Þjóðviljinn - 07.04.1989, Blaðsíða 18

Þjóðviljinn - 07.04.1989, Blaðsíða 18
HEILBRIGÐISÞJÓNUSTUNNI Hagkvæmni í rekstri heil- brigðisþjónustu hér á landi hefur verið í brennidepli að undanförnu, meðal annars vegna fyrirskipaðs samdrátt- ar í útgjöldum ríkisins. í Helg- arblaði Þjóðviljans þann 17. mars sl. var fjallað um þessi mál, og meðal annars lögð fram sú spurning, hvort aukið framboð læknisþjónustu hefði sjálfkrafa í för með sér aukna eftirspurn og aukin útgjöld ríkisins, án tillits til heilsufars þjóðarinnar að öðru leyti. Til þess að leita svars við þessari spurningu og fjölmörgum öðr- um fórum við á fund Skúla G. Johnsens borgarlæknis og hann reyndist hafa frá mörgu athyglisverðu að segja: -Það er rétt, að aukið framboð læknisþjónustu leiðir sjálfkrafa til aukinnar eftirspurnar. Það sem skiptir máli í þessu sambandi er hins vegar hvar framboðið er aukið, þannig að það verði hag- kvæmt fyrir heildina, því að aukið framboð á þjónustu í ein- um geira heilbrigðiskerfisins hef- ur áhrif á alla hina. Við þurfum því að hafa heild- aryfirsýn yfir allt heilbrigðis- kerfið, hve mikið er til af hverju - t.d. sjúkrahúsum, heilsugæsl- ustöðvum, hjúkrunarheimilum, sérfræðiþjónustu o.s.frv. Þar sem framboð á þjónustu í einum geir- anum hefur áhrif á hina er hægt að gera hörmulegar vitleysur í skipulagningu heilsuþjónustunn- ar án slíkrar heildaryfirsýnar. Öffugþróun á íslandi -Getur þú skýrt þetta nánar? -Já, lítum t.d. á þörfina fyrir rúm á sjúkrahúsum. Slík þörf er ekki einhver föst stærð miðað við höfðatölu, slík þörf ræðst af framboði á annarri þjónustu svo sem eins og hjúkrunarheimilum og þjónustu utan sjúkrahúsa. Það er augljóst að ef menn vilja hafa stjómun á útgjöldum í heilbrigðisþjónustunni, þá þarf að takmarka dýrustu þætti henn- ar eða sjá til þess að ekki sé of mikið framboð á þeim. Það er gert með því að bæta gmnn- þjónustuna. Hér á landi hefur þróunin verið sú að einungis dýr- asti þáttur heilbrigðisþjónust- unnar hefur stækkað á meðan dregið hefur hlutfallslega úr vægi grunnþjónustunnar. Það er öfugt ' við það sem gerist í öðmm löndum, þar sem menn hafa stjórn á útgjöldum til heilbrigðis- mála. -Er þá ríkjandi stefnuleysi í þróun heilbrigðisþjónustu hér á landi? -Menn settu sér ákveðin mark- mið hér á landi í kringum 1970. Þau fólust í því að bæta grunn - þjónustuna.Þau rnarkmið hafa hins vegar ekki náðst vegna þess að við höfum ekki stjórn á þróun- inni. -Hvernig í ósköpunum má það vera? -Jú, það stafar af því að stjórnkerfið sjálft er lítið virkt. Yfirstjórn heilbrigðisþjónust- unnar hér á landi er þríhöfða. Það em heilbrigðisráðuneytið, Tryggingastofnun ríkisins og landlæknisembættið. Stjórnun heilbrigðisþjónust- unnar á hverjum stað er líka þrí- höfða: þar ráða sveitarfélögin, sjúkrasamlögin og heilbrigðis- ráðuneytið. Þetta flókna stjórnkerfi gerir það að verkum að enginn einn stjórnaraðili hefur yfirsýn yfir framboð og eftirspurn í heilbrigðisþj ónustunni og öll áætlanagerð verður illfram- kvæmanleg. Það er tvennt sem er einkenn- andi í öllum rekstri heilbrigðis- mála hér á landi: í fyrsta lagi era mörkin á milli verksviðs Tryggingastofnunar ríkisins og sjúkrasamlaganna annars vegar og þeirra stofnana sem reknar em af ráðuneytinu eða sveitarstjórnum óljós og verksviðin skarast oft. Þar vita menn ekki hvað hinn aðilinn er að gera. í öðru lagi hefur sam- krull ríkisins og sveitarfélaganna á undanförnum áratugum staðið í vegi fyrir að hægt væri að gera áætlanir um uppbyggingu og þró- un, þar sem sveitarfélögin hafa viljað eitt og ríkið annað. Hér þarf að efla hlut ríkisins, þannig að hægt sé að móta heildarstefnu. -En nú liggur fyrir Alþingi frumvarp um verkaskiptingu ríkis og sveitarfélaga. Er ekki tekið á þessum málum þar? —Jú, þar er gert ráð fyrir því að heilbrigðisþjónustan verði alfar- ið í höndum ríkisins, og það getur orðið til mikilla bóta. En það er ekki nema fyrsta skrefið, því enn á eftir að leysa það, hvernig ríkið á að hætta að keppa við sjálft sig á þessum vettvangi. Að keppa við sjálfan sig -Keppa við sjálftsig? Hvernig í ósköpunum? -Ef ríkið rekur eina tegund þjónustu á heilsugæslustöð með fastri fjármögnun og föstu starfs- liði samkvæmt fjárlögum en hef- ur svo á öðmm vettvangi samn- inga við heilbrigðisstéttir um að rækja sömu þjónustu eftir taxta á einkastofum án þess að sú þjón- usta kosti einstaklinginn nokkuð meira, þá em komin tvö kerfi sem keppa hvort við annað. -Getur þú skýrt þetta nánar fyrir mér? - Já. Tökum til dæmis göngu- deildir sjúkrahúsa þar sem veitt er sérfræðileg læknisþjónusta. Slík starfsemi fer einnig fram á einkastofum sérfræðinga, og eftir að tilvísunarskyldunni var aflétt hefur starfsemi göngudeildanna dregist saman, enda geta sérfræð- ingar nú vísað sjúklingum sínum á sína stofu við útskrift. Einnig má nefna skóla- tannlæknisþjónustu, sem rekin hefur verið af Reykjavíkurborg allt frá árinu 1937. Árið 1974 vora sett almenn ákvæði í al- mannatryggingalög um að sjúkratryggingar skyldu greiða fyrir tannlæknisþjónustu skóla- barna. Tryggingastofnunin samdi þá um slíka þjónustu við tannlæknafélagið. Reykjavíkur- borg hafði þá um langa hríð haft taxtasamning við skólatann- lækna, sem var miðaður við allar almennar skólatannlækningar. Samningur sá sem Trygginga- stofnunin gerði var hins vegar í geysimörgum liðum og miðaður við allar tannlækningar, og gerði tannlæknum hér í Reykjavík kleift að starfa að skóla- tannlækningum á eigin stofu utan við skólatannlækningar borgar- innar. Eftir að þessi nýi samning- ur kom til átti borgin ekki ann- arra kosta völ en að láta taxta Tryggingastofnunarinnar gilda hjá sér. I fyrstu, eftir að samning- urinn var gerður, fækkaði tannlæknum hjá okkur vemlega, enda töldu þeir hagstæðast að vinna á eigin stofu. Um tíma horfði svo, að leggja yrði skóla- tannlækningarnar niður. Hins vegar fjölgaði í tannlæknastétt þannig að við höfum nú 34 tann- lækna í vinnu. Það er svo til við- bótar í þessu máli að nú em fram- kvæmdar mun færri aðgerðir en var á meðan gamli samningurinn gilti, en samt kostar okkar starf- semi tvöfalt meira á föstu verð- lagi. Við það bætist svo sá kostn- aður sem Sjúkrasamlagið leggur út fyrir unnin verk á einkastof- um. -Og hvað er hér um háar upp- hæðir að rœða? -í heildina tel ég að hinn óhag- stæði samningur Tryggingastofn- unarinnar hafi valdið aukakostn- aði sem hefði farið langt í að duga til að reka fullkomið kerfi heilsu- gæslu hér í Reykjavík samkvæmt lögum um heilbrigðisþjónustu, eða á annað hundrað miljónir króna á ári. Einföldun stjórnkerfisins -Úr því svona er komið mál- um, hvað er þá til ráða? -Þjóðir sem vilja stjóma sínum heilbrigðismálum vel hafa fundið út að skipulag í stjóm þeirra þarf að vera einfalt. Fá svið eru flókn- ari og í eðli sínu erfiðari að stjórna. Þess vegna er einfalt skipulag með skýrum boðleiðum og sterku áætlunarkerfi helsta skilyrði þess að stjórnun takist. Það getur ekki gengið að fjár- magna þessa starfsemi eftir rúm- lega 20 mismunandi samsetning- um rekstrarfjárins frá þeim 4 að- ilum sem greiða fyrir reksturinn, eins og hér tíðkast, allt eftir því um hvaða þjónustu er að ræða, hver veitir hana o.s.frv.. -Hverjir eru þessir fjórir aðil- ar? -Þeir era heilbrigðisráðuneyt- ið samkvæmt fjárlögum. Þeir em sveitarstjómasjóðir, sjúkrasam- lög og Tryggingastofnun ríkisins. Það er einfaldlega ekki hægt að gera áætlanir með þessu kerfi. Til þess að það sé hægt þarf að ein- falda fjármögnunina mjög mikið frá því sem nú er. Heilbrigðisþjónustan er eins og keðja, þar sem hinir einstöku þjónustuþættir em hlekkirnir. Það þarf að sníða hlekkina rétt svo að keðjan verði skynsamlega samsett miðað við þá takmörku- ðu fjármuni sem við höfum. Til þess að hægt sé að smíða þessa keðju vel þarf einn aðili að fást við alla hlekkina. Þannig er rangt að stjóma sjúrahúsaþjónustunni sérstaklega og þjónustu utan sjúkrahúsa sérstaklega, því hvort tveggja verkar á hitt. Rætt við Skúla G. Johnsen borgarlækni um hagkvæmni í rekstri heilbrigðis- þjónustunnar 18 SÍÐA - NÝTT HELGARBLAÐ Föstudagur 7. apríl 1989

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.