Þjóðviljinn - 31.03.1989, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 31.03.1989, Blaðsíða 10
Síðumúla 6-108 Reykjavík - Sími 681333 Útgefandi: Útgáfufélag Þjóöviljans Ritstjórar: Árni Bergmann, Mörður Árnason, Silja Aðalsteinsdóttir Umsjónarmaður Nýs Helgarblaðs: Sigurður Á. Friðþjófsson Fréttastjóri: Lúðvík Geirsson Útlit: Þröstur Haraldsson Auglýsingastjóri: Olga Clausen Framkvæmdastjóri: Hallur Páll Jónsson Verð: 125 krónur Kosningar í Sovétríkjunum Á árum áður voru engar fréttir meiri andfréttir en þær sem bárust af kosningum í Sovétríkjunum. Þar var heldur ekki um kosningar að ræða heldur einskonar þegn- skyldu: menn áttu að fara á kjörstað og lýsa yfir blessun sinni á þeim manni sem forysta Kommúnistaflokksins hafði valið til að sitja í Æðsta ráði fyrir hvert kjördæmi. Þar með fengu frambjóðendur nær 100 prósent atkvæða. Eina tildragelsið fyrir þegnana var í því fólgið að, ráða- menn reyndu að hafa eitthvað meira af eftirsóttum varn- ingi í búðum á kjördag til að fólk sætti sig betur við kosningakvöðina. En nú ber nýrra við: það er kosið til nýs þjóðfulltrúaráðs eftir nýjum lögum, frambjóðendur tókust á, það fór fram raunveruleg kosningabarátta. Þau úrslit sem þegar eru fengin gefa að vísu nokkuð víðtækt svigrúm fyrir túlkun og ber þar margt til. Einkum þó það, að það hefur tekist mjög misjafnlega eftir borgum og héruðum að tryggja að fleiri en einn „opinber" frambjóðandi fengi að spreyta sig. í annan stað getur orðið erfitt að reikna út hve margir róttækir umbótasinnar hafa komist að m.a. vegna þess að allir segjast, hver með sínum hætti, vera að styðja perestrojkuna hans Gorbatsjovs. í þriðja lagi var nú kosið til fulltrúaþings sem á þriðja þúsund manns eiga sæti á - en það þing mun svo kjósa úr sínum hópi nýtt Æðsta ráð, sem verður þing sem starfar allt árið og mun annast obbann af löggjafarstarfinu - við vitum ekki enn hverjir komast í gegnum þá síu. En allt um það: það er Ijóst að mikil tíðindi hafa gerst í Sovétríkjnum. Fyrst og fremst vegna þess, að í allmörgum dæmum hafa þeir frambjóðendur fallið - fyrir umbótasinnum eða fyrir útstrikunum - sem íhaldssam- astir eru og tregastir til að gefa upp á bátinn valdaeinokun Kommúnistaflokksins. Nú er allmikið um það rætt, hvort slík niðurstaða sé líkleg til að bæta stöðu Gorbatsjovs sjálfs eða ekki og virðast flestir hallast að því að svo sé. Til dæmis sé hinn mikli sigur Borisar Jeltsins í Moskvu ( en Gorbatsjov átti sinn þátt í að koma honum úr starfi yfir- manns flokksins í höfuðborginni) ekki sem verstur fyrir forsetann sovéska. Nærvera svo öflugs „vinstriforingja" á þingi geti m.a. skapað Gorbatsjov aukið svigrúm í glímu hans við þá sem mest óttast breytingar. Hinn ráðandi flokkur landsins,. Kommúnistaflokkurinn, mun vafalaust reynast hafa yfirgnæfandi meirihluta þing- fulltrúa þegar upp er staðið. En það skiptir ekki höfuðmáli á þessum áfanga þróunarinnar heldur hitt: að hið nýja þing getur orðið vettvangur umræðu um pólitíska val- kosti, sem miklu öflugri verður en hið sovéska kerfi hefur hingað til boðið upp á. Meðal annars vegna þess að ágreiningur um framtíð og leiðir er uppi ekki síður innan Kommúnistaflokksins en utan hans. Menn spyrja svo í leiðinni að því, hvort þær kosningar sem haldnar voru í Sovétríkjunum á sunnudaginn var séu upphaf að eins- konar fjölflokkakerfi í landinu. Um það er of snemmt að spá. En taka mátti eftir því að ýmsir frambjóðenda höfðu uppi mjög róttækar kröfur í sinni kosningabaráttu, ekki bara um niðurskurð forréttinda, upplýsingaskyldu stjórnvalda, aðgerðir gegn mengun eða helmingsniður- skurð á útgjöldum til hermála. í viðtölum við suma þeirra (m.a. einn af nýjum þingmönnum Leníngradborgar) mátti heyra, að þeim finnist það eðlilegt framhald af málfrelsi einstaklingum til handa að samtök fái málfrelsi. Og þar með fylgi að nýjum pólitískum flokkum verði leyft að starfa í landinu. Framvinda mála í landinu á næstunni fer mjög eftir því hvernig helstu valdamenn landsins bregðast við slíkum hugmyndum, sem hingað til hefur verið vísað frá sem óraunhæfum. ÁB. 10 SIÐA - NÝTT HELGARBLAÐ * Föstudagur 31. mars 1989 Guörún Hólmgeirsdóttir og Gísli Sigurðsson í hlutverkum sínum í Ingveldi á Iðavöllum. Ingveldur á Iðavöllum Elsta núlifandi áhugaleikfélag í Reykjavík frumsýnir á laugar- dagskvöldið sitt sjötta verkefni, sjónleikinn Ingveldi á Iðavöllum á Galdraloftinu, Hafnarstræti 9. Höfundar eru þær Ingibjörg Hjartardóttir og Sigrún Óskars- dóttir en leikstjóri er Hanna Mar- ía Karlsdóttir. Leikritið fjallar um unga hús- freyju á stóru sveitaheimili um síðustu aldamót og það sem óhjá- kvæmilega gerist þegar forn ást- vinur hennar, nú víðfrægt Ijóð- skáld, snýr heim frá Kaupmanna- höfn til að endurnýja kunnings- skapinn við hana og leggja síma- línu þvert yfir landið en þvert gegn vilja bænda og þorra lands- manna. Leikritið er gríðarlega við- burðaríkt og sýningin mann- mörg, hlutverk eru á þriðja tug. Miða má panta í síma 24650. FLÖSKUSKEYTI Aðgangseyrir að renissans- borgum Borgaryfirvöld í þeirri frægu og fjölsóttu renissansborg Flórens tilkynntu í fyrradag að frá og með 10. n.m. yrði aðkomumönnum gert að greiða um 260 krónur í hvert sinn er þeir færu á bílum inn í gamla borgarkjarnann, sem að miklu leyti erfrá miðöldum. Eru götur þar því þröngar. Nú hafa ráðamenn annarrarfjölsóttrar borgar ítalskrar, Mílanó, til athug- unar að gera samskonar ráðstöf- un. Þegar árið 1987 var bannað í Mílanó að aka bíluminnígömlu miðborgina að degi til, en tilskip- unin um aðgangseyrinn kemur líklega til með að ná til stærra svæðis, ef borgarstjórn tekur þann kost. Hér er í báðum borg- um um að ræða ráðstafanirtil að draga úr loftmengun, sem verður gífurleg í þröngum miðaldagötu- num er heitt og kyrrt er í veðri og bílaumferð mikil. Reuter/-dþ. Kókaínfylltur fiskur Spænska lögreglan tilkynnti í gær að hún hefði fundið vöru- sendingu af fiski, fylltum með kókaíni að virði um 100 milj. kr. Var hér um að ræða fisktegund í ætt við aborra, en sem lifir í sjó. Lögreglan hefur handtekið sjö menn, einn Spánverja, einn Kú- bana og fimm Bandaríkjamenn kúbanskrarættar, semgrunaðir eru um að hafa ætlað að smygla kókaíni inn á Spán á þennan hátt. Reuter/-dþ. UR MYNDASAFNINU Herstöðvaandstæðingar fyrir 20 árum í gær voru liðin 40 árfrá inngöngu íslands í NATOog átökunum á Austurvelli. Þessa viðburðar hefur verið minnst með menningardögum sem hófust 22. mars og lauk í gær með nafnakalli á Austurvelli. Á sunnudag verður svo baráttufundur í Háskólabíói þar sem boðið verður upp á fjölbreytta dagskrá. Peter Armitage, mannfræðingur frá Kanada flytur ávarp, Bubbi og Bjartmar .taka lagið og frumflutt verður nýtt leikrit, Réttlætið gegn RUV eftir justus í leikstjórn Brynju Benediktsdóttur. Fyrir 20 árum, 30. mars 1969, minntust Herstöðvaandstæðingar þess að tuttugu ár voru liðin frá inngöngunni í NATO með samkomu í Háskólabíói. Háskólabíó var troðfullt og að fundi loknum var haldið á Austurvöll. Myndin úr myndasafninu er frá göngunni úr Háskólabíói niður á Austurvöll þar sem nokkur þúsund manns héldu stuttan fund. Síðan var haldið áfram og endað við bandaríska sendiráðið. Á myndinni má m.a. þekkja Hauk Einarsson, Magnús heitinn Kjartansson, Magnús Sæmundsson, Guðmund Hallvarðsson, Harald Blöndal, Gylfa Gunnlaugsson, Gunnar H. Gunnarsson og Sigríði Stefáns- dóttur.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.