Þjóðviljinn - 30.03.1989, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 30.03.1989, Blaðsíða 7
ERLENDAR FRETTIR Filippseyjar Nýi alþýðuherinn spáir sér sigri innan tíu ára Yfir 60 manns hafa verið drepnir á Filippseyjum s.l. fimm daga í átökum milii skæru- liða Nýja alþýðuhersins og stjórnarliða. Á þriðjudaginn fóru fram byggðarstjórnakosningar á eyjunum, en úrslit í þeim eru ekki enn kunn. Af þeim drepnu voru þrír frambjóðendur. og tekið þátt í kosningum. vétríkjunum og kvað ekki fá Filippínski kommúnistaflokk- neinn stuðning erlendis frá. urinn er óháður bæði Kína og So- Reuter/-dþ. Aquino- henni gengur engu betur en fyrirrennara hennar, Marcosi, að berja niður uppreisn kommúnista. Nýi alþýðuherinn, sem er í tengslum við hinn bannaða kommúnistaflokk eyjanna, hefur háð skæruhernað gegn stjórnvöldum s.l. tvo áratugi. í yfirlýsingu frá skæruliðum þess- um, útgefinni í gær, segir að þeir séu vissir um fullan sigur innan tíu ára, en segjast áður en svo langt sé komið reiðubúnir að mynda samsteypustjórn með flokki Corazon Aquino forseta, sem kom til valda fyrir þremur árum. Aquino segir ekki koma til greina að taka tilboði skæruliða fyrr en þeir hafi lagt niður vopn Tyrkland Mannvíg á þingi Krafist afsagnar stjórnar Özals Abdurrezak Ceylan, þingmað- ur fyrir Flokk hins sanna veg- ar, sem er í stjórnarandstöðu í Tyrklandi, var skotinn til bana á þingi í Ankara í gær. Idris Arik- an, þingmaður Móðurlands- flokks Özals forsætisráðherra, var sakaður um drápið, en hann ber af sér sakir. Segir Arikan óháðan þing- mann, Zeki Celiker að nafni, hafa skotið Ceylan og að vísu í Tékkóslóvakía Flugtæningjar gáfust upp Tveir tékkóslóvakískir ung- lingar, 15 og 16 ára, tóku á vald sitt í gær ungverska farþega- flugvél á leið frá Búdapest til Am- sterdam með viðkomu í Prag. Unglingarnir, sem vopnaðir voru byssum, slepptu flestum farþeganna í Prag en neyddu áhöfn vélarinnar síðan til að fljúga til Frankfurt am Main, þar sem þeir gáfust upp fyrir vestur- þýskum yfirvöldum. Óljóst er enn hvaða ástæður lágu að baki flugráninu. Reuter/-dþ. misgripum, því að hann hafi ætl- að að hitta sig. Heitt er nú kolun- um í tyrkneskum stjórnmálum vegna úrslitanna í byggðar- stjórnakosningum á páskadag, en í þeim fór stjórnarflokkurinn miklar hrakfarir. Krefjast stjórn- arandstæðingar því þess að Özal segi af sér, en það neitar hann að gera. Flokkur hins sanna vegar er skilgreindur í fréttaskeytum sem fremur hægrisinnaður miðju- flokkur og lýtur forustu Su- leymans Demirel, er langan feril á að baki í stjórnmálum þar- lendis. Ekki er ljóst hvort Ceylan þingmaður var drepinn af pólit- ískum ástæðum eður ei. Tyrk- neskum þingmönnum er leyfilegt að bera á sér skammbyssur, en að vísu er ekki ætlast til að þeir séu með þær í þinghúsinu. Reuter/-dþ. Júgóslavneskir lögreglumenn á brynvagni í Kosovo - yfir 20 menn hafa verið drepnir í óeirðunum þar. Kosovo Mótmæli bæld niður Að sögn júgóslavnesku frétta- stofunnar Tanjug tókst óeirðalögreglu í gær að bæla að miklu leyti niður mótmælaað- gerðir Albana í Kosovo. Beitti lögreglan m.a. til þess skriðdrek- um. Að minnsta kosti 21 maður hefur látið lífið í átökum, sem staðið hafa yfir í viku milli Kos- ovomanna af albönsku þjóðerni og júgóslavneskra her- og lög- reglumanna. Um 50 manns hafa særst í óeirðunum og nærri 200 verið handteknir. Mannskaðinn er að líkindum mestur meðal albansks mótmælafólks. Átök þessi eru þau blóðugustu, sem orðið hafa í Júgóslavíu þjóða á milli frá lok- um heimsstyrjaldarinnar síðari. Kosovo-Albanir mótmæla skerð- ingu sjálfstjórnar svæðisins, sem júgóslavnesk og serbnesk stjórnvöld hafa ákveðið. Reuter/-dþ. íranir reiðir sænskum blöðum Iranska sendiráðið í Stokkhólmi hefur tilkynnt sænska utan- ríkisráðuneytinu að ekki sé hægt að útiloka að fjöllun sænskra blaða um Salman rithöfund Rushdie, bók hans margfræga og „dauðadóm“ Khomeinis erki- klerks yfir honum leiði til versn- andi samskipta Irans og Svíþjóð- ar. í sænskum blöðum hefur skipun Khomeinis um að drepa Rushdie margsinnis verið for- dæmd og í því sambandi verið lögð áhersla á verndun tjáning- arfrelsis. í írönsku orðsending- unni eru „viss sænsk blöð“ sökuð um móðganir við trú og þjóðerni allra múslíma, enda þótt blöð þessi þykist virða lýðræði, al- mennar skoðanir og helgi trúar- bragða, eins og það er orðað. Sænska stjórnin kallaði fyrir nokkru ambassador sinn í Teher- an heim út af máli þessu. Reuter/-dþ. Sovésk skoðanakönnun 41 % með ,flokknum Mikill áhugi á umhverfisvernd og almenn aðdáun á Vestur- löndum. Verulegtfylgi við fjölflokkakerfi. Ritfrelsi talið mik- ilvœgara kosningarétti ITT Kosningar og manndráp Rétt fyrir kosningarnar í Sov- étríkjunum gerðu þarlendir félagsfræðingar skoðanakönnun fyrir franska blaðið Le Nouvel Óbservateur, og hafa niðurstöð- ur hennar vakið mikla athygli. Samkvæmt þeim myndi sovéski kommúnistaflokkurinn fá 41 af hundraði atkvæða, ef fjölfiokka- kerfi yrði komið upp þarlendis og kosið á grundvelli þess. Þetta mun vera fyrsta skoðana- könnunin af þessu tagi, sem gerð hefur verið í Sovétríkjunum. 16 af hundraði aðspurðra kváðust myndu kjósa flokk um- hverfisverndarsinna, ef slíkur flokkur yrði stofnaður, og ekki færri en 74 af hundraði töldu gagnlegt að þesskonar flokkur kæmist á legg. Níu af hundraði lýstu sig hlynnta jafnaðar- mönnum og 31 af hundraði taldi æskilegt að jafnaðarmannaflokk- ur yrði stofnaður. Fjórir af hundraði lýstu sig fylgjandi rússneskri þjóðernishyggju og 33 af hundraði vildu að flokkur af því tagi kæmist á fót. Sömu út- komu fékk hugsanlegur kristi- legur flokkur. Þrír af hundraði kváðust reiðubúnir að kjósa borgaralegan flokk, ef upp á hann yrði boðið, og 16 af hundr- aði töldu að slíkur flokkur gæti orðið gagnlegur í samfélaginu. 54 af hundraði aðspurðra svör- uðu því afdráttarlaust játandi að taka bæri Vesturlönd til fyrir- myndar og 28 af hundraði í viðbót lýstu sig fylgjandi því að ein- hverju marki. Aðeins átta af hundraði svöruðu spurningunni um þetta afdráttarlaust neitandi. Aðspurðir um hverskonar frelsi menn teldu mikilvægast settu 38 af hundraði rit- og prentfrelsi efst á blað, 20 af hundraði búsetufrelsi, 16 af hundraði kosningarétt, átta af hundraði frelsi til að stofna fyrir- tæki og fimm af hundraði frelsi til að fara úr landi. Þá var einnig spurt, hvaða hlutverki menn teldu að kommúnistaflokkurinn myndi gegna eftir 10-15 ár. Svör- uðu því 33 af hundraði að hlut- verk flokksins í þjóðfélaginu yrði þá enn meira en nú er, 32 af hundraði töldu að það yrði í stór- um dráttum óbreytt, 18 af hundr- aði sögðust álíta að það yrði minna en nú er og fjórir af hundr- aði töldu að það yrði þá ekki lengur fyrir hendi. Þá var spurt um afstöðu manna til fjölræðis (plúralisma) í ein- hverri mynd og voru 46 af hundr- aði því hlynntir, tíu af hundraði töldu að það myndi engu breyta og álíka margir lýstu sig því and- V18a- la Repubblica/-ólg/-dþ. litagónvarp er fjárfestíng í v-þýskum gæðumog fallegum III litum _ g^aimiia1 SKIPHOLTl 7 SIMAR 20080 A 26800 Fimmtudagur 30. mars 1989 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 7

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.