Þjóðviljinn - 07.04.1989, Blaðsíða 16

Þjóðviljinn - 07.04.1989, Blaðsíða 16
Leikhús er prakkara- skapur en um leið það dásamlegasta sem til er / Arni Bergmann segir frá íslensku leikhúsfólki í Leníngrad Ég er glaöur yfir því að þiö skulið hingað komin, en ég hef varla getað sofið fyrir áhyggjum. Stór hóþur af leikhúsmönnum frá Norður- löndum er kominn í þetta litla leikhús og vill pæla í kerfi Staníslavskís. Og samtgetur ekkert kerfi verið til í listum, eins og þið vitið. Og ég veit ekki hvað við getum til bragðs tekið. Samt skulum við reyna að vinna saman, fikra okkur áfram, þið skulið horfa á leiksýningar okkar á kvöldin og á eftir getum við setið í matstofunni og kynnstog rætt málin. Við skulum ekki vera yfrið hátíðleg. Við skulum muna að kannski er leikhúsið mestan part prakkaraskapur en það getur samt verið dá- samlegur prakkaraskapur. Alefling leikarans Svo mælti Lév Dodín, for- stöðumaður og stefnumótari Litla dramatíska leikhússins í Leníngrad og sló strax á nokkra létta tóna sem fara honum vel. Ekki síst vegna þess að gesturinn sannfærist mjög fljótt um að Do- dín og hans lið er listafólk sem slær aldrei af ýtrustu kröfum til sjálfs síns. Ég heyrði þetta hér haft eftir honum: Ur því við erum að þessu og þótt starf okkar sé lítt til iauna metið (algeng laun í leikhúsinu: 150-250 rúblur á mánuði) eins og þar með sé okk- ur sagt að leikhús skipti litlu máli - þá skulum við gera okkar besta. Og það gerir listafólk Litla dramatíska leikhússins í Lenin- grad svo sannarlega. Orðstír þess hefur víða farið og nú keppast menn í mörgum þjóðríkjum við að bjóða því að koma í heimsókn. Og Norræna leiklistarnefndin fann upp á því snjallræði að flytja eitt af sínum námskeiðum til Len- íngrad. Það var, eins og Dodín minntist á þegar hann fyrst heilsaði gestunum, kennt við Stanislavskí, þann heimskunna leikhúsmann sem hefur flestum öðrum meir ígrundað starf leikar- ans og sett fram hugmyndir um það hvernig efla megi leikarann til dáða með alhliða undirbúningi (líkamlegum, sálrænum, sið- ferðilegum) undir að það að finna hinn rétta tón sem trúa má að sannur sé. Og á þetta námskeið fór hópur af fslandi: Rúrik Har- aldsson, Guðrún Ásmundsdóttir, Kjartan Ragnarsson, Arnar Jónsson, Guðrún Gísladóttir og höfðu með sér túlka sem og aðrir hópar náttúrlega, en alls voru 40- 50 manns mætt til leiks. Hvernig fór þetta svo fram? Heilagsanda- hopparar! Námskeiðið var um margt eins og spilað af fingrum fram og það tókst prýðilega. Ekki var haldinn nema einn fyrirlestur: um Stanisl- avskí að sjálfsögðu. Um það hvernig sá hugsjónamaður leikhússins lyfti rússnesku leikhúsi til vegs og virðingar og svo um það hvernig reynt hefur verið að drepa hugmyndir hans. Fyrst með því að kæfa þær í ofsa- fengnum faðmlögum Stalín- tímans, sem gerði úrtak úr hug- myndum Stanislavskís að skyldu og kvöð í leikhúsinu og notaði sem svipu á alla sem hugsuðu öðruvísi. Og löngu síðar með því að gera „kerfi“ Stanislavískis að einskonar grýlu, einskonar hlið- stæðu viö alvisku Stalíns og yfir- gang. Pað var komið í leiklistar- skólann í Leníngrad - þátttak- endur fóru í tíma hjá ágætum meistara í fagi sem þe.ir kalla „sviðsræðu“. Sú kennsla ein- kennist af því að blandað er sam- an líkamlegum æfingum og talæf- ingum. Það var svo sannarlega mikil lífsreynsla fyrir saklausan túlk að fá að horfa á rússneska og samnorræna ieikara hoppa á öðr- um fæti með fettum og sveiflu og þylja eitthvert bull: ot topota kopit pyl popolú letít (Undan hestsins hófum flýgur ryk um gólf). Mér fannst ég um stund kominn á vakningarsamkomu hjá undarlegum söfnuði. Heil- agsandahopparar! Mikið er þetta ruglað lið, hugsaði ég - fullur að- dáunar vitanlega. Svona æfingar voru ítrekaðar í sjálfu leikhúsinu á morgnana. Síðan hófst „verkstæðisvinna“ sem svo má heita. Hún var fólgin í því að tekin var smásaga eftir Tsjekhov, Þjófarnir, og fjallar um feldskera einn sem í óveðri leitar skjóls í illræmdu þjófabæli og hratar þar með inn í heim sem skelfir hann og heillar um leið. (Menn voru hissa á því að íslend- ingar höfðu þýðingu þessarar sögu í pússi sínu því ekki var vitað fyrirfram hvaða saga Tsjekhovs yrði valin: Þeir hafa sérsambönd við Gorbatsjov þessir fslending- ar, sagði Dodín). Nema hvað. Liði var skipt í þrjá hópa. í hverj- um voru rússneskir leikarar en með þeim í einum Finnar, í öðr- um Norðmenn og Svíar, í hinum þriðja Danir og Islendingar. Síð- an lásu menn söguna og léku hana af fingrum fram. Bæði með því að t.d. Islendingar kæmu með sína túlkun og Finnar sína, og svo með því að blanda saman leikur- um af mismunandi þjóðerni. Svo var rætt um árangur í hverjum hópi. Síðan skoðaði Dodín þrjú tilbrigði og ræddi um þau við þátttakendur. { leiðinni fór hann rækilega yfir þessa litlu sögu Tsjekhovs og sýndi um leið fá- gæta skilgreiningargáfu: Hvernig stendur á þessu fólki á sögusviði? Hverjar eru forsendur þess að þær eigast við? Hvað hefur gerst þegar sögu lýkur? Er þessi saga ekki um þverstæðurnar sem búa í hverju okkar, við viljum öll eiga þak yfir höfði og þó allan himin- inn, við viljum öryggi og þó háska, í hverjum hvunndags- manni leynist eitthvað sem getur sprungið hvenær sem er. Og Do- dín sagði lika margt um þá þjálf- un sem leikarar hans hafa fengið í að vinna svona, leita sig áfram um persónurnar, ekki leika þær með útvortis tilburðum, heldur stíga yfir klisjurnar og láta það koma eins og með sjálfsögðum hætti að innan, hverjar persón- urnar eru og hvað vofir yfir þeim. Sú sem leikur Ljúbku á ekki að dilla mjöðmum framan í hrossa- þjófinn unga, það er neistinn sem flýgur á milli þeirra sem dillar þeim. Við notum mikið spuna, segir Dodín, til að koma okkur inn í það rými sem höfundur skapar okkur og reyna að láta ýmsar spurningar fæðat á leiðinni. Síðan voru enn sýnd þrjú til- brigði við söguna, það síðasta al- rússneskt. Og bar þátttakendum á námskeiðinu saman um að þá hefðu þeir séð svart á hvítu hve drjúgt þeim leikurum miðar áfram sem hafa fengið þjálfun í kröfuharðri vinnu af þessu tagi. Flas ekki til fagnaðar Miðar drjúgt áfram, sagði ég - það skal reyndar tekið fram, að allra síst einkennir asi vinnu- brögð Litla leikhússins. Þar taka menn sér góðan tíma, flasa ekki að neinu. Eitt kvöldið flutti leikhúsið ljóð og sögukafla eftir rithöfunda sem verið hafa í banni (Akhmatova, Platonov, Mandel- stam, Solzhenytsin og fleiri). Og það var svo sannarlega ekkert „upplestrarkvöld", þetta var göfugur og útsmoginn flutningur og undirbúningur hafði staðið í um það bil ár, að því er leikkonan sem flutti Sálumessu Akhmatovu sagði mér. Annað dæmi: leikhús- ið er byrjað að vinna sýningu um skáldsöguna Djöflarnir eftir Dostojevskí. Síðan í haust höfðu menn setið við, lesið söguna og leikið úr henni um leið - án þess að handrit væri fyrirfram skrifað nema í lauslegum punktum. Hópurinn hafði t.d. tekið út einn þráð af mörgum og unnið úr hon- um leikefni sem tekur sex stundir að flytja. Kannski verður svosem hálftími eftir af því í endanlegri sýningu, hver veit? Að vinna úr bókmenntum Leikhús það sem Lév Dodín stjórnar byggir mjög á bók- menntum. Af þeim sýningum sem við sáum var aðeins ein byggð á „tilbúnu" leikriti. „Stjörnur á morgunhimni“ eftir Galín, leikriti um fjórar hórur frá Moskvu, sem eru sendar burt til að spilla ekki útliti höfuðborgar- innar meðan Ólympíuleikarnir fara fram. Skemmtileg sýning og vönduð, en alls ekki sú eftirminn- ilegasta af þeim sem í boði voru. Útsmognari var t.d. sýning fyrir börn sem fullorðna sem byggir á Múmú, sögu eftirTúrgenjev: það er ekki heiglum hent að semja svo ekki slakni þráður sýningu um aðalpersónu sem er mállaus og hundinn hans. Þessi sýning var merkilega lífmikil og aldrei fór hjá því að hún segði ekki sitthvað samtímanum með því, hvernig hún otaði að okkur óðalsfrú gam- alli, sem elskar svo mikið sitt án- auðuga þjónustufólk að hún hlýtur að strá ógæfu yfir hvern mann. Tíu stunda bálkur Gestirnir munu að líkindum lengst muna eftir sýningu sem stóð þrjú kvöld í röð, alls tíu stundir og byggir á skáldsögu eftir Fjodor Abramov um fátækt samyrkjubú norður í landi á fyrstu árunum eftir stríð. Getur nokkur hugsað sér fyrirfram minna spennandi efni? En viti menn: það voru allir jafn hrifnir, hve lítið eða mikið sem þeir kunnu í rússnesku. Þessi þorps- saga rúmaði ótrúlega mikið af sárri sögu Rússa á okkar öld, hún sýnir réttmætan sóma þeim kon- um og unglingum sem báru byrð- ar sveitanna á sér stríðsárin og árin eftir stríð, baráttu þeirra við fátækt og þrældóm, heimskulega og freka skattheimtu, svikin lof- orð yfirvalda sem sífellt reyna að kreista meira út úr örsnauðu fólki og refsa harðlega fyrir hvert frá- vik frá fyrirmælum. Um leið var þetta dýrindis leikhús, umbúnað- (slendingar við Vetrarhöllina: Rúrik Haraldsson, Stefán Baldursson, Guðrún Ásmundsdóttir og Kjartan Ragnarsson ásamt túlkum og, Dönum. (Ijósm. Arnar Jónsson). Lév Dodín: Kannski er það gagnslaust sem við gerum, kannski er ekkert merkilegra í heiminum. Tatjana Shestakova leikstýrði blönduðum hóp Rússa, íslendinga og Dana sem spreyttu sig á sögu eftir Tsjekhov. 16 S(ÐA - NÝTT HELGARBLAÐ Atriðiúrsýningunni endalausu og merkileguumsam- yrkjubúið fyrir norðan. Kjartan Ragnarsson, Arnar Jónsson og Guðrún Gísladóttir á „sértrú- arfundi" í Leiklistarskólanum. Asko Sarkola frá Finnlandi leikur af fingrum fram. ur hugvitsamur og einfaldur, hópsenur jafnt sem átök einstak- linga útfærð af frábærri ná- kvæmni sem gerir hvert atriði satt og merkilegt. Hvort sem við sáum ástum sviptar stríðskonur kankast á með hæpnu tali og vís- um þar sem þær liggja í bendu úti á akri og gleyma um stund þreytunni. Eða við sjáum þær bíða með eftirvæntingu eftir heimkomu sinna manna úr stríð- inu og aðeins einn kemur. Eða segjum kvennagullið, sem hefur verið að læra á maskínur í bæn- um, hvernig hann kemur með sína stæla og þreifar á_ sárasak- lausri sveitapíu, eða þá hermað- urinn sem seint kemur úr stríðinu og reynir árangurslaust að ná hylli konu sinnar með herfangi sínu úr Þýskalandi. Hið dapur- lega og hið hlálega mætast með fullum rélti í alvöru sögunnar og heiðarleika listarinnar og sú vitn- eskja hríslaðist um mann að leikhúsið ætti hvert bein í sínum áhorfendum. Af heilum huga En semsagt: það var ekki ætl- unin að setja á langar tölur um leiksýningar í fjarlægri borg. Hitt mátti vel heyra, á þátttakendum að þeir voru mjög ánægðir með leiklistarídýfuna í Leníngrad. Kjartan Ragnarsson talaði m.a. um það hve mikils virði það væri að sjá þessi vönduðu vinnubrögð og að kynnast leikhúsi sem hefði svo mikið að segja sínu fólki. Maður kynnist ekki nema fáu einu á átta dögum, sagði dönsk leikkona, en það er sannarlega mikils virði að kynnast leikhúsi sem er í senn lífsmáti og trú. Arn- ar Jónsson sagði um leið og hann af vinsemd sinni lánaði þessum skrástejara nokkrar af þeim myndum sem hann tók í ferðinni: Eftir á að hyggja: þetta ágæta fólk gengur enn út frá því (sem við ‘oft gleymum í okkar mála- miðlunum) að listinni er ætlað vera mannbætandi og göfgandi svo sem Staníslavskí kvað - og þess vegna má ekki vera um nein undanbrögð að ræða, engan af- slátt af kröfum. Þeim hefur tekist ótrúlega vel að halda í þessa hug- sjón. Og þau eru ekki feimin við að vera sentimental eða „væmin“ eins og menn segja stundum, ekki feimin við að tjá sínar innstu kenndir. Þetta situr mest eftir, og þetta verður manni hvatning til mótspyrnu gegn því að leikhúsið sogist inn í bráðlætis afþreyingu. Við vorum minnt rækilega á það í Leningrad að listin þarf sinn meðgöngutíma og sitt næði. Menn skapa ekkert af viti á hlaupum." Föstudagur 7. aprfl 1989 NÝTT HELGARBLAÐ - SÍÐA 17 t ■ /

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.