Þjóðviljinn - 31.03.1989, Blaðsíða 21

Þjóðviljinn - 31.03.1989, Blaðsíða 21
ræna húsinu fimmtudaginn 20. apríl þegar afhent verða verðlaun í samkeppni um listaverk undir heitinu list og gagnrýni. Föstu- dagsmorguninn hefst svo sjálft málþingið með þrem fyrirlestrum um myndlist. Þann dag eftir há- degi verða fjórir fyrirlestrar um leiklist, á laugardaginn verður talað um bókmenntir og kvik- myndir, og sérstakur fyrirlesari talar um siðfræði dagblaða. Á sunnudaginn verður svo talað um tónlist, óperu og ballett. Margir spennandi fyrirlesarar eru væntanlegir til landsins af þessu tilefni. Meðal þeirra má telja dönsku gagnrýnendurna Henrik Lundgren og Torben Broström, norska rithöfundinn Edvard Hoem og norska bók- menntafræðinginn Atle Kittang, sænska kvikmyndastjórann Jörn Donner og sænska leikritaskáldið Per Olov Enquist sem kemur með heila leiksýningu í fartesk- inu. Það er sýning leikhússins í Álaborg á „I morfars hus“ sem Stefán Baldursson leikstýrir. Það er rétt að benda áhugamönnum á að leikritið verður sýnt á litla sviði Þjóðleikhússins svo að miðafjöldi verður takmarkaður. Aldrei hefur verið haldið jafnveglegt þing hér á landi um þetta efni, en minna má á bók- menntahátíðirnar sem haldnar hafa verið á vegum Norræna hússins og Rithöfundasambands- ins og hafa tekist frábærlega. Norræni menningarsjóðurinn styrkir málþingið en helstu að- standendur þess og hvatamenn eru Lisa von Schmalensee lektor í dönsku við Háskólann og Lars- Áke Engblom forstjóri Norræna hússins. Nánar verður sagt frá málþinginu í blaðinu þegar nær því dregur. Myndlist Júlíönu að Ijúka Sýningu Listasafns íslands á landslagsverkum Júlíönu Sveinsdóttur lýkur á sunnudag- inn. Leiðsögn í fylgd sérfræðings verður um sýninguna þann dag kl.15.00. Aðrar sýningar á safninu eru á verkum Jóhannesar S. Kjarvals, Jóns Stefánssonar og Gunnlaugs Ó. Schevings, auk þess sem ný aðföng eru til sýnis. Listasafnið er opið 11-17 nema mánudaga. Sinfónían Pétur og úlfurinn Sinfóníuhljómsveitin heldur fjölskyldutónleika á laugardag- inn kl. 15.00. Á efnisskránni eru þrjú skemmtileg tónverk fyrir böm og vini þeirra: Hljómsveitin kynnir sig eftir Britten, bama- Norræna húsið Síðasti víkinga- fyrirlesturinn Anthony Faulkes, prófessor við háskólann í Birmingham, heldur fyrirlestur í Norræna hús- inu á sunnudaginn kl. 17.00 sem hann kallar „The Viking Mind“ - og fjallar þar líklega um það sem þessum mönnum bjó hjarta nær. Víkingasýningunni lýkur þennan sama dag, en hún hefur staðið frá því í janúar og verið geysivel sótt. Listir Málþing um listir og gagnrýni Dagana 20. til 24. aprfl næstkomandi verður haldið mál- þing um listir og listgagnrýni í Norræna húsinu í Reykjavík. Mörgum góðum gestum verður boðið til þingsins, bæði erlendum og innlendum, og öllum er heim- ill aðgangur að fyrirlestmm og pallborðsumræðum meðan hús- rúm leyfir. Þingið hefst með athöfn í Nor- Réttvísjn gegn RÚV Brynj a Benediktsdóttir leikstýrir verki er fjallar um Tangenmálið sem sýnt verður í eitt skipti sunnudaginn 2. apríl íslenskra ráðamanna og banda- rískra sendimanna á fyrstu árun- um eftir stríð en endaði í herferð á hendur fréttamönnum RÚV.“ „Hvernig er þetta fœrt yfir í leikbúning?" Það eru sett á svið réttarhöld, sem að vísu fóru aldrei fram en eru þó rökrétt framhald af þeim rannsóknum sem útvarpsráð, siðanefnd blaðamannafélagsins, alþingi og menntamálaráðuneyti létu fara fram á starfsháttum fréttastofu RÚV í þessu máli. Helstu persónur koma fram undir sínum réttu nöfnum. Allt það sem lagt er í munn nafnkunnra manna í leiknum er tekið upp orðrétt, eftir því sem viðkomandi hefur rætt eða ritað á opinberum vettvangi. Lýsingar á íslenskum stjórnmálamönnum og samtöl bandarískra diplomata eru fengin að láni úr bandarísk- um leyniskjölum. Einnig er ör- fáum skjölum úr Þjóðskjalasafn- inu fléttað inní þráðinn. „Hver er svo JÚSTUS?" , Höfundurinn kallar sig JÚST- US en bakvið það nafn eru nokkrir sérfræðingar og skáld. „Persónur og leikendur, hverjir eru það?“ Leikendurnir eru nokkrar af helstu atvinnuleikkonum þjóðar- innar. Verkið er leiklesið. Persónur þessa leikrits eru ýmsir nafntogaðir menn, en ég tek þá ákvörðun að láta atvinnu- leikkonur flytja þessa texta sem farið er með. Textarnir hafa birst áður og oft bæði í fjölmiðlum og blöðum. Þess vegna reyni ég að baða þá nýju Ijósi, fá þá til að hljóma upp á nýtt með því að láta konur leika karla. Með þessari aðferð er von til þess að fólk hlusti betur, að inntak textans verði beittara. „Hver er aðdragandinn? “ JÚSTUS hefur setið lengi að verki, en aðdragandi leiklistar- fólksins er næstum enginn. Við æfum af kappi í alla nótt. Snilldarauga Rósbergs Snæ- dals vakir yfir okkur vegna bún- inganna og Sigurður Rúnar ljær okkur eyra og magnar hljóminn. „Brynja og eiginmaður hentiar Erlingur Gíslason búa við Lauf- ásveginn gegnt bandaríska sendi- ráðinu. Nú eruð þið herstöðva- andstæðingarnir andbýlingar am- eríska sendiráðsins hefur það ekki pirrað ykkur?" Nei, nei þvert á móti. Amerík- anar eru frægir fyrir það hvað þeir eru góðir nágrannar, það er eitthvað annað en við, þessir ís- lensku durtar sem segjum varla góðan daginn þó við höfum búið í sama stigagangi í tíu ár. Það er mesti misskilningur að það sé eitthvert tabú að ræða við sendiráðsfólkið um hersetu. Herstöðvaandstæðingar mæta vissulega skilningi hjá öllum þeim bandarísku sendiherrum sem við höfum kynnst, því enginn þeirra hefði viljað hafa erlenda herstöð í Bandaríkjunum. eb NÝTT HELGARBLAÐ - SÍÐA 21 Þaö hef ur varla fariö fram hjáfólki að Samtök her- stöðvaandstæðinga hafa haldið uppi merkjum í barátt- unni með ýmsu móti upp á síðkastið. Menningardögunum lýkur með baráttusamkomu Sam- taka herstöðvaandstæðinga í Háskólabíói 2. apríl n.k. kl.14.00 og verður þarfrum- flutt leikverkið „Réttvísin gegn RÚ V“ og er það jafnframt eina sýningin. Höfundur leikritsins dylst undir skáldanafninu JÚST- US. Brynja Benedikdsdóttir leikstýrir. „Um hvað fjallar verkið Brynja?" Leikritið fjallar um Tangen- málið og eins og segir í fréttatil- kynningu frá höfundinum JÚST- USI „ Tangenmálið geisaði í fjöl- miðlum og almennri póltískri umræðu hér á landi veturinn 1987-88. Málið hófst með fréttum um bandarísk leyniskjöl og tengsl Brynja Benediktsdóttir býr gegnt ameríska sendiráðinu, og segir hún það ekkert feimnismál að ræða hersetu við íbúana. Mynd: Jim Smart. leikir eftir Bizet og loks Pétur og úlfurinn eftir Sergei Prokofiev. Sögumaður þar verður Þórhallur Sigurðsson og hljómsveitarstjóri er Anthony Hose. Myndlist Næfuristar og nútímalist Aðalsteinn Ingólfsson listfræð- ingur flytur fyrirlestur um tengsl- in milli hinnar bernsku sýnar í verkum næfurista (naivista) og nútímalistar í Hafnarborg, menningar- og listastofnun Hafn- arfjarðar á mánudagskvöldið 3. apríl kl. 20.30.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.