Þjóðviljinn - 01.04.1989, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 01.04.1989, Blaðsíða 1
Laugardagur 1. apríl 1989 62. tölublað 54. órgangur , ' :!p. i 4% 4 Æ Bretland Pamella veldur skjálfta Mikið fjaðrafok hefur orðið í Bretlandi út af Pamellu Bordes, 27 ára gamalli fyrrum fegurðar- drottningu Indlands, sem hermt er að hafi samtímis átt vingott við hina og þessa mektarmenn í breskum stjórnmálum og blaða- heimi • Sjá síðu 4 Tceknifríóveun Glasaböm innan árs á Landspítala Heilbrigðisráðherra stefnir að því að glasafrjóvgun geti hafist á Kvennadeild Landspítalans þegar á nœsta ári. Mun ódýrara aðframkvœma slíkar aðgerðir hér heima. Gert ráðfyrir100-150 meðferðum á ári til að byrja með AUar líkur eru á því að þegar í byrjun næsta árs verði fram- kvæmdar fyrstu glasafrjóvganir hérlendis á Kvennadeild Lands- spítalans. Guðmundur Bjarna- son heUbrigðisráðherra óskaði fyrir skömmu eftir tillögum yfir- manna Kvennadeildarinnar að tilhögun og kostnaðaráætlun um flutning á glasafrjóvgunum hing- að til lands, en ráðherra hefur óskað eftir því að bæði stjórn Ríkisspítalanna og starfsfólk Kvennadeilar vinni að því að glasafrjóvgun geti hafist hér- lendis þegar í byrjun næsta árs. Þeir Gunnlaugur Snædal for- stöðumaður Kvennadeildar og Jón Hilmar Alfreðsson yfirlæknir deildarinnar hafa kynnt ráðherra tillögur sínar varðandi fram- kvæmd glasafrjóvgana hér innan- lands og telja þeir unnt að taka slíkar aðgerðir upp á Kvenna- deildinni þegar á næsta ári. Gangi þessar tillögur eftir má gera ráð fyrir að fyrstu „glasabörnin“ sem getin verða hér innanlands, fæð- ist haustið 1990. í tillögum þeirra Gunnlaugs og Jóns er gert ráð fyrir að gerðar verði 100-150 glasafrjóvgunarað- gerðir á ári til að byrja með, en það er nokkuð svipaður fjöldi að- gerða og Tryggingastofnun tók þátt í kostnaði við á erlendum sjúkrastofnunum á sl. ári. Davíð Á. Gunnarsson fram- kvæmdastjóri Ríkisspítalanna sagði í samtali við Þjóðviljann í gær að ef fjárveitingar fengjust á næstu fjárlögum þá væru menn tilbúnir að hefjast handa hér heima strax uppúr næstu ára- mótum. - Það hefur verið á áætl- un áætlun hjá okkur síðustu 3 ár að koma þessum aðgerðum inn í landið, og það er búið að skoða þessi mál mjög gaumgæfilega. Ég sé ekkert því til fyrirstöðu að við getum boðið uppá þessa þjón- ustu, sagði Davíð. Nokkrir íslenskir læknar starfa við glasafrjóvgun á erlendum spítölum og mun ætlunin að reyna að fá einhverja þeirra til starfa hér heima, að sögn Davíðs. Hann sagði jafnframt að fyrir þjóð einsog fslendinga sem væri í fararbroddi hvað varðar þekk- ingu í heilbrigðisþjónustu, ætti að vera hægt að leysa þessa hluti á hagkvæman hátt, ekki síður en aðrar þjóðir. Umtalsverður sparnaður mun nást með flutningi glasafrjóvgana til landsins. Miðað við þá að- stöðu, búnað og mannafla sem talið er þörf á vegna aðgerðanna, mun hver meðferð kosta um 115 þús. krónur, en til samanburðar má geta þess að á Bourn Hall Clinic sjúkrahúsinu í Englandi, þar sem flest íslensk hjón hafa sótt meðferð á síðustu árum, kostar hún um 170 þús. krónur. Þá ,er ótalinn kostnaður vegna ferða hjónanna og uppihalds og ekki síst tapaðra vinnustunda beggja maka, en hjón geta þurft að vera erlendis allt að 6 vikur í hvert sinn vegna rannsókna og meðferðar. Með því að flytja þessar að- gerðir inn í landið sparast stórar fjárhæðir sem væntanlegir for- eldrar hafa þurft að leggja út fyrir sjálfir. Því er talið nokkuð víst að árlegum fæðingum íslenskra „glasabarna“ muni fjölga tölu- vert eftir að meðferðin flyst til landsins, þar sem fleiri hjónum og sambýlisfólki gefist þá kostur á að nýta sér þessa tækni til að eignast börn. ^g- ATVR Almenningur i skoðanakönnun um nýjan bjor Almenningi gefst kostur á að velja hvaða erlendu bjórtegundir munu bcetast á markaðinn ísumar. Höskuldurjónsson: Eftir einn ei aki neinn Astæðan fyrir því að við ókváð- um að ráðast í þetta er sú að töluvert hefur verið kvartað undan því að ÁTVR bjóði ekki upp á nægilegt úrval bjórteg- unda. Okkur þótti því rétt að auka við úrvalið og þar sem margar gagnrýnisraddir heyrð- ust um hvernig staðið var að va- linu á tegundum síðast, ákváðum við að leyfa almenningi að ráða núna, sagði Höskuldur Jónsson, fortjóri ATVR við Þjóðvifjann í gær. ÁTVR hefur ákveðið að efna til skoðanakönnunar í útsölunni að Stuðlahálsi í dag og hefst hún klukkan 13.00 og stendur til klukkan 17.00. Þar gefst borgar- búum tækifæri á að bragða 24 bjórtegundir frá öllum heimshornum og gefa þeim síðan einkunn eftir gæðum. Þar sem tegundir þessar eru ekki enn seld- ar hjá ÁTVR hefur verið ákveðið að bjóða bjórinn ókeypis og hafa þeir sem hafa innflutningsleyfi á tegundunum ákveðið að bera kostnaðinn sem af þessu hlýst enda mikið í húfi fyrir þá. Einsog frá var greint í Nýju Helgarblaði Þjóðviljans í gær þá stendur til að fjölga bjórtegund- um sem á boðstólum verða strax í vor. Þar er talað um að bæta við sjö erlendum tegundum sem ekki hafa verið til sölu hér á landi, þannig að þær verði 9 í stað tveggja. Skoðanakönnunin fer þannig fram að eftir að þátttakendur hafa bragðað á 24 bjórtegundum þá gefa þeir 10 bragðbestu teg- undunum einkunn frá 1' til 10. Þær sjö tegundir sem fá flest stig verða svo væntanlega á boðstól- um í vor og fyrri hluta sumars. Höskuldur sagði að því miður væri ekki hægt að hafa svipaða skoðanakönnun í útsölum ÁTVR á landsbyggðinni þannig að ganga yrði út frá þvi að smekk- ur manna sé ekki kjördæma- bundinn heldur þjóðlegur. Þetta Höskuldur Jónsson, forstjóri Áfengis- og tóbaksverslunar ríkisins sýnir blaðamanni eintak af þeim seðlum sem notaðir verða í skoðanakönn- un ÁTVR um val á nýjum bjórtegundum. Neytendur fá að gefa 10 bestu bjórtegundunum stig . Mynd ÞóM. mun þó hafa valdið einhverjum kurr úti á landi og finnst mönnum þar að enn sé verið að mismuna mönnum eftir búsetu. Hefur Þjóðviljinn hlerað að Stefán Valgeirsson hafi haft samband við Ólaf R. Grímsson og hótað því að hætta stuðningi við ríkis- stjórnina ef fjármálaráðherra sæi ekki til þess að svipuð skoðana- könnun verði gerð á Akureyri. Ólafur mun hafa sagt Stefáni að málið væri alfarið á ábyrgð Hösk- uldar en forstjóri ÁTVR segist ekki sjá neina leið til þess að verða við ósk Stefáns enda alltof stuttur fyrirvari og þær birgðir sem eru í landinu af þessum teg- undum bara miðaðar við íbúa- fjöldann á höfuðborgarsvæðinu. „Það þarf vart að taka það fram, að eftir einn ei aki neinn,“ sagði Höskuldur. ÁTVR hefur því ákveðið að vera með sætaf- erðir frá Umferðamiðstöðinni kl. 12.30. Rútur munu einnig aka fólki aftur í bæinn eftir að skoð- anakönnuninni lýkur en einnig mun Valgeir Guðjónsson vera uppi á Stuðlahálsi og stjórna heimgöngu þeirra, sem enn standa í lappirnar, ef veður leyfir. Verður þá marserað í bæinn í takt við lagið: Ég held ég gangi heim. -Sáf íbúaþróun Akureyri flyst suður Ný spá um fjórtán þúsund manna flutninga á suðvesturhornið til aldamóta Búferlaflutningar frá lands- byggðinni til höfuðborgarsvæðis- ins hafa aukist með hverju árinu og ef ekki verður gripið til réttra aðgerða, að mati Byggðastofnun- ar, gæti svo farið að fram til næstu aldamóta flyttust 14 þús- und manns utan af landi til höfuð- borgarsvæðisins og 27 þúsund fram til ársins 2010. Til saman- burðar má geta þess að í Breiðholtinu búa núna um 24 þúsund manns en 26 þúsund á Norðurlandi eystra. Þessar upplýsingar komu fram í erindi Guðmundar Malmquist forstjóra Byggðastofnunar sem hann flutti á samráðsfundi ríkis og sveitarfélaga um atvinnumál sem haldinn var í vikunni. Þetta er byggt á framreikningum stofn- unarinnar á mannfjölda sem mið- aður er við fæðingartíðni ársins 1984, eftirlifendalíkur áranna 1983 - 1984 og innanlandsflutn- ing áranna 1984 - 1986. Á síðasta ári fjölgaði íbúum höfuðborgarsvæðisins um nær 4 þúsund manns og hefur þá fjölg- að um rúmlega 22 þúsund manns á undanförnum 10 árum. Sé litið til landsbyggðarinnar allrar fjölg- aði íbúum um 411 eða um 0,4% á síðasta ári. Sú fjölgun varð hins vegar nær öll á Suðurnesjum. Á síðustu 10 árum hefur íbúum landsbyggðarinnar fjölgað um tæplega 5 þúsund manns og þar af hefur íbúum á Suðurnesjum fjöl- gað um rúmlega 2 þúsund manns. Ef af þessari þróun verður mun hún hafa þær afleiðingar fyrir . - ........- [' ’ " " : wj íðS-r-'íííliíii' íýí:-': ' /V" ■. Á næsta áratug nema flutningar af landsbyggðinni til Reykjavíkur allri núver- andi íbúatölu Akureyrar, ef fram heldur sem horfir. landsbyggðina að mannvirki og auðlindir verða vannýttar vegna fækkunar, erfiðleikar í rekstri sjávarútvegs og keðjuverkandi samdráttur leiðir til hruns. Fyrir höfuðborgarsvæðið verða afleið- ingar þær að byggja yrði þjón- ustumannvirki sem í mörgum til- vikum eru til annars staðar, byggja þarf dýr umferðarm- annvirki og vegalengdir aukast, aukin mengun, álag á útivistar- svæði og félagsleg vandamál rýra lífskjör, frárennsli, sorp og fé- lagsleg vandamál valda auknum sameiginlegum kostnaði, launa- kostnaður fyrirtækja yrði hærri en á landsbyggðinni jafnframt því sem óstöðugleiki yrði á vinnu- markaði. En hvað er til ráða? Að mati Byggðastofnunar verður að endurmeta byggðastefnu hins op- inbera með eftirfarandi aðgerðir í huga: Sérstakt átak verði gert í samgöngumálum, byggðasjón- armið í efnahagsstjórn, nýjar áherslur í atvinnumálum lands- byggðarinnar og aðgerðir í hús- næðismálum. Að auki leggur Byggðastofnun áherslu á breytta stjórnsýslu, nýja byggðaáætlana- gerð, jöfnun aðstöðu, menningu og listir á landsbyggðinni og síð- ast en ekki síst er þörf á viðhorfs- breytingum. -grh Kjaramálin Örsamningar útúr þófinu? Hugmynd um 40 daga samninga Forystumenn VMSÍ hafa viðr- að við ráðherra og VSÍ-menn hugmynd um samninga í 40 daga, og er þeim fyrst og fremst ætlað að gefa samningsaðilum kost á tima til alvörusamningsgerðar. Stuðningur mun vera að aukast við þessa leið, og aðrir ASÍ-menn að mýkjast í andstöðu sinni. Hugmynd VMSÍ-manna mun ganga útá tvennt aðallega, flata krónuhækkun einsog rætt hefur verið um síðustu daga um 1000- 2000 krónur og endurnýjaða verðstöðvun. í forystu BSRB er samkvæmt heimildum Þjóðviljans vilji til að athuga þennan kost vel, en meðal BHMR-forystu hefur málið ekki verið til umræðu enda stefnt á verkfall á fimmtudag í næstu viku. Ekki er talið fráleitt að gengið verði frá samningum í þessum dúr um eða rétt eftir helgi, enda telja helstu áhugamenn í verka- lýðshreyfingu og innan stjórnar að samningsgerð af þessu tagi sé lítils virði eftir að BHMR- verkfall er skollið á. phh/-m V

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.