Þjóðviljinn - 31.03.1989, Blaðsíða 32

Þjóðviljinn - 31.03.1989, Blaðsíða 32
Kjartan næsti EB-sendiherra Kjartan Jóhannsson, stór- krati og alþingismaður mun nú samkvæmt áreiðanlegum heimildum Nýs Helgarblaðs vera á leið inn í utanríkis- þjónustuna. Plottiö að koma Kjartani fyrir sem bankastjóra Búnaðarbankans gekk ekki upp sem kunnugt er og því þykir ekki annað hæfa en að Kjartan njóti hefðbundinna réttinda stórpólitíkusa sem helst vilja ráðherratign en fá ekki og gerist sendiherra. Enn er ekki vitað hvar Kjartan verður settur niður og koma tveir staðir helst til greina, New York en þar losnar staða sendiherra í vor og Br§ssel. Þar sem Kjartan hefur unnið sér góðan orðstír sem EB- sérfræðingur þingsins þykir öllu líklegra að hann verði sendur til Briissel og þá þarf núverandi sendiherra þar Einar Benediktsson að standa upp. Vandamál utan- ríkisþjónustunnar er hins veg- ar eins og fyrri daginn að ekki eru til nógu mörg „fín“ lönd í heiminum að þau rúmi alia þá sem sendiherrastöður þrá og því er spurningin hvað verður um Einar. Kannski hann fari bara til New York? En nú þeg- ar fullvíst þykir að Kjartan fari á vit hins stóra heims þá hækkar aftur orðrómurinn um að næsti bankastjóri Búnað- arbanka að Stefáni Hilm- arssyni brottgengnum verði sá ágæti þingmaður Alþýðu- bandalagsins úr Hafnarfirði, Geir Gunnarsson...B í samkeppni við sjálfan sig Stríð Flugleiða við verka- lýðshreyfinguna um verkfalls- réttinn hefur nú tekið á sig hin- ar furðulegustu myndir. Sem kunnugt er gerðu verka- lýðsfélögin samning í gegnum Samvinnuferðir-Landsýn við Arnarflug og Sterling Airways um sérstakt leiguflug til Kaupmannahafnar og Saar- brucke í Pýskalandi. Farmiða- sala fyrir þetta ódýra flug á að hefjast 1. apríl. Aðilar að þessum samningi voru öll verkalýðsfélög landsins nema sjómannasamtökin, sem skárust úr leik og sömdu við Flugleiðir. í framhaldi af því gerðist það svo að Flug- leiðir auglýstu sérfargjöld til Lúxemborgar og Kaup- mannahafnar fyrir alla lands- menn, sem voru undir því verði sem sjómannasamtökin höfðu samið um. Þetta hleypti illu blóði í sjómannasamtökin, sem vonlegt var, og leiddi svo til þess að samningur sjó- mannasamtakanna var endurskoðaður í gær, og verðið lækkað „til samræmis við það sem best býðst á markaðnum í dag“ eins og segir í fréttatilkynningu um málið. Flugleiðir eru því ekki bara í stríði við verkalýðs- hreyfinguna, heldur eru þeir komnir í hörku samkeppni við sjálfa sig um ódýrar or- lofsferðir fyrir landann.B 370 daga meðganga Formaður bæjarráðs Hafn- arfjarðar, Magnús Jón Árna- son sendi nokkrum embætt- ismönnum bæjarins orð í eyra fyrir slóðaskap, í harðorðri bókun á fundi bæjarráðs á dögunum. Forsaga málsins er sú að í mars á sl. ári sam- þykkti bæjarráð að fela nokkr- um embættismönnum að semja skilmála fyrir útboð að i íbúðabyggingu í, Fjárhúsholti við Setberg. Útboðsauglý- singin var ekki tilbúin til birt- ingar fyrr en þann 10. mars sl. eða 370 dögum eftir sam- þykkt bæjarráðs, eins og segir í bókun Magnúsar sem bætti við: „Jafnframt vil ég lýsa þeirri von minni að emb- ættismenn hafi lært nokkuð á þessum langa tíma þannig að þeir verði færari um að hrinda í framkvæmd skýrum vilja kjörinna fulltrúa." ■ Á tvöföldu kaupi Þórhildur Þorleifsdóttir hefur undanfarna mánuði unnið baki brotnu við leik- stjórn á Brúðkaupi Fígarós sem íslenska óperan frum- sýnirnú um helgina. Þórhildur er auk þess að vera leikstjóri þingmaður Kvennalistans. Þrátt fyrir miklar annir við leikstjórnina hefur hún ekki' séð ástæðu til þess að víkja af þingi á meðan og hleypa varamanni að. Hefur þetta valdið óánægju meðal flokkssystra hennar sem telja að hún hafi ekki sinnt þing- mannsstarfinu sem skyldi. Þetta bætist við þau vandræði sem Kvennalistinn hefurverið í að undanförnu vegna út- skiptinga þingmanna sem voru til þess gerðar að sem flestar konur fengju tækifæri til að reyna sig við þing- mennsku.B Selur og hvalur á Sögu Sjávarútvegsráðherrar Norð- urlandanna koma saman til fundar á Hótel Sögu á miðvik- udaginn kemur. A fundinum verður m.a. gengið formlega frá ýmsum samstarfsverkefn- um í sjávarútvegsmálum sem rædd voru á nýafstöðnu Norðurlandaráðsþingi í Stokkhólmi og einnig verður fjallað um tollamál og sam- skiptin við EB. Það sem þó mun trúlega vekja mesta at- hygli á fundinum eru um- ræður um selveiðar og hvalveiðimál.B BB NISSAN SUBARU IwiÍmmTT Ifllurtlmrtj Við flytjum varahlutina á Sævarhöfða 2 (við Elliðaárnar) Varahlutaverslun okkar veröur lokuö í dag, föstudag, vegna flutninganna. Viö vonum að lokunin valdi viðskiptavinum okkar ekki of mikl- um óþægindum. Opnum varahlutadeildina mánudaginn 3. apríl á Sævarhöfða 2 í nýju glæsilegu húsi. Nýtt símanúmer á nýjum stað er Enn um sinn veröur 67 4000 söludeildin í Rauðagerði. Ingvar Helgason hf. __SBSt_BEBk.-f*V BILFEED TIL E y///H\K MEÐLUXUSS NORRÖNA W' W' " llllllllllllllll ""llllllllllllllllllll 111111111111111 ........ SMYRIL — LINE Það er notaleg tilbreyting að sigla með lúxusfleytu til Evrópu. Um borð í þægi- legri ferju með öllum ný- tísku þægindum geturðu slakað á og byrjað að njóta sumarleyfisins. Hreint sjávarloftið hressir ötrú- lega og streitan hverfur eins og dögg fyrir sólu á Atlants- hafsöldunni. Norræna er bílferja af fullkomnustu gerð, búin þeim þægindum sem kröfuharðir ferðamenn nútímans vilja. Um borð í Norrænu er að finna veitingalstaði, frí- höfn, bari, diskótek og leikherbergi fyrir bömin. Fullkominn stöð- ugleikabúnaður gerir siglinguna að ljúfum leik. Þannig eiga sumarfríin að vera. Hringdu eða líttu inn og fáðu all- ar upplýsingar um ferðir Norrænu til Færeyja, Noregs, Danmerkur og Hjaltlands, því vel undirbúið sumarfrí er vel heppnað sumarfrí. NORRÆNA FERÐASKRIFSTOFAN SMYRIL-LINE ÍSLAND LAUGAVEGUR 3 101 REYKJAVÍK ■ SIMI 91-62 63 62 AUSTFAR HF. NORRÆNA FERÐASKRIFSTOFAN FJ^RÐARGÖTU 710 SEYÐISFIRÐI SIMI 97-211 11

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.