Þjóðviljinn - 11.04.1989, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 11.04.1989, Blaðsíða 1
Siglufjörður 33 Siglóleigan er skandall" Þrotabú Sigló hf. leigt fyrri eigendum í 7 mánuði. Stofnuðu nýttfyrirtœki íþvíshyni aðeins tveimur dögum áður en Sigló hf. var úrskurðaðgjaldþrota. Heildarskuldirþess nema um 300 miljónum króna. Fyrri eigendurfengufyrirtœkið á silfurfati 1984fráþáverandifjármálaráðherra á 18 miljónir. Allt ógreitt og skuldin komin í 60 miljónir Þessi leiga skiptaráðenda á þrotabúi Sigló hf. tii fyrri eigenda fyrirtækisins er algjör skandall og alveg ljóst að beir hafa undirbúið það vei og vand- lega áður en til formlegs gjald- þrots kom. Enda ekki einleikið að þeir skuli hafa verið búnir að stofna nýtt fyrirtæki Siglunes hf. tii þess aðeins tveimur dögum áður og einnig búnir að scmja við norrænt kaupleigufyrirtæki sem á flest tækin í verksmiðjunni, sagði Sigurður Hlöðversson bæjarfulltrúi í Siglufirði. Kjarnorkuslys Ovissa mengunar- hættu Kafbáturinnfór á 1500 m dýpi með kjarnakljúfog a.m.k. tvöflugskeytimeð kjarnaoddum. Óvissa um mengunarhœttu Sovéskur kjarnorkuknúinn kafbátur af nýjustu gerð fórst s.l. föstudag á Noregshafi um 180 km suðvestur af Bjarnarey. Með kaf- bátnum fórust 42 af áhöfn, en 27 björguðust að sögn Tass frétt- astofunnar. Eldur kom upp í kaf- bátnum kl. 11:41 á föstudag, og telja vestrænir sérfræðingar að slysið hafi orðið við tilraunir með nýja gerð vopna. Engar upplýsingar eru til um gerð kjarnakljúfsins um borð eða magn geislavirks úrgangs, en So- vétmenn hafa viðurkennt að tvö kjarnorkuflugskeyti hafi verið um borð, sem „eigi að geta þolað þrýsting á miklu dýpi". J?eir hafa jafnframt lýst því yfir, að „engin hætta sé á geislavirkum leka" úr kjarnakljúf eða vopnabúri skips- ins. Vestrænir sérfræðingar segja að kafbáturinn, sem var af svo - kallaðri„Mike"-gerð, hafi verið búinn nýrri gerð kjarnakljúfa sem kældir eru með fljótandi málmblöndu, og að slysið hafi verið mikið áfall fyrir Sovétmenn í keppni þeirra um að standa NATO á sporði í kafbátahernaði. Talið er að Sovétmenn muni reyna að ná kafbátnum eða hlutum úr honum frá sjávarbotni til þess að koma í veg fyrir að Bandaríkjamenn geri slíkt hið sama og icomist þannig að mikil- vægum tæknilegum hernaðar- leyndarmálum. Varnarmálaráðherra Noregs sagði í gær að tæknilegar upplýs- ingar vantaði um það hvernig kjarnakljúfurinn væri byggður. Öðruvísi væri ekki hægt að meta mengunarhættuna. -ólg. Sjá síðu 5 í síðustu viku var stærsta rækj- uverksmiðja landsins Sigló hf. lýst gjaldþrota hjá bæjarfógetan- um í Siglufirði og samdægurs var rekstur þess leigður af skiptaráð- enda til nýstofnaðs fyrirtækis, Sigluness hf. Hluthafar þess eru fjórir af fyrrverandi eigendum Sigló hf. Aðaleigandi Sigluness er fyrirtækið Hrísmar hf. sem Jón Guðlaugur Magnússon fram- kvæmdastjóri Marbakka hf. í Kópavogi er eigandi að. Sigló hf. hefur verið lokuð frá því í vetur vegna rekstrarörðug- leika og hafði stjórn fyrirtækisins reynt að leita nauðasamninga en án árangurs. Svo virðist að sá tími hafi verið notaður öðrum þræði til undirbúnings að stofnun nýs fyrirtækis til að taka Sigló hf. á leigu þegar það yrði gjaldþrota. Fyrrum eigendur og núverandi leigutakar fengu fyrirtækið, sem þá hét lagmetisiðjan Siglósíld hf. á silfurbakka 1984 frá þáverandi fjármálaráðherra Albert Guð- mundssyni á 18 miljónir og er sú skuld við ríkissjóð ógreidd og er núna 60 miljónir króna. Þá er tal- ið að skuldir þess við bæjarsjóð, fyrirtæki og einstaklinga í Siglu- firði séu hátt í 40 miljónir króna. Að sögn Sigurðar Hlöðvers- sonar kom þessi leiga skiptaráð- enda bæjaryfirvöldum mjög á óvart þar sem full samstaða er um það í bæjarráði Siglufjarðar að stofna til nýs félags um rækju- vinnslu í bænum í samvinnu við einstaklinga og félög tií að taka yfir reksturinn á Sigló hf. Að sögn Jóns Guðlaugs Magnússonar í Kópavogi kannast hann ekki við að aðrir hafi sýnt áhuga á að taka þrotabú Sigló hf. á leigu en leigutíminn er 7 mán- uðir. Ekki náðist í skiptaráðanda þrotabús Sigló hf. í gær Erling Óskarsson bæjarfógeta í Siglu- firði. -grh Verkfallsmenn í baráttumiðstöð Fundur var með samninganefndum BHMR og ríkisins í gær en stóð stutt. Fyrir fundinn hafði BHMR lagt fram allítarlegar hugmyndir um kjarasamning til þriggja ára, en formaður samninganefndar ríkisins segir hins vegar pegar fyrir fundinn að tillögur BHR væru ekki samn- ingsgrundvöllur. Þrátf fyrir það að staða BHMR þyki nokkuð þröng þessa dagana er baráttuandinn góður og var þessi mynd tekin í húsnæði Sóknar í Skipholti, en þaðan skipuleggja BHMR-félagar verkfallsvörslu og leggja á ráðin. Á miðnætti bættist síðan 12. félagið í verkfallið, en það er Dýralæknafélag íslands. Mynd ÞÓM. VSIFlugleiðir Samið til tveggja ára Flugleiðir og VSÍfallafrá málsókn á hendur Verslunarmannafélagi Suðurnesja. Á móti munu verkalýðsfélög vinna við millilandaflugfjóra daga eftir að boðað verkfall kemst tilframkvœmda Flugleiðir og VSI hafa fallið frá málshöfðun sinni gegn Versl- unarmannnafélagi Suðurnesja, en mcð þeirri málshöfðun vildu VSÍ-menn fá úr því skorið hvort ekki væri sjálfsagt að yfírmenn og aðrir en verkfallsmenn gætu gengið í störf verkfallsmanna. Á móti samþykkti ASÍ og fímm að- ildarfélög þess, þeirra á meðal VS að „vinnustöðvanir sem koma niður á millilandaflugi Flugleiða komi ekki til framk væmda fyrr en í fyrsta lagi fjórum sólarhringum eftir að almennt verkfall viðkom- andi stéttarfélaga hefst." Samn- ingur þessi gildir til tveggja ára, en er uppsegjanlegur eftir eitt og hálft ár með 6 mánaða fyrirvara. Samningaviðræður hafa staðið um nokkurt skeið milli viðkom- andi verkalýðsfélaga og svo Flug- leiða og VSÍ. Samkvæmt heim- ildum Þjóðviljans töldu forráða- menn Verslunarmannafélags Suðurnesja sig ekki þurfa á samn- ingum að halda þar sem þeir væru með unnið mál í höndunum. For- ráðamenn ASÍ og þá ekki síst Dagsbrúnar munu hins vegar lagt mikla áherslu á að samið yrði um málið. Ásmundur Stefánsson, forseti ASÍ var spurður hvort það hafi verið ótti við að málaferli væru verkalýðshreyfingunni töpuð, sem hefði leitt til þessa samkomulags. „Nei, nei, menn meta ekki málið þannig, ég er sannfærður um að málið hefði unnist. Hins vegar meta menn málið þannig að við teljum eðli- legt að semja um framkvæmd verkfalla þar sem staðan er við- kvæm. Það er margt sem gefur utanlandsfluginu sérstöðu og verkalýðsfélög hafa oft gefið svigrúm í sambandi við það," sagði Ásmundur. Ógmundur Jónasson, formað- ur BSRB sagði í samtali við Þjóð- viljann að hann fagnaði því að Flugleiðir hefðu skipt um skoðun. „Stærsti kosturinn hjá mönnum er að geta skipt um skoðun og ég fagna því að Flug- leiðir hafa gert það. Það er gott til þess að þar séu menn sem vilja virða í verki óskir verkalýðs- hreyfingarinnar. Flugleiðir eru vegna stærðar sinnar og umfangs almenningsfyrirtæki og það fyrir- tæki þarf á stuðningi allrar ís- lensku þjóðarinnar að halda í er- lendri samkeppni í framtíðinni. Sem betur fer virðast Flugleiða- menn hafa skilið þetta," sagði Ögmundur. -phh

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.