Þjóðviljinn - 07.04.1989, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 07.04.1989, Blaðsíða 3
Sjálfstæðismenn forvitnir Það vakti mikla athygli þegar Magnús Skarphéðinsson hvalavinur upplýsti á sínum tíma að símalínum hans og Þorsteins Pálssonar hefði ítrekað slegið saman og að hann hefði getað hlustað á trúnaðarsamtöl formanns Sjálfstæðisflokksins. Voru m.a. leiddar líkur að því að ástæðan fyrir þessu gæti ver- ið sú að símalína Magnúsar, og ef til vill Þorsteins líka, væru hleraðar. Setti töluverð- an óhug að ýmsum við þessar fréttir, m.a. alþingismönnum, og er nú væntanleg á þingi fyrirspurn til Steingríms J. Sigfússonar samgönguráð- herra um hleranir á vegum hins opinbera. Magnús hefur orðið fyrir töluverðum óþæg- indum af þessum samslætti símalínanna því eftir að hann kunngerði þetta hefur hann varla haft f rið fyrir forvitnu fólki sem vill vita hvað Þorsteinn var að ræða í símann. Hvar sem hann mætir á manna- mótum er alltaf einhver sem dregur hann afsíðis og byrjar að yfirheyra hann um samtöl- in. Einkum eru það þó Sjálf- stæðismenn sem eru forvitnir um einkasamtöl formannsins. Magnús mun hinsvegar þög- ull sem gröfin.B Að skipta eða skipta ekki um þingkonur Mikil ólga er nú í röðum Kvennalistans vegna fyrri ákvarðana hans um að þing- dóttir skuii láta af þing- mennsku á miðju kjörtímabij- inu - m.ö.o. nú í vor. Nú mun Kristín hafa ákveðið að hlíta þessari samþykkt Kvennalist- ans en Guðrún Agnarsdóttir hefur ekki gert upp hug sinn, a.m.k. ekki opinberlega. Ummæli hennar í blaðavið- tölum undanfarna daga benda hinsvegar eindregið í þá átt að henni sé þingsætið kærara en prinsípákvarðanir flokks hennar um útskiptingu og valddreifingu. í viðtali við Morgunblaðið á dögunum bar hún við ótryggu stjórnmálaástandi er hún rétt- lætti tregðu sína á að láta af þingmennsku - og spyrja má hve lengi slíkur fyrirvari getur enst? Ekki eru þó allir jafn- óánægðir með afstöðu Guðr- únar Agnarsdóttur. Þjóðviljinn hefur f rétt að ýmsir þaulsætnir alþingismenn séu hæst- ánægðir með þennan óvænta stuðning frá prímadonnu Kvennalistans.B ; WWt, .rý„úslc*ttxcR'»' .OO0kr.A»’inUÖÍ 6 fcr» t>» hér cr 1 þú fc-s10 Þ*r 'olt tll 1>“k“ 2Jvr"h‘'«- “ ‘P.rtsil, O* A.,. - °s fyri >ar»*t fn Með áskrift aó spariskírteinum ríkissjóðs býðst þér vænlegt tækifæri til reglulegs sparnaðar án nokkurrar fyrirhafnar Nú býðst þér betra tækifæri en áður hefur þekkst til að hefja reglubundinn og arðbæran sparnað — með áskrift að spariskírteinum ríkissjóðs. Þessi nýja sparnaðarleið er jafnvel einfaldari en að leggja inn á sparisjóðsbók og það þarf ekki nema um 5.000 kr. á mánuði til að vera með. Þú nýtur betri kjara en annars staðar og hefur alltaf aðgang að peningunum þínum því skírteinin eru auðselj- anleg hvenær sem er. Til að einfalda þetta enn frekar getur þú greitt skírteinin með greiðslukorti. Sem dæmi um þann ávinning, sem fylgir áskrift að spariskírteinum má nefna, að þú átt 715.984 kr. ef þú sparar 10.000 kr. mánaðarlega í 5 ár og vext- irnir eru 7%. Ef við gefum okkur 9% vísitöluhækk- un á ári verður fjárhæðin 909.100 kr. þar sem spari- skírteinin eru verðtryggð. Þetta er umtalsvert öryggi og raunávöxtun. Fylltu út áskriftarseðilinn, sem þú fékkst sendan heim, settu hann í póst eða hringdu í síma 91- 699600 og pantaðu áskrift. Einfaldara getur það ekki verið. Notaðu þetta einstaka tældfæri og gerstu áskrifandi strax í dag. RÍKÍSSJÓÐUR ÍSLANDS í GREIÐSLU- ERFIÐLEIKUM? Ef svo er, þá átt þú sennilega aðeins um þrjá kosti að velja, til að leysa þá. 1. Létta greiðslubyrði lána þinna. 2. Auka greiðslugetuna. | 3. Selja íbúðina. 1 Vt > GREIÐSLUBYRÐIN MINNKUÐ Greiðslubyrði lána léttist ef lánstími er lengdur. Ef lang- tímalán fæst svo hægt sé að greiða uþþ skammtímalán, þá dreifast afborganir yfir lengri tíma, og þar með léttist greiðslubyrðin. Heildarskuldir eru þær sömu, en auðveldara getur verið að standa í skilum. GREIÐSLUGETAN AUKIN Greiðslugetu er unnt að auka með því að auka tekjur eða minnka framfærslukostnað. Sennilega geta fæstir aukið tekjur sínar í einni svipan en aðra sögu getur verið að segja af framfærslukostnaði. Sumir geta án efa dregið úr ýmsu sem kallað er nauðsynjar, aðrir geta það líklega ekki. ÍBÚÐIN SELD Að selja íbúð vegna greiðslu- erfiðleika getur verið eina úr- ræði íbúðareigenda. Betra er að taka þá ákvörðun fyrr en seinna. Ef þú ert íbúðareigandi í greiðsluerfiðleikum, leitaðu þá aðstoðar fagmanna við að meta hvaða leiðir þér eru færar. STARFSFÓLK RÁÐGJAFA- STÖÐVARINNAR ER REIÐUBÚIÐ AÐ AÐSTOÐA ÞIG RÁÐGIAFASTOÐ HUSNÆÐISSTOFNUNAR

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.