Þjóðviljinn - 07.04.1989, Blaðsíða 23

Þjóðviljinn - 07.04.1989, Blaðsíða 23
Hamlet ROdsútvarpið - Leiklistardeild: Hamlet Danaprins eftir William Shakespeare Þýðing: Helgi Hálfdanarson Útvarpsgerð: Jón Viðar Jónsson Leikstjóri: Stefán Baldursson Tónlist: Áskell Másson Leikendur: Arnar Jónsson, Erlingur Gíslason, Kristbjörg Kjeld, Róbert Arnfinnsson, Edda Heiðrún Back- man, Sigurður Skúlason, Kristján Franklín Magnús, Þorsteinn Gunn- arsson, Halldór Björnsson, Þór H. Túliníus, Baldvin Halldórsson, Anna Kristín Arngrímsdóttir, Viðar Egg- ertsson, Helgi Björnsson, Pétur Ein- arsson, Emil Gunnar Guðmundsson, Jón Sigurbjörnsson, Randver Þor- láksson, Jón Hjartarson, Karl Guð- mundsson, Þórarinn Eyfjörð og fleiri. Upptaka á tónlist: Bjarni Rúnar Bjarnason Upptaka, leikhljóð og tæknistjórn: Hreinn Valdimarsson og Vigfús Ingv- arsson Á páskum flutti Ríkisútvarpið Hamlet með þeirri viðhöfn sem bar. Pýðing Helga Hálfdanar- sonar var flutt í útvarpsgerð Jóns Viðars, nokkuð stytt, en alltaf skynsamlega. Stefán Baldursson var kallaður til leikstjórnar og valdi sér leikara fremsta meðal jafningja. Einn Hamlet bættist við: Arnar Jónsson, eftirlæti og átrúnaðargoð, slóst í hóp Lárusar Pálssonar, Gunnars Eyjólfssonar og Þrastar Leós Gunnarssonar. Fjórða sýning á íslandi á þessu höfuðverki leikbókmennta heimsins sett á svið í hug hvers er hlýða vildi: stórviðburður, sú eina til þessa sem verður varð- veitt meðan einhver vill heyra leikinn á íslensku. Lái mér hver sem vill: á síðum þessa blaðs er ekki fjallað um leikflutning í hljóðvarpi að stað- aldri, en heldur vildi ég heyra leiki Shakespeares flutta eina í hljóðvarpi en allt það léttmeti sem setur hvað mestan svip á verkefnaval Ríkisútvarpsins um þessar mundir. Vitaskuld á að ieggja meiri rækt við flutning í hljóðvarpi á verkum Shakespear- es. Þau eiga ekki að heyrast stöku sinnum heldur oft. Þar gefst tæki- færi til að kynna þessa texta, ríki- dæmi þeirra í mannviti og skáld- skap. Þar gefst leikurum okkar tækifæri til að takast á við hlut- verk sem þeir komast ekki annars í tæri við. Skora ég á Leiklistar- deildina að íhuga það gjörla hvort ekki er hægt að auka hlut leikja Shakespeares á verkefna- skrá hennar. Semjið við leika- rana um að gefa þá út á hljóð- snældum. Dreifið þeim á bóka- söfn og í skóla, seljið þær í sjopp- . um, bókabúðum og bókaklúbb- um. Vandinn við ókunnugleika þjóðarinnar á þessum bók- menntum er hvað þær eru óað- gengilegar og fágætar nema af bókum. Það er umhugsunarefni hvað Hamlet hefur sjaldan sést hér á sviði. Lér hefur heyrst og sést í tvígang, Óþelló einnig, svo dæmi séu nefnd. Ofviðrið sést í fyrsta sinn á næstu dögum. Hvað með söngleikina? Hvenær sést Fal- staff á íslensku leiksviði, hvern gátum við séð leika hann, hvern gætum við enn séð leika hann? Lengi má spinna: hvað höfum við átt marga leikara sem gátu leikið Hamlet: þrjár kynslóðir hafa fengið hlutverkið í sinn hlut, ein missti hann af sinni verkefnaskrá þótt sá sem kjörinn var til hlut- verksins hafi auðgað líf okkar ríkulega með list sinni, ekki síst í hljóðvarpi, og fari í þessum flutn- ingi leiksins með hlutverk kon- ungsins af stakri snilld. PÁLL BALDVIN BALDVINSSON Stefán Baldursson stillir hér saman tveim kynslóðum í hlut- verkum unga fólksins í leiknum og fellur í þá gröf sem erfitt er að skjótast hjá: raddirnar leyna ekki aldursmun Arnars og Þórs, svo dæmi séu nefnd. Þetta er ekki til vansa í flutningnum sem í öllum hlutverkum var prýðilega lesinn, en það er til marks um hversu vel þarf að íhuga samsetningu íeikhóps í tilvikum sem þessum. Stefán fer næsta beina götu í út- færslu leiksins, hvoru megin stokksins ákvörðun túikunar liggur, hjá leikara eða leikstjóra, er ætíð álitamál. Þannig er Pólon- íus, ráðgjafi konungsins, í heilli túlkun Róberts Arnfinnssonar tryggur þjónn en ekki slægur hirðmaður. Rósinkrans og Gull- instjarni gætu verið saklausir af ásökunum prinsins um hlutdeild í því samsæri sem hann vill af- hjúpa, ef ráða skal í túlkun Þórs og Halldórs. Edda Heiðrún fer troðna slóð í túlkun sinn á Ófelíu, enda mun nær ógerningur að blómstra í því hlutverki nema á sviði. Takmarkanir túlkunar í sýningunni, ég tala um sýningu því upptaka og vinnsla leiksins í rými hljóðsins var til fyrirmynd- ar, eru í raun stillingin, hófið, hins óvænta varð hvergi vart. En það var stefnan - vandvirknislega gegnumfærð í hugsun og fram- kvæmd. En Hamlet er alltaf þannig: hann er alltaf annar. Hann býður alltaf uppá aðra túlkun. Arnar Jónsson er raddfagur maður og vel læs, tilfinningin hljómþýð - en er hún djúp? Þegar hann brestur í svívirðingum sínum við Ófelíu tekst honum vel í kven- hatri og sjúkiegri kynhræðslu. En þegar dýpsta sómakennd hans brýst út í svefnherbergisatriðinu með Geirþrúði verður tal hans ekki kvein, heldur væl sem hún tekur undir. Er það rétt? Fer tal þeirra ekki fram með hvísli og hvískri, rofið stöku sinnum með of háu tali í hljóðbærum salark- ynnum? Tökum fleiri dæmi sem vekja spurn: „Ó, fengi þetta klúra hold að klökkna,“ er fyrsta eintal Hamlets í leiknum og þjón- ar mikilvægu hlutverki í kynn- ingu á aðstæðum og hugsun hans. Arnar flytur það með ágætum, innibælt og þrúgað og með and- köfum. Áhersla hans er á sorg og vanmátt, háðið í einræðunni leggur hann til hliðar og um leið hinn hluta persónunnar sem er svo sterkur, ákafann um niður- stöðu, tilfinningu klædda í orð- skrúð ræðunnar sem hrópar. Og þegar einræðunni er lokið, snarsnýst hann, hiklaust og án fums, ofsakátur mót vini sínum, Hórasi. Nokkrir slíkir brattir vendipunktar eru í flutningi Arn- ars, ekki alltaf nógu vel undir- byggðir. Erlingur Gíslason kann aftur að undirbyggja textann sinn. Hann vegur og metur hvert orð og mælir fram af hugsun. Leikur hans í hlutverki Kládíusar er frá- bær. Það er orð sem ég nota sjald- an. Ekki þarf að lýsa blæbrigðum raddarinnar, en vekja vil ég at- hygli á að í samhæfðum stíl flutn- ingsins undir stjórn Stefáns nær Erlingur dýpstri tilfinningu fyrst og fremst á lágum nótum. Leikur hans er hljómlist byggð á þekk- ingu á mannlegu eðli og merk- ingu málsins. Það var stærsti fengurinn í þessri hljóðritun. Þannig tókst ágætlega til með flutning á Hamlet Danaprins. Hún var Ríkisútvarpinu og öllum aðstandendum til sóma. Gaman verður að eiga hana í framtíðinni. Hún, eins og hver nýr fundur við þetta verk, vekur endalausar spurningar og vangaveltur, að- dáun og umhugsun. Og hversu lengi verðum við að bíða fimmtu útgáfunnar af þessum einstæða leik á yndislegu máli úr penna Helga Hálfdanarsonar? Hvenær verða ungmenni sviðsins nógu þjálfuð til að valda textanum af því innsæi, þekkingu og viti sem til þarf? Mosi við Vífilsfell „Mosi við Vífilsfell“, málverk- ið fallega frá 1940 eftir Jóhannes S. Kjarval, er mynd mánaðarins í Listasafni íslands. Það þýðir að við fáum ókeypis fyrirlestur um hana frá sérfræðingi á fimmtudögum kl. 13.30, stund- víslega. Listasafnið er opið alla daga kl. 11-17 og er veitingastof- an opin á sama tíma. Fyrirlestrar um Wagner Dr. Gottfried Helferich Wagn- er er væntanlegur hingað á veg- um Goethe-stofnunarinnar og heldur fyrirlestra í Reykjavfk eftir helgi. Á mánudag talar hann um Nietzsche og Wagner í Há- skóla íslands, kvöldið eftir kl. 20.00 kynnir hann „Videclips Ring 88“ í íslensku óperunni. Hann flytur mál sitt á ensku. Ferftin á heimsenda. Um helgina verða sýningar á barnaleikritinu vinsæla Ferðinni á heimsenda eftir Olgu Guðrúnu Ámadóttur í lönó. Þetta er hlýr og gáskafullur leikur fyrir alla fjölskylduna um þrjú börn í útilegu sem finna af tilviljun verndargrip álfanna og skunda af stað til að bjarga prinsessunni sem týndi honum. Föstudagur 7. apríl 1989 NÝTT HELGARBLAÐ - SÍÐA 23 GUNNAR GUNNARSSON Þorsteinn á köldum klaka - Vertu velkominn, sagði leigubflstjórinn um daginn þegar ég opnaði bfldymar og settist inn. Eg hafði ekki fyrr heyrt svo til- komumikla kveðju frá bílstjóra og var að hugsa um að snúa frá, þegar hann var byrjaður að láta dæluna (ekki vatnsdæluna eða bensíndæluna heldur túlann á sjálfum sér) ganga um tíðarfarið og pólitíkina. Ég sá aumur á hon- um og ákvað að gerast hlustandi, eins og stundum áður. í rauninni hafði maðurinn ekk- ert að segja. Ég hafði heyrt hvert orð áður í einhverjum fjölmiðl- um og þekkti flest aftur - meðal annars niðurstöður síðustu skoð- anakannana þar sem fram kom að tilteknir ráðherrar njóta óhemjuvinsælda þorra manna þótt ríkisstjómin sem þeir sitja í sé hötuð og fyrirlitin af flestum. Það var ekki aðeins að bflstjór- inn bergmálaði tilfinningar al- þýðu og skoðanir útbreiddu fjöl- miðlanna, heldur mælti hann svo vitlausa íslensku að norrænu- deildin gerði réttast í að ráða hann til sín og nota sem einhvers konar lifandi málvillubrunn. Raunar fór mér á endanum svo að ég hætti að taka eftir því hvort maðurinn beygði vitlaust eða lagði rangan skilning í einstök orð, heldur fór ég að velta því fyrir mér hvar og hvemig væri hægt að læra svo frumlega hugs- un: maðurinn var kominn í hring, misskildi allt, vissi ekkert, hafði bjargfasta trú á einhverju sem ekki var til, kom mér þó mest á óvart þegar hann stöðvaði bfl sinn á rauðu Ijósi því í hjarta mínu var ég farinn að trúa því að maður ætti að aka á gulu, stöðva á grænu og fara heim á rauðu. - Allt er blekking og blöff, sagði hann. - Það er nú víst, sagði ég. - Þeim bestu er ýtt til hliðar, sagði hann. - Þaðerekkertvafamál,sagði ég- - Eins og vesalings manninum þama honum Þorsteini Pálssyni. - Hvert var honum ýtt? spurði é8- , - Ut í kuldann, sagði hann. - Var hann lagður á ís? spurði ég- - Þú skalt ekki vera að grínast neitt við mig, góði, sagði hann þá skyndilega og var ekki annað að heyra en að það hefði fokið í hann. - Það er nú eitthvað annað, sagði ég, - ég var ekki að grínast. En mér heyrðist þú hafa verið að spauga, sagðir að formaður Sjálf- stæðisflokksins hefði verið lagður á ís. - Þeir gera þetta af skömmum sínum, sagði hann. - Þorsteinn hafði ekkert til saka unnið. Hon- um gengur ekkert til nema að auka velmegunina. - Þessu trúi ég eins og nýju neti, sagði ég. - Ég vil ekki hafa neinn áróður í mínum bfl, sagði hann. - Ég myndi banna slíkt tal líka, sagði ég. - Viltu þá ekki hætta þessum áróðri, sagði hann. - Þú varst með áróður áðan. - Hvað sagði ég? - Á kaldan klakann sagðirðu og það er það sama og fara á hausinn. - Er hann farinn á hausinn? - Mér er alveg ómögulega við kommúnista. - Hvemig þá? - Þeir em á móti velmegun og frelsi. - Hvers vegna? - Hvers vegna? Hvemig ætti ég að vita það? - Ég veit það ekki. Mér datt í hug að þú hefðir slysast til að frétta þad hjá einhverjum þeirra. - Ég hef nú aldrei heyrt annað eins. Eg keyri sko aldrei komm- únista. - Það var eins gott. - Maður þekkir þetta fólk úr á löngu færi. - Á hverju þekkirðu það? - Það er bara alltaf að þykjast vera eitthvað. - En er ekki neitt? - Ekki frekar en þú og ég. - Maður sér þetta á kommún- istunum í ríkisstjóminni líka. Þeir em alltaf að þykjast hafa eitthvert vit á öllum hlutum. - Eins og hverju? - Þú hlýtur að vita það. Þú tal- ar þannig. - Égsitnúbarahérogreyniað segja ekki orð. - Velmegun og frelsi. - Þetta era óvinsælir menn, sagði ég. - Hverjir? - Þetta fólk í ríkisstjórninni. - Þetta em kannski bestu skinn. - Ætlarðu að kjósa þá aftur? - Ég er löngu hættur að kjósa. - Hvers vegna? - Nema Sjálfstæðisflokkinn. Ég kýs hann alltaf. - Auðvitað, sagði ég. - Og svo náttúrlega hann Þor- stein Pálsson. - Sem var lagður á ís? - Hafðu góðan dag, sagði hann umhyggjusamlega, þegar ég hafði borgað og áhyggjufull augu hans vom full gmnsemdar. Fólk er svo varasamt. Sérstak- lega þegar það dregur sig í hópa og myndar flokka eða stjómir.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.