Þjóðviljinn - 01.04.1989, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 01.04.1989, Blaðsíða 2
þlOÐVILIINN Síðumúla 6-108 Reykjavík- Sími 681333 Útgefandi: Útgáfufélag Þjóöviljans Rltstjórar: Árni Bergmann, Möröur Árnason, Silia Aðalsteinsdóttir Umsjónarmaður Nýs Helgarblaðs: Sigurður Á. Friðþjófsson Fréttastjóri: Lúðvík Geirsson Útllt: Sævar Guðbjörnsson, Þröstur Haraldsson Auglýslngastjóri: Olga Clausen Framkvæmdastjóri: Hallur Páll Jónsson Áranguróskast Stjómin hefur nú setiö í hálft ár. Það er ekki stórt afmæli, enda afmælisgjöfin eftir því: í fylgiskönnun DV kemur í Ijós að stuðningsmenn hennar ná ekki 30 af hundraði spurðra meðan helmingur lýsir sig andvígan. Ótrúlegt en satt: þetta er sama stjórnin og mynduð var með húrrahrópum almenn- ings í haust leið og fékk þá jákvæðar undirtektir uppá 65% þeirra sem afstöðu tóku í samskonar athugun. í þessu efni fylgir stjórnin í kjölfar síðustu ríkisstjórnar, mistakaráðuneytis Þorsteins Pálssonar, sem hafði vænan stuðning framanaf en missti meirihluta í könnunum um ára- mót, og náði aldrei flugi síðan. Núsitjandi stjórn naut þess í upphafi að um allt land vildu menn taka þátt í þeim björgunarleiðangri sem hún boðaði eftir sviðna jörð frjálshyggjukreddumanna. Eftir hálft ár sýna fylgistölurnar frá því í gær að þolinmæði þeirra sem veitt hafa rjkisstjórninni stuðning er að þrjóta. Fyrir því eru ýmsar ástæður. Þrennt stingur í augun þess- ar vikurnar. ★ Ekki er í augsýn nein niðurstaða í kjarasamningum þar- sem ríkisstjórnin hefur látið sér vel líka að vera stillt í aðal- hlutverk, og verður þessvegna að sæta því að taka á sig mesta ábyrgðina. Það er rétt að spyrja fremur um leikslok en vopnaviðskipti í þeim efnum. En þótt málatilbúnaður ákveðinna forystu- manna í samtökum launafólks, einkum innan BHMR, sé umdeilanlegur, er alveg Ijóst að launamenn búast við öðrum vinnubrögðum og öðrum stíl af vinstristjórnum en á tímum Alberta, Matthíasa og Þorsteina. ★ Stjórnin hefur enn ekki spilað út trompunum í því máli sem myndaði helstan lífsgrundvöll hennar: baráttunni gegn fjármagnsmafíunni. Enn hafa ekki verið efnd loforð frá í haust um verulega vaxtalækkun. Um þetta er ekki annað en endurtaka þau ummæli Gunn- ars Hilmarssonar í Þjóðviljanum í gær að „vaxtamálið er prófsteinn á það hvort ríkisstjórnin stendur eða fellur" og að hún „verði að lækka vextina í síðasta lagi í næsta rnánuði". Þetta er lykilatriði um framhaldslíf ríkisstjórnarinnar, og það er að verða óþolandi að hún skuli ekki nú þegar beita til þess arna öllum vopnum í búri sínu. ★ Sú vinstristjórn er ekki sérlega trúverðug sem virðist helst draga dám af kreddufyllstu hægriklíkum nágranna- landanna í utanríkis- og öryggismálum. Varaflugvöllur í hernaðarþágu og niðurlægjandi heræfingaáform eru ekki í samrærni við. þahn and.a.sero að baki láþaaaií<^tjórhin var<, mynduð. • r,v -3« Mhnfttteefalh Það hlýtur svo að verða utanríkisráðhéÝrá' séTstakt um- hugsunarefni að flokkur hans hefur sjaldan farið lægra í könnunum en í gær- einmitt eftir að utanríkisstefna ráðherr- ans hefur verið í sérstöku sviðsljósi. Stjórnin stendur á tímamótum. Hún er enn ekki búin með sinn kvóta trúnaðartrausts, en verður næstu vikur að láta hendur standa frammúr ermum. Sá meirihluti þjóðarinnar sem fylgir af einlægni málstað félagshyggju og jafnréttis er reiðubúinn til stuðnings, tilbúinn að taka þátt í baráttunni, en þá verður að sýna árangur, sýna að stjórnin ætli sér raun- verulega annað og meira en að sitja. Á meðan árangurinn lætur á sér standa hljóta margir hollvinir stjórnarinnar að taka undir með forsætisráðherran- um sínum, en hann segist í DV í gær eiga erfitt með að svara til um stuðning sinn við ríkisstjórn Steingríms Herhianns- sonar. Stórblaðið Þjóðviljinn Einsog lesendur geta ekki annað en tekið eftir er Þjóðvilj- inn í tilefni dagsins óvenjumikill um sig: blað sem stækkar. Þjóðviljinn hefur alltaf verið stórblað, blað mikils málstað- ar og stórhuga fólks. Fjárhagurinn hefur hinsvegar aldrei verið stórkostlegur, og nú eru frammundan þeir tímar að hreyfingin sem Þjóðviljinn er hluti af verður að svara erfiðum spurningum um sjálfa tilvist blaðsiris. Og nú má umfram allt ekki hugsa smátt. -m Ölduselsskóli \rAER autA H\MNALA6vL,. p *. < r Fræðsluráðið lýgur! Þorbjörn Broddason: Yfirlýsing Frœðsluráðs Reykjavíkur um Ölduselsskólamálið er blygðunarlaus lygi. Fulltrúi kennara íkennararáði skólans: Frœðsluráði er kunnugt að 17 kennarar munu hœtta störfum í vor vegna samskiptaörðugleika við skólastjórann Fræðsluráð Reykjavíkur sendi í fyrrakvöld £rá sér yfirlvsingu úm Olduselsskólaniálið seni er með ólíkindum. Þar segir berum orðum að Fræðsluráði sé ekki kunnugt um nein þau vandamál í starfi Ólduselsskóla, er krefjist skjótra viðbragða. Jafnframt er fullyrt að sé ráðherra eða fræðslustjóra kunnugt um ein- hver slík vandamál, þá beri þeim skylda til að koma þeirri vit- neskju til skólayfírvalda í Reykja- vík, en þeirri skyldu hafi ekki ver- ið sinnt. Fréttaflutningur sjónvarpsins Þessi yfirlýsing var síðan kynnt í fréttatíma sjónvarpsins með við- tölum við þau Sjöfn Sigurbjöms- dóttur og Ragnar Júlíusson for- mann Fræðsluráðs í fyrrakvöld, þar sem þau þóttust bæði koma af fjöllum, og sögðust aldrei hafa vitað af neinum samstarfsörðug- leikum innan skólans. Frétta- maður sjónvarpsins sýndi síðan þá smekkvísi að bera þessar augljósu rangfærslur á borð án þess að tala við Þorbjörn Brodda- son, sem skipar minnihluta í Fræðsluráði, eða fulltrúa kenn- ara og foreldrafélags skólans, eða fulltrúa ráðuneytisins sem aug- lýst hefur skólastjórastöðuna lausa til umsóknar þegar ráðning- artími Sjafnar Sigurbjömsdóttur rennur út 1. ágúst nk. „Þessj yfirlýsing meirihlutans í Fræðsluráði er blygðunarlaus lygi,“ sagði Þorbjörn Broddason í samtali við Þjóðviljann í gær. „Þessir samstarfsörðugleikar skólastjórans og kennara Öldu- selsskóla hafa verið aðalumræðu- efnið á fundum Fræðsluráðs í all- an vetur og ráðherra og embætti- smenn ráðuneytisins hafa iðulega verið í sambandi við formann og varaformann Fræðsluráðs vegna þessa máls.“ GuðmundurHjálmarsson, for- maður foreldrafélags Öldusels- skóla tekur í sama streng og segir að stjórn foreldrafélagsins "itfi setið á fundum með Ragnari ,*lí- ussyni og skólastjóra og kennur- um til þess að ná sáttum í málinu. Því sé sér óskiljanlegt hvernig Ragnar geti haldið því fram að um engan vanda sé að ræða. Guðmundur sagði að stjórn foreldrafélagsins hefði orðið vör við það strax í haust að til á- rekstra hefði komið á milli kenn- ara og skólastjóra, og þessi vandi hefði síðan farið vaxandi. For- eldrafélagið hefði komist að því að 17 kennarastöður af 38 við skólann yrðu lausar í vor vegna þessara erfiðleika að öllu óbreyttu, og því hefði foreldrafé- lagið farið fram á það við ráðu- neytið að kanna þennan vanda. sem öllum var ljós. „Við erum ekki aðilar að þessari deilu,“ sagði Guðmundur, og höfum ekkert persónulega á móti Sjöfn Sigurbjörnsdóttur. Undirskrifta- söfnun okkar í fyrra var ekki beint gegn henni, heldur til stuðnings Daníel Gunnarssyni yfirkennara við skólann. Þetta er leiðindamál sem við höfúm enga skemmtun af, en þeir sem bera hag skólans fyrir brjósti hljóta að sjá að grípa þarf til aðgerða.“ f BRENNIDEPLI Mál þetta á sér þann aðdrag- anda, að Birgir ísleifur Gunnars- son skipaði Sjöfn Sigurbjörns- dóttu skólastjóra Ölduselsskóla til eins árs síðastliðið vor gegn vilja yfir 90% foreldra og þorra kennara, sem vildu fá Daníel Gunnarsson í starfið. Þrátt fyrir þennan stuðning og þrátt fyrir það að Daníel hefði bæði kenn- arapróf og 15 ára farsæla reynslu af skólastarfi í grunnskóla, en Sjöfn hefði ekki formlegt kennar- apróf og enga reynslu af kennslu í grunnskóla eftir að nýju grunn- skólalögin voru sett, mælti meiri- hluti Sjálfstæðisflokksins með ráðningu Sjafnar, sem síðan var staðfest af ráðherra. „Það er ljóst að Sjöfn Sigur- björnsdóttir var ráðin í þetta starf á pólitískum forsendum en ekki faglegum og það er jafn ljóst að meirihluti Fræðsluráðs getur ekki varið störf hennar við skólann öðruvísi en á pólitískum forsend- um, því engum sem lítur á málið frá faglegu sjónarmiði dylst að um vanhæfni er að ræða,“sagði fulltrúi úr kennararáði Öldusels- skóla í samtali við Þjóðviljann. Hann staðfesti jafnframt að 17 kennarar í fullu starfi við skólann hefðu lýst því yfir í trúnaðarbréfi til ráðherra að þeir myndu hætta störfum við skólann að óbreyttum aðstæðum. Fræðslu- ráði er kunnugt um þetta eins og öll önnur gögn sem við höfum sent frá okkur til ráðuneytisins, sagði kennarinn, en nöfn okkar eru trúnaðarmál því að við ótt- umst að verða settir á svartan lista hjá Fræðsluráði. Kennarinn benti á að kennara- ráð Ölduselsskóla hefði sagt af sér þrem vikum eftir að Sjöfn kom að skólanum vegna sam- skiptaörðugleika við hana. Á fundi þar sem nýtt kennararáð var kosið nær samhljóða var Sjöfn jafnframt knúin til þess að biðja einn kennara skólans afsök- unar opinberlega vegna fram- komu sinnar. Síðan hafa þrír full- trúar kennara í kennararáði kært skólastjórann formlega til fræðslustjórans í Reykjavík fyrir brot á reglugerð'Og'lagt fram -új' sundurliðaða greinangerð með rökstuðningi til sama aðila um vanhæfni hennar. Afrit þessara gagna voru send til menntamála- ráðuneytisins, foreldrafélagsins og Sjafnar sjálfrar, svo hvorki Fræðsluráði né Sjöfn ætti að koma á óvart að samstarfsörðug- leikar eru fyrir hendi. Frumkvæði foreldra Kennarinn sagði að foreldrafé- lagið hefði átt frumkvæði að því að kanna vilja kennara til áfram- haldandi starfs við skólann, og af- skipti ráðuneytisins væru fyrst og fremst til komin vegna þrýstings frá foreldrum. „Við sem störfum við skólann,“ sagði kennarinn, „finnum að sá mannúðar- og mannræktarandi, sem verið hef- ur ríkjandi innan skólans er ekki lengur fyrir hendi. Þess vegna er þessi hópur nú tilbúinn til þess að yfirgefa skólann. Sannleikurinn er sá, að Sjöfn voru gefin öll tækifæri til þess í upphafi skólaárs að sýna sig hæfa til þessa starfs. Hið gagnstæða kom hins vegar fljótt í ljós, og nú snýst þetta mál í raun um það hvort kerfinu á að lýðast að skipa til starfa vanhæft fólk og láta hjá líða að endurskoða slíka ráðn- ingu þegar tilefni er til.“ _^| KLIPPT OG SKORIÐ Danski leikstjórinn Biliie August heldur á verð- launastyttunni sem hann fékk fyrir myndina „Sigurvegarinn Pelle“. Jodi Foster, sem hlaut Óskarsverðlaun íyrir leik í aðalhlutverki, og Dustin Hoffman, sem valin var besti leikarinn, hampa verðlaunastyttum sínum eftir afhendin^una 1 fyrrinótt. „Regnmaðurinn“ hlýt- ur fern Oskarsverðlaun Dönsk mynd valin besta erlenda myndin annað árið í röð Lm Angelea. Roitír. Miljarður fylgist með verðlaunum Klippari varð mjög hlessa þeg- ar hann heyrði það í sjónvarps- fréttum í fyrrakvöld, að einn miljarður manna hefði fylgst með því í beinni útsendingu í sjón- varpi að Oscarsverðlaunin bandarísku voru veitt. Það er, eins og segir í því góða leikriti Sköllótta söngkonan, undarlegt, furðulegt og aldeilis stórmerki- legt þetta : að feiknastór hluti mannkyns skuli standa á sjón- varpsöndinni yfir því hvaða bandarískir leikarar, kvikmynda- leikstjórar og handritahöfundar eru taldir standa sig betur en aðr- ir á tilteknu ári. Manni bregður í brún og maður trúir umsvifalaust öllu því sem sagt hefur verið beisklegt um bandaríska menn- ingarheimsveldisstefnu sem drottnar yfir heiminum. Ekki svo að skilja að Oscars- fréttirnar í ár hafi verið slæmar. Það var til dæmis mjög geðsleg frétt að vinir okkar danskir hlutu verðlaun fyrir „bestu erlendu kvikmyndina", fyrir Pella sigur- sæla. Hvað skyldi sá gamli höfð- ingi rauðra rithöfunda, Martin AndersenNexö, hafasagt, ef ein- hver hefði spáð því að kvikmynd byggð á þekktustu skáldsögu hans ætti eftir að leggja undir sig „mammonslistina“ amrísku? Svona er heimurinn fullur með óvæntar uppákomur og því fer fjarri að þær séu allar leiðinlegar. Og kannski verða þesi Óskars- verðlaun til þess að við íslending- ar fáum að sjá Palla sigursæla: því miður er engu líkara en að við þurfum að bíða eftir því að Amrí- kanar gefi okkur merki til að við trúum því að smáþjóðamenn úr næsta nágrenni við okkur geti unnið afrek í kvikmyndagerð. Regnmaðurinn og vinsældirnar Eins og oft áður sankar einhver ein mynd bandaríska að sér mörgum verðlaunum - í þetta skipti var það Regnmaðurinn. í þeirri mynd leikur Dustin Hoff- mann einhverfan mann, sem á vissulega í feiknarlegum örðug- Ieikum með samskipti sín við annað fólk og umhverfi sitt og getur helst ekki lifað nema allt sé í fastri og óhagganlegri röð og reglu í kringum hann. En er um leið sjaldgæfum gáfum gæddur - man ailt sem fyrir augu hans ber og getur leikið sér með tölur og útreikninga eins og öflug tölva. Söguþráður myndarinnar er á þá leið, að sá einhverfi á bróður, ungan uppa í lúxusbílasölu, og hafa þeir ekki hvor af öðum vit- að. Þegar faðir þeirra deyr kemur á daginn að uppinn (sem er mjög peningaþurfi eftir misheppnaðan innflutning) hefur verið arflaus gerður, en allir peningamir renna til þeirrar stofnunar sem hýsir bróður hans. Uppinn rænir hin- um einhverfa og ætlar að nota sinn “bróðurrétt“ til að kúga fé út úr fjárhaldsmönnum hans. Myndin segir svo frá því, hvemig þeir bræður kynnast smám saman á erfiðu og undarlegu ferðalagi yfir þver Bandaríkin - niðurstað- an er sú að uppinn sjálfselski og freki er að einhverju leyti kominn út úr þeirri hörðu sérhagsmuna- skel sem hann hefur komið sér fyrir í - um leið og hinn einhverfi bróðir hans hefur líka mjakast ögn út úr sinni skel. Með öðmm orðum: farsæl málalok - svosem til hálfs. Allt hljómar þetta nokkuð vel og mannúðlega: þessi mynd segir ekki frá smámunum, hún vill fara með boðskap sem er eitthvað á þá leið að það geti orðið hinum heilbrigða (og sérgóða) nokkur sálubót og siðbót að kynnast hlut- skipti þeirra sem náttúran hefur dæmt úr leik og taka á sig nokkuð af þeirra krossburði. En nú gerist það eina ferðina enn að kvik- myndamenn sem stíla upp á mikl- ar vinsældir, sigur á markaði, þeir þynna alltaf verk sitt út með ein- um hætti eða öðrum. Það er ekki tekið á erfiðum málum heldur eins og daðrað við þau. sárs- aukanum er sífellt ýtt til hliðar með margvíslegum skemmtunar- tilburðum, annars næst ekki í skottið á vinsældaformúlunni. Eftir situr einhver ófullnægju- keimur hjá áhorfandanum (eða svo fannst þessum Klippara hér þegar hann átti þess kost fyrir nokkrum dögum að sjá Regn- manninn). Og efekki væri frábær leikur jafn útsmogins meistara og Dustin Hoffmann, þá væri eftir mjög litlu að slægjast í þessari mynd. Hamlet í útvarpinu Vendum okkar kvæði í kross: útvarpið sýndi af sér þann góða manndóm að flytja Hamlet Shak- espeares á páskum. Fjölmiðla- rýnir Morgunblaðsins lét sér fátt um finnast, líklega er Hamlet, segir hann, of langt verk og margslungið fyrir útvarp, já og kannski er þetta hundgamla leikrit ekki eins merkilegt og menn eru að halda. Eða hvað: „Og svo ber þess að geta að Hamlet hefur aldrei hrifið ljós- vakarýninn upp úr skónum. í verkinu er að vísu afar athyglis- verð krufning á hinni svokölluðu melankólíu eða þunglyndi, sem hefur leitt til flóðs sálfræðilegra ritsmíða sem er oft gaman að hugleiða. En ýmis atriði verksins eru svolitið ótrúleg og veikja þar með hina snilldarlegu sköpun að- alpersónunnar svo sem þáttur Ófelíu er fellur af trjágrein og flýtur um stund í straumnum og líka viðbrögð Hamlets er hann kemst yfir bréfið á leið til Eng- lands. Full einlSldar lausnir að mati undirritaðs. Til einhvers kemur Morgun- blaðið út. Loksins, loksins er sá garpur fundinn sem þorir að láta sér fátt um Shakespeare karlinn finnast! En kann þó að skapa sér lífsnautn frjóa úr hverjum hlut: Hamlet lumar á „einföldum lausnum" - en verkið hefur þó getið af sér ilmandi sálfræðilegar ritsmíðar. Jamm það held ég._ 2 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 1. apríl 1989

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.