Þjóðviljinn - 31.03.1989, Blaðsíða 29

Þjóðviljinn - 31.03.1989, Blaðsíða 29
KVIKMYNDIR Regnmaðurinn vann Það fór eins og flestir höfðu spáð: kvikmyndin Rain Man vann til flestra Óskarsverðlauna þegar þau voru afhent í 61. skipti í fyrrinótt. Hún fékk raunar ekki „nema“ fern verðlaun sem þykir ekki mikið fyrir sigurvegara þess- arar miklu glanshátíðar. Þau verðlaun sem féllu mynd- inni í skaut voru hins vegar öll svokölluð „major-awards“, þe. öll í flokki heldri verðlauna. Hin miklu vandræði sem komu upp á meðan ávinnslumyndarinnarstóð virðast því ekki hafa spillt fyrir ágæti hennar. Hún var valin besta mynd ársins og Dustin Hoffman eignaðist annan Óskar í safnið fyrir túlkun sína á einhverfum of- vita. Þá var Barry Levinson val- inn besti leikstjórinn og Ronald Bass og Barry Morrow fengu verðlaun fyrir handrit að mynd- inni. Dustin Hoffman hefur sex sinnum verið tilnefndur fyrir að- alhlutverk en þetta var í annað sinn sem hann hreppir hnossið. Hann vann fyrst fyrir réttum tíu árum fyrir leik sinn í Kramer vs. Dustin Hoffman, besti karlleikarinn. Kramer. Hann á því möguleika á að vinna gripinn í þriðja sinn en aðeins fjórir aðrir karlleikarar hafa náð að vinna tvívegis fyrir aðalhlutverk: Fredric March, Spencer Tracy, Gary Cooper og Marlon Brando. Barry Levinson var fjórði leikstjórinn sem tók að sér að stýra Rain Man, en hinir gáfust allir upp áður en upptökur hóf- ust. Levinson hóf feril sinn í kvik- myndabransanum sem hand- ritshöfundur en sem leikstjóri á hann að baki myndir eins og Din- er, Tin Men og Good Morning Vietnam. Ekki gekk það heldur sárs- aukalaust fyrir sig að skrifa hand- ritið að Rain Man. Áður en yfir lauk höfðu átta menn reynt sig við verkið en lokaútfærslan er gerð af Ronald Bass og Barry Morrow. Önnur verölaun Judie Foster hlaut verðlaun fyrir aðalhlutverk sitt í myndinni The Accused sem enn er sýnd hér í Reykjavík. Þar fer hún listavel með hlutverk lagstéttarkonu sem er nauðgað á krá á meðan áhorf- endur hvetja nauðgarana til dáða. Foster hefur áður verið til- nefnd, en það var árið 1976 þegar hún lék í Taxi Driver aðeins 12 áragömul. Kevin Kline og Ge- ena Davis hlutu verðlaun fyrir leik í aukahlutverkum, en báðar myndir þeirra eru einmitt sýndar hér á landi um þessar mundir. Kline leikur í gamanmyndinni A Fish Called Wanda og Davis leikur í nýjustu mynd Lawrence Kasdans, The Accidental Tour- ist. Davis er svo gott sem ný í bransanum og lofar þessi yndis- legi leikur hennar í myndinni svo sannarlega góðu. Óskarsverðlaunin Besta mynd ársins: Rain Man - framleiðandi Mark Johnson. Besta erlenda myndin: Pelle erobreren - dönsk, Bille August. Leikstjóri: Barry Levinson, Rain Man. Leikari: Dustin Hoffman, Rain Man. Leikkona: Judie Foster, The Accused. Leikari í aukahlutverki: Kevin Kline, A Fish Called Wanda. Leikkona í aukahlutverki: Geena Davis, The Accidental Tourist. Handrit: Ronald Bass og Barry Morrow, Rain Man. Handrit, byggt á öðru verki: Christopher Hampton, Dangerous Liais- ons. Leikmynd: Stuart Craig og Gerard James, Dangerous Liaisons. Búningar: James Acheson, Dangerous Liaisons. Klipping: Arthur Schmidt, Who Framed Roger Rabbit. Tæknibrellur: Ken Ralson, Richard Williams, Edward Jones og Ge- orge Gibbs, Who Framed Roger Rabbit. Kvikmyndataka: Peter Biziou, Mississippi Burning. Tónlist: Dave Grusin, Milagro Beanfield War. Lag: Let the River Run e. Carly Simon, Working Girl. Förðun: Ve Neill, Steve La Porte og Robert Short, Beetlejuice. Hljóð: Les Fresholtz, Dick Alexander, Vern Poore og Willie Burton, Bird. Brennheit baráttumynd Mississippi Burning, sýnd í Háskóla- bíói. Bandarísk, 1988. Leikstjórn: Alan Parker. Handrit: Chris Ger- olmo. Aðalhlutverk: Gene Hackman, Willem Dafoe. Sé Síðasta freisting Krists undanskilin hefur engin kvik- mynd valdið eins miklum deilum vestan hafs í vetur og nýjasta mynd Alans Parkers, Mississippi Burning. Myndin segir frá leit bandarísku Alríkislögreglunnar, FBI, að þremur ungmennum í Mississippi árið 1964. Tveir þeirra voru hvítir jafnréttissinnar en sá þriðji blökkumaður og því réttdræpur að mati almennings á þessum slóðum. Parker skírskotar hér til sann- sögulegra atburða en fer engu að síður frjálslega með staðreyndir. í upphafi eru tveir menn frá FBI sendir á vettvang en vegna tregðu heimamanna við rannsókn máls- ins sendir yfirmaðurinn Ward (Willem Dafoe) eftir liðsauka. Það hleypir illu blóði í málið og það er ekki fyrr en starfsaðferðir Andersons (Gene Hackman) fá að njóta sín að rannsóknin kemst á skrið. Ekki eru allir á eitt sáttir um uppsetningu Parkers og handrits- höfundarins Chris Gerolmo á þessum viðburðum. Blökku- menn segja FBI aldrei hafa sýnt málum sem þessum slíkan áhuga, enda var yfirmaður FBI á þessum tíma, J. Edgar Hoover, yfirlýstur andstæðingur Martins Luthers Kings og stuðningsmanna hans. Þá er það áberandi í myndinni að öll helstu hlutverk eru í höndum hvítra manna og áhorfandinn kynnist ekki svo mikið sem ein- um svertingja. Þetta hefur farið fyrir brjóstið á blökkumönnum í Það er ekki fyrr en starfsaðferðir Andersons (Gene Hackman) fá að njóta sín að rannsóknin kemst á skrið. Bandaríkjunum sem segja Alan Parker engu minni rasista en íbú- ar Mississippi eru í myndinni. Enda þótt þessi gagnrýni eigi á einhvern hátt rétt á sér er Mississ- ippi Burning einhver áhrifa- mesta kvikmynd sem Banda- ríkjamenn hafa gert um kyn- þáttahatur í eigin landi. Myndin er ekki byggð upp sem sannsögu- leg heimildamynd og missir eng- ÞORFINNUR ÓMARSSON an veginn mátt sinn við fyrrnefn- dan frásagnarmáta. Það ihá vera að sagan af Ward og Anderson sé hreinn og klár uppspuni og sú hetjuímynd sem við fáum af þeim sé ekki samboðin FBI, en fyrir utanaðkomandi áhorfendur hittir myndin í mark sem ádeila á kyn- þáttamisrétti. Bretinn Alan Parker hefur gert fjölbreyttari myndir en gengur og gerist í kvikmyndaheiminum. Hann hefur þó einkum haft næmt auga fyrir notkun ofbeldis sem áhrifavalds án þess þó að hafa gert hreinar ofbeldismyndir (td. Midnight Express, Angel Heart). Með Mississippi Buming hefur Parker leikstýrt sinni bestu mynd til þessa. Gene Hackman og Willem Dafoe skapa eftirminnilegar per- sónur í höfuðmllunum tveimur. Hackman leikur undirmanninn Anderson sem er sjálfur borinn og barnfæddur í Mississippi. Hann er fyrst og fremst að rann- saka þetta eina sakamál en vill ekki breyta heiminum eins og fé- lagi hans, ídealistinn Ward hefur tilhneigingu til. Þeir deila um starfsaðferðir og þegar möppu- dýrsvinnubrögð Wards láta undan bellibrögðum Andersons minnir það óneitanlega á starfs- aðferðir þær sem Kevin Costner og Sean Connery deildu um í The Untouchables. En Ward og Anderson (þeír notast eingöngu við eftirnöfnin) em ekki eins góð- ir félagar og vænta mátti og því getur Mississippi Burning varla talist „buddy-mynd“. Þeir eru einfaldlega af ólíkir og það er ljóst strax í upphafi að þessir menn gætu aldrei orðið vinir. Mér er það til efs að Gene Hackman hafi sýnt betri leik á sínum ferli nema ef vera skyldi í hlutverki löggunnar Popeye Do- yle í French Connection fyrir tæpum 20 árum. Willem Dafoe hefur leikið í hverri stórmynd- inna af annarri síðustu misseri án þess að festast í ákveðinni per- sónusköpun. Hér gefur hann góða mynd af hugsjónamannin- um Ward með sín fáu en sterku prinsipp á lofti.Þáeru ennónefnd- ir allir þeir aukaleikarar í hlut- verkum heimamanna sem standa sig hver öðrum betur. Mississippi Buming er sterk mynd um þá ólgu sem einkennt hefur samskipti kynþáttanna í Suðprríkjum Bandaríkjanna allt til dagsins í dag. Hún er fyrst og síðast reið ádeilumynd sem tekur á brennheitum málum og nær fyllilega að koma þeirri ádeilu til skila sem stefnt var að. Jodie Foster, besti kvenleikarinn. Breska myndin Dangerous Li- aisons (Háskaleg kynni), sem gerð er eftir samnefndu leikriti, vann til þriggja verðlauna. Christopher Hampton fékk Ósk- ar fyrir handrit sitt, byggt á öðru verki, og þá fékk myndin verð- laun fyrir leikmynd og hönnun búninga. Eins ofi vænta mátti fékk Who Barry Levinson, besti leikstjór- inn. Framed Roger Rabbit verðlaun fyrir tæknivinnslu. Þrenn verð- laun féllu myndinni í skaut, fyrir klippingu, hljóð- og tæknibrell- ur. Sú mynd sem fæst verðlaun fékk miðað við fjölda tilnefninga var Mississippi Burning sem sýnd er í Háskólabíói. Hún hafði ásamt Rain Man fengið flestar til- nefningar en hlaut aðeins ein verðlaun sem var fyrir kvik- myndatöku Peters Bizous. Hvenær fáum við Pelle erobreren? Besta erlenda myndin var valin Pelle erobreren, eftir einn fremsta kvikmyndastjóra Dana í dag, Bille August. Myndin hefur farið sigurför um allan heim (meira að segja um Bandaríkin líka) nema til íslands og er það óþolandi hvað kvikmyndahúsa- eigendur eru tregir til að sýna meistarastykki sem þessi. Af hverju í ósköpunum er búið að sýna myndina í nokkrum heimsálfum áður en hún er tekin til sýningar hér á landi? Svona var komið um Babette's gæstebud á síðasta ári en hún hlaut einmitt Óskarinn í fyrra. Hún var ekki sýnd hér fyrr en eftir dúk og disk en myndin hefur nú verið sýnd í nokkra mánuði við ágætar við- tökur. Það er nefnilega til fólk sem vill sjá eitthvað annað en bflaeltingarleiki og byssubardaga þótt flestir kvikmyndahúsaeig- endur haldi hinu gagnstæða fram. En nóg um það. Það kemur fáum á óvart að Pelle erobreren skuli vinna þessi verðlaun. Eftir að hafa fengið viðurkenningu í Cannes í fyrra hefur myndin nú einnig hlotið bæði Óskar og Colden Globe verðlaun í Banda- ríkjunum. Myndin er gerð eftir samnefndri sögu Martins Ander- sens Nexös og er enn ein skrautfjöðurin í hatt Bille August. Max von Sydow var meira að segja tilnefndur sem besti leikari fyrir leik sinn í mynd- inni en það gerist afar sjaldan að Akademían tilnefni leikara á öðru tungumáli en ensku. Hann varð þó að sjá á eftir verðlaunun- um, enda hefði annað verið óeðlilegt. -þóm NÝTT HELGARBLAÐ - SÍÐA 29

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.