Þjóðviljinn - 31.03.1989, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 31.03.1989, Blaðsíða 9
Mér er það fagnaðarefni að nú skuli vera búið að höggva á þann hnút sem skólastjóramálið við Ölduselsskóla hefur verið í. Ástandið í skólanum í vetur hefur ekki getað talist viðunandi, sagði Guðmundur Hjálmarsson, for- maður Foreldarfélags Öldusels- skóla, aðspurður um hvert væri álit hans á þeirri ákvörðun menntamálaráðherra að auglýsa að nýju stöðu Sjafnar Sigur- björnsdóttur sem sl. sumar var sett sem skólastjóri við skólann til eins árs af Birgi Ísleifí Gunnars- syni. Sú ákvörðun Svavars að fara að ósk kennara við skólann og auglýsa stöðuna, varð tilefni sér- stakrar samþykktar í Fræðsluráði Reykjavíkur í gærmorgun. í sam- þykktinni sem meirihluti ráðsins stóð að undir forystu Sjálfstæðis- manna, segir að ráðinu hafi ekki verið kunnugt um að ástandið í skólanum væri svo slæmt að það kallaði á að staðan yrði auglýst nú þegar. Meirihluti telur m.ö.o. að 17 af 38 fastráðnum kennurum skuli hafa lýst því yfir í bréfi til menntamálaráðuneytisins að þeir hætti störfum í vor ef staðan yrði ekki auglýst aftur. í bókun Þorbjarnar Brodda- sonar í Fræðsluráði í gær segir að nú þegar hefði mikill kennara- flótti verið frá skólanum. Hann benti einnig á að ráðið hefði rætt þá samskiptaörðugleika sem ver- ið hefðu í skólanum á ótal fund- um í vetur. Undir það tóku full- trúar kennara í ráðinu í sinni bókun. Snemma á þessu ári hélt Ragnar Júlíusson formaður Fræðsluráðs fundi með annars vegar kennurum og hins vegar með Sjöfn. Þessa funi kallaði hann sáttafundi. Ljóst er að þess- ir fundir báru ekki árangur og svo virðist sem formaður Fræðslu- ráðs hafi gleymt málinu, þar til honum barst bréf frá ráðuneytinu þar sem þessi ákvörðun var til- kynnt. Bókun Ragnars og félaga hans bendir til þess að þeir hafi lítið fylgst með ástandinu í skóla- num að undanförnu. - Þetta er ekki í fyrsta skipti sem stöður skólastjóra og kenn- ara sem settir eru, eru auglýstar. Það óvanalega er að það skuli gert að frumkvæði ráðuneytisins, en eftir að hafa lagt mikla vinnu í að kynna okkur málið þótti okk- ur ekki annað faglega rétt en að auglýsa stöðuna strax, sagði Sig- urður Helgason deildarstjóri grunnskóladeildar menntamála- ráðuneytisins. Hann sagði að ráðuneytið hefði fengið fjölda at- hugasemda frá kennurum, nem- endum og fóreldrum vegna sam- skiptaörðugleikanna í skólanum. - Mér var ekki stætt á öðru en að fallast á niðurstöður minna embættismanna, þeir hafa farið vandlega yfir þetta mál. Ég er ekki með þessu að leggja áfellis- dóm yfir persónunni eða kennar- anum Sjöfn Sigurbjörnsdóttir heldur einungis að gera það sem starfsmenn ráðneytisins töldu rétt, sagði Svavar Gestsson menntamálaráðherra. Hann sagði, þegar hann var spurður hvert væri álit hans á þeim um- mælum Davíðs Oddssonar að þessi ákvörðun hans væru pólit- ískar ofsóknir: „Margur heldur mig sig“. Svavar sagðist ekki skilja hvaða hag hann ætti að hafa af því pólitískt að auglýsa stöðu skólastjóra Ölduselsskóla að nýju. -«g Sjöfn Sigurbjörnsdóttir með pólitískum samherjum. Mynd - ÞÓM FÖSTUDAGSFRÉTITR Ölduselsskóli Foreldrar em ánægðir Guðmundur Hjálmarsson: Eina lausnin. Sigurður Helgason: Var ákveðið eftir umfangsmikla skoðun. Svavar Gestsson: Fór að ráðum embættismanna BSRB Ríkisstjómin hugsar smátt ÖgmundurJónasson, formaður BSRB: Kominn tími til aðfjármála- ráðherra dragi andann djúpt og öðlist smá raunveruleikasýn að sem cinkenndi þessa for- mannaráðstefnu var sam- staða gegn hugmyndum úr fjár- málaráðuneytinu eins og þær hafa birst síðustu daga. Við ák- váðum þö að gefa fjármálaráðu- neytinu tækifæri til að átta sig að er erfitt að taka ákvörðun um umsókn, sem hefur ekki borist, sagði Steingrímur J. Sig- fússon við Þjóðviljann í gær um leyfísveitingu fyrir orlofsflug Sterling-flugfélagsins til Kaup- mannahafnar. Hann sagðist bíða eftir skýrslu um málið. Ógmund- ur Jónasson formaður BSRB sagði í gær að hann tryði því ekki að samgönguráðherra gengi gegn vilja 90 þúsund félaga verkalýðs- hreyflngarinnar í þessu máli. Fordæmi eru fyrir leyfisveit- næstu dagana, en það er alveg Ijóst að þessar hugmyndir um eitt til tvö þúsund króna launahækk- anir verða aldrei samþykktar, sagði Ögmundur Jónasson, for- maður BSRB í samtali við Nýtt Helgarblað í gær. ingu til leiguflugs á áætlunar- leiðum, en samgönguráðherra segir að hér sé um það umfangs- mikið leiguflug að ræða, eða 8-10 ferðir, að ef slík leyfisveiting ætti að vera fordæmi yrði auðvelt fyrir leiguflugfélög að knésetja Flug- leiðir með leiguflugi á helsta annatímanum. Hins vegar játti ráðherra því að hugsanleg lausn yrði að veita leyfi á annan flugvöll í næsta nágrenni Kaupmanna- hafnar vegna sérstaks eðlis þessa máls. -ólg Sagði Ögmundur að ýmsar hugmyndir hefðu verið ræddar á formannaráðstefnunni, svo sem krónutölureglan og ákveðin lág- markslaun og væri greinilegt að þær hugmyndir ættu sér mikinn hljómgrunn innan samtakanna. Hins vegar hefðu hugmyndir fjár- málaráðuneytisins greinilega valdið því að annað hljóð væri komið í strokkinn hjá mörgum og ekki hefði ákvörðun fjármálaráð herra að greiða ekki BHMR fé- lögum sem boðað hafa verkfall full laun bætt ástandið. „Nú er kominn tími fyrir fjár- málaráðherra til að draga andann djúpt og öðlast smá raunveru- leikasýn. Það er greinilegt að þær yfirlýsingar sem komið hafa frá ríkisstjórninni um að það þurfi að jafna lífskjörin á íslandi eru ekk- ert nema orðin tóm. Orð og gerð- ir fara greinilega ekki saman. Það er skelfilegt til þess að vita hversu smátt ríkisstjómin hugsar fyrir hönd íslensks launafólks,“ sagði ögmundur Jónasson að lokum. phh Sterling Airways Úvíst um leyfi Kosningar Olafur Skúlason kjörinn biskup Séra Ólafur Skúiason prestur í Bústaðasókn og dómprófastur í Rcykjavík, mun taka við emb- ætti biskups yflr íslandi í sumar þegar séra Pétur Sigurgeirsson lætur af embætti. Ólafur hlaut meirihluta at- kvæða í fyrstu umferð biskups- kosninga en atkvæðin voru talin í dómsmálaráðuneytinu í gær- morgun. AUs greiddu 159 at- kvæði af 161 sem vom á kjörskrá. Ólafur hlaut 89 atkvæði eða um 56% atkvæða. Aðrir sem fengu greidd at- kvæði voru: Heimir Steinsson 31 atkvæði, Sigurður Sigurðsson 20, Jón Bjarman 11, Arni Bergur Sigurbjörnsson 2 og þeir Sigurð- ur Guðmundsson, Þórhallur Höskuldsson og Éinar Sigur- björnsson 1 atkvæði hver. Þrír at- kvæðaseðlar vom auðir. Séra Ólafur Skúlason nýkjörinn biskup. Föstudagur 31. mars 1989 NÝTT HELGARBLAÐ - SÍÐA 9

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.