Þjóðviljinn - 07.04.1989, Blaðsíða 14

Þjóðviljinn - 07.04.1989, Blaðsíða 14
Á kvikmyndahátíð í Rúðuborg „Hvað stendur eiginlega í þessu fjárans viðtali?“ spurði Hrafn Gunnlaugsson forviða og benti á forsíðu blaðs, þar sem hátíðleg mynd af honum sjálfum blasti við. „Eigi hygg ég að þú spyrjir þess af því að þú vitir eigi svarið,“ sagði ég. „Én hvað var það eigin- lega sem þú sagðir við blaða- manninn?“ „Ég sagði honum að eftir að kvikmyndin „Hrafninn flýgur“ féll á Islandi hefði ég ákveðið að hætta kvikmyndagerð og láta þær myndir sem ég hefði þegar gert vera eins konar erfðaskrá mína á þessu sviði. En síðan hefði mér verið boðið á kvikmyndahátíð á Indlandi og hefði útlitið farið að vænkast upp úr því, myndin slegið í gegn í Svíþjóð og annað í þeim dúr.“ „Þetta hefur blaðamaðurinn skilið nokkuð persónulegum skilningi, ef þannig mætti orða það, því svo er sem þér sýnist, og eru þér lögð í munn þessi orð: „Þegar myndin féll og skuldirnar hlóðust upp, ákvað ég að fara til Indlands til að farga mér. Var ég, jafnvel þegar búinn að færa erfðaskrá mína í letur, en þegar ég kom á staðinn og sá eymdina, fundust mér vandamál mín létt- væg“. En er hér ekki komið efni, - a.m.k. í eina dágóða sjónvarps- mynd?“ Hrafn neri augun og skoðaði betur. „Og svo hefur dusil- mennið haft eftir mér að ég væri bæði rithöfundur og stjómmála- maður. Er hann að gefa í skyn að ég haldi að ég sé Snorri Sturlu- son? Ég sagði honum einungis að ég hefði áhuga á menningarmál- um... Maður verður að vara sig á að tala í léttum tón við þessa blaðamenn, ekki síst ef orðin fara milli margra tungumála.“ „Það er hverju orði sannara," sagði ég. „Þeir em til alls vísir, til að hlaupa í blöðin með allt sem manni hrýtur af vömm í ógáti, aflaga það og jafnvel gera manni upp orð. Þú mátt þakka fyrir að hann skuli ekki hafa haft eftir þér að þú hefðir hrifsað eitt eggvopn- ið úr höndum leikara í myndinni og merkt þig Óðni. Því hefðu les- endur trúað og þótt púður í.“ Eins og samhengið gefur til kynna fóm þessi orðaskipti fram í anddyri hótels í Rúðuborg í byrj- un mars, meðan verið var að halda norræna kvikmyndahátíð í borginni í annað skipti. Var Hrafn þar á ferli með mynd sína „í skugga hrafnsins", sem boðið hafði verið á keppnina, svo og margir aðrir kvikmyndahöfundar og gestir, m.a. einnig Tinna Gunnlaugsdóttir, og var tekið á móti þeim í sönnum normön- skum anda. Svo er að sjá sem þessi norræna kvikmyndahátíð sé á góðri leið með að verða að merkum menningarviðburði og kannski mikilvægum lið í dreif- ingu kvikmynda frá Norður- löndum suður á bóginn. Þetta kemur mörgum á óvart og kannski ekki síst aðstandendum hátíðarinnar. Þegar þeir fóru af stað í fyrra, var nefnilega alls- endis óvíst að nokkurt framhald yrði, enda var hátíðin þá miðuð við það að verulegu leyti að geta staðið ein og sér sem einstakur atburður: stór þáttur hennar var t.d. almenn kynning á kvik- myndagerð Norðurlanda næstu fimm árin á undan og einnig var yfirlit yfir danskar kvikmyndir síðan á sjöunda áratugnum. Þetta var í sjálfu sér áhugaverð dag- skrá, en undirtektimar urðu þó enn betri en nokkur hafði þorað að vona: um tíu þúsund áhorf- endur komu að sjá myndirnar. Því var ákveðið að halda áfram á sömu braut og efna til nýrrar há- tíðar að ári. Þar sem aðsóknin varð nú ennþá meiri, og áhorf- endumir töldust um sautján þús- und, er ekki annað að sjá en há- tíðin sé komin á nokkuð traustan grundvöll, og mun vera ákveðið að hún verði framvegis árlegur viðburður. Auk þess er í bígerð að útvíkka viðfangsefni hennar og kynna t.d. einnig myndir frá Eystrasaltslöndunum. Fyrir því em ýmsar ástæður að farið er að halda kvikmyndahátíð af þessu tagi í Rúðuborg nú og hún dregur að sér áhugamenn hópum saman. Eins og kunnugt er hafa Rúðujarlar og ættmenn þeirra síðan löngum talið til frændsemi við Norðurlandabúa, og þótt þekkingin á málefnum norðurslóða sé gjaman dálítið brokkgeng og köflótt hefur áhug- inn ekki verið miður rótgróinn fyrir það. Innst inni virðast Nor- mannar eiga dálítið erfítt með að sætta sig við að þeir skuli hafa glutrað niður norrænni tungu fyrir einum þúsund árum og vera nú þeim sömu annmörkum háðir og aðrir Frakkar að erlend tung- umál em þeim villugjöm völund- arhús. Reyna þeir að bæta sér upp þennan missi með ýmsum hætti: þeir ala með sér alls kyns drauma um norræna fortíð og framhaldslíf hennar annars stað- ar og era sérlega opnir fyrir öllu því sem kemur úr norðri. Birtist þetta jákvæða viðhorf í margvís- legum smáatriðum einsog því að í Normandí getur veðhlaupahest- ur t.d. verið skírður „Yggdras- ill“, sumarbústaður „Thradvang- ur“ og bátur „Skidbladnir“ og gefín era út kort með þeim norr- ænu staðarnöfnum sem menn hafa talið sig geta lesið úr ömefn- um héraðsins (jafnvel nýsmíðuð- um...): verður þar t.d. „Caude- bec“ að „Kaldabekk“, og annað eftir því. Kvikmyndahátíðin er angi af þessari almennu fróðl- eiksfýsn: með henni vilja Nor- mannar sem sé nota Rúðu sem glugga til að sjá tíðindi úr norður-. slóðum. En óvíst er samt að hátíðin hefði fengið eins góðar viðtökur og raun ber vitni, ef ekki hefði líka annað komið til. Svo virðist sem bæði gagnrýnendur og áhorf- endur séu nú sammála um það - einnig utan Norðurlanda- að sér- lega mikil gróska sé í norrænni kvikmyndagerð og megi jafnvel líkja henni við nýja „gullöld“. Nokkuð skýrt dæmi um þetta era þær undirtektir sem ýmsar dansk- ar myndir hafa fengið víða um heim að undanförnu, t.d. „Veisla Babettu" eftir Gabriel Axel (sem fékk verðlaun í Rúðuborg í fyrra), „Pelle sigurvegari“ eftir Bille August og reyndar fleiri myndir eftir sama mann, og svo sá áhugi sem menn hafa sýnt myndum Kaurismáki-bræðra, sænskum myndum eins og „Hundalífi mínu“ o.fl. Þetta já- kvæða andrúmsloft hefur vitan- lega stuðlað mjög að því að búa í haginn fyrir kvikmyndahátíðina í Rúðuborg þó svo aðstandendur hennar tækju þá stefnu í byrjun að beita ekki fyrir sig verkum viðurkenndra og þekktra meist- ara eins og Bergmans og Drey- ers: menn vora spenntir fyrir því sem var almennt að gerast í kvik- myndalist Norðurlanda og ekki aðeins fyrir stóra nöfnunum fyrr og síðar. Samt var aðstandendum hátíð- arinnar nokkur vandi á höndum, þegar þeir fóra af stað í annað skipti, því þeir gátu ekki boðið strax aftur upp á einhverja al- menna kynningu á kvikmynda- gerð á Norðurlöndum á þessum tíma eins og þá sem vakti svo mikla athygli í fyrra og urðu að fara aðrar leiðir. Vera má að það hafi verið þess vegna sem þeir komu þeim orðrómi á kreik með aðstoð fréttamanna að „upp- skera“ síðasta árs hefði verið heldur lakari en næst á undan, og því hefði reynst erfitt að finna myndir í keppnina. Þar sem ég gat engan veginn séð að þessar myndir væru í heild nokkuð síðri en þær sem vora í keppninni í fyrra, dettur mér helst í hug að þessi orðrómur hafi verið látinn berast út til að menn byggjust ekki við því að fá í annað sinn sams konar myndaval yfírleitt og í fyrstu hátíðinni og yrðu þá fyrir einhverjum vonbrigðum þannig að aðsóknin minnkaði fyrir þá sök. Finnskar kvikmyndir En slíkar áhyggjur vora með öllu ástæðulausar. Aðstandend- um hátíðarinnar tókst að draga fram í dagsljósið ýmsar þær hlið- ar norrænnar kvikmyndagerðar fyrr og síðar, sem áhorfendur í Normandí þekktu lítið eða alls ekki en vöktu þó veralegan áhuga. Fyrir utan þær myndir sem vora í sjálfri samkeppninni - en þær vora níu talsins frá öllum Norðurlöndunum fímm - var mikil áhersla lögð á að kynna fínnska kvikmyndagerð, sem virðist yfirleitt ekki hafa borist mikið út fyrir heimalandið. Sér- stök kynning var á finnskum kvikmyndum eftir heimsstyrjöld- ina (1946-1958) og vora m'u myndir sýndar á þeirri dagskrá, og einnig var yfírlit yfír stuttan feril höfundarins Risto Jarva sem lést fyrir aldur fram árið 1977 (sex myndir). Til að rifja upp eldri tímabil kvikmyndasögunnar var „Hvað stendur eiginlega í þessu fjárans viðtali?" spurði Hrafn Gunn- laugsson grein- arhöfund og hélt uppi frönsku blaði með hátíð- legri mynd af honum sjálfum. Þettaermyndin semvaráfor- síðu blaðsins. kynning á þöglum norskum kvik- myndum, sem fæstir virtust hafa hugmynd um að væru yfirleitt til, enda mun þeirra víst fremur sjaldan getið í sögubókum, og voru sýndar fimm myndir frá ár- unum 1922-1930. Vegna þeirra áhorfenda sem ekki era mikið gefnir fyrir áhættusama land- könnun í heimi kvikmynda vora sýndar nokkrar norrænar myndir sem fengu verðlaun á hátíðinni í Cannes, frá árinu 1951, þegar „Ungfrú Júlía“ eftir Alf Sjöberg fékk gullpálmann. Loks var mikið yfirlit yfír feril sænska leikarans Max von Sydows, sem kom á hátíðina og var e.k. heiðursgestur hennar: sýndar vora ellefu myndir sem hann leikur í, og einnig myndin „Ved vejen“ eftir sögu Hermanns Bangs, sem hann gerði í Dan- mörku í fyrra, en án þess að leika í henni sjálfur. Við hliðina á þess- ari dagskrá var talsvert sýnt af stuttum myndum, m.a. ein ís- lensk: „Ferðalag Fríðu“ eftir Steinunni Jóhannesdóttur og Maríu Kristjánsdóttur. Þessar myndir voru sýndar í fimm sölum á þremur mismun- andi stöðum í borginni og við ýmsar aðstæður. Þeir sem vildu sjá margar myndir urðu að vera á sífelldum hlaupum í vorrigning- unum sem gengu yfir Rúðuborg á þessum árstíma, og þar sem oft var húsfyllir, enda sumir salirnir litlir, gátu þeir átt á hættu að verða frá að hverfa. Oft vora líka erfíðleikar með franskan texta. í sumum myndum var t.d. þegar fyrir enskur texti og franskur texti þá settur með myndvörpum neðst á tjaldið og fyrir utan myndflötinn og mun það hafa traflað marga. Gátu þeir nefni- lega ekki stöðvað sig í að lesa báða textana, sem bar oft alls ekki saman, þannig að lítill tími gafst til að líta á það sem fram fór á tjaldinu, og allt rann í einhvern graut. Virðast þetta vera álög á frönskumælandi mönnum, að ævinlega skuli tungumálin flækj- ast fyrir þeim. Stundum var alls enginn texti heldur munnleg þýð- ing um leið: gátu þýðendur leikið lausum hala og var það skelfilegt. Keppnin sjálf fór fram í einu stærsta kvikmyndahúsi borgar- innar nálægt Signubökkum, og var hver mynd sýnd þrisvar sinn- um, enda veitti ekki af, því að- sóknin var yfirleitt mjög mikil. Hvað sem íslendingum kann sjálfum að finnast um íslenska fulltrúann í keppninni, „í skugga hrafnsins", verður því ekki á móti mælt, að hún fékk mjög góðar viðtökur í Normandí, troðfullt var á sýningarnar svo margir urðu frá að hverfa og var haldin ein aukasýning. Mikið var klappað og sagði gagnrýnandi blaðsins „Le Monde“ að það eina sem hefði komið á óvart á hátíðinni væri að þessi „fslendingasaga" skyldi ekki fá nein verðlaun. En dómnefndin var greinilega ekki alveg á sama máli og áhorfendur og kom það líka fram í því að hún veitti norsku myndinni „Klaka- höllinni" sérstök verðlaun. Sú mynd var lítið meira en sæmilega gerð myndskreyting við skáld- söguna: í sumum atriðunum kom reyndar fram nokkurt ímyndun- arafl, ekki síst í ferð Unnar inní bláhvíta og síbreytilega „klaka- höllina“,en önnur duttu dauð niður, - jafnvel atriði sem vora nauðsynleg til skilnings á verk- inu. Myndin var því illskiljanleg fyrir þá sem höfðu ekki lesið bók- ina, og það höfðu áhorfendur í Rúðuborg greinilega ekki gert (þótt hún sé reyndar til í franskri þýðingu í kiljuútgáfu): vora undirtektir þeirra í daufasta lagi. í umræðunum eftir eina sýning- una var framleiðandi myndarinn- ar, sem stóð fyrir svöram, eink- um spurður að því hvaða ráðstaf- anir hefðu verið gerðar til að koma í veg fyrir að stúlkurnar tvær sem léku Siss og Unni biðu eitthvert sálartjón af hlutverkun- um. Þetta var mjög skandinavísk spuming, en varla er hægt að segja að hún snerti mikið kjama verksins. Þegar Hrafn Gunn- laugsson stóð frammi fyrir gest- um kvikmyndahátíðarinnar var hann hins vegar spurður um myndina sjálfa - t.d. um „þessi tengsl íslendingasögu, Trist- anssögunnar og kristnitökunnar" eins og einhver sagði - um hlut- verk kristindómsins í íslenskri menningu, um íslenska kvik- myndagerð og grandvöll hennar, og þar fram eftir götunum. Og Tinna var spurð um það hvaða áhrif hlutverkið hefði haft á hana 14 SÍÐA — NYTT HELGARBLAÐ Föstudagur 7. apríl 1989

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.