Þjóðviljinn - 07.04.1989, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 07.04.1989, Blaðsíða 12
FJÖLSKYLDAN SIGTRYGGUR JÓNSSON Makaval Á ævinni kynnumst við mörg- um einstaklingum af gagnstæðu kyni, en hvað er það sem ræður því að við löðumst að sumum og sumum ekki, í leit okkar að maka? Það eru ef til vill ekki til neinar einhlítar skýringar á því, en ýmislegt kemur þar til, sem skoða má nánar. Oft hefur því verið haldið fram, og ef til vill ekki að ósekju, að við makaval leitum við að einhverjum, sem uppfyllir einhvern skort hjá okk- ur sjálfum. Samkvæmt þeirri kenningu getum við hugsað okk- ur að veikur einstaklingur leiti eftir sterkum einstaklingi og öfugt, að sá sem sakni foreldris leiti að foreldri, sá sem leitar verndar, leiti að þeim sem geti verndað og svo framvegis. En er þetta svo? Leitum við meðvitað að einhverjum einstaklingi eða er makaval alger tilviljun? Fæstir myndu viðurkenna að þeir hafi leitað meðvitað að einhverjum ákveðnum maka, eða maka með ákveðna eiginleika. En þegar við hugsum okkur betur um kemur sennilega í ljós að flestir þeir, sem eiga sér maka, finna ákveðna þætti í fari hans, sem þeir treysta á til uppfyllingar eigin ófullkom- leika á einhverju sviði. Að því tilskildu þó, að við séum ánægð með makavalið. Viltu vera me’m? Þegar makaval á sér stað til- tölulega snemma á ævinni, kem- ur oft í ljós síðar, að þær þarfir okkar, sem réðu makavalinu, hafa breyst. Oft er þá um að ræða að makarnir hafa vaxið hvor frá öðrum, þroskast sinn í hvora átt- ina, og eru hættir að uppfylla þær þarfir, sem upphaflega var þörf fyrir. Ef til vill erum við sjálf farin að uppfylla þær þarfir, sem við væntum frá makanum og hann er ekki í stakk búinn að uppfylla þær þarfir, sem komið hafa í staðinn. Við slíkar aðstæður skapast oft mikil spenna í sambandinu og ef við gerum okkur ekki grein fyrir ástæðum hennar, getur hún vald- ið langvarandi erfiðleikum, rifr- ildum og barlattu, sem getur leitt til flótta eða skilnaðar. Ef við hins vegar gerum okkur grein fyrir því hvað er á ferðinni, kom- umst við að raun um, að eina leiðin til þess að bjarga samband- inu, er að ræða saman um breyttar þarfir, láta vita um þær og gera kröfur. Með því móti ger- um við okkur sjálf grein fyrir þörfum okkar og látum maka okkar vita um þær. Ef þetta leiðir ekki til breytingar á sambandinu, getum við verið komin í þá stöðu, að skilnaður sé eina lausnin, til þess að við getum lifað því lífi, sem við viljum lifa. En þá er skilnaður ekki flótti frá sam- bandi, sem ekki er fullnægjandi, heldur fyrsta skrefið í átt að því lífi, em við teljum fullnægja okkar eigin þörfum. Ef skilnaður er flótti, án þess að við gerum okkur grein fyrir hvað við viljum í staðinn, er líklegt að við lendum í samskonar sambandi aftur, vegna þess sem ég ræddi í upp- hafi, þ.e. að líklega er makaval ekki tilvljanakennt. Fordæmi fyrir því að fólk lendi aftur í sams- konar eða svipuðu sambandi eru því miður afskaplega mörg. Ann- að, sem oft fylgir slíkum skilnaði, er tilfinning fyrir því að samband-- ið hafi ekki verið fullþróað. Spennan, sem fylgdi samband- inu, hafi gengið mest út á útásetn- ingar og baráttu um sigur, en kröfur um hvað ætti að koma í staðinn hafi skort. Leiðin til að vekja athygli Ef við víkjum nú aftur að því sem ég ætlaði að ræða um í upp- hafi, þ.e. makavalinu sjálfu, er ýmislegt annað, sem þar kemur til. Eitt af því er til dæmis það, að við notum margs konar leiðir til þess að vekja athygli á okkur. í því sambandi notum við aðra leið gagnvart þeim, sem við erum að „reyna“ við, en til dæmis gagnvart foreldrum eða vinum. Þegar við tölum við aðra einstak- linga, búum við til „stöðu“ á milli okkar og þess, sem við erum að tala við. Til eru í meginatriðum þrjár slíkar „stöður“, en fimm leiðir að þeim. „Stöðurnar" eru: jafnréttisstaða, við hærri, hann/ hún lægri, og við lægri, hann/hún Þeir sem hafa áhuga á að fræðast um eitthvert ákveöið efni varðandi fjölskylduna geta skrifað. Merkið umslagið: Fjölskyidan; Nýtt Helgarblað, Þjóðviljanum, Síðumúla 6, Reykjavík. —----------------------------------------1 Leitum við meðvitað að einhvetjum einstaklingi eða er makaval algjör tilviljun? hærri. í öllum samskiptum ein- staklinga er einhver þessara „staða" uppi á teningnum og það sem meira er, við búum þær til. Annað hvort meðvitað eða óm- eðvitað. Annað hvort með því að vera gerandi eða með því að vera samþykkjandi. Stundum undir- búum við þær með fyrirvara, eins og til dæmis ef við ætlum að biðja um eitthvað eða krefjast einhvers og væntum mótspyrnu. Oft gerist þetta þó meir eða minna ómeð- vitað og fer eftir sjálfstrausti okk- ar og sjálfsmynd. Leiðirnar fimm að þessum „stöðum" eru: að tala beint til viðkomandi og á jafn- réttisgrundvelli, að hækka sig með því að gera lítið úr sjálfum sér, og hækka hinn aðilann með því að gera meira úr honum og að lækka hinn aðilann með því að tala niður til hans. Þegar við erum að „reyna“ við einhvem, notum við einhverja af þessum leiðum. Allt eftir því hvort við veljum að leggja áherslu á okkur sjálf eða hinn aðilann. Eftir því hvort við veljum að leggja áherslu á eigin ágæti eða ágæti hins aðilans. Skyldum við alltaf nota sömu leiðina? Skyldi sú leið henta öllum mótaðilum? Eða er það einmitt þess vegna, sem mak- aval er ekki tilviljanakennt, þ.e. við löðumst ekki að þeim, sem ekki laðast að þeirri sjálfsmynd, sem við sýnum út á við? Hvaða aðferð notar þú lesandi góður? Sýnir þú eigin styrk, eða leggur þú áherslu á styrk hins aðilans? Eða gerir þú kröfur um jafnrétti, þar sem bæði er leyfilegt að vera sterkur og veikur, allt eftir því hverjar þarfirnar eru hverju sinni? Má mótaðilinn einnig sýna hvorttveggja, eða á hann aðeins að vera annað hvort? AUGLÝSINGAR íslenska játnhlendlfélagiðhf. Styrkur til háskólanáms íslenska járnblendifélagið hf. hyggst styrkja rannsóknir og nám til meistara- eða doktors- prófs við Tækniháskólann í Þrándheimi sem hefjist á komandi hausti. í boði eru rannsóknaverkefni á fræðisviðum er tengjast framleiðslu og vinnslu járnmálma. Verkefnin verða unnin í tengslum við rannsóknarsamvinnu Háskóla íslands og ís- lenska járnblendifélagsins. Umsækjendur skulu hafa lokið háskólaprófi í einhverri grein raunvísinda eða verkfræði. Nánari upplýsingar veita dr. Jón Hálfdánarson, íslenska járnblendifélaginu hf., síma 93-13344 og dr. Þorsteinn I. Sigfússon, Háskóla íslands, síma 91-694800. Orlofshús Starf sman nafélagsi ns Sóknar Orlofshús Starfsmannafélagsins Sóknar verða leigð til félagsmanna sem hér segir: orlofstími frá 1. maí til 30. september. Umsóknum verður veitt móttaka frá 10. apríl til 21. apríl. Orlofshúsin eru á eftirtöldþm stöðum: Húsafelli, Svignaskarði, Ölfusborgum, lllugastöðum og íbúð á AkureyrL Innritun fer fram á skrifstofu Sóknar, Skipholti 50a og í símum 681150 og 681876. Stjórnin AUGLÝSINGAR AUGLÝSINGAR DAGSBRUN Orðsending Tekið verður á móti umsóknum um dvöl í orlofs- húsum félagsins í sumar frá og með mánudeg- inum 10. apríl 1989 á skrifstofu félagsins að Lindargötu 9. Þeir sem ekki hafa áður dvalið í húsunum ganga fyrir með úthlutun til og með 17. apríl. Húsin eru: 5 hús í Ölfusborgum 2 hús í Svignaskarði 1 hús í Vatnsfirði 2 hús á lllugastöðum 2 íbúðir á Akureyri 1 hús að Vatni í Skagafirði Vikuleigan er kr. 7.000 nema að Vatni kr. 10.000 og skal greiðast við pöntun. Allt mömmu að kenna - móðirin í veldi feðra Laugardagskaffi með fyrirlestraröð Helgu Sig- urjónsdóttur hefst í Hlaðvarpanum laugardag- inn 8. apríl kl. 11 f.h. Ný fótaaðgerðastofa Veiti almenna fótsnyrtingu, fjarlægi líkþorn, meðhöndla inngrónar neglur, fótanudd. Guðríður Jóelsdóttir, med. fótaaðgerða- sérfræðingur Borgartúni 31, 2. hæð t.h., sími 623501 íSqil Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri Staða yfirlæknis við Fæðinga- og kvensjúk- i dómadeild sjúkrahússins er laus til umsóknar. ; Staðan er laus strax eða síðar eftir samkomu- lagi. Umsóknarfrestur er til 21. apríl 1989. Umsóknir ásamt upplýsingum um nám og fyrri störf sendist framkvæmdastjóra sjúkrahússins, Halldóri Jónssyni, sem einnig veitir nánari upp- lýsingar. Stjórn Fjórðungssjúkrahússins á Akureyri Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri Hjúkrunarfræðingar! Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri óskar að ráða deildarstjóra á 20 rúma Lyflækningadeild frá 1. maí nk. í a.m.k. eitt ár. Einnig hjúkrunar- fræðing í K I stöðu. Á deildinni fer fram hjúkrun sjúklinga með hjarta-, æða- og lungnasjúkdóma, auk al- mennrar lyflækningahjúkrunar. Hjúkrunin er í formi hóphjúkrunar og byggir á markvissri upplýsingasöfnun, áætlanagerð, framkvæmd og mati. Nemendur í hjúkrunarfræði við Háskólann á Ak- ureyri og sjúkraliðanemar frá Verkmenntaskól- anum á Akureyri fá verklegt nám á deildinni. Allar nánari upplýsingar gefur hjúkrunarfram- kvæmdarstjóri Sonja Sveinsdóttir í síma 96- 22100 kl. 13.00-14.00 virka daga.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.