Þjóðviljinn - 31.03.1989, Blaðsíða 17

Þjóðviljinn - 31.03.1989, Blaðsíða 17
Þáttaskil á ítalska vinstri vængnum Átjánda flokksþing ítalska kommúnistaflokksins segir skilið við flokksleiðtogann Ochetto en gagnkvæm tortryggni torveldar samvinnu „kommúnista“ og sósíalista í dymbilvikunni hélt ítalski kommúnistgflokkurinn (PCI) átjánda flokksþing sitt í Róm. Þingið markar viss þáttaskil í sögu flokksins, og þar með einnig í sögu evrópskrar vinstri-hreyfingar. Þessi þáttaskil felast fyrst og fremst í því að flokknum virðist nú hafa orðið verulega ágengt í að treysta eigin sjálfsímynd eftir þá kreppu sem gengið hefur yfir vinstrihreyfinguna almenntog kommúnistaflokk- ana í álfunni sérstaklega. Styrkt sjálfsímynd Þversögnin við lausn þessarar tilvistarkreppu er fólgin í því að flokkurinn hefur nú afskrifað þá „sérstöðu" sem var grundvöllur sjálfsímyndar flokksins á dögum Berlinguers. Hugmyndaarfur Berlinguers um „Evrópukommúnisma" og „þriðju leiðina“ til sósíalismans, sem andsvar við hugmyndafræði sósíaldemókrata, virðist nú hafa runnið út í sandinn, og í stað þess að leggja áherslu á sérstöðu sína meðal annarra stjórnmálaflokka leggja ítalskir kommúnistar nú áherslu á hlutverk sitt sem virkur og skapandi þátttakandi í evrópskri vinstri-hreyfingu. Þannig hafa þeir nú lengi unnið að inngöngu flokksins í Alþjóða- samband jafnaðarmanna og flokkasamstarf jafnaðarmanna- flokka á Evrópuþinginu í Strass- bourg. Og í innanríkismálum þýðir þetta að stefnt er að vinstri valkosti við kristilega demó- krataflokkinn með stjórnarsam- starfi við sósíalistaflokkinn (PSI). Lýðræðislega miðstjórnar- valdið kvatt Á flokksþinginu komu þessi þáttaskil fram með beinum og óbeinum hætti. Þannig sam- þykkti flokksþingið skipulags- breytingar, þar sem meðal annars var sagt skilið við hið „lýðræðis- lega miðstjórnarvald“, en það voru síðustu ieyfarnar frá þriðja alþjóðasambandi kommúnista- flokka í innra starfi flokksins og miðaði fyrst og fremst að því að stefnumótun ætti að vera einhliða að ofan og að gagnrýni á foryst- una væru svik. Lýðræðislega miðstjórnarvaldið hafði ekki verið virkt í flokknum síðustu árin, en þarna var það formlega afgreitt sem eitthvað er heyrði sögunni til. Umbætur í stað byltingar Þau þáttaskil, sem mestu máli skipta, koma þó trúlega fram í samþykktum flokksþingsins, þar sem gengið er út frá því sem gefnu að kapítalisminn sé kom- inn til að vera. Hlutverk PCI er þá ekki lengur að kollvarpa kap- ítalismanum sem slíkum, heldur að vera vakandi í gagnrýni sinni á misfellur hans í því skyni að leiða hann til betri vegar. Þannig er flokkurinn kominn á sama grund- völl og aðrir umbótaflokkar, og þar með er ekki lengur hægt að afskrifa flokkinn í pólitísku sam- starfi á þeim forsendum að hann tali ekki sama tungumál og aðrir flokkar. Þar með hefur flokkur- inn líka skorið á öll hugsanleg tengsl sín við hina sögulegu arf- leifð Þriðja alþjóðasambandsins og það skipbrot sem kommún- istaflokkar heimsins eru nú að ganga í gegnum. Eining um leiðtogann Þáttaskilin á flokksþinginu voru ekki bara hugmyndafræði- leg. Sá ágreiningur og þær deilur sem uppi hafa verið á milli vinstri armsins (undirforystu Pietro Ing- rao), umbótasinnanna (undir for- ystu Giorgio Napoletano) og gömlu bresnévistanna (undir for- ystu Armando Cossutta) virtust hafa gufað upp í algjörri einingu um flokksformanninn sem ko- sinn var í fyrsta skipti með leyni- legri kosningu og þorra atkvæða á flokksþinginu, sem skipað var 1042 þingfulltrúum. Auk þess hafa orðið kynslóðaskipti í flokknum, þar sem fjölmargir menn og konur um fertugt hafa komist í áhrifastöður, sem áður voru setnar af mönnum sem áttu sér rætur í gamalli fortíð flokks- ins. Achille Ochetto, sem hefur verið talinn miðjumaður og stóð á sínum tíma nærri Berlinguer hefur þótt sýna verulega leið- togahæfileika við að skapa ein- ingu um þær breytingar sem flokkurinn hefur nú gengið í gegnum með endurnýjun á hug- myndafræði og forystuliði flokks- ins. Umhverfisvernd og lýðræði í stefnuyfirlýsingu flokksþings- ins er lögð áhersla á að um leið og kapítalisminn hafi sýnt yfirburði yfir „sósíalisma“ kommúnistar- íkjanna hvað varðar verðmæta- sköpun og þróun lýðræðis, þá séu þau vandamál sem kapítalisminn hefur skapað með tæknibylting- unni geigvænleg og varði bæði lýðræðið í víðari skilningi og ekki síður umhverfi mannsins. Þannig er lögð megináhersla á að tengja flokkinn sterkum böndum við grasrótarhreyfingu umhverfi- sverndarmanna og kvenréttinda. Þannig sagði Ochetto í ræðu sinni að sníða yrði efnahagsstefnuna að markmiðum umhverfisvern- dar og að hagsmunir stéttabar- áttu og umhverfisverndar yrðu að fara saman, að öðrum kosti myndu báðir aðilar bíða ósigur. Jafnframt var samþykkt að konur yrðu að skipa 30% af öllum ábyrgðarstöðum innan flokksins og að stefnt skyldi að því að þetta hlutfall yrði 50%. Afstaöan til EB og PSI Annar afgerandi þáttur í stefnu flokksins varðar afstöðuna til Evrópubandalagsins annars veg- ar og til ítalska sósíalistaflokksins hins vegar. ítalski kommúnista- flokkurinn hefur um alllangt skeið verið sá flokkur á Ítalíu, sem hefur lagt hvað þyngsta áherslu á nauðsyn þess að hraðað verði sameiningu Evrópuríkja V/A/S7RI l/ALKOSTO'íns/N Ll Deilur Achille Ochetto og Bettino Craxi séöar með augum leikarans Forattini innan EB. Bæði í þeim tilgangi að efla samkeppnisstöðu Evrópur- íkjanna efnahagslega, en ekki síst í því skyni að gera Evrópu að pól- itísku mótvægi við stórveldin á vettvangi friðargæslu og afvopn- unar og einnig í vestrænu sam- starfi innan NATO. ítalskir kommúnistar hafa einnig bent á að umhverfisvandamálin, sem eru orðin ein brýnustu vandamál álfunnar, verða ekki leyst nema innan slíks samstarfs. Hvað varðar afstöðuna til ítalska sósíalistaflokksins, þá hef- ur hún verið nokkuð tvíbent til þessa: „hægri-armurinn“ hefur lagt áherslu á samstarf vinstri- flokkanna, en miðjumennirnir sögðu gjarnan að PCI væri reyðu- búið til samstarfs við kaþólikka jafnt og sósíalista, það færi eftir málefnunum. Nú hefur flokkur- inn tekið ákveðnari afstöðu í þessu máli: framtíðarmarkmiðið er vinstri-valkostur við kristilega flokkinn, þ.e.a.s. samstarf við sósíalistaflokk Bettino Craxi. Þessi stefnubreyting gerist sam- fara því að De Mita, fulltrúi „frjálslyndari armsins" innan Kristilega flokksins, varð að víkja úr leiðtogasæti fyrir Arn- aldo Forlani, fulltrúa „miðju- manna“. Erfið sambúð við PSI En áherslan á vinstri- valkostinn þýddi ekki að sneitt væri hjá allri gagnrýni á Sósíal- istaflokkinn. Þvert á móti, þá voru uppi á þinginu háværar gagnrýnisraddir á forystu Bettino Craxi. Og fulltrúar PSI sem sátu þingið sem áheyrnarfulltrúar svöruðu fullum hálsi og sögðu flokkinn ekki enn hafa læknast af því hrokafulla sjálfdæmi sem sett hefði flokkinú skör ofar öðrum flokkum á vinstri væng ítalskra stjórnmála. Sannleikurinn er hins vegar sá að báðir flokkarnir keppa um hylli sömu kjósend- anna og geta illa unnt hvor öðrum sannmælis. Þetta á þó enn frekar við um sósíalistana ef eitthvað er, eins og berlega kom í ljós 10 dögum fyrir flokksþingið, þegar til alvarlegs ágreinings kom á milli leiðtoga flokkanna. Leiðtogi í sviðsljósinu Achille Ochetto hafði þá átt í umfangsmiklum samskiptum á alþjóðavettvangi: fyrst hafði hann þingað með foringjum vest- urþýskra jafnaðarmanna, Willy Brandt og Hans Jochim Vogel. Þaðan fór hann til Moskvu og heimsótti Gorbatsjov, þar sem hann flutti m.a. boð vesturþýskra jafnaðarmanna um áhuga þeirra á alþjóðlegri ráðstefnu um sam- skipti norðurs og suðurs með þátttöku beggja stórveldanna. t millitíðinni hafði Ochetto einnig átt virkan þátt í því ásamt með Francois Mitterrand Frakklands- forseta að undirbúa ráðstefnu evrópskra vinstri-flokka um um- hverfismál. Um borð í flugvél á leið frá Moskvu spurði blaðamaður einn Ochetto hver væri helsta hindr- unin í vegi fyrir því að PCI gengi í Alþjóðasamband Jafnaðar- manna. Þá missti Ochetto það út úr sér að það væri ekkert launungarmál að meginhindrun- in væri Craxi. Bettino Craxi not- aði þessa pillu flokksleiðtoga PCI síðan sem átyllu til þess að aflýsa með stuttum fyrirvara mikilvæg- um fundi, sem fyrirhugaður var í Bruxelles fáeinum dögum fyrir flokksþingið. Þessi fundur, sem hafði verið í undirbúningi í 8 mánuði, átti að vera á milli leið- toga jafnaðarmannaflokka EB, og umræðuefnið átti einmitt að vera innganga PCI í formlegt samstarf þessara flokka á Evrópuþinginu í Strassbourg. Fundurinn gat ekki orðið án þátt- töku PSI. Einn fréttaskýrandi orðaði það þannig að þar með hefði hornsteininum að hinu „sameiginlega húsi“ ítalskra sós- íalista og kommúnista verið kippt í burtu: slíkt samstarf á alþjóða- vettvangi væri forsenda fyrir hugsanlegu samstarfi flokkanna innanlands. Afbrýðisemi Craxi Gagnrýnendur PSI hafa síðan bent á að Craxi gæti ekki þolað að flokksleiðtogi PCI sé í sviðsljós- inu á alþjóðavettvangi eins og raun ber vitni, og það hafi í raun verið þessi afbrýðisemi sem kom honum til að kippa í spottana. Og það virðist ekki síður fara í taugarnar á Craxi að nú stendur fyrir dyrum heimsókn Ochetto til Washington, þar sem hann mun hitta Bush forseta að máli. Gagnrýnendur PSI á flokks- þinginu bentu á að nú hefði PSI verið 10 ár í fimmflokkastjóm með kristilegum demókrötum með þeim árangri að valdastaða kristilega flokksins væri óðum að styrkjast án þess að nauðsynlegar umbætur hefðu verið gerðar á ít- ölsku þjóðfélagi. Tvöfeldni sós- íalista væri augljós, því með því að starfa stöðugt með kristilegum en nota möguleikann á vinstri- valkosti sem vönd væru þeir að byggja á pólitík sem hefði ekki grundvöll nema í samstarfi við kristilega. Þannig stendur þvergirðings- háttur vinstra samstarfi fyrir þrifum á Ítalíu: PCI vill vinstra- samstarf í orði en vill ekki láta af sjálfstæði sínu og forystuhlut- verki. PSl starfar með kristi- legum, segir vinstri-valkost mögulegan í orði, en þá aðeins undir forystu sósíalista og þá að- eins að þeir geti séð fram á hreinan þingmeirihluta í samein- ingu. Tímamót Fréttaskýrendur eru yfirleitt sammála um að 18. flokksþingið marki tímamót. PCI hafi sýnt það með áþreifanlegum hætti að flokkurinn er fær um að bregðast við nýjum raunveruleika. En veikleika flokksins var kannski best lýst í ræðu eins fulltrúa um- bótasinnanna í flokknum sem sagði á þinginu: Flokknum er ekki nóg að benda á vandamálin og segja: unga fólkið, konurnar, Suður-Ítalía, umhverfismál. Það er of mikið og of lítið í senn. Við þurfum líka að spyrja: hvernig?, með hverjum?, á hvaða efna- hagsforsendum?, með hvers kon- ar umbótum? Það er væntanlega með svörum við slíkum spurning- um sem PCI mun sanna hlutverk sitt og stöðu sem næst stærsti stjórnmálaflokkurinn á Ítalíu og sem hugmyndaríkt forystuafl í evrópskri vinstrihreyfingu á næstu mánuðum og árum. -ólg. Heimildir: La Repubblica, Corriere della sera, LÉspresso og Panorama AUGLÝSING UMINNLAUSNARVERÐ VERÐJRYGGÐRA SPARISKIRTEINA RIKISSJOEJS FLOKKUR INNLAUSNARTÍMABIL INNLAUSNARVERÐ* ÁKR. 100,00 1980-1. fl. 15.04.89-15.04.90 kr. 2.097,81 *lnnlausnarverð er höfuðstóll, vextir, vaxtavextir og verðbót. Innlausn spariskírteina ríkissjóðs fer fram í afgreiðslu Seðlabanka íslands, Kalkofnsvegi 1, og liggja þarjafnframtframmi nánari upplýsingar um skírteinin. Reykjavík, mars 1989 SEÐLABANKIÍSLANDS Borgarstjórar gegn vímuefhum Borgarstjórar frá Bandaríkjunum, S- Ameríku og Evrópu leggja til að fjármunum sem sparast vegna afvopnunar sévariðíbaráttuna gegn vímuefnum Fyrr í þessum mánuði hitt- ust þrjátíu borgarstjórar frá Bandaríkjunum, Suður- Ameríku og Evrópu á alþjóð- legum borgarstjórafundi gegn vímuefnum sem haldinn var í New York. Á fundinum sam- þykktu borgarstjórarnir álykt- un þar sem þess var krafist að þeim fjármunum sem sparast vegna afvopnunar í heiminum verði varið til baráttunnar gegn vímuefnum. Meðal þess sem borgarstjór- arnir leggja til að gert verði er að bjóða þeim sem rækta kók- plöntuna önnur verkefni sem gefi meira í aðra hönd. Þá lögðu þeir til að haldin yrði ráðstefna helstu ráðamanna heimsins þar sem mótuð yrði pól- itísk stefna í baráttunni gegn vím- uefnum. Jafnframt hvöttu þeir til þess að öll ólögleg vopnasala til þeirra sem eru tengdir vímuefn- um á einn eða annan hátt verði stöðvuð. George Bush, forseti Banda- ríkjanna mætti á fundinn til þess að sýna stuðning sinn við barátt- una gegn vímuefnum. Hann fékk hinsvegar fremur kaldar viðtökur þvf Edward Koch, borgarstjóri New York gagnrýndi harðlega stefnu forsetans í þessum málum og sagði m.a. að allt sem Bush hefði að segja um vímuefnavand- amálið væru innantóm orð á meðan hann sýnir það ekki í verki að honum sé alvara með því að hækka stórlega framlög til barátt- unnar gegn þessum vágesti. Samkvæmt fjárlögum síðasta árs átti að verja 2,9 miljörðum dollara, eða rúmum 153 miljörð- um íslenskra króna, í Bandaríkj- unum, í baráttuna gegn vímuefn- um. Hinsvegar var einungis varið 1,9 miljörðum dollara, eða rúm- um 100 miljörðum íslenskra króna í þetta. Koch lagði til að lagt yrði gjald á tóbak og áfengi sem fær beint í það að auka meðferðarmögu- leika fyrir vímuefnasjúklinga. Þá lagði hann til að samþykkt yrðu á þingi lög sem heimiluðu yfirvöld- um eignaupptöku hjá þeim sem stunda vímuefnasölu og innflutn- ing- -Sáf/Ny Tid « 16 SÍÐA - NÝTT HELGARBLAÐ Föstudagur 31. mars 1989 Borgarstjórarnir vilja stöðva vopnasölu til vímusala. Föstudagur 31. mars 1989 NÝTT HELGARBLAÐ - SÍÐA 17 GREIÐSLU- ERFIÐLEIKAR HÚSBYGGJENDA OG ÍBÚÐARKAUPENDA Margir þeirra, sem byggt hafa íbúðarhúsnæði eða keypt á síðustu árum, þekkja hvað það er að lenda í greiðsluerfið- leikum; að eiga ekki fyrir af- borgunum lána og þurfa að taka lán til að greiða af eldri lánum. HELSTU ÁSTÆÐUR Ástæður greiðsluerfiðleik- anna hafa verið margvíslegar. Sumir gátu ekki séð vandann fyrir. Áætlanir þeirra brugðust vegna aðstæðna sem þeir réðu ekki við. Allt of margir hefðu hins vegar getað séð erfiðleika sina fyrir. Stór hópur hefur lent í greiðsluerfiðleikum vegna byggingar eða kaupa sem ákveðin voru áður en þeir fengu svar við umsókn sinni um lán frá Húsnæðisstofnun. Þetta heitir að byrja á öfugum enda. Það er frumskilyrði, að þeir sem þurfa lán hjá stofnun- inni, taki ekki ákvaröanir um byggingu eða kaup fyrr en þeir hafa fengið senda tilkynningu um afgreiðslutíma láns (,,lánsloforð“). LIFAÐ UM EFNIFRAM Margir hafa einnig lent í greiðsluerfiðleikum vegna þess að þeir byggðu eða keyptu allt of stórt eða dýrt húsnæði. Sumir virðast halda að málin bjargist af sjálfu sér. Sú er sjaldnast raunin, því miður. Það er liðin tíð að það borgi sig að skulda. Láttu það ekki henda þig, að eyða mörgum árum ævi þinnar í erfiðleika og áhyggjur af íbúð- arkaupum eða byggingu sem þú ræður engan veginn við. FÓLK HEFUR MISST ALEIGU SÍNA VEGNA ÞESS AÐ ÓSKHYGGJAN EIN FÉKK AÐ RÁÐA. ÞAÐ ER EKKI EFTIR- SÓKNARVERT. RÁÐGIAEÁSTOÐ TimmSSlÐFNUNAR l

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.