Þjóðviljinn - 31.03.1989, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 31.03.1989, Blaðsíða 3
Söngvakeppni Sjónvarpsins Valgeir fremstur meðal jafningja Island sendir mann með reynslu til Sviss Lag Valgeirs Guðjónssonar, Það sem enginn sér, sigraði í Söngvakeppni Sjónvarpsins í gærkvöld og tekur því þátt í keppni evrópskra sjónvarps- stöðva í Sviss eftir rúmanmánuð. Valgeir verður fulltrúi íslands í keppninni í annað sinn en hann sigraði einnig í keppninni 1987 með laginu Hægt og hljótt. Flytjandi lagsins er Daníel Haraldsson og vekur það athygli að Valgeir hefur í bæði skiptin unnið með fremur lítt þekktum söngvurum. Keppnin var mjög jöfn og réð- ust úrslitin ekki fyrr en í síðustu talningu. Landinu var skipt í 8 kjördæmi og var mest hægt að hljóta 12 stig í hverju kjördæmi. Það sem enginn sér hlaut alls 66 stig en í 2.-3. sæti urðu Línudans eftir Magnús Eiríksson og Alpa- twist eftir Geirmund Valtýsson. Að venju hlaut lag Geirmundar 12 stig í Norðurlandskjördæmi vestra! í 4. sæti varð lag Gunnars Þórðarsonar, Sóley, og lestina rak sigurvegarinn frá næstliðnu ári, Sverrir Stormsker, með lagið Þú leiddir mig í ljós. Eins og kunnugt er var keppn- in með öðru sniði en áður. Að- eins fimm lagahöfundar voru valdir til að taka þátt í henni og voru fyrri sigurvegarar, Magnús, Valgeir og Sverrir, sjálfkjörnir. Að auki var ákveðið að leita til Gunnars og Geirmundar, enda hafa þeir báðir ávallt átt lög í úrs- litum keppninnar. Þá var Bubba Morthens einnig boðin þátttaka en hann afþakkaði gott boð. Keppnin hefur því af gárungum verið kölluð „Keppni hinna stóru“ þannig að Valgeir telst sig- urvegari sigurvegaranna. Kann- ski að ísland hafni ofar en númer 16 nú þegar maður með reynslu er fulltrúi okkar. -þóm Hermann Gunnarsson óskar Valgeiri til hamingju þegar síðustu tölur voru lesnar upp. Valgeir Guðjónsson og Daníel Haraldsson blómum vafnir eftir að úrslit lágu fyrir. Myndir: Þóm. ÍSLAND ÚR NATÓ - HERINN BURT Baráttufundur í Háskóiabíó, þann 2. apríl 1989, kl. 14.00. Fundarstjóri Páll Bergþórsson. Páll Ingibjörg wm o Íl£i Peter Brynja gj Diddl Bubbi Bríet Bjartmar Dagskrá Ingibjörg Haraldsdóttir, formaöur miðnefndar SHA, setur fundinn. Ávarp flytur Peter Armitage mannfræðingur og talar um baráttu Inuitaindíána á Labrador gegn heræf- ingum NATÓ. Bubbi og Bjartmar flytja tónlist. Frumflutningur og eina sýning á leikritinu „Réttvísin gegn RÚV“ eftir JÚSTUS, undir stjórn Brynju Benediktsdóttur og Bríetar Héðinsdóttur. Sigurður Rúnar Jónsson (Diddi Fiðla) stjórnar fjöldasöng. Húsið opnar ki. 13.30 LANDSÖLUSAMNINGURINN 40 ÁRA Samtök herstöðvaandstæðinga

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.