Þjóðviljinn - 31.03.1989, Blaðsíða 22

Þjóðviljinn - 31.03.1989, Blaðsíða 22
túr. Gretar Reynisson: Án titils, olía á striga 150x273 sm 1988. Að mála djöfufinn á vegginn Gretar Reynisson: málverk og teikn- ingar í Gallerí Nýhöfn 18./3.-S./4. Sölveig Aðalsteinsdóttir: Stakir skúlptúrar og nokkrar myndir í Ný- listasafninu 18./3.-2./4. Eitthvað það athyglisverðasta sem ég hef lesið um myndlist á íslensku er að finna í Ferðabók Tómasar Sæmundssonar, sem hann skráði norður í Garði í Að- aldal veturinn 1834-35 eftir tveggja ára ferðalag sitt um Evr- ópu. Ekki eingöngu fyrir kostu- lega málsnilld höfundarins, held- ur fyrst og fremst fyrir þær merki- legu vangaveltur, sem þar er að finna um forsendur myndlistar- innar og tengsl hennar við hlut- veruleikann annars vegar og ímyndunarafl mannsins hins veg- ar. Því þar hugsar Tómas skýrar en margir þeir sem fást við að skrifa um myndlist í dag. f fyrsta lagi ræðir Tómas tengsl myndlistarinnar við fegurðina og sannleikann. Hann segir að lista- maðurinn, sem hann kallar snill- inginn, leitist við að leiða fram hugmyndina um hið fallega „undir líkamligri mynd, svo manninum verði rétt sem áþreifanligt". Síðan segir hann: „Einhvör náttúrlig óafvitandi til- finning kenndi mönnum skyldug- leik hins sýnilega og ósýnilega- ...Allar hinar hærri hugsjónir, en sér í lagi hinar hæstu, trúarbrögð- in, þessi ósýnilega tilhneiging sem knýr manninn til að leita hins ósýnilega, hefir hjá öllum þjóð- um hlotið að ífærast líkamligum sýnilegum meðölum til þess manni gjörist þar um ímyndanin hægari, sem yfir höfuð veitir örð- ugt að vera lengi á flugi. Þannig er öll skurðgoðadýrkun skeð, þegar menn hættu loks að að- skilja myndina frá hlutnum. Djöfulinn létu menn sér nl. ekki nægjast með í þankanum að vita sem höfund alls hins illa, heldur urðu menn að festa þennan þanka við einhvörja sýnilega mynd; ímyndunin bjó því til hendur, dró upp hin ótrúligustu skrímsli er hvörgi var að finna í náttúrunni, til að gjöra hlutinn því afskræmiligri og til að geta enn betur speglað sig í hönum.“ Síðan kemur Tómas með þessa athyglisverðu sönnun á sann- leiksgildi og notagildi listarinnar: „Kirkjusagan hefir dæmi upp á meðal hálfsiðaðra þjóða að þær með engum fortölum létu fá sig til að taka við trúnni, en þegar fyrir þeim var uppmálað helvíti og hinn síðasti dagur féllst þeim all- ur ketill í eld og vildu gjarnan hafa siðaskipti. Þar af má sjá nauðsyn snilldarinnar fyrir mannliga skynsemi, hér af má líta hennar miklu verkanir í mann- legu lífi.“ Tómas telur semsagt að áhrifa- máttur listarinnar til þess að breyta viðhorfum okkar sé sönn- un fyrir sannleiks- og notagildi hennar. Síðar segir Tómas enn fremur um tengsl „snilldarinnar“ við sannleikann: „Þó hugsjónarlig fegurð sé það er snilldin með flugi ímyndunar- aflsins leitist við að skapa og leiða fyrir sjónir, þá vanrækir hún aldrei sannleikann, en sannleiki hennar er með margvíslegu móti. ÓLAFUR GÍSLASON Haldi maður snilldin ljúgi, kemur það til af því að menn ekki hafa rétt athugað hvað sannleiki er í hvörjum hlut. Diktuð frásaga getur innihaldið eins mikinn sannleika eins og hin, sem með yfirborðinu er afmálunin sannkölluð, en hún getur líka verið lygi ef það sem diktað er stríðir á móti hlutanna gangi og náttúrunnar eðli.“ Hérerfjall- að um þau vandamál, sem allt of oft eru látin afskipt í umfjöllun um myndlist okkar tíma: tengsl myndlistarinnar og sannleikans, tengsl fegurðar og sannleika, og notagildi myndlistarinnar til sefj- unar og áróðurs. í stað þess að taka mið af þessum grundvallar- forsendum listarinnar hafa þeir sem um myndlist fjalla gjarnan hneigst til að leita persónulegra skýringa á fyrirbærinu, þar sem allur mælikvarði verður afstæður og engin viðmiðun haldbær. Hér í Reykjavík og nágrenni hefur að undanförnu verið mikið um sýningar og hefur ekki skort á fjölbreytnina: myndlistin leitar í allar áttir í leit að einhverjum haldbærum sannleika. Sú spurn- ing sem snýr að áhorfandanum og gagnrýnandanum er ekki auðveld: hver er mælikvarði þess sannleika sem þarna er fram sett- ur? Eða er hér um helbera lygi að ræða? Tökum sem dæmi athyglis- verða sýningu, sem undanfarið hefur staðið yfir í Gallerí Nýhöfn á málverkum Gretars Reynis- sonar. Gretar málar af mikilli á- kefð og tilfinningahita, og formin sem hann dregur upp með pensli sínum eru hlaðin tilfinningu sem vísar okkur veginn að innganginum í helvíti: “Lasciate ogni speranza, voi ch‘entrate“ (Skiljið alla von að baki ykkar þið sem hér inn gangið), sagði Dante. Við okkur blasa hringiður sem soga okkur niður í ólýsanleg fen. Stundum umbreytist spírall hringiðunnar yfir í föllýsandi sól sem lýsir yfir svörtum fenjunum og bregður eins og feigðarbirtu yfir sviðið. Áhorfandinn að þess- um myndum hefur þann valkost að láta sefjast af þessari draum- sýn vítis, að „spegla sig“ í henni, eins og Tómas sagði, en hann get- ur líka gagnsefjast og sagt: þetta er lyginni líkast. Spurningin er enn hin sama: hver er mælikvarð- inn á sannleikann í þessum mynd- um? Gretar Reynisson hefur sýnt það að hann er einhver flínkasti leiktjaldasmiður sem starfað hef- ur í íslensku leikhúsi. Munurinn á leikmyndinni og málverkinu felst ekki síst í því að leikmyndin gefur okkur meiri fjarlægð til verksins. Áhorfandinn veit að leikmyndin er tálmynd: hún er tilbúið um- hverfi til þess að blekkja augað og hugann og leiða okkur inn í ímyndaðan heim. Okkur er tamt að gera aðrar kröfur til málverks- ins. Það á helst að vera annað og meira en meðvituð sjónhverfing, Ruth Slenczynska EPTA Ruth Slenczynska Píanósnillingurinn Ruth Slenczynska heldur tónleika í ís- lensku óperunni á mánudags- kvöldið 3. apríl kl. 20.30. Ruth kom hingað fyrir tveim árum eins og margir minnast og hélt tvenna tónleika fyrir troðfullu húsi. Hún hélt sína fyrstu tónleika fjögurra ára og þótti eitthvert mesta tón- listarundur síðan Mozart var á dögum. Á mánudaginn leikur hún 32 tilbrigði eftir Beethoven, Bukoliki eftir Lutoslawski, fjórar ballöður Chopins, Jeux déau eftir Ravel og Sinfónísku tilbrigðin eftir Schumann. Miðar fást í ístóni og íslensku óperunni. Þjóðleikhús Brestir aftur Vegna mikillar eftirspumar verða aukasýningar á Brestum eftir Valgeir Skagfjörð á Litla sviði Þjóðleikhússins í kvöld og annaðkvöld, laugardagskvöld. Egill Ólafsson og Pálmi Gestsson leika tvo bræður sem gera upp sakir sín á milli í sumarbústað utan við höfuðborgina. Sam- skipti karlmanna og tilfinningalíf þeirra eru til umfjöllunar í verk- inu. Leikstjóri er Pétur Einars- son. Brúðkaup Fígarós verður frum- sýnt í íslensku óperunni á morg- un, laugardag. Leikstjóri er Þór- hildur Þorleifsdóttir, hljómsveitar- stjóri er Anthony Hose. Á mynd- inni hjúfrar Ólöf Kolbrún Harðar- dóttir sig dramatískt að Kristni Sigmundssyni. það á að standa sannleikanum nær. Tómas Sæmundsson taldi það til vitnis um áhrifamátt málara- listarinnar, að með því að mála djöfulinn á vegginn hefðu lista- menn getað snúið heiðingjum til réttrar trúar. Nú sanna slík trú- skipti í rauninni ekkert um tilvist djöfulsins og sannleiksgildi myndarinnar. Þau sanna hins vegar áhrifamátt listarinnar. Menn geta því líka hrifist af verk- um Gretars Reynissonar án þess að þær hafi nokkurn sannleika til að bera, nema sannleikurinn fel- ist í áhrifamættinum sjálfum. Hafi myndir Gretars slíkan á- hrifamátt, þá er það vegna þess að þær spegla eitthvert sálará- stand sem áhorfandinn þekkir úr sjálfum sér eða samtímanum. Það er ekki nema hollt og eðli- legt að hafa nokkurn fyrirvara á því hvort myndir Gretars Reynis- sonar spegli einhvern sannleika eða hvort þær eru hrein blekking. Mín tilfinning er sú, að mörkin á milli leikmyndar og málverks séu ekki fullkomlega skýr í þessum verkum, að hér sé eitthvað mál- um blandið. Þessi verk vekja spurningu um það, hvort mál- verkið sé í eðli sínu tálmynd, eins og leikmyndin, eða hvort í sjón- hverfingunni og sefjuninni búi einhver staðfesting á sannleika. Þó ekki væri nema fyrir það að hafa vakið slíkar spurningar þá eru þessar myndir þarft innlegg. í þessu sambandi er fróðlegt að líta á aðra sýningu, sem Sólveig Aðalstéinsdóttir hefur undanfar- ið haldið á smáskúlptúrum í Ný- listasafninu. Þessir skúlptúrar eru algjör andstæða við verk Gretars: þeir hafa enga þörf fyrir að sefja okkur, þeir bara eru. Þeir segja okkur ekki sögu um eitthvað annað, þeir eru ekki spegilmynd af einhverju ósýni- legu, þeir eru ekki táknmyndir, heldur litlir kostulegir hlutir, sem hafa lúmskt aðdráttarafl. Af- staða þessara skúlptúra til „Sann- leikans" er engin, annað hvort vegna þess að Sannleikurinn er ekki til, eða þá vegna þess að þeir eru hluti hans í víðara samhengi eins og hver annar hlutur sem mætir okkur í daglegu lífi. Þannig getum við séð í þessum tveim sýningum hvernig mynd- listin leitar sannleikans með ólík- um hætti. Þær sýna okkur tvo meginstrauma í myndlist samtím- ans og eru báðar til vitnis um að myndlistin á fullt erindi til okkar enn í dag í gegnum allan fjöl- miðlagnýinn. 22 SÍÐA - NÝTT HELGARBLAÐ Föstudagur 31. mars 1989

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.