Þjóðviljinn - 11.04.1989, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 11.04.1989, Blaðsíða 3
FRÉTTIR Ríkisspítalar Helmings hækkun á dagvistar- gjöldum Hjúkrunarfólk með undirskriftasöfnun vegna stórhœkkunar dagvistargjalda. AnnaJ. Eðvaldsdóttir: Uppsagnir kæmu mér ekki á óvart - Við sættum okkur engan veg- inn við þessa miklu hækkun á dagvistargjöldunum. Það er mikil reiði út af þessu hér á spítal- anum og kæmi mér ekki á óvart þótt einhverjar uppsagnir komi til verði þessi fyrirhugaða hækk- un að veruleika, segir Anna J. Eðvaldsdóttir hjúkrunarfræð- ingur á Landsspítalanum. Stjórn ríkisspítalanna hefur ákveöið að hækka dagvistunar- gjöld á dagheimilum spítalanna um helming frá og með 1. júlí n.k. Dagvistargjöld hafa verið niðurgreidd um 50% miðað við gjöld sveitarfélaganna m.a. til að fá hjúkrunarfólk til starfa á ríkis- spítölunum. Gjöldin voru hækk- uð fyrir fuila daggæslu þann 1. mars sl. úr 4.800 kr. í 6.700 kr. og þann 1. júlí eiga þau síðan að hækka í um 12.000 krónur, sem er sambærilegt gjald og sveitarfé- lögin taka fyrir fulla daggæslu. Að sögn Önnu er hafin undir- skriftasöfnun á spítölunum til að mótmæla þessari miklu hækkun. Þá var í gær haldinn fundur með foreldrum allra þeirra barna sem eru á dagheimilum ríkisspítal- anna, en þau eru 8 talsins. Að sögn Guðrúnar Marteins- son hjúkrunarforstjóra á Land- akotsspítala stendur ekki til að hækka vistgjöld á þeim dagvistar- heimilum sem spítalinn rekur. -Ig- Ísland-Fœreyjar Rausnarleg trjágjöf 2000 birkiplöntur til Fœreyja Skógrækt Reykjavíkur hefur ákveðið að gefa Færeyingum 2000 birkiplöntur. Kjarasamningar Olíkar aðstæður - ólík vinnubragð BSRB leggur línuna. Meira en sýnist ífyrstu. VSI reynir að knýjafram gengisfellingu. Erfið staða hjá BHMR ogASI. Krataforingjar vilja lög. Samningar fyrir vikulok eða hörð átök Nýir samningar innsiglaðir. ögmundurtókafskariöoglínanhefur verið mótuð. Mynd-Þóm. Harkaleg viðbrögð Vinnuveit- endasambandsins, formanns Sjálfstæðisflokksins og leiðara- höfunda Morgunblaðsins við ný- gerðum kjarasamningum BSRB og fjármálaráðherra, sýna glögg- lega að þrátt fyrir afar erfiða samingsstöðu, tókst forystusveit BSRB undir forystu nýkjörins formanns síns, Ögmundar Jónas- sonar að sigla skipi sínu heilu til hafnar. Með þessum samningum sem gilda til nóvemberloka, hefur að stórum hluta verið mótuð sú meginlína sem mun einkenna þá skammtímasamninga sem gerðir verða á vinnumarkaðinum á þessu vori. Það er ekki einungis forystu- sveit BSRB sem staðið hefur í ströngu síðustu daga, þar hefur einnig reynt verulega á nýskipaða samninganefnd ríkisins og fjár- málaráðherra sem átt hefur undir högg að sækja innan síns eigin flokks fyrir stefnu sína í kjara- málum. Með undirritun samning- anna á föstudagsmorgun tókst ekki einungis BSRB að styrkja stöðu sína bæði innávið og útá- við, heldur hefur fjármálaráð- herra ekki síður tekist að komast vel frá erfiðum samningamálum. Kvennasamningar Þessir umræddu samningar innihalda meira þegar betur er að gáð en sýnist í fyrstu. Grunn- kaupshækkanir fyrir fjöldann all- an af lægst launaðu félagsmönn- um, sem aðallega eru konur, geta orðið allt að 20% vegna ákvæða um að launataxtar taki mið af líf- aldri. Þannig geta lægstu kauptaxtar hækkað fyrir mið- aldra starfsmann úr allt að 42 þús. krónur í 54 þús. krónur. Almenn hækkun á tímabilinu er hins veg- ar um 10%. Til viðbótar flötum launa- hækkunum og orlofsuppbót er að finna í samningunum ýmis at- hyglisverð atriði, einkum um aukinn rétt í fæðingarorlofi. Þannig verður nú heimilt að lengja barnsburðarleyfi í allt að heilt ár en var áður 9 mánuðir. Laun í fæðingarorlofi eru hins vegar aðeins greidd í 5 mánuði samkvæmt landslögum sem leng- ist aftur um næstu áramót í 6 mánuði. Þá er réttur lausráðins fólks tryggður og aukinn í ýmsum at- riðum, viðmiðunartími vegna réttinda til launa í veikinda- og slysaforföllum lengd og lagðar fram yfirlýsingar ríkisstjórnar um sérstakt framlag til að tryggja at- vinnu unglinga í sumar og um- ræðugrundvöllur samningsaðila í sumar til þess að „bæta lífskjör almennings og styrkja velferð- arkerfið", einsog segir í yfirlýs- ingu fjármálaráðherra. Það fer heldur ekki á milli mála að fjöl- margar konur, bæði í samninga- sveit BSRB og ríkisins hafa greinilega haft mikil áhrif á efnis- atriði og niðurstöðu samning- anna. Erfitt hjá ASÍ og BHMR Alþýðusambandið hefur þegar óskað eftir því við atvinnurek- endur að samningar aðila taki mið af þessum nýgerðu samning- um BSRB. Aðildarfélög sam- bandsins muni ekki sætta sig við minni launahækkanir en þær sem BSRB samdi um. Forystumenn BHM hafa hins vegar hafnað BSRB-samningunum sem um- í BRENNIDEPLI ræðugrundvelli. Bankamenn eru þegar langt komnir með samn- ingaviðræður á grundvelli BSRB- samninganna og önnur félög utan ASÍ horfa til Grettisgötusamn- ingsins. Staða ASÍ og BHM er mjög erfið þó á ólíkan hátt sé. Vinnu- veitendasambandið neitar alfarið að skrifa uppá samning í líkingu við þann sem BSRB gerði, nema verkalýðshreyfingin fallist áður á gengisfellingu og aðrar kreppu- 'ráðstafanir fyrir atvinnuvegina. Samninganefnd BHM stendur hins vegar ekki annað til boða en að þiggja samning í svipuðum dúr og BSRB. Þrátt fyrir verkföll er staða BHM of veik til að ná ein- hverjum stóráföngum að þessu sinni, bæði vegna innbyrðis sund- urlyndis einkum meðal kennara, og eins er almenn samstaða með verkfallsmönnum minni en oftast áður. Krafa um gengisfellingu Staða Alþýðusambandsins er alls ekki skárri. Sambandið hefur misst þá forystu í samningamál- um sem það gjarnan vill hafa. Skiptar skoðanir eru og hafa ver- ið innan samninganefndar ASÍ um ágæti samflots í þessum við- ræðum og drjúgur tími hefur far- ið í að halda hópnum saman. Samningslínur eru óskýrar og nú standa ASl-menn frammi fyrir samningi frá BSRB sem í þeirra augum er um margt áhugaverð- ur, en vildu gjarnan hafa náð fram sjálfir. Vinnuveitendur létu þau boð út ganga í gær að þeir væru tiibún- ir að skrifa uppá slíkan samning við ASÍ, en þá yrði verkalýðs- hreyfingin að gangast fyrst inn á kröfu um gengisfellingu. líkt kemur að sjálfsögðu ekki til greina, eins og einn forystu- manna sambandsins sagði í gær. - Þetta er afar erfið staða og menn verða að fara að gera upp við sig hvað á að gera. Við verð- um að semja og það verður að komast skriður á málin í þessari viku. Lög eða samningar? Miðstjórn ASÍ hefur verið boðuð til fundar á morgun fyrir samningafund með VSÍ og Vinn- umálasambandinu. Þegar eru farnar að heyrast raddir einstakra verkalýðsforingja, einkum úr Al- þýðuflokknum, að takist ekki samningar á næstu dögum sé ekki um annað að ræða en óska eftir lagasetningu frá Alþingi sem tryggi sambærileg kjör og ríkið samdi um við BSRB. Þessar raddir fara lágt, en mikil and- staða er við slíkar hugmyndir, enda telja ASÍ-menn sér ekki annað fært en að semja og þeir samningar verði jafnframt að innihalda betri tryggingar en þær sem náðust fram í Grettisgötu- samningnum. Takist ekki að ná samningum í þá veru á allra næstu dögum, sé ekki um annað að ræða en blása í herlúðra. Má þá allt eins búast við harðvítugum kjaraátökum þar sem fyrst og fremst mun reyna á samstöðu og styrk verkalýðshreyfingarinnar. ->g- Vegna fárviðris er geisaði í Færeyjum um jólin eyðilagðist mikið af trjám hjá þeim. Þriðj- ungur trjáa á útivistarsvæði Þórs- hafnarbúa rifnaði upp og var það að miklu leyti tré er gróðursett voru fyrir meira en fimmtíu árum. Það tekur að minnsta kosti fimmtán ár að ná upp slíkum lundi aftur. Loftslag og veðurfar í Fær- eyjum á einkar vel við íslenskt birki þannig að að öllum líkind- um eiga plönturnar eftir að dafna vel með frændþjóðinni. Færeyingum hefur einnig bor- ist tilkynning frá norska landbún- aðarráðuneytinu þess efnis að Norðmenn séu boðnir og búnir til þess að hjálpa þeim við að koma skriði á skógræktina aftur. eb ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 3 TÖLURNAR ÞÍNAR? ÞAR KOM AÐ ÞVÍ! Heildarvinningsupphæö var kr. 9.409.150,- Þetta eru tölurnar sem upp komu 8. april. 1. vinningur var kr. 5.580.626,- 2 voru með fimm tölur réttar og því faer hvor kr. 2.790.313,- Bónusvinningurinn (fjórar tölur + bónustala) var kr. 567.760,- skiptist á 8 vinningshafa og fær hver þeirra kr. 70.970,- Fjórar tölur réttar, kr. 979.264-, skiptast á 208 vinningshafa, kr. 4.708,- á mann. Þrjár tölur réttar kr. 2.281.500,- skiptast á 6.500 vinningshafa, kr. 351,- á mann. Sölustaðirnir eru opnir frá mánudegi til laugardags og loka ekki fyrr en 15 mínútum fyrir utdrátt.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.