Þjóðviljinn - 06.04.1989, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 06.04.1989, Blaðsíða 9
MINNING Bára Guðmundsdóttir F. 27. Þá varð hljótt í húsi er okkur bárust þau harmatíðindi að Bára Guðmundsdóttir, Skerseyrarvegi 3C, Hafnarfirði, væri látin. Eg vissi auðvitað að hún var lengi búin að berjast hetjulegri baráttu við erfiðan sjúkdóm. En hún tal- aði við mig í síma fyrir stuttu og var þá svo glöð og hress og virtist hafa góða von um bata. Það gladdi mig svo sannarlega. Svo, allt f einu, er kallið komið, henn- ar ævisól til viðar hnigin, alltof snemma, finnst mér. Bára fæddist í Hafnarfirði 27. 6. 1936. Hún tók kennarapróf 1956 og hefur stundað kennslu síðan. Hún giftist Jóni Gíslasyni, skipstjóra, árið 1961. Þau eignuðust tvö börn, óskabömin Kristínu og Gísla. Þau eru bæði mannvænleg, vel af guði gerð og bera vitni um það góða uppeldi sem þau hafa hlotið. Kristín er kennari og Gísli er langt kominn í læknanámi. Ég sá hús þeirra hjóna rísa af grunni á hæðinni skammt frá mér. Fljótt og vel gekk að byggja húsið, enda voru þau samhent og með afbrigðum dugleg. Þau vom mér þá ókunnug, en fljótlega kom í ljós að þarna höfðum við fengið góða nágranna. Ævinlega mætti okkur þetta glaða og hlý- lega viðmót og einstök greiða- semi. Heimili þeirra varð sérstaklega fallegt. Allt bar vott um smekk- vísi, snyrtimennsku og reglu- semi. Þangað var gott að koma. Heimili sínu og kennslu helgaði Bára krafta sína til hinstu stund- ar. Hún var góður, virtur og velmetinn kennari og ástsæl af nemendum sínum. Það var mér vel kunnugt um. Bára og Jón komu sér fljótt upp fallegum skrúðgarði við hús- ið sitt. Það hefur í raun og vem alltaf verið talað um þau hjón bæði í sameiningu, Bára og Jón, eða Jón og Bára. Svo samtengd vora þau í hugum manna. Garð- ræktin heillaði Bám. Marga stundina og margan daginn, á 6. 1936 - D. 14.3. hverju vori og sumri vann hún að því að fegra og prýða garðinn, enda hlaut hann fegurðarverð- laun Hafnarfjarðarbæjar á sínum tíma. Oft gaf hún okkur ná- grönnum sínum blóm til að gróð- ursetja. Gjafmildi og hjálpsemi vom henni eins og meðfædd. Bára ræktaði svo sannarlega garðinn sinn. Bjart er umhverfis þá sem með alúð hlúa að börnum og blómum. Bára og Jón hændu að sér ná- grannabörnin með sinni einstöku og elskulegu framkomu við þau. Dóttursonur minn og bræður tveir, vinir hans, heilluðust svo af vinsemd þeirra hjóna, að um þau töluðu þeir alltaf með sérstakri virðingu og aðdáun. Oft fengu þeir að koma inn í fallega garðinn á Skerseyrarveginum og horfa á garðyrkjustörfin og stundum jafnvel taka þátt í þeim. Lítið hef- ur nú víst munað um þau hand- tök, en mikil var gleðin og ánægj- an þegar þeir komu heim og fóru að segja frá því að þeir hefðu ver- ið teknir í vinnu hjá Jóni og Bám og voru jafnvel með vinnulaun í vasanum. Sjálfstraustið hafði aukist til muna. En hámark hrifn- ingarinnar var, þegar Jón skip- stjóri bauð þeim með sér í sigl- ingu á sjómannadaginn. Þá ljóm- uðu augun af gleði, eftirvæntingu og aðdáun á „besta skipstjóra í 1989 heimi“. Þetta voru ævintýri sem seint munu gieymast. Bára var hamingjusöm í einka- lífi sínu. Þegar við hittumst síð- ast, sagði hún meðal annars: „Ég er svo lánsöm, ég er svo vel gift“. Það leyndi sér ekki að þau hjónin vom samhent og samtaka í lífinu, og eins var með börnin þeirra sem allt vildu fyrir hana gera til þess að henni gæti liðið sem best. Á það heimili var gott að sækja uppörvun og góð ráð. Bára var einstaklega hjálpfús, og margir hafa notið góðs af því, bæði mín fjölskylda og aðrir. Hún lét verk- in tala. Meðal margs annars reyndist hún móðurbróður sín- um, Óskari, sem var einstæðing- ur í mörg ár, mjög vel og þá best er hann þurfti þess mest með. Þegar ég hugsa um Bám og hennar miklu mannkosti, kemur mér í hug erindi úr kvæði sem Matthías Jochumsson orti til tveggja frænda sinna. Það er svona: Resta dyggð er bindindi, besta vopnið kærleiki, besta hyggni hreinskilni, hœsta speki guðrœkni. Mér finnst Bára hafa átt alla þessa þætti í ríkum mæli og hún lifði og starfaði í samræmi við það. Með þessum fátæklegu orðum vildi ég aðeins þakka henni inni- lega fyrir margar ánægjulegar og skemmtilegar samverustundir og alla vinsemd í minn garð og fjöl- skyldu minnar. Við hjónin og Guðrún og Bjarni Þór sendum Jóni, Kristínu og Gísla innilegustu samúðar- kveðjur, og einnig Dfsu, Magnúsi og þeirra fjölskyldum. „Hver dagsins geisli deyr oss hér að kveldi en dagur Guðs á eilíft sumarveldi.“ (Davíð Stef- ánsson). Sigurbjörg Guðjónsdóttir Bára Guðmundsdóttir var jarðsett 22.3. 1989 AFMÆLI Leó Guðlaugsson áttræður Annan í páskum varð Leó Guðlaugsson húsasmíðameistari í Kópavogi áttræður. Af því til- efni langar mig að senda honum bestu ámaðaróskir og þakkir fyrir ómetanlega vináttu. Leó er fæddist 27. mars 1909 að Kletti í Geiradal í Barðastranda- sýslu. Foreldrar hans vom Guð- laugur Guðmundsson bóndi frá Borgum í Hrútafirði og Sigurlína Guðmundsdóttir frá Kaldrana- nesi í Strandasýslu. Þriggja ára gamall missti hann móður sína. Árið 1928 hóf Leó nám hjá Ólafi Jónssyni húsasmíðameistara á Borðeyri. Að námi loknu starfaði hann við smíðar víðsvegar, m.a. á Djúpavík og Hjalteyri. Árið 1943 kvæntist hann Soffíu Eygló Jóns- dóttur frá Stóra-Sandfelli á Bráð- ræðisholti í Reykjavík og þar hófu þau sinn búskap. LFm tíma bjuggu þau á Siglufirði, Sauðár- króki og Hjalteyri við Éyjafjörð en fluttust síðan árið 1952 í Kópa- vog þar sem Leó reisti sér hús við Víghólastíg. Eg kynntist Leó þegar ég flutti í Kópavoginn fyrir hálfum öðmm áratug og við urðum nágrannar á Víghólastígnum. Fljótlega tókust mikil og góð kynni milli fjöl- skyldna okkar sem hafa verið mér og mínum mikils virði. Betri nágranna hef ég ekki eignast. Margar góðar stundir hef ég átt á heimili þeirra hjóna og ekki færri með Leó á verkstæðinu hans í bQ- skúmum, sem er hinn mesti furðuheimur. Þar hafa mein- ingarfullar umræður farið fram og mörg listasmíðin litið dagsins ljós. Þar hefi ég líka orðið margs vísari því Leó hefur frætt mig um marga hluti, enda hefur hann víða komið við, er víðlesinn og minnugur vel. Ungur gekk Leó til liðs við samtök sósíalista og þekkir sögu sósíalískrar hreyfingar vel af eigin reynslu. í mínum augum hefur Leó alltaf verið einn af þessum gömlu og góðu sósíalist- um sem íslensk verkalýðshreyf- ing stendur í mikilli þakkarskuld við. Leó er ljóðelskur maður. Minni hans á ljóð og höfunda þeirra hefur oft vakið undran mína. Reyndarerhannsjálfurvel hagmæltur, slær oft fram stöku við góð tækifæri. Skógrækt hefur verið eitt helsta áhugamál Leós. Að henni hefur hann m.a. unnið innan Skógræktarfélags Kópavogs. Formaður þess félags hefur hann verið um langt árabil. Skógrækt- arfélög Kópavogs og Kjósarsýslu eiga saman jörðina Fossá í Hval- firði. Þar hefur Leó unnið merkt skógræktarstarf sem ég hygg að halda muni nafni hans á Iofti vel og lengi. Þegar ég skrifa þessar línur til Leós er mér einn þáttur í fari hans mjög ofarlega í huga. Það er hjálpsemi hans og greiðvikni. Alltaf þegar ég hefi til hans leitað hefur hann verið tilbúinn til hjálpar, hvemig sem á hefur stað- ið. Auk þess er hann með úr- ræðabetri mönnum og öll verk- færi leika í höndum hans. Vinir hans taka oft svo til orða: „Ef Leó getur það ekki þá getur það eng- inn“. Með þeim orðum slæ ég botn- inn í þessa afmæliskveðju og endurtek ámaðaróskir mínar. Ingimar Jónsson (Þessi afmælisgrein var blaðinu send frá útlöndum og lagði hún óþarfa lykkju á leið sína og gat því ekki fyrr komist á prent). ALÞYÐUBANDALAGIF) Alþýðubandalagið í Kópavogi Morgunkaffi laugardaginn 8. apríl kl. 10-12. Heimir Pálsson bæjarfulltrúi hellir uppá könnuna og ræðir bæjarmál- in í Þinghól. Alþýðubandalagið í Kópavogi Bæjarmálaráð er boðað til fundar mánudaginn 10. apríl kl. 20.30 í Þinghól. - Stjórnin. Alþýðubandalagið Akureyri Árshátíð Árshátíð félagsins verður haldin laugardaginn 15. apríl í Alþýðuhúsinu og hefst kl. 19.30. Undir borðum verður skemmtidagskrá og hljómsveit leikur fyrir dansi á eftir. Nánar auglýst síðar. - Stjómin. FLÓAMARKAÐURINN Tll sölu nýlegt frístandandi bað- og skipti- borð. Verð kr. 7.000. Upplýsingar í síma 685679. Húsnæðl óskast Par sem á barn í vændum óskar að taka íbúð á leigu sem allra fyrst. Greiðslugeta 25-30.000 á mánuði. Mjög góð umgengni og skilvísar greiðslur. Símar 52446 og 44494 á kvöldin. Peugeot 504 árg. ’77 til sölu til uppgerðar eða niðurrifs. Skoðaður '88. Þarfnast viðgerðar. Verð samkomulag. Upplýsingar í síma 681331 eða 681310 á skrif- stofutíma. Kvensaumagína Kvensaumagína óskast. Upplýs- ingar í síma 74304. Þvottavél 11 ára gömul Philco þvottavél til sölu. Upplýsingar í síma 34868. Húsnæ&l óskast Ungur piltur óskar eftir 2-3 her- bergja ibúð. Einstakt snyrtimenni og algjör reglumaður. Hringið í síma 621290 og spyrjið um Steven. Barnavagn til sölu Blár Silver Cross. Vel með farinn. Verð kr. 12.000. Upplýsingar í síma 53154. Rakatæki tll sölu Lítið notað rakatæki til sölu á kr. 1.000. Upplýsingar í síma 39598 eftir kl. 18.00. Frystikista Gömul, lítil en ágæt frystikista fæst fyrirlítið. Upplýsingarísíma681310 eða 681331 á skrifstofutíma. Svalavagn óskast Óska eftir svalavagni (þarf ekki að líta vel út). Upplýsingar í síma 25859 eftir hádegi. Trjáklippingar Klippi tré og runna. Veiti alhliða garðyrkjuþjónustu. Upplýsingar í síma 16679. Jón Júlíus, garðyrkju- fræðingur. Óskast keypt Óska eftir að kaupa svalavagn og kommóðu. Upplýsingar í síma 25859. Lítlll frystiskápur óskast fyrir lítinn pening (ísskápur einnig ef um samstæðu er að ræða). Upplýsingar í síma 13297. Maria Antoinette Óska eftir að kaupa Mariu Antoin- ettu eftir Stefan Zweig. Upplýsingar í síma 74212 eftir kl. 18.00, Hulda. Tll sölu toppgrind á bíl, iítill stálvaskur og fuglabúr. Upplýsingar í síma 612430. Til sölu Vandað hjónarúm með 2 náttborð- um til sölu á góðum kjörum. Sími 17952 á daginn og 22379 á kvöldin. Halló! Má ég biðja manninn er hringdi í mig á þriðjudagskvöldið útaf skíða- auglýsingunni „SOS“ og bauð skíoi, 110 cm með bindingum og skóm vinsamlegast að hringja aftur í mig í síma 44218. Trabant ’87 til sölu í Hafnarfirði. Sími 52832 eftir kl. 19 á kvöldin. Hjónarúm gefins Gamalt, hvítlakkað, kassalaga hjónarúm án dýnu fæst gefins ef einhver vill hirða það. Upplýsingar í síma 675862 á kvöldin. Til sölu 2 furustólar. Seljast ódýrt. Upplýs- ingar í síma 688906. Gó&lr skf&askór (Nordica) til sölu, nr. 36. Verð kr. 1.500. Upplýsingar í síma 71834. Til sölu Hvítt bamarimlarúm á kr. 5.000, hár bamastóll á kr. 1.500 og Silver Cross regnhlífakerra á kr. 3.500. Upplýsingar í sima 10131. Apple tölva Til sölu Apple II E tölva ásamt nokkrum forritum, stýripinna, mús og skjá. Upplýsingar í síma 687804. Ýmislegt ódýrt Armstóll með háu baki og skemill (skemmtilegt áklæði), barnarimla- rúm (einnig nothæft sem leikgrind), toppgrind á bíl, mjög ódýr svigskíði og gönguskíði og nýlegir skíðaskór nr. 41 og 42. Upplýsingar í síma 41289. Húsnæði óskast Fertugur maður óskar eftir rúm- góðu herbergi með baðaðstöðu eða lítilli íbúð í Reykjavík eða Kópa- vogi. Tilboð sendist auglýsinga- deild Þjóðviljans merkt „Húsnæði ■89". Emmaljunga kerruvagn með dýnu til sölu á kr. 15.000 (tæp- lega ársgamall). Sími 17133. sos Óska eftir að kaupa notuð, vel með farin barnaskíði með bindingum ca. 1,10-1,20. Upplýsingar í síma 44218. Ryksuga óskast Óska eftir nothæfri ryksugu. Sími 27738. Leiguskipti Reykjavík - Selfoss Ég á 150 fm einbýlishús á Selfossi og óska eftir leiguskiptum á því og 3-4 herbergja íbúð á Stór- Reykjavíkursvæðinu. Leigutíminn er eitt ár frá ca. 1. júní. Upplýsingar í símum 91-90363 og 91-43862. Til sölu Ariston kæliskápur með sér frysti að ofan og með nýjum mótor. Verð kr. 20.000, Grundig útvarpsfónn á kr. 10.000 og Cortina 1600 árg. '77, skoðaður '89. Gott gangverk, sumar- og vetrardekk fylgja. Verð kr. 50.000. Þeir sem hefðu áhuga hringi inn nafn og símanúmer á auglýsingadeild Þjóðviljans, sími 681310 eða 681331. ísskápur óskast Isskápur í góðu standi óskast, hæð 140 cm. Einnig vantar þvottavél og hjónarúm. Upplýsingar í síma 42397. Flóamarka&ur Opið mánudaga, þriðjudaga og miðvikudaga frá kl. 14-18. Enda- laust úrval af góðum og umfram allt ódýrum vörum. Gjöfum veitt mót- taka á sama stað og tíma. Flóa- marka&ur SDÍ Hafnarstræti 17, kjallara. Rússneskar vörur í miklu úrvall m.a. tehettur, matrúskur, ullarklút- ar- og sjöl og ýmsar trévörur. Póstk- röfuþjónusta. Upplýsingar í síma 19239. Flmmtudagur 6. apríl 1989 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 9

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.