Þjóðviljinn - 06.04.1989, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 06.04.1989, Blaðsíða 4
Málgagn sósíalisma, þjóðfrelsis og verkalýðshreyfingar Ríkið í ríkinu Áform Bandaríkjamanna um að hefja fjölmennar heræf- ingar á Reykjanesi að kvöldi þjóðhátíðardags íslendinga í sumar hafa að einu leyti verið mjög upplýsandi. Þessi áform hafa nefnilega varpað óvenjulega skæru Ijósi á samskipti íslensku ríkisstjórnarinnar við yfirmenn herliðs- ins, og sérstaklega sett undir mæliker sú stofnun sem í stjórnkerfinu er öllum öðrum Ijósfælnari, svokölluð varnar- málaskrifstofa utanríkisráðuneytisins. Þannig hefur komið í Ijós að yfirmenn herliðsins á Kefla- víkurflugvelli hafa sagt utanríkisráðherrum íslendinga frá þessum heræfingum munnlega á einhverskonar kynningar- fundum í herstöðinni. Það er síðan undir tilviljun komið hvort slík munnleg skila- boð berast á milli þegar skiptir um ráðherra, og einnig - að því er virðist - þegar skipt er um skrifstofustjóra á varnar- málaskrifstofunni. Þá virðast þessar munnlegu upplýsingar vera harla óljós- ar. Frásagnir núverandi utanríkisráðherra og tveggja for- vera hans undanfarna daga af þessum kynningarfundum á Vellinum benda einnig eindregið til þess að upplýsingagjöf til þessa ráðherra íslendinga fari nokkuð eftir því hver hann er. Á varnarmálaskrifstofu utanríkisráðuneytisins er þó talin svo mikil leynd yfir þessum kynningarfundum að ekki er talið rétt að neitt það sem þar fer á milli sé til í rituðu máli. Þetta minnir helst á James Bond og aðra kappa kalda stríðsins. Málið allt sýnir í hnotskurn vinnubrögð varnarmálskrifstof- unnar svokölluðu. Hún telst á pappírnum til utanríkisráðu- neytisins. í raun kemur hún þó utanríkisráðuneytinu ekkert við, sem best má sjá af því að ráðuneytisstjórinn í þvi ráðu- neyti forðast einsog heitan eldinn að svara fyrir málefni „skrifstofunnar“. Hún myndar eigið ráðuneyti og á aðeins ráðherrann sameiginlegan með diplómötunum. Skrifstofan hefur sín sérstöku vinnubrögð, einsog hin óvenjulega aðferð munnlegrar geymdar sýnir ágætlega, og skrifstofan telur sig hafa sérstöðu innan stjórnkerfisins hvað varðar samskipti við almenning og við fjölmiðla. Síðustu fréttir benda svo til þess að skrifstofan telji sig einnig hafa sérstöðu innan stjórnkerfisins hvað varðar upp- lýsingastreymi til ráðherra og almennan trúnað við fram- kvæmdavaldið og löggjafann á íslandi. Skrifstofan er ríki í ríkinu. Á skrifstofunni eru ástunduð vinnubrögð einræðisstjórnarfars þótt utanvið tíðkist lýðræð- isvinnubrögð. Á skrifstofunni ráða lögmál leyniþjónustunnar þótt utanvið sé viðurkenndur réttur borgaranna til fullra upp- lýsinga um öll landsmál. Og þótt utan skrifstofunnartelji starfsmenn stjórnkerfisins að þeir séu að vinna í þágu íslenska ríkisins virðast önnur öfl knýja áfram verkin á varnarmálaskrifstofu utanríkisráðu- neytisins. í kjölfar þessara mála hljóta menn því að sameinast um þá tillögu Páls Péturssonar þingflokksformanns Framsóknar- manna að gerð verði ítarleg úttekt á starfsháttum skrifstof- unnar, ríkisins í íslenska ríkinu. Furðuleg viðbrögð Borgarmálakratar hafa lýst því yfir að síðustu tíðindi af fjölskrúðugum ferli Sjafnar Sigurbjörnsdóttur setji samstarf stjórnarandstöðuaflanna í Reykjavík í voða, og borgarfulltrúi flokksins segir að sameiginlegt framboð gegn borgarstjórn- aríhaldinu sé hérmeð útilokað. Jafnvel þótt bæði yfirgnæfandi meirihluti kennara í öldu- selsskóla og foreldraráð skólans hafi eindregið vísað á bug dylgjum Sjafnar um að ákvarðanir menntamálaráðherra eigi sér nokkrar aðrar ástæður en faglegar. Þrátt fyrir öll stóru orðin segir svo borgarfulltrúi Alþýðu- flokksins, Bjarni P. Magnússon, hér í Þjóðviljanum að grund- vallarmistökin í málinu hafi verið að ráða Sjöfn Sigurbjörns- dóttur að ölduselsskóla! Hvað í ósköpunum gengur á í Alþýðuflokknum í Reykja- vík? -m Leiðaraskrif um stjórnina Margir eru krókar á fjölmiðla- ferli. I fyrradag birti Morgun- blaðið viðtöl við flokksformenn- ina Ólaf Ragnar og Jón Baldvin, Tilefnið var að spyrja þá álits á leiðurum um stjómarsamstarfið í Þjóðviljanum og Alþýðublaðinu. Næsta lykkjan á þessum brautum gæti verið sú, að sjónvarpsmenn ættu viðtöl við leiðarahöfunda þessara blaða um álit þeirra á við- brögðum flokksformannanna við leiðurunum. Og svo framvegis. En semsagt: í þessum leiðurum kom fram þreyta með stjórn Steingríms Hermannssonar. Tónninn var sá, að hún hefði ekki komið því til leiðar sem um mun- aði. Slíkir dómar em svosem ekki ný bóla, og hljóma sérlega eðli- lega nú á glasnosttímum þegar pólitískir menn sinna í meira mæli sjálfsgagnrýni og síður syndum annarra en við áttum að venjast. Sami grautur... En það er athyglisvert, hve sterk sjálfsgagnrýnin er einmitt í Alþýðublaðinu. Við á Þjóðviij- anum þekkjum það vel, að hve- nær sem Alþýðubandalagið er í ríkisstjórn koma upp að liðnum nokkurra vikna hveitibrauðsdög- um allsterkar raddir vinstrió- þreyju sem finnst það illt og bölv- að „að ekki skuli hafa borið á öðrum áherslum hjá stjórninni en þeim ríkisstjómum sem á undan sátu og kenndu sig við hægri- mennsku“. En þau orð sem nú var vitnað til em einmitt úr fyrri Alþýðublaðsleiðara um stjóm- arsamstarf og stöðu Alþýðu- flokks. Og það er haldið áfram á þessa leið hér: „Hlutskipti þessarar ríkis- stjórnar er að verða það sama og ríkisstjómar Þorsteins Pálssonar. Það hafði enginn áhuga á henni og því lognaðist hún út af. Ef rík- isstjóm Steingríms á að eiga von um að verða sett á fyrir veturinn verður að skapa henni annað bakland en það sérfræðingastóð sem nú virðist öllu ráða. Stuðn- ingsfólk ríkisstjórnarinnar er orðið langþreytt á því að sjón- armið vinstri fólks sjái ekki dags- ins ljós. Framferði ráðherra bendir alls ekki til þess að launa- fólki verði sýnd önnur veiði en sú sem fyrirfram er gefin og fram- reidd af grátkórnum um „erfiða stöðu þjóðarbúsins“. Flokkur í vanda Þetta skrifaði Alþýðublaðið um stjómina almennt. Degi síðar var svo vikið sérstaklega að stöðu Alþýðuflokksins vegna þess að skoðanakönnun hafði sýnt að hann var orðinn minnstur hinna grónu flokka og fylgi hans orðið „sama sem ekki neitt“, meðan Sjálfstæðisflokkurinn fitnar „vegna stefnuleysis annarra flokka“. Síðan segir leiðarahöf- undur sem svo: „Hvað hefur bragðist? Hvaða augum lítur kjósandi á stefnu jafnaðarmannaflokksins? Er það kannski svo að það sem stendur upp úr era „hreinsanir" ráðherra í kerfinu, sem fram að þessu hafa verið kenndar við Sjálfstæðis- flokkinn og þýkir þá kjósendum allt eins gáfulegt að kjósa Sjálf - stæðisflokkinn beint... Þverstæð- ur í málfutningi Alþýðuflokksins eru tölverðar. Flokkurinn hefur á síðari áram stólað á að formaður-. inn rífi upp fylgi með uppákom- um ámóta og 100 fundaferðum um landið. Það er þó eðlilegra að flokksfólk og áhangendur teldu vænlegra að jafnaðarstefnan hefði fastari hljómgrunn. Sósí- aldemókratísk hugsjón er hljóm- fegurri en svo að rúmist fyrir í einni persónu. Jafnvel þótt hún sé að vestan". Hér kennir ýmissa grasa: það er jafnt skotið á Jón Baldvin sjálf- an og oftrú manna á að funda- og fjölmiðlaframkoma forystu- manna ráði lífi flokka og dauða. Ennfremur er minnst á gamlan og nýjan vanda Alþýðuflokksins: hvemig á hann að eignast þá sér- stöðu sem gerir hann í vitund manna að öðra en hjáleigu frá höfuðbólinu, Sjálfstæðisflokkn- um? Skoðanaleysið Hér er um giska fróðleg tilfinn- ingaleg viðbrögð að ræða en varla mikið meira en það. Síðan mætti lengi við bæta ef menn vilja leggja út af lánleysi stjórnar- flokka og velgengni Sjálfstæðis- flokksins um þesar mundir. Sú útkoma staðfestir í fyrsta lagi mikið minnisleysi almennings: það tekur hann ekki nema hálft ár að gleyma ráðleysi og reyndar „stefnuleysi" Sjálfstæðisflokks- ins sem hafði forystu í síðustu stjórn. í annan stað hallast marg- ir hinna óráðnu að Sjálfstæðis- flokknum vegna þess að 'nann er sú stærð sem fer með mikil völd hvort sem hann er í stjórn eða stjórnarandstöðu (og treysta þá síður á valdlausar Kvennalista- konur). í þriðja lagi getum við ekki lokað augum fyrir því, að til þess að „sjónarmið vinstri manna sjái dagsins ljós“ í stjórnsýslu, þá verða menn að vita hver þessi sjónarmið era. Hér er átt við það, að eftir að kratar og sósíalistar hurfu (með mismunandi hraða) frá sterkum útópisma (hugmynd- um um allt öðravísi þjóðfélag), þá hafa þeir týnt niður fram- kvæði, ekki síst í öllu sem lýtur að efnahagsmálum. Þeir era barasta í því að bregðast við því sem upp kemur í anda nokkuð svo upp- burðarlítillar mannúðarstefnu, sem er alltof oft með þeim svip að það er sem hún biðjist afsökunar á því að vera til. Það era hag- skýrslutöffaramir til hægri sem hasla mönnum völl í umræðunni, ráða forsendum hennar. Ekki svo að skilja: vissulega era vinstri- sjónarmið til hér og þar í höfðum manna og skrifum. En menn eiga eftir að koma sér saman um þau til frambúðar - orka manna fer reyndar mestöll í það að stunda pólitík sem „list hins mögulega“ sem á krepputímum verður í rík- um mæli að lystarleysi hins ómögulega. r„ Þjóðviljinn Síðumúla 6 108 Reykjavík Sími 681333 Kvöldsími 681348 Utgefandi: Útgáfufélag Þjóðviljans. Ritstjórar: Árni Bergmann, Möröur Árnason, Silja Aöalsteinsdóttir. Fróttastjóri: Lúövík Geirsson. Aðrir blaðamenn: Dagur Þorleifsson, Elías Mar (pr.), Elísabet Brekkan, Guömundur Rúnar Heiðarsson, Hildur Finnsdóttir ípr.), Jim Smart (Ijósm.), Kristófer Svavarsson, Magnús H. Gíslason, Olafur Gíslason, Páll Hannesson, SiguröurÁ. Friðþjófsson (umsjm. Nýs Helgarblaðs), SævarGuðbjörnsson, ÞorfinnurÓmarsson(íþr.), ÞrösturHaraidsson. (Framkvæmdastjóri: Hallur Páll Jónsson. ' Skrifstofu8tjóri: Jóhanna Leópoldsdóttir. Skrifstofa: Guðrún Geirsdóttir, Kristín Pétursdóttir. Auglýsingastjóri: Olga Clausen. Augiýsingar: Guðmunda Kristinsdóttir, Unnur Ágústsdóttir. Símavarsla: Sigríður Kristjánsdóttir, Þorgerður Sigurðardóttir. Bílstjóri: Jóna Sigurdórsdóttir. Husmóðlr: Erla Lárusdóttir Útbreið8lu-og afgreiðslustjóri: Björn Ingi Rafnsson. Afgreiðsla: Halla Pálsdóttir, Hrefna Magnúsdóttir. Innhelmtumaður: Katrín Bárðardóttir. Útkeyrsla, afgreiðsla, ritstjórn: Síðumúla 6, Rey kjavík, símar: 681333 & 681663. Auglýsingar: Síðumúla 6, símar 681331 og 681310. Umbrot og setning: Prentsmiðja Þjóðviljans hf. Prentun: Blaðaprent hf. Verð í lausasölu: 80 kr. Nýtt Helgarblað: 110 kr. Áákrlftarverð á mánuði: 900 kr. 4 SÍÐA - ÞJÓÐVIUINN Fimmtudagur 6. apríl 1989

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.