki gerst í 20 ár. Þá mun hagvöxtur minnka um 2% miðað við 1988 en þá dróst hann saman um 1%. Á næsta ári er hins vegar búist við lítilsháttar aukningu í landsframleiðslu. Þá er þróun verðlags háð því að laun hækki ekki í ár nema um 6% og gengi krónunnar verði óbreytt út árið. Þetta kemur fram í yfirliti þjóðhagsspár Þjóðhagsstofnunar um efnahagshorfurnar 1989 sem birtar voru opinberlega á samráðsfundi ríkisstjórnarinnar og sveitarfélaga um atvinnumál sem haldin var í gær. í aflaspá stofnunarinnar er reiknað með um 5,5% verðmætaminnkun heildaraflans í ár. Þetta þýðir ma. að spáð er 330 þúsund tonna þorskafla, sem er tæplega 11% samdráttur frá fyrra ári. Einnig er reiknað með verulegum sam- drætti í grálúðu- og karfaveiðum eða nálægt 20%. Aftur á móti er spáð auknum ýsu- og ufsaafla en í heild sinni fela þessar spár í sér um 7% minnkun botnfiskafla 1989. í dag eru botnfiskveiðar og -vinnsla rekin á núlli en að frá- dregnum 4,5-5% verðbótum eru þessar atvinnugreinar reknar með umtalsverðum halla. Verði fiskiskipum hins vegar fækkað um 10% gæti það gefið 4-5% hagnað af tekjum til þeirra sem eftir verða. í erindi sínu á samráðsfundin- um sagði Þórður Friðjónsson for- stjóri Þjóðhagsstofnunar að gríð- arlega mikil umskipti til hins verra yrðu í fjárfestingum í ár en spáð er 5% samdrætti og 15% ef frádregnar eru fjárfestingar í ný- jum flugvélum. Fjárfestingar í at- vinnulífinu munu dragast saman um 20%, óbreytt í íbúðahúsnæði, 5% minna hjá hinu opinbera og 15% samdrætti er spáð í fjárfest- ingum í samgöngumálum svo dæmi séu nefnd. Þetta þýðir að fjárfestingar í ár verða aðeins um 18-19% af landsframleiðslu og hafa ekki verið minni frá því í heimsstyrjöldinni síðari. En til þess að standa undir nútímalífs- kjörum þyrftu þær að vera 20- 30% af landsframleiðslunni. Á sama tíma er almennt efna- hagsástand í helstu viðskipta- löndum íslendinga gott en að öllu samanlögðu er gert ráð fyrir að verð út- og innflutnings fylgi al- mennum verðbreytingum í við- skiptalöndunum og því búist við sem næst óbreyttum viðskipta- kjörum á árinu. Þá er því spáð að halli á við- skiptum við útlönd á þessu ári verði um 9,5 miljarðar króna eða sem svarar til 3% af landsfram- Ieiðslu. Þetta er töluvert minni halli en í fyrra en þá var hann liðlega 4% af landsframleiðslu. Forsenda þessara lækkunar við- skiptahallans er samdráttur þjóð- arútgjalda um 3,5% á móti tæp- lega 2% lækkun landsframleiðslu svo og lækkun raungengis krón- unnar um 4% frá 1988. -grh Siglufjörður Höfðum viðspymu í sfldinni „Brauðstrit og barátta“ - Benedikt Sigurðsson skilar af sér fyrra bindi af verkalýðssögu Siglufjarðar á 70 ára afmœli stéttarsamtaka í bœnum Það sem mótaði þessa sögu á Sigluflrði einna helst var að verkalýðshreyfingin hafði svo góða viðspyrnu í atvinnulífinu, í sfldinni. Það skipti öllu máli að hún væri veidd og verkuð, og at- vinnurekendur höfðu ekki efni á að þybbast við í kjaramálum. Þessvegna komst siglfírskur verkalýður í forystu í landinu og til urðu „Siglufjarðarkjörin“ sem miðað var við alstaðar um landið. Þetta sagði Benedikt Sigurðs- son kennari á Siglufirði meðal annars í spjalli við Þjóðviljann um nýútkomna bók sína Fyrirlestur fimmtudaginn 30. mars kl. 20.30. Fyrirlesari: Högni Óskarsson geðlæknir. Efni: Kynlífsvandamál og meðferð við þeim. Fyrirlesturinn verður haldinn á Geðdeild Land- spítalans, kennslustofu á 3. hæð. Allirvelkomn- ir. Aðgangur ókeypis. Ath. fyrirlesturinn sem halda átti 17. apríl fellur niður. Lögmenn Aðalfundur Lögmannafélags íslands 1989 verður haldinn í Skála á 2. hæð nýbyggingar Hótels Sögu á morgun, föstudaginn 31. mars og hefst kl. 13.30. Árshóf félagsins verður haldið að kvöldi aðal- fundardags í Átthagasal Hótels Sögu og hefst kl. 19.00. Stjórnin Valdimar Jakobsson Gnoðarvogi 68 Reykjavík lést á Landspítalanurr aðfaranótt 29. mars. Kristján Valdimarsson Valdimar Valdimarsson Aðalheiður Bóasdóttir „Brauðstrit og barátta“ um sögu verkalýðshreyfingarinnar á Siglufirði, en í gær var einmitt 70 ára afmæli samfelldrar sögu stétt- arsamtaka þar nyrðra - Verka- mannafélag Siglufjarðar var stofnað á fundi sem hófst klukk- an sex í barnaskólanum 29. mars árið 1919. Áður höfðu þó verið gerðar ýmsar atlögur að samtökum verkafólks, og hefst frásögn Benedikts um 1903. Fyrra bindi bókarinnar nær frammyfir Borð- eyrardeilu 1934, en síðara bindið, sem segir söguna þaðan og til okkar daga, er væntanlegt á næsta ári. Benedikt hefur verið „að dunda við þetta“ í um sjö ár í hálfu starfi á vegum Vöku á Siglufirði, og er afraksturinn í fyrra bindi rúmar 440 síður stapp- fullar af skemmtilegum og spenn- andi fróðleik, enda er höfundur sjálfur að góðu kunnur úr sögu verkalýðsbaráttu og stjórnmála á Sigló, - sem í bókinni fléttast saman án afláts: „auðvitað - verkalýðshreyfingin var bæði fagleg og pólitísk, og á að vera“ sagði Benedikt í gær, „ég lít á það sem mikla afturför ef verkalýðs- hreyfingin ætlar sér að verða ein- hverskonar borgaraleg stofnun til að fjalla um þröng kaupgjalds- mál. Brauðstrit og barátta er gefin út af forlaginu Myllu-Kobba í samvinnu við Vöku, og ætti að vera komin núna í flestar bóka- búðir. -m Ein fjöldamargra merkilegra mynda í bók Benedikts um stéttabaráttu og mannlíf í síldarbænum: Óskar Garibaldason og Anney Jónsdóttir á sokkabandsárum sínum á fjórða áratugnum. Þau urðu síðar hjón, og í fremstu röð í verkalýðsmálum á Sigló. Sterling Airways Flugmálastjóri ekki Flugráð Flugmálastjóri leggstgegnflugleyfi Sterling Airways til Kaupmanna- hafnar, en Flugráð mun fyrstfjalla um málið á þriðjudag. Verður flogið til Málmeyjar í staðinn? Pétur Einarsson flugmálastjóri hefur tilkynnt Samvinnuferð- um-Landsýn að hann muni ekki veita Sterling Airways flugleyfí á leiðinni Reykjavík-Kaupmanna- höfn, félagið sæki um slíkt leyfi. Segir flugmálastjóri þá ákvörðun í samræmi við reglugerðir og hefðir. Sterling Airways fékk í gær flugleyfi frá dönskum flugyf- irvöldum, að því tilskildu að ís- lensk yflrvöld gæfu grænt ljós. Endanleg ákvörðun er í hönd- um Steingríms J. Sigfússonar samgönguráðherra en hann lýsti því yfir í Þjóðviljanum í gær að hann ætti erfitt um vik að leggjast gegn ákvörðunum flugmálastjóra og Flugráðs, væru þær sam- hljóða. Hann vildi þó ekki segja til um hver endanleg ákvörðun hans í málinu kynni að verða. Heimildir Þjóðviljans herma hins vegar að nú velti menn fyrir sér möguleikum á að veita Sterling Airways eða öðru félagi leyfi til leiguflugs til og frá Málmeyj í Suður-Svíþjóð eða annarra staða sem liggja nálægt Kaupmanna- höfn. Þau mistök voru gerð í frétt Þjóðviljans í gær um leyfisveit- ingu til Sterling Airways á flug - leiðinni Kaupmanna- höfn-Reykjavík, að því var hald- ið fram að Flugráð hafi fjallað um málið og lagst gegn leyfisveiting- unni. Það rétta er að Flugráð hef- ur enn ekki tekið málið til um- fjöllunar en það verður að öllum líkindum gert nk. þriðjudag. Mi- stökin skrifast alfarið á Þjóðvilj- ann og er beðist velvirðingar á þeim. phh 6 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 30. mars 1989

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.