Þjóðviljinn - 11.04.1989, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 11.04.1989, Blaðsíða 4
ALÞÝÐUBANDALAGIÐ Alþýðubandalagið í Kópavogi Bæjarmálaráðsfundinum sem boöaður var mánudaginn 10., hefur verið frestað um viku. Stjórnin Alþýðubandalagið í Kópavogi Spilakvöld Alþýðubandalagið í Kópavogi verður með spilakvöld mánudaginn 17. apríl klukkan 20,30 í Þinghól Hamraborg 11 3. hæð. Allir velkomnir. Stjórnin Alþýðubandalagið Akureyri Árshátíð Árshátíð félagsins verður haldin laugardaginn 15. apríl n.k. í Alþýðuhúsinu og hefst kl. 19.30. Undir borðum verður skemmtidagskrá og hljómsveit leikur fyrir dansi. Sérstakir gestir hátíðarinnar verða þau Helgi Guðmundsson og Ragn- heiður Benediktsdóttir. Helgi les úr óútkominni bók sem örugglega mun vekja forvitni margra. Þátttöku þarf að tilkynna fyrir miðvikudag 12. apríl til einhvers eftirtalinna: Brynjar Ingi Skaptason s: 22375, Hannveig Valtýsdóttir s: 26360, Hálfdán Örnólfsson s: 27461 og Ragnheiður Pálsdóttir s: 23397. FLÓAMARKAÐURINN Scháffer hundur Af sérstökum ástæðum fæst gullfallegur 1 Vá árs gamall Scháffer hundur gefins á gott heimili. Sími 30659. Lada Saftr 1300 árg, '86 til sölu. Ekinn 20.000 km. Vetrar- og sumardekk. Ýmsir varahlutir. Vel með farinn. Góður staðgreiðsluaf- sláttur. Upplýsingar í síma 39104. Frystikista 350 lítra fæst fyrir lítið. Upplýsingar í síma 41493. Ný fótaaðgerðarstofa Veiti almenna fótsnyrtingu, fjarlægi líkþorn, meðhöndla inngrónar negl- ur, fótanudd. Guðríður Jóelsdótt- ir, med. fótaaðgerðasérfræð- Ingur, Borgartúni 31,2. h.h., sími 623501. Meiriháttar hljóm- flutningstæki til sölu Quad formagnari og kraftmagnari og FM útvarp, Philips geislaspilari CD 650, B&W Matrix 2 hátalarar. Tækin eru 10 mánaða gömul og mjög vel með farin. Tilboð óskast. Einnig eru til sölu ca. 60 geisladisk- ar. Upplýsingar í síma 681289 fyrir hádegi og eftir kl. 17.00. Reiðhjól til sölu Sem nýtt 18 gíra Peugeot fjallahjól er til sölu (kostar nýtt 47.000 kr.) Tilboð óskast. Upplýsingar í síma 681289 fyrir hádegi og eftir kl. 17.00. Húsnæði óskast Ungur maður óskar eftir herbergi með aðstöðu eða lítilli íbúð, helst í miðbænum. Upplýsingar í síma 44487. Barnakerra Vel með farin barnakerra til sölu. Verð kr. 4.000. Upplýsingar í síma 71137. Týndur páfagaukur í Kópavogi Gulur páfagaukur slapp frá Lundar- brekku 4 í Kópavogi. þeir sem hafa orðið hans varir vinsamlegast hringið í síma 43439. Til sölu tauþurrkari Westinghouse, skiðaskór, lítið númer og nælonpels. Upplýsingar í síma 611762. Bíll til sölu Ford Mustang ’69 til sölu. Verð til- boð. Upplýsingar í síma 76282. Vil kaupa tvo gamla hægindastóla, einnig ódýrt gólfteppi 15-20 fm. Upplýs- ingar í síma 23159. Húsnæði óskast Reglusamt og reyklaust par óskar eftir 2-3 herbergja íbúð á Stór-Reykjavíkursvæðinu. Fyrir- framgreiðsla og öruggar mánaðar- greiðslur. Upplýsingar eftir kl. 17 í síma 10371, Páll og Eyrún. Hokus Pokus Óska eftir ódýrum og vel með förn- um Hokus Pokus barnastól. Upp- lýsingar í síma 74388. AMIGA tölvueigendur! Spennandi fréttadislur er kominn út. Diskarnir verða bæði seldir í áskriftarformi og stykkjatali. Vegna sérstaklegra góðra kjara getum við selt ykkur hvern disk á aðeins 250 kr. og hálfsársáskrift á 1.500 kr. I því er innifalið: Diskar, sendingar- kostnaður og efni. Sendið nafn og heimilisfang ásamt peningum til AMIGA fréttablaðsins, Háaleitis- braut 57, 108 Rvík. Til sölu Lada 1500 station '82 til niðurrifs. Meðfylgjandi eru 4 negld snjódekk og 2 sumardekk, allt á felgum. Selst mjög ódýrt. Upplýsingar í síma 82785. Bráðvantar tvíburakerru á sanngjörnu verði. Upplýsingar í síma 666670 eftir ki. 16.00. íbúð óskast Ung hjón með barn vantar 3ja her- bergja íbúð frá 1. júní. Vinsam- legast hafið samband í síma 32814. ATH! NCR tölva til sölu ódýrt. Upplýsing- ar í síma 43439 eftir kl. 19. Tvíbura vantar notaða bílstóla ódýrt sem fyrst. Sími 23927. Notað baðkar fæst ódýrt eða gefins. Upplýsingar í síma 83828. ísskápur óskast ísskápur i góðu standi óskast, hæð 140 cm. Einnig vantar þvottavél og hjónarúm. Upplýsingar í síma 42397. Flóamarkaður Opið mánudaga, þriðjudaga og miðvikudaga frá kl. 14-18. Enda- laust úrval af góðum og umfram allt ódýrum vörum. Gjöfum veitt mót- taka á sama stað og tíma. Flóa- markaður SDÍ Hafnarstræti 17, kjallara. Húsnæðl óskast Ungur piltur óskar eftir 2-3 her- bergja íbúð. Einstakt snyrtimenni og algjör reglumaður. Hringið í síma 621290 og spyrjið um Steven. Kvensaumagína Kvensaumagína óskast. Upplýs- ingar í síma 74304. Peugeot 504 árg. '77 til sölu til uppgerðar eða niðurrifs. Skoðaður ’88. Þarfnast viðgerðar. Verð samkomulag. Upplýsingar í síma 681331 eða 681310 á skrif- stofutíma. Til sölu toppgrind á bíl, lítill stálvaskur og fuglabúr. Upplýsingar í síma Trjáklippingar Klippi tré og runna. Veiti alhliða garðyrkjuþjónustu. Upplýsingar í síma 16679. Jón Júlíus, garðyrkju- fræðingur. Óskast keypt Óska eftir að kaupa svalavagn og kommóðu. Upplýsingar í síma 25859. _________FRÉTTIR________ Kjaramál BSRB-samninguriiin Hér birtist samningur BSRB og ríkisins sem undirritaður var á föstudagsmorguninn og borinn verður undir atkvæði í flestum BSRB-félaganna nú í vikunni. Samningnum fylgja sex bókanir samningsaðila og í tengslum við hann gaf fjármáiaráðherra út þrjár yfiriýsingar fyrir hönd ríkisstjórnarinnar. „Gildandi kjarasamningar að- ila samkomulags þessa fram- lengjast til 30. nóvember 1989 og falla þá úr gildi án sérstakrar upp- sagnar. Eftirfarandi breytingar taka gildi á samningstímanum: 1. grein Mánaðarlaun skv. grein 1.1.1. hækka um 2.000 kr. frá 1. apríl 1989, aftur um 1.500 kr. frá 1. september 1989 og um 1.000 kr. 1. nóvember 1989. 2. grein Hinn 1. júní 1989 skal starfs- maður fá greidda sérstaka orlofs- uppbót að upphæð 6.500 kr., er miðast við fullt starf næstliðið or- lofsár. Greitt skal hlutfallslega fyrir hluta úr starfi. 3. grein í launaflokkum 227-231 í launatöflum BSRBl og BSRB6 og í launaflokkum 328-332 í launatöflu BSRB2 ákvarðist launaþrep skv. lífaldri. 1. þrep 16 ára aldur 2. þrep 17 ára aldur 3. þrep 19 ára aldur 4. þrep 22 ára aldur 5. þrep 25 ára aldur 6. þrep 28 ára aldur 7. þrep 31 árs aldur 8. þrep 36 ára aldur Aldur reiknist frá upphafi næsta mánaðar eftir afmælisdag. Enginn skal þó lækka um þrep við breytingu þessa. Jafnframt falli niður grein 1.2.5 (1.1.10 hjá SFR) og hlið- stæðar greinar í öðrum samning- um, fjalla um mat á öllum al- mennum störfum til starfsaldurs í umræddum launaflokkum. Þeir starfsmenn sem færast úr þessum launaflokkum, upp í launa- flokka, þar sem reglan gildir ekki, halda þó því þrepi er þeir höfðu náð. 4. grein Ákvæði um desemberuppbót í kjarasamningum aðila orðist svo: Starfsmaður í fullu starfi fái greidda persónuppbót 1. des- ember ár hvert, sem nemi 30% af desemberlaunum í 244. launa- flokki 6. launaþrepi skv. launa- töflum BSRBl og BSRB6 og samsvarandi upphæð skv. öðrum launatöflum BSRB. Með fullu starfi er átt við 100% starf tíma- bilið 1. janúar til 30. nóvember sama ár. Hafi starfsmaðurinn gegnt hlutastarfi eða unnið hluta úr ári, skai hann fá greitt miðað við starfshlutfall og/eða starfs- tíma, þó þannig að hann hafi starfað samfellt a.m.k. frá 1. september það ár. Starfsmaður, sem fór á eftir- laun á árinu, en hefði ella fengið greidda persónuuppbót í des- ember, skal fá hana greidda eigi að síður, enda hafi hann skilað starfi, er svari til a.m.k. hálfs starfsárs það ár“. Bókun 1 Samningsaðilar eru sammála um að reglugerð nr. 633/1987 um barnsburðarleyfi verði endur- skoðuð hvað varðar eftirfarandi efnisatriði: 1. Viðmiðunartímabil vegna yfirvinnu og vaktaálags verði 12 mánuðir í stað 6 mánaða áður. 2. Kona, sem hyggst láta af starfi við lok barnsburðarleyfis, skal segja upp starfi sínu' með venjulegum uppsagnarfresti. 4 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN 3. Heimilt verði að lengja barnsburðarleyfi í allt að 12 mán- uði í stað 9 mánaða nú. 4. Óheimilt er að segja barns- hafandi konu upp starfi nema gildar ástæður séu fyrir hendi. 5. Skylt er, þar sem því verður við komið, að færa barnshafandi konu til í starf, ef það er þess eðlis, að heilsu hennar eða fóst- urs er af því hætta búin, enda verði ekki við komið breytingum á starfsháttum. Slík tilfærsla skal ekki hafa áhrif á launakjör við- komandi til lækkunar. 6. Heimilað verði að skipta barnsburðarleyfi vegna heilsu- fars barns, þegar sérstaklega stendur á. Bókun 2 Samningsaðilar eru sammála um, að reglugerð nr. 135/1988, um veikindaforföll starfsmanna ríkisins, verði breytt þannig, að viðmiðunartímabil vegna meðal- tals yfirvinnu verði 12 mánuðir í stað 6 mánaða áður. Endur- greiðsla vinnuveitenda á læknis- vottorði skv. 7.mgr. 1. greinar reglugerðarinnar taki einnig til greiðslu til læknis fyrir viðtal vegna öflunar vottorðsins. Bókun 3 Tekin verði til skoðunar hækk- un á örorkubótum vegna slysa í starfi. Örorkubætur verði greiddar sem næst verðlagi greiðslumánaðar í stað slysdags. Bókun 4 Heimilt verði aðilum samkomulags þessa að gera breytingar á röðun einstaklings og/eða starfsheita í launaflokka sem svari til, að Vfe hluta félags- manna færist til um 1 lfl. Sam- starfsnefndir aðila taki ákvörðun um breytingar þessar, sem taki gildi 1. júlí 1989. Bókun 5 Samkvæmt ósk fjármálaráðu- neytisins mun heilbrigðisráðu- neytið kanna leiðir til að greiðsla fæðingarorlofs fylgi barni við andlát móður á fæðingarorlofs- tímabili. Bókun 6 Aðilar eru sammála um, að ráðning með uppsagnarfresti verði ríkjandi ráðningarforrm. Þegar þannig stendur á, að verk- efnislok eru fyrirfram ákveðin eða um afleysingu er að ræða, verði slík ráðning þó tímabundin. Þegar tímabundin ráðning hefur varað í 2 ár verði henni breytt í ráðningu með uppsagnarfresti. Réttur lausráðinna til launa í veikindum, barnsburðarleyfi o.fl. verði ákveðinn sérstaklega að undangengum viðræðum við heildarsamtök ríkisstarfsmanna. Viðkomandi stéttarfélag fer með forsvar fyrir laus- og fast- ráðna félagsmenn sína í þjónustu ríkisins, sem gegna störfum á samningssviði félagsins sbr. ákvæði laga nr. 94/1986 og í sam- ræmi við 2. lið yfirlýsingar fjár- málaráðherra frá 3. september 1982. Öll ákvæði persónulegra sér- stamninga stofnana við félags- menn í viðkomandi aðildarfélagi, er fela í sér skerðingu á kjörum, sem starfsmanni ber skv. lögum, reglugerðum eða kjarasamningi skulu ógild. Óheimilt er að gera samninga sem fela í sér slíka skerðingu lögbundinna eða um- saminna réttinda. Unnið verði að fullnaðarfrá- gangi ákvæða skv. ofanrituðu á samningstímanum. Verði þeirri vinnu lokið fyrir 15. september 1989. Fyrirvari er gerður um nauðsynlegar lagabreytingar. Yfirlýsing um verðlagsmál Ríkisstjórnin og Bandalag starfsmanna ríkis og bæja eru sammála um nauðsyn þess að sporna eins og frekast er unnt við verðhækkunum á gildistíma skammtímasamnings. Verð - stöðvun verður sett á opinbera þjónustu þannig að verðlagning hennar miðist við forsendur fjár - lagaársins 1989. Einnig verða niðurgreiðslur á landbúnaðarvörur auknar í því skyni að tryggja að einungis verði lágmarksbreytingar á verðlagi á mikilvægustu landbúnaðarvörum á næstu mánuðum þannig að verðlag á slíkum nauðsynja- vörum hækki ekki á samnings- tímanum umfram laun lágtekju- fólks. Ríkisstjórnin beiti sér fyrir að- haldi að verðákvörðunum einok- unarfyrirtækja og fyrirtækja er ráðandi eru á markaði sfnum. Fulltrúar ríkisstjórnarinnar og Bandalags starfsmanna ríkis og bæja munu eigi sjaldnar en á tveggja mánaða fresti fara yfir þróun verðlagsmála og ræða um aðgerðir sem stuðli að því að grundvöllur kjarasamninganna haldist. Yfirlýsing um félags- og velferðarmál Ríkisstjórnin lýsir sig reiðu- búna til þess að taka upp við- ræður við BSRB um leiðir til þess að bæta lífskjör almennings og styrkja velferðarkerfið. í viðræðum þessum skal m.a. fjallað um eftirfarandi: • Dagvistarmálefni • Húsnæðismál • Skattamál • Lífeyris- og tryggingamál • Jafnréttismál • Vinnutíma • Endurmenntunarmál Aðilar skulu vinna sameigin- lega að stefnumótun og áætlun- um varðandi þessa málaflokka og skal þessari vinnu vera lokið fyrir 20. október 1989. Þau atriði sem heyra undirlöggjafarvaldið, leggi ríkisstjórnin fram á Alþingi í byrjun þings á hausti komanda. Yfirlýsing um atvinnumál skólafólks Ríkisstjórnin hefur ákveðið að verja á þessu ári 15 miljónum króna í þeim tilgangi að styrkja atvinnumöguleika skólafólks á komandi sumri og verður þeim fjármunum varið til sumarvinnu skólafólks við landgræðslu og skógrækt. fl JAw Forstöðumaður Hafnarfjaröarbær óskar aö ráða forstöðumann sundlaugar í suöurbæ. Umsóknarfrestur er til 25. apríl n.k. og skulu umsóknir er greina frá menntun og fyrri störfum berast undirrituöum. Nánari upplýsingar um starfið veitir íþróttafullt- rúinn í Hafnarfiröi. Bæjarstjórinn í Hafnarfirði

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.