Þjóðviljinn - 07.04.1989, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 07.04.1989, Blaðsíða 2
SKAÐI SKRIFAR Ég kveö Albert Ég, Skaði, þekki líka hann Albert. Það er naumast þú þekkir allan skrattan, maður, gætu menn sagt si sona og það er ekki nema rótt. Ég hefi alltaf verið públíkmaður. Ég er til dæmis sannfærður um að það er tóm vitleysa að ná eyrum manna með því að koma fram í öllum þessum sjónvarpsstöðvum og útvarps- stöðvum sem enginn veit lengur hvað er í og hvað ekki. Ég er mín eigin sjónvarpsstöð. Þegar óg geng til dæmis upp og niður Laugaveginn þá hefi óg átt tjáskipti við miklu fleiri en útvarpsmennirnir. Og þá hefi ég til dæmis hitt hann Aibert, sem er að fara til Frans, blessaður öðlingurinn. Við vorum saman í fótbolta í gamla daga við Albert þar til hann braut á mór nefið þegar við ætluðum báðir að skora mark í einu, en ég hefi löngu fyrigefið honum það. Og meðan við vorum báðir í Sjálfstæðis- flokknum þá var óg alltaf velkominn heim til hans, hvort sem var fyrir mat eða eftir mat. En svo komu þessi leiðindi með Borgaraflokkinn og þá hætti óg um stund að heilsa Alberti því óg vil virða minn Formann og engar refjar. En nú er Albert búinn að sjá að sór og svo er hann að fara karlhólkurinn og ég mátti til með að segja við hann eitt orð. Finnst þór aldrei, Albert, spurði ég, að þeir hafi verið að plata þig þessir stjórnarkarlar með því að senda þig úr landi og eyðileggja svo Borgaraflokkinn? Nei, sagði Albert. Það hefur mér aldrei dottið í hug. Ég er elskaður og virtur í Frakklandi, það vitum við Jón Baldvin báðir. Meira að segja Ólafur Ragnar hefur komið auga á þetta líka. Ég er ekkert að væna þessa góðu drengi um neitt fals, það kemur mér ekki til hugar. En nú hafa sumir og ýmsir verið að ergjast í þér út af Hafskipum og fleiru... Ég skal segja þér eitt Skaði, ég hefi aldrei skilið þetta með Hafskip. Þetta voru góðir drengir sem ég reyndi aðeins að góðu. Og ég átti þar engra hagsmuna að gæta því ég hefi aldrei gert annað en vera í þjónustu fólksins eins og við vitum báðir. Maður vinnur hjá Hafskipi og Utvegsbanka af mestu heilindum og fær svo bágt fyrir! Veistu það, Skaði, ég held það sé bara eitthvað að þessu þjóðfélagi. Þú hefur verio mikið í fyrirgreiðslunni Albert, sagði ég. Já Skaði, og það er það eina sem vit er í. Hugsaðu þér allt þetta fólk sem er í vandræðum og veit ekki að það er fullt af allskonar opinberu fé sem réttur maður getur gefið því af sínu örlæti. Ég er maður góðhjart- aður Skaði og ég skal segja þór: mig munar ekkert um að standa í sona reddingum. Ég er eins og dyr, Skaði, hver sá sem gengur inn um mig, hann er seif eins og segir í Biblíunni, hann mun ganga inn og ganga út og fá fóður. Það er líka þessvegna sem margir gráta það þungum tárum að ég er að hverfa af þingi. Það var ein stúlka sem vinnur hérna sem sagði: Hver á nú að hugsa um litla manninn? Og ég fór að hugsa um þetta líka og ég varð einhvernveginn svo dapur allur og lítill í mér, Skaði, ef þú bara vissir það. En ég hugsaði sem svo: Nei, Albert, þetta dugir ekki. Skyldan kallar. Einhver verður að passa litla manninn í félagi þjóðanna, það er að segja (sland í París. Það er eins og þa^endur: inanan skamms sjáið þér mig ekki og aftur innan skamms munuð þér sjá mig. En hvað um Borgaraflokkinn? Hvað varðar mig um þann flokk? Ég stofnaði hann en svo breytti hann um stefnu. Hvaða stefnu Albert? Mína stefnu auðvitað. Og ætlar þú kannski að koma til liðs við okkur Sjálfstæðismenn aftur Albert? Ég er ekkert að útiloka það, sendiherra verður að fá að vasast í pólitík ef honum leiðist, hvað heldurðu. Ég er í rauninni sami Sjálfstæð- ismaðurinn og ég hefi alltaf verið. Ég hefi alltaf haft mestu ánægju af mínu óeigingjarna starfi fyrir flokkinn og mér þótti sorglegt að yfirgefa hann, það segi óg satt Skaði. Já en úr því þú hefur alltaf verið Sjálfstæðismaður Albert, af hverju fórstu þá? Menn eiga að vera kyrrir í sínum flokki Albert, það lærðum við ungir menn. Það skal ég segja þér Skaði. Ég gerði það ekki fyrir sjálfan mig að ganga úr Sjálfstæðisflokknum. Ég gerði það fyrir Sjálfstæðismenn. Fyrir Sjálfstæðismenn? hváði ég. Já Skaði minn. Ég gerði það til að Sjálfstæðisflokkurinn fengi ekki ámæli af mér út af þessum misskilningi með Hafskip. Ég gerði það líka til að óánægðir menn lærðu það betur - sumpart í mótlæti innan flokksins, sumpart í huldubaráttu með mér- hve mikils virði það er að vera sameinaður Sjálfstæðisflokksmaður. Það er eins og segir í Bilbí- unni: Ef að sáðkomið ekki deyr, þá mun það ekki ávöxt gefa. Albert, sagði ég hrærður, ég þakka guði fyrir að þú ert ekki eins og aðrir menn.... GA RÐINUM HÚSVERNDAR- FRAMTAK? Nú erstjómin (Fríkirkjusafnað- arins) búin að losa sig við bæði prestinn og söfnuðinn og eftir standa kirkjan og safnaðar- heimilið mannlaus. Morgunblaóió SÉR SKEFUR SKÓF ÞÓTT SKAFI En ef við færum nú að þreifa ofaní skófnapott þann sem hin út- völdu stjómvöld hafa verið að hræra í undanfarin ár, þá verður ekki komist hjá því að þukla þar um hinar ógeðslegustu bruna- skófir sem ekki með neinu móti eru svo hreinsaðar frá botninum, að potturinn með öllu saman verði ekki svo illa farinn, að ekki megi með öllu henda, hvað stór og veglegur sem í upphaflegri gerð sýndist glansandi spegilfag- ur og fínn. Morgunbladiö LIÐSEMD PREST- ARNIR LÖGÐU... Fyrrum sóknarprestar aðstoð- uðu kvefaðan kór. Morgunblaöió ÞÚ VEIST HVAÐ ÉG MEINA Hvað er til dæmis meira spennandi en tveir fílsterkir harð- ir karlmenn að glíma?... Við kon- urnar verðum að vara okkur, annars sitjum við eftir með froðu- kennt þjóðfélag. Hörðu málunum verður ekki sinnt. Morgunblaóló HVAÐ ER HLAND MILLI VINA? Hann sagði að ástæða rifrildis- ins hafi verið sú að íslendingur- inn meig í brugggtunnu sem Sví- inn og fleiri áttu. „Það skipti nú samt ekkert svo miklu máli, við vorum allir búnir að drekka úr þessari tunnu, þetta voru það margir lítrar að það skipti engu máli,“ sagði sjónarvotturinn. Tíminn HINN DULDI DRAUMUR FJALL- KONUNNAR Amma átti amrískan tengda- son en hann drakk sig loks í hel. Eurovlaiontoxti í ár. ISLANDS ÓHAM- INGJUVERÐUR ALLT AÐ VOPNI Getur ábyrgur maður verið þekktur fyrir að leika sór í skíða- lyftum og lúxuslífi þegar amstrið heldur áfram að leika íslenskan almenning grátt? Hvernig vegnar heilli þjóð þegar maður hættir að fyigjast með henni og taka þátt í raunum hennar? Ellort Schram í DV. 2 SÍÐA - NÝTT HELGARBLAÐ

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.