Þjóðviljinn - 06.04.1989, Blaðsíða 11

Þjóðviljinn - 06.04.1989, Blaðsíða 11
I DAG Pjóðviljinti - Frá lesendum - Síðumúla 6 Í08 Reykjavík FRA LESENDUM Á veröi gagnvart Evrópubandalagið er að verða eitt mesta og örlagaríkasta mál þjóðarinnar, þegar á að fara að kippa okkur inn í efnahagsveldi stórvelda. Það eru blendnar til- finningar til þessa bandalags. Hitt er annað mál að þetta er orð- ið töfraorð í munni gráðugra pen- ingamanna, er telja að nú sé allt að fara í hundana í fjármálum þjóðarinnar vegna óhappa þeirra er hafa á undanförnum árum veðjað á vitlausa hesta og stólað á skjótfenginn gróða. íslenskt máltæki segir: Margur verður af aurum api, og þessir peningadólgar eru nú ekki á því að leggja árar í bát, þó gjaldþrot- in og uppboðin á eignum þeirra blasi við svo að segja daglega, einhvernveginn eru þeir komnir á kreik aftur og byrjaðir sama leikinn, og nú eru þessir óláns- menn farnir að leggja nýjar línur í fjármálum til þess (eins og þeir segja í lágum hljóðum) að heimta innstreymi erlends fjármagns úr stórbönkum heimsins svo hægt sé . að koma hér á almennilegu góð- æri eins og það var á árunum 1984-1988, þegar dugnaðar- mennirnir fengu að njóta sín og allt lék í lyndi. Nú á Evrópubandalagið að bjarga málunum svo að þessir villtu hestar geti prjónað áfram. En liggur okkur nokkuð á? Við erum Evrópubúar en ekki f bandalaginu og eigum ekkert að vera að flýta okkur til að ganga í þessa stórveldakeðju. Við búum í hreinu og ómenguðu landi, fram- leiðum sjávarafurðir er allir sækj- . ast eftir, eigum þekkingu og vís- indamenn er njóta álits heimsins, svo það er ekkert annað en minn- imáttarkennd að við þurfum að ganga að einhverjum afarkostum í samningum við aðrar þjóðir. Pjóðirnar á meginlandi Evr- ópu standa á öndinni af mengun og hnignandi lífríki. Svæði hafs- ins þar eru að verða hættusvæði ef ekkert verður að gert í þeim málum, þessvegna er ekki nokk- ur vafi á því að Evrópubanda- lagið mun sækjast eftir því að ná tangarhaldi á fiskimiðum okkar og moka inn í landið álverum og öðrum stóriðjuframkvæmdum. En hættan er augljós. Við erum með fársjúka peningastétt er mun svífast einskis til að halda völdum sínum á komandi tímum ásamt misvitrum stjómmála- mönnum. Með kveðju Páll Hildiþórs Stöndum saman vinstri- menn Þegar þetta er ritað er orðið stutt í 1. maí. Ég hef trú á því að sá dagur í ár geti haft mikii áhrif á afkomu láglaunafólks í lægstu þrepum launastigans. Þó illa virðist vera komið fyrir verka- fólki, málgagni þess Þjóðviljan- um og vinstri ríkisstjóm, þá er tími til kominn að vinstri menn sýni í alvöru samstöðu og bindist bræðralagi um gjörvallt Island og láti prúðbúinn aðalinn hætta að troða á sér. Nú er leiftursókn íhaldsins að brjóta stór skörð í varnarvegg vinstrimanna. Víst er að það rétt, en lof sé baráttuþreki okkar manna sem standa fremst í víglín- unni. Áróðurinn flæðir yfir landið og hægri menn níða niður allt það góða sem okkar menn em að byggja upp. Ólafur Ragnar á að vera fúlmenni af vestu gerð. En Ólafur Ragnar er okkar maður sem vill gera alþýðunni gott. Hingað til hefur alþýðan mátt tfna upp af gólfinu bitana og leifarnar sem hrunið hafa af veisluborðum „betri borgar- anna“, þeirra sem aldrei fá nóg. Ólafur Ragnar viil bjóða öllum jafnan rétt. ísland má ekki falla í hendur vinstri manna, eflum málgagn okkar Þjóðviljann. Fylkjum liði. Einar Ingvi Magnússon Móðgun við þjóðina Viðamestu heræfingar sem hér hafa verið haldnar eru boðaðar á Suðumesjum í sumar. Banda- ríkjastjóm ætlar að senda hingað hátt í 1500 tindáta. Á sjálfan þjóðhátíðardag landsmanna þann 17. júní ætlar herhópurinn að fylkja liði til íslandsferðar. Þetta er allt hin mesta móðgun í garð íslands og íslensku þjóðar- innar. Þó ekki væri nema af þeim sökum einum þá á að neita öllum beiðnum um heræfingar hér. Allir sem fylgst hafa með af- vopnunarviðræðum risaveldanna vita að spennan sem verið hefur á milli vesturs og austur undan- fama áratugi hefur stórlega minnkað nú allra síðustu misseri. Það væri því í hæsta máta óeðli- legt ef ríkisstjórn íslands ætlaði að leggja sitt lóð á vogarskálar friðarins með því að heimila hér umfangsmestu heræfingar frá stríðslokum. Undanlátssemi stjórnvalda gagnvart Bandaríkjunum er al- gerlega óþolandi og ég vona svo sannarlega að menn sýni þann manndóm að hafna alfarið öllum beiðnum um heræfingar hér á landi. Konráð Friðfinnsson auðvaldsins, því þá er stutt í það að bamshafandi konur verði að borga hálfa miljón til sjúkrahúss- ins við fæðingu eins og í Banda- ríkjum Ameríku. Þar ræður hnef- arétturinn, frumskógarlögmálið og auðvaldið ríkjum. Slíkt má aldrei henda hér. Við verðum því að kalla okkar lið út og mæta leiftursókn íhaldsins með okkar samtakamætti sem sigrar allt og alla. Eflum traust okkar manna, Hrein tunga Hreint land Ég á hér til svarið ef að verður spurt í því er falitin minn kraftur. 'g óska að hrollvekjuher fari burt og hreint verði landið mitt aftur. Mér finnst að þess heiður sé heftur í bönd, en hann vil ég gera sem mestan. Á meðan að kjagar þess klettóttu strönd kjarnorkuþýið að vestan. Ég tigna þig móðir og fjallkona fríð, þig frjálsa hvern íslending dreymi. Ég frábið þér enskunnar fretandi lýð á fegursta málið í heimi. Brynjúlfur Sigurðsson frá Kópaskeri Undarlegt ríkis- sjónvarp Lesandi úr Eyjum hringdi: Ég get ekki orða bundist yfir fréttamati ríkissjónvarpsins. Sl. sunnudagskvöld var skýrt frá því í fréttum ríkisútvarpsins að þá fyrr um daginn hefðu herstöðvaand- stæðingar haldið fjölmennan fund í Háskólabíói þar sem harð- lega hefði verið mótmælt fyrir- huguðum heræfingum Banda- ríkjamanna. Frá þessu var skýrt á skilmerkilegan hátt, enda frétt- næmt þegar þúsund manns koma saman á fund til að mótmæla hemaðaryfirgangi. Þegar kom að fréttum ríkis- sjónvarpsins síðar um kvöldið brá svo við að engin frétt var þar um hinn fjölmenna fund her- stöðvaandstæðinga. í klukku- stundarfréttatíma frá 19.30-20.30 var ekkert pláss fyrir slíka frétt. Hins vegar var drjúgum tíma var- ið í að sýna gamlar myndir frá heræfingum Bandaríkjamanna á Suðumesjum frá því sumarið 1987. En ekki orð um að þúsund manns hafi fyrr um daginn mót- mælt harðlega slíkum æfingum. Er furða þó maður spyrji: Er ver- ið að ögra fólki með þessu og hvert er eiginlegt fréttamat ríkis- sjónvarpsins? þlÓDVILIINN FYRIR50ÁRUM Baráttan gegn gengislækkun og lögfestingu kaups og kjaraer hafin. Varnarbandalagið boðar fjölda stjórnarmeðlima úr verklýðs- og iðnsveinafélögum til fundar í Reykjavík á annan í páskum. Lebrun kosinn forseti Frakk- lands með 500 atkv. af 910. Keppinautarnir voru 4. 6. APRÍL fimmtudagur í tuttugustu og fjórðu viku vetrar, sautjándi dag- ur einmánaðar, 96. dagur ársins. Sól kemur upp í Reykjavík kl. 6.28 en sestkl. 20.34. Nýtttungl (sumartungl). VIÐBURÐIR Verkalýðs- og sjómannafélag Álftfirðinga stofnað í Súðavík 1928. APÓTEK Reykjavík. Helgar- og kvöldvarsla lytj- abúöa vikuna 31. mars-6. apríl er í Garös Apóteki og Lyfjabuðinni löunni. Fyrrnef nda apótekið er opiö um helgar og annast næturvörslu alla daga 22-9 (til 10 frídaga). Siðarnefnda apótekiö er opið á kvöldin 18-22 virka daga og á laugardögum 9-22bamhliöa hinu fyrr- nefnda. LÖGGAN Reykjavfk sími 1 11 66 Kópavogur..........sími 4 12 00 Seltj.nes..........sími 1 84 55 Hafnarfj...........simi 5 11 66 Garðabær...........sími 5 11 66 Slökkvilið og sjúkrabflar: Reykjavík..........sími 1 11 00 Kópavogur..........sími 1 11 00 Seltj.nes..........sfmi 1 11 00 Hafnarfj...........sími 5 11 00 Garöabær...........sími 5 11 00 L>iKNAR Læknavakt fyrir Reykjavík, Sel- tjarnarnes og Kópavog er i Heilsu- verndarstöð Reykjavíkur alla virka daga frá kl. 17 til 08, á laugardögum og helgi- dögum allan sólarhringinn. Vitj- anabeiðnir, slmaráöleggingar og tíma- panfanir í síma 21230. Upplýsingar um lækna og lyfjaþjónustu eru gefnar í sfm- svara 18888. Borgarspftalinn: Vakt virka daga kl. 8- 17 og fyrir þá sem ekki hafa heimilis- lækni eöa ná ekki til hans. Landspít- alinn: Göngudeildin er opin 20-21. Slysadeild Borga I alans:opinallan sólahringinn sími baobOO. Hafnarfjörður: Dagvakt, Heilsugæslan sími 53722. Næturvakt lækna sfmi 51100. Garðabær: Heilsugæslan Garðaflöt s. 656066, upplýsingar um vaktlækna s. 51100. Akureyrl: Dagvakt 8-17 á Læknamiö- stöðinni s. 23222, hjá slökkviliðinu s. 22222, hjá Akureyrarapóteki s. 22445. Keflavik: Dagvakt. Upplýsingar s. 3360. Vestmannaeyjar: Neyöarvakt lækna s. 1966. SJÚKRAHÚS Heimsóknartimar: Landspítalinn: alla daga 15-16,19-20. Borgarspítalinn: virkadaga 18.30-19.30, helgar 15-18, og eftir samkomulagi. Fæðingardeild Landspitalans: 15-16. Feöratfmi 19.30- 20.30. Öldrunarlækningadeild Land- spítalans Hátúni 10 B. Alla daga 14-20 og eftir samkomulagi. Grensásdeild Borgarspítala: virkadaga 16-19, helgar 14-19.30. Heilsuverndarstöðin viö Barónsstíg opin alla daga 15-16 og 18.30-19.30. Landakotsspítali: alla daga 15-16 og 18.30-19. Barnadeild: heimsóknir annarra en foreldra kl. 16-17 daglega. St. Jósefsspitali Hafnarfiröi: alla daga 15-16 og 19-19.30. Klepps- spitalinn:alladaga 15-16 og 18.30-19. Sjúkrahusið Akureyri: alladaga 15-16 og 19.19.30. Sjúkrahúsið DAGBÓK Vestmannaeyjum: alia virka daga 15- 16og 19-19.30. SjúkrahúsAkraness: alla daga 15.30-16 og 19-19.30. Sjúkra- húsið Húsavfk: alladaga 15-16 og 19.30-20. ÝMISLEGT Hjálparstöð RKÍ. Neyðarathvarf fyrir ung- lingaTjarnargötu 35. Sími: 622266, opiö allan sólarhringinn. Sálfræðistöðin. Ráögjöf í sálfræöilegum efnum. Sími 687075. MS-félagið Álandi 13. Opiö virka daga frá kl. 10-14. Sími 688800. Kvennaráðgjöfin Hlaövarpanum Vestur- götu 3. Opið þriöjudaga kl.20-22, fimmtudaga 13.30-15.30 og kl. 20-22, sími 21500, símsvari. Sjálfshjálparhópar þeirra sem orðið hafa fyrir sifjaspellum, s. 21500, símsvari. Upplýsingar um eyðni. Sími 622280, beint samband viö lækni/hjúkrunarfræðing á miðvikudögum kl. 18-19, annars sím- svari. Samtök um kvennaathvarf, simi 21205. Húsaskjól og aöstoö fyrir konur sem beittar hafa veriö ofbeldi eöa orðið fyrir nauðgun. Samtökin ’78. Svarað er í upplýsinga- og ráðgjafarsíma félags lesbía og homma á mánudags-og fimmtudagskvöldum kl. 21- 23. Símsvari á öðrum tímum. Siminn er 91-28539. Félageldri borgara. Opið hús í Goöheim- um, Sigtúni 3, alla þriöjudaga, fimmtudaga og sunnudaga kl. 14.00. Bilanavakt (rafmagns- og hitaveitu:s. 27311. Rafmagnsveita bilanavakt s. 686230. Vinnuhópur um sif jaspellamál. Simi 21260allavirka daga kl. 1-5. Lögfræðiaðstoð Orators, félags laga- nema, er veitt í síma 11012 milli kl. 19.30 og 22.00 áfimmtudagskvöldum. „Oplð hús“ krabbameinssjúklinga Skógarhlíð 8 er „Opiö hús" fyrir alla krabb- ameinssjúklinga og aðstandendur þeirra á fimmtudögumkl. 17.00-19.00. Samtök áhugaf ólks um alnæmisvand- ann sem vilja styöja viö smitaöa og sjúka og aðstandendur þeirra. Hringiö í síma 91 - 22400 alla virka daga. GENGIÐ Genglsskráning 5. april 1989 kl. 9.15. Sala Bandaríkjadollar.......... 52,94000 Sterlingspund............. 89,94800 Kanadadollar.............. 44,51200 Dönsk króna................ 7,26700 Norsk króna................ 7,77960 Sænskkróna................. 8,29910 Rnnsktmark................ 12,55390 Franskurfranki............. 8,37100 Belgískur franki........ 1,34960 Svissn. franki............ 32,24410 Holl.gyllini.............. 25,05620 V.-þýsktmark.............. 28,25650 Itölsklíra................. 0,03851 Austurr. sch............. 4,01520 Portúg. escudo............. 0,34300 Spánskurpeseti............. 0,45540 Japansktyen................ 0,40274 Irsktpund................. 75,36800 KROSSGATA 1 —i □ f*— 3 m 4 6 3 7 r^i í^.j ■ 9 ió □ 11 12 13 n 14 r^i í^j 18 r^i L J Ti u 19 20 n 22 □ 24 □ • 28 1 Lárétt: 1 skurn 4 sæti 8 býsnin9vaði11 fljót- inu12skemmir14til 15 ánægja 17 hangsa 19brún21 stefna22 bleytu 24 mála 25 spil Lóðrétt: 1 bjargbrún2 Styrkja3óánægöur4 ristu5aftur6gras7 fyndin10spjald13 æöir 16 klæðleysi 17 andi 18hratt20op23 fyrstir Lausn á síðustu krossgátu Lárétt: 1 viss4saka8 aksturs 9 ilma 11 aöan 12nýtnar14MA15 kufl17sigar19enn21 óni 22 arka 24 agni 25 ramt Lóðrétt: 1 vein 2samt 3skanka4starf 5auö 6 kram 7 asnann 10 Iýsing13aura16leka 17sóa18gin20nam 23 rr Fimmtudagur 6. apríl 1989 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 11

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.