Þjóðviljinn - 07.04.1989, Blaðsíða 15

Þjóðviljinn - 07.04.1989, Blaðsíða 15
og um feril hennar almennt og leikhúslíf á íslandi. Vafalaust væri hægt að halda því fram með nokkrum rétti, að íslensk kvtk- myndagerð njóti góðs af því er- lendis að nú er blómaskeið í nor- rænum kvikmyndum yfirleitt, en dæmin sýna að það eitt dygði skammt. „í skugga hrafnsins“ náði til áhorfenda í Rúðuborg og það gerðu „Skyttumar“ einnig í fyrra. Fjölbreytt keppni Þegar á heildina er litið verður að segja að þær myndir sem voru í samkeppninni hafi verið mjög fjölbreyttar, og báru þær að því leyti einnig vitni um grósku kvik- myndagerðar á Norðurlöndum. Meðal sænsku myndanna t.d. „Fodringságare“ eftir Stefan Böhm, sem var fyrst og fremst ströng og einföld útgáfa á sam- nefndu leikriti Strindbergs á nokkurrar viðbótar, tilraunar til að brjóta upp textann eða slíks. Myndin gerðist því öll í einu her- bergi - hún var tekin í leikhúsi sem Strindberg stýrði sjálfur um skeið og byggðist mikið á hreyf- ingum kvikmyndavélarinnar, leiknum og slíku. Þrátt fyrir ótví- ræða kosti fékk þessi mynd engin verðlaun. Áhorfendur tóku henni misjafnlega: sumum gramdist hún mjög og fannst hún einungis vera „kvikmyndað leikhús" (en það er skammar- yrði), en öðrum fannst hún hins vegar mjög sterk - einmitt vegna nektarinnar. Dönsku myndimar tvær, „Himmei og helvede" og „Baby DolI“, voru gerólíkar en fjölluðu báðar um örlög kvenna. „Baby DoIl“, eftir Jon Bang Carlsen segir frá 36 ára gamalli konu sem er ein með nýfædda dóttur sína á stómm herragarði á sjávar- strönd, þar sem hún hafði sjálf verið sem bam. Smám saman sfgur hún niður í e.k. geðveiki, byrjar að sjá sýnir og hættir að hugsa eðlilega um bamið: hún fer að umgangast það eins og það sé miklu eldra en það er og jafn- framt að hugsa um ævafoma dúkku eins og hún sé barn. Svo virðist sem konan hafi eignast dóttur sína fyrir lágmarkstil- verknað karlmanns og sé hann nú úr sögunni. Veltu áhorfendur því fyrir sér hvort myndin væri ádeila á þessa norrænu tímgunarhætti nútímans, sem höfundur mynd- arinnar sagði frá henni til skýr- ingar á hinni hræðilegustu gol- frönsku (því hann vildi ekki túlk) en hann fullyrti að sú væri ekki ætlunin, - það hefði meira að segja kona samið handritið. í „Himmel og helvede" eftir Mort- en Amfred var síðan fjallað um unga stúlku sem er að læra á fiðlu um 1970 en hættir því námi og hleypur að heiman eftir að fiðlu- kennari hennar hefur fjall- skarðað hana standandi upp við vegg í miðri kennslustofunni (nei, nei, hún er ekki að spila á fiðluna á meðan) og fer að búa með þjóni sem fær hana til að hlusta á indverska tónlist og reynist argur. Er í myndinni átakanlegt atriði, þegar hún reynir árangurslaust að hvetja hann til dáða í bólinu. Að lokum er hún farin að spila aftur á fið- luna, - úti á götu meðan verið er að mótmæla styrjöldinni í Víet- nam við kylfuklapp lögreglunn- ar. Það merkilega var að þessi mynd var ákaflega vel gerð og falleg, þannig að maður var allt í einu kominn inn í heim hennar og farinn að hrífast með, þrátt fyrir allt. Báðar dönsku myndimar vom sýndar fyrir troðftillu húsi og fengu frábærar undirtektir. Virt- ust þær nokkuð líklegar til verð- launa, en þó fór svo að einungis leikkonan í „Himmel og helve- de“ fékk verðlaun fyrir frammi- stöðu sína. Flest önnur verð- launin fóru hins vegar til finnsku myndanna tveggja, „Glæsileika og eymdar mannlífsins“ eftir Matti Kassila, sem fékk aðal- verðlaunin og fleiri, og „Pohjan- maa“, eftir Pekka Parikka. En vegna þess hvemig stunda- skránni var háttað gat ég hvomga þeirra séð. í síðarnefndu mynd- inni mun vera sagt frá finnskum brennivínsberserkjum í algleym- ingi og féll það að sögn vel í kram- ið hjá normönnskum áhorfend- um. Af skiljanlegum ástæðum höfðu þær myndir sem voru í keppninni sjálfri einna mest að- dráttarafl fyrir áhorfendur, enda var dagskráin að öðm leyti svo fjölbreytt en jafnframt sundur- laus, að erfitt var að fá almenni- lega yfirsýn yfir hana. Ekki virtist þó hörgull á áhugamönnum um norska og finnska kvikmynda- gerð fyrr á þessari öld, þótt þar ægði mörgu saman. En af norsku myndunum gat ég aðeins séð „Pan“ frá 1922, sem var lítið ann- að en haglega gerð myndskreyt- ing við söguna (að þessu leyti hef- ur Norðmönnum lítið farið fram), en þó skemmtileg heimild um sinn tíma. í norrænni kvik- myndagerð einkennist það tíma- bil sem flestar finnsku myndimar vora frá, yfirleitt mjög af ein- hverjum þunglamalegum sósíal- realisma, sem getur allt að því virkað eins og einfeldningsleg prédikun á kvikmyndahúsagesti nútímans. Þetta fældi menn þó ekki burt, kannski af því Nor- mannar sáu myndimar úr hæfi- legri fjarlægð. Á þessari finnsku kynningu vom m.a. tvær myndir í slíkum anda eftir Matti Kassila, þar á meðal „Bláa vikan“ frá 1954, sem fjallaði (enn einu sinni) um óleyfilegar skandina- vískar sumarástir úti í skerjagarði og alveg hörmulegan endi þeirra. Datt mér í hug að þessar myndir kynnu að hafa stuðlað að því að Matti Kassila fékk verðlaun: hafi dómnefndin viljað heiðra hann fyrir feril sinn, sem orðinn er langur. Ein myndin stakk mjög í stúf við þessa raunsæju fram- leiðslu og fékk sérlega mikla að- sókn, en það var „Hvíta hreindýrið“ eftir Erik Blomberg, sem hlaut verðlaun í Cannes 1953: var þetta þjóðsögumynd í ljóðrænum stíl frá landi Sem- sveina og fjallaði um konu sem breyttist öðm hverju í hvítt hreindýr og varð þá veiði- mönnum að bana. Svipað efni kemur fyrir í kvikmyndum frá öðmm breiddargráðum, t.d. bandarísku myndinni um „Pard- uskonurnar", en þama var allt annar andi, - svo og þjóðbúning- arnir og snjórinn. Eina mynd Risto Jarva sem mér tókst að sjá, „Ár hérans“ frá 1977, var eins og margar aðrar finnskar myndir gott vitni um sína samtíð, en það var allt annar tími: fjallar hún um mann, sem tekur héra í fóstur, hleypur burt frá konunni og starfinu til Norður-Finnlands með héragrey- ið og hafnar þjóðfélaginu. Lýst var erfiðleikum hans við að bjarga sér úti í náttúmnni og árekstur hans við mannfólkið í norðrinu, en allt í ljóðrænum og gamansömum tón. Max von Sydow Af hinum ýmsu kynningum hátíðarinnar vakti sú dagskrá sem helguð var Max von Sydow vafalaust mesta athygli. Á henni vom m.a. sýndar ýmsar gamlar Bergman-myndir svo sem „Sjö- unda innsiglið", „Andlitið" o.fl., og kemur nú alltaf betur í ljós hvað þær hafa elst vel, en einnig vom nokkrar myndir til að sýna alþjóðlegan feril leikarans, m.a. bandaríska hrollvekjan „Djöfla- særingamaðurinn". Húsfyllir var alls staðar þar sem Max von Sy- dow lét sjá sig, ekki síst á mynd- inni „Ved vejen“ sem hann kom með og kynnti sérstaklega: Sú mynd, sem var svo gegnumdönsk að einungis Svíi gat hafa gert hana, var þó full hæg og ljóðræn til að falla áhorfendum í geð, og kannski of sérdönsk líka. Max von Sydow var mjög fús til að svara spumingum gesta á há- tíðinni, en þótt hann reyndist tala ágæta frönsku kaus hann heldur að tjá sig á ensku og styðjast við túlk. En það kom honum í koll. Menn vildu einkum heyra hann segja frá ferli sínum, og sagði hann m.a. frá því að fyrsta hlutverk sitt í kvikmynd hefði verið í mynd Alfs Sjöberg „Ein- ungis móðir“. Þá hefði hann átt að koma fram í tveimur atriðum, fyrst sem tvítugur maður eins og hann þá var, en svo síðast í mynd- inni sem sami maður um fertugt. Um þetta leyti hefði finnskur leikflokkur verið í heimsókn og kvöldið fyrir kvikmyndatökuna hefði hann verið fenginn ásamt einhverjum félögum sínum til að vera Finnunum til samlætis í veislu. Fyrir bragðið hefði hann sofið yfir sig morguninn eftir, - og reyndar alls ekki vaknað fyrr en aðstoðarmaður leikstjórans fór að ýta við honum. Hefði hann síðan orðið að þjóta í leigubíl á staðinn þar sem kvikmyndtakan átti að fara fram, því allir voru komnir þangað fyrir löngu. „Ég fór strax til Alfs Sjöberg og bað hann afsökunar," sagði Max von Sydow. „En hann leit á mig, benti á stórt tré sem þarna óx og sagði svo: „Þú verður hengdur í þessu tré, - en fyrstu tökum við bæði atriðin". Síðan var tekið til óspilltra málanna við kvikynda- tökuna, og vegna þess hvað förð- unin var flókin var byrjað á því atriði þegar ég átti að vera fer- tugur og endað á hinu. Frá þeim tíma hefur allur minn ferill verið afturábak...“ Þetta sagði sænski leikarinn á ensku, en ekki var laust við að frásögnin yrði fyrir ýmsum myndbreytingum í meðferð túlksins. Hann fór nú á kostum og gerði t.d. veisluna með Finn- unum að mikilli leiksýningu, þar sem Max von Sydow lék aðalhlut- verkið tvítugur. Svo spurði ein- hver leikarann hver væri fyrsta endurminning hans um kvik- myndir: „Það var teiknimynd Disneys af grísunum þremur,“ sagði hann, og gerði túlkurinn sér þá lítið fyrir og breytti grísunum þremur í „Mjallhvíti og dvergana sjö“. Flaug mér nú í hug að þýð- endur og túlkar borgarinnar væm í einhverri nýstárlegri tegund af verkfalli til að sýna hve ómissandi þeir væm: þeir þyrftu sem sé ekki annað en anda á Rúðuna til að byrgja alla útsýn til norðurs. Þar sem nú er siður í Frakklandi að sýna svona þrýstihópum hörku, virðist fátt fyrir Normanna annað að gera en fara eftir þeirri ábend- ingu sem ég las einu sinni í þjóð- ernissinnuðu blaði á þeim slóð- um: að bæta fyrir syndir feðranna með því að taka aftur upp nor- ræna tungu. í þessari viðleitni gætu íslendingar boðið fram að- stoð sína, því að þetta væri ekki svo lítil markaðsaukningu fyrir ís- lenska kvikmyndagerð, og kann- ski hægt að fá vellauðuga Nor- manna til að fjármagna myndina um kvikmyndahöfundinn sem ætlaði að fara til Indlands til að farga sér og hætti við allt saman í landi hinna heilögu kúa. e.m.j. (MiUifyrirsgnir eru Nýs Helgar- blaSs) Föstudagur 7. apríl 19ö9j NYTT HELGARBLAÐ - SIDA 15

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.