Þjóðviljinn - 11.04.1989, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 11.04.1989, Blaðsíða 5
FRETTIR Mengunarslys Kjamorkan ógnar heimshöfunum Eftirlitslaus leikur kjarnorkuveldanna undiryfirborði sjávar er tímasprengja Flotinn starfar á alþjóðlegum siglingaleiðum þar sem engrar leyfisveitingar er þörf frá ríkis- stjórna hálfu til þess að staðsetja flugvélar og þar sem bandarísk skip geta með fullkomlega lög- mætum hætti sýnt ógnun gagnvart hvaða hugsanlegum ógnvaldi sem er. Þetta sagði Carlisle Trost, að- míráll og yfirmaður bandaríska flotans fyrir fáum árum. Ef yfir- menn herafla annarra kjarnorku- velda væru jafn berorðir, þá gæt- um við sjálfsagt haft sams konar yfirlýsingareftirþeim. Kjarnork- uveldin hafa í reynd slegið eign sinni á heimshöfin og telja sig í fullum rétti með að fylla þau með kjarnakljúfum og kjarnorku- vopnum. Það er staðreynd að þriðjungur kjarnorkuvopnaforð- ans í heiminum og um 500 af 900 kjarnakljúfum sem starfræktir eru í heiminum, eru nú staðsett á hafi úti, þar sem ekkert alþjóð- legt eftirlit fer fram. Vígvæðing á höfunum Það er kannski ekki síst vegna þessa eftirlitsleysis sem kjarnork- uveldin hafa lagt megináherslu á vígvæðingu á höfunum: Samfara flotauppbyggingu Sovétmanna á Kola-skaga hafa Bandaríkja- menn byggt upp nýja flotastefnu sem kristallast í því að fjölga á bandarískum herskipum upp í 600 og að megináhersla er lögð á smíði nýrra vopna fyrir flotann. Sovéski kafbáturinn sem fórst við Bjarnarey í síðustu viku er talinn hafa verið að prófa nýja tegund vopnabúnaðar þegar slys- ið varð. Bandaríkjamenn og Bretar vinna um þessar mundir að því að fullkomna nýja gerð af Trident II flugskeytum, sem áætl- að er að koma fyrir í 20 banda- rískum kafbátum fyrir lok þessa árs. Þá er áætlað að 20 bandarísk- ir kafbátar verði með um 4000 kjarnorkuodda um borð og að Bretar muni auka sinn forða úr 64 Skip, kafbátar og flugvélakostur flota sem borið geta kjarnorkuvopn (1987) U.S. Sovét U.K.Frakkl. Kfna Kafbátar eða langdræg kj.vopn 37 77 4 6 4 með stýriflaugar 0 62 0 0 0 árásarkafbátar 51 202 0 0 0 Samtals 88 341 4 6 4 Herskip Flugmóðuskip 19 5 3 2 0 Beitiskip 3 0 0 0 0 Minni beitiskip (cruises) 33 39 0 0 0 Tundurspillar 68 68 12 0 0 Freigátur 65 118 11 0 0 Varðskip 0 56 0 0 0 Samtals 188 286 26 2 0 Flugvélar i þjónustu flotans Á sjó 1286 0 119 36 0 Á landi 420 585 96 31 130 Samtals 1706 585 215 67 130 Heimtld: William Arkln (Nuclear Arms Race at Sea 1987) leyndarmál, hversu mikið af kjarnakleyfu efni er um borð, hvað gert er við geislavirkan úr- gang o.s.frv. Enginn ábyrgur að- ili getur því lagt mat á hættuna sem af þessu skapast. Hitt er ljóst að það eru ekki bara tæknilegar hættur varðandi byggingu sjálfs kjarnakljúfsins sem eru fyrir hendi á hafinu: skipsströnd og skipsskaðar af öðrum völdum bætast augljóslega við, eins og sást á slysinu við Bjarnarey. Þessi aukna áhætta gerir kjarnork- ukljúfa á sjó væntanlega enn hættulegri fyrir umhverfið. Greenpeace-samtökin segj- ast hafa heimildir fyrir því að fram tii ársins 1987 hafi a.m.k. 100 kjarnorkusprengjur (kjarna- oddar) tapast í sjóinn og a.m.k. fimm kjarnorkuknúnir kafbátar sokkið á heimshöfunum. Það þýðir að tvær til þrjár kjarnorku- sprengjur að meðaltali hafa tap- ast í hafið á þeim 40 árum sem liðin eru frá því að kjarnorkuví- gvæðing hófst á höfunum. Eitt þessara slysa var í október 1986: sovéskur kafbátur af gerð- inni Yankee hvarf í hafið undan Kjarnorkuveldin espa hvert annað upp með heræfingum á sjó. Þannig er talið að sovéska flotaæfingin, sem haldin var í júlí 1985 í Noregshafi, hafi verið and- svar við NATO-æfingunni í fe- brúar 1984, sem var kölluð „Te- amwork 84“, þar sem tvö flug- móðurskip, um 150 herskip, 300 flugvélar og 25 þúsund manna lið æfði landgöngu í N-Noreg í stær- stu NATO-heræfingu, sem nokkurn tímann hefur verið framkvæmd. í heild hefurumferð herskipa á höfunum stóraukist á undanförnum áratug. Þannig er siglingatími bandarískra herskipa nú að jafnaði meiri en í síðari heimsstyrjöldinni, og Watkins flotaforingi sagði á Bandaríkja- þingi 1984 að „þótt við séum tæknilega séð í friði, þá er virkni flotans nú 20% meiri en hún var meðan á Víetnamstríðinu stóð.“ John Lehman fyrrverandi flot- amálaráðherra sagði Bandaríkja- þingi einnig (1984) að sovéskir kafbátar væru nú „reglulega í námunda við allar æfingar flotans og í námunda við allar siglinga- leiðir okkar...“. Þannig sagði Kjarnorkuvopnaoddar á sjó 1987 u.s. Sovét U.K.Frakkl. Kína Langdrægar 5792 3024 64 258 39 Ekkl langdrægar í stýriflaugum 125 788 0 0 0 í flugvélasprengjum 1530 0 50 36 130 f djúpsprengjum gegn kafbátum 1760 1278 140 0 0 í loftvarnarvopnum 300 260 0 0 0 í landvopnum flotans 0 100 0 0 0 í strandflugskeytum 0 100 0 0 0 Samtals 9507 5550 254 292 169 Heimild: William Arkin, The Nuclear Arms Race at Sea 1987 í 500. Talið er að Sovétmenn séu að koma sér upp eigin afbrigði af Trident-eldflaug. Frakkar eru sömuleiðis að framleiða svokallaða M-5 eld- flaug, sem ber marga kjarnaodda og mun margfalda fjölda kjarna- odda um borð í frönskum skipum. 5700 kjarn- orkusprengjur í N-Atlantshafi Greenpeace samtökin segjast hafa sannreynt að um það bil 500 herskip með um það bil 5700 kjarnaodda um borð séu daglega á sveimi í höfunum sem umlykja Norðurlönd. Hluti þessara her- skipa eru knúin kjarnorku, og segja samtökin að þessi herskipa- floti sé knúinn með samtals um 282 kjarnakljúfum. En það er 80 kjarnakljúfum fleira en virkir kjarnakljúfar á landi í allri Evr- ópu frá Úralfjöllum reiknað. Allar upplýsingar um gerð kjarnorkukljúfa í skipum eru meðhöndlaðar sem hemaðar- Atlantshafsströnd Bandaríkj- anna, um það bil 2000 km. suð- austur af New York. Slysið varð vegna sprengingar í skotrás kaf- bátsins. Talið er að ein kjarn- orkusprengja, um eitt megatonn að styrkleika hafi farið í hafið við sprenginguna. Um borð voru 16 flugskeyti með 32 kjarnorku- odda. Talið er að kafbáturinn hafi verið kominn á 200 km. hraða þegar hann rakst á hafs- botninn. Ofan á þá röskun bætist þrýstingurinn sem leggst á kjarn- akljúfinn vegna dýpis. Sovét- menn segja að tryggilega sé frá öllu gengið þannig að ekkert leki út. Slíkar yfirlýsingar ganga þvert á heilbrigða dómgreind og skyn- semi. Samkvæmt upplýsingum frá Greenpeace, þá var það magn geislavirkra efna, sem þarna fór í hafið meira en það sem England, Holland, Belgía og Sviss hafa los- að í Atlantshafið frá upphafi til ársins 1983, en þá var slík losun stöðvuð með alþjóðlegu átaki eftir þrýsting frá alþjóðlegum náttúruverndarsamtökum eins og Greenpeace. orkuvera sem kjarnorkuveldin stunda er utan þeirrar alþjóða- samþykktar og gengur gegn anda hennar. Ríki S-Ameríku hafa gert með sér samkomulag um að lögsaga þeirra sé kjarnorkuvopnalaust svæði (Tlatelocosamningurinn frá 1967). Frakkar, Bretar, Bandaríkjamenn og Sovétmenn hafa hins vegar lýst því yfir, að samkomulagið hindri ekki frjáls- ar siglingar herskipa þeirra (sem eru hlaðin kjarnorkuvopnum). Sama gildir um Rarotonga- samninginn frá 1985, sem felur í sér að Suður-Kyrrahafssvæðið sé yfirlýst kjarnorkuvopnalaust. Þar eru engar hömlur lagðar á siglingar herskipa, og kjarnorku- veldin virða þessa viljayfirlýsingu þjóða Kyrrahafsins að vettugi. Sá sjálfskipaði réttur sem kjarnork- uveldin hafa þannig tekið sér til þess að storka lífshagsmunum mannkynsins með vígbúnaði í höfunum stenst á engan hátt sið- ferðilega. Það er jafn Ijóst að þessi vígvæðing í höfunum verður ekki stöðvuð nema með alþjóð- legu samkomulagi innan ramma samkomulags um kjarnorkuaf- vopnun. Alþjóðleg náttúruverndar- samtök eins og Greenpeace hafa bent á nauðsyn þess að komið verði á alþjóðastofnun er hafi það hlutverk að hreinsa heimshöfin af þeim ófögnuði sem kjarnorkan er. Slík stofnun er óhugsandi án samkomulags á milli kjarnorkuveldanna um eyðingu þessara vopna. Sam- komulag um kjarnorkuvopna- laus svæði er áfangi að því marki. Sú alþjóðlega ráðstefna sem Ólafur Ragnar Grímsson hefur lagt til að verði haldin um vígbún- að í Norðurhöfum væri einnig skref í átt að því marki. Og það fordæmi sem Nýsjálendingar og Ástralíumenn hafa sýnt að neita að taka á móti herskipum sem hugsanlega eru búin kjarnorku- vopnum ætti að verða sjálfsögð regla hjá öllum þeim þjóðum, sem stöðva vilja yfirgang kjarn- orkuveldanna á heimshöfunum. Stöðvun vígbúnaðarkapphlaups- ins á hafinu er langtímaverkefni, sem ekki verður byggt á öðru en auknu gagnkvæmu trausti á milli þjóða, þar sem samvinna tekur við af samkeppni. Því hafið sem við eigum er bara eitt. -ólg Lehman að 12 sovéskir kafbátar hefðu fylgst með flotaæfingum NATO við Noreg í febrúar 1984. Þannig er ljóst að kjarnorkuveld- in magna upp vígbúnað hvers annars án þess að hirða hið minnsta um þá óumræðanlegu hættu sem af þessum „öryggis- hagsmunaleik“ stafar. Nú eru 17 ár liðin frá því að Hafréttarsáttmáli Sameinuðu þjóðanna var undirritaður eftir harða baráttu. Hafréttarsáttmá- linn varðar friðsamlega notkun sjávar. Þar er staðfest að mannkynið er algjörlega háð haf- inu vegna fæðuöflunar, sam- gangna og viðskipta. Því má Ijóst vera að sérhvert það ríki sem ógnar vistkerfi hafsins með eftir- litslausum kjarnorkuvígbúnaði gengur gegn anda Hafréttarsátt- málans. Alþjóðlegt samstarf þjóða um losun úrgangsefna í hafið, sem gengur undir nafninu London Dumping Convention, hefur einnig látið losun geislavirkra efna í hafið til sín taka. Sú eftir- litslausa umferð fljótandi kjam- Þriðjudagur 11. aprfl 1969 ÞJÖÐVILJINN - SÍÐA 5 Kjamoriaislys á sjó Erfitt er að fá öruggar heimildir um öll þau kjarnorkuslys sem verða um borö í herskipum og kjarnorkuknúnum kafbátum á sjó. Starfsmaður Siglingamálastofnunar sagði við Þjóðviljann að ef kafbáturinn við Bjarnarey hefði ekki komist upp á yfirborðið áður en hann sökk hefði umheimurinn aldrei fengið að vita hvað hefði gerst. Slík leynd hvíldi yfir þessum málum. Eftirfarandi listi yfir meiriháttar kjamorkuslys á sjó er fenginn úr bæklingnum „Nuclear Free Seas“ sem gefinn er út af Greenpeace-samtökunum og unninn samkvæmt áreiðanlegustu heimildum. Apríl 1 »63: Kjarnorkukljúfur um borð í bandaríska kafbátnum Thres- her eyðileggst þar sem kafbáturinn á í vandræðum undan ströndum Nýja Englands. Kafbáturinn sekkur með 129 manna áhöfn. Kjarna- kljúfurinn liggur enn á hafsbotni og ekki, vitað hversu mikið hann hefur laskast. Janúar 1966: Bandarísk B-52 sprengiflugvél og KC-135 elds- neytisflugvel rekast á í lofti yfir Palomares á Spáni. Fjórar vetnissp- —ru um borð í sprengjuvélinni, og dreifðust leifar þeirra yfir haf 1967: „Bræðing" (melt-down) varð í kjarnakljúf um borð í sovéska ísbrjótnum Lenín og er talin hafa orðið 30 manns að bana. Skipið er talið hafa orðið ónothæft í meira en 3 ár vegna geislavirkni. Mai 1968: Bandaríski kafbáturinn Scorpion hverfur með dularfullum hætti á Atlantshafi með manni og mús. 1970-71: Óstaðfestar fréttir herma að sovéskur kjarnorkuknúinn kafbátur af s.k. Nóvember-gerð hafi sokkið meö dularfullum hætti í Atlantshafið með manni og mús. 1970-71: Bandaríkin reyna með mikilli leynd að veiða upp kjarnorku- knúinn sovéskan kafbát, sem sokkið hafði á Kyrrahafi. Tiiraunin, sem kostaði um 350 miljónir dollara, mistókst, þar sem kafbáturinn brotn- aði þegar búið var að lyfta honum hálfa leið upp að yfirborðinu, og meginhlutinn sökk til botns á ný. Vorið 1982: Fjórum breskum herskipum (Sheffield, Antelope, Ardent og Coventry) var sökkt í Falklandseyjastríðinu. Óstaðfestar fregnir herma að um borð hafi verið kjarnorkusprengjur til að granda kafbátum. Sumarið 1983: Kjarnorkuknúinn sovéskur kafbátur sekkur á N- Kyrrahafi. Níutíu manna áhöfn ferst. Október 1986: Sprenging verður í sovéskum kjarnorkuknúnum kafbát af gerðinni Yankee á Atlantshafi. Kafbáturinn sekkur með 16 kjarnorkuflugskeyti, kjarnorkuodda og kjarnakljúf um borð. 8. aprfl 1989: Sovéskur kjamorkuknúinn kafbátur af Mike-gerð sekkur 100 sjómílur suðvestur af Bjarnarey á Noregshafi. Viðurkennt er af sovéskum yfuirvöldum aö um borð séu tvö kjarnorkuflugskeyti. Fjörutíuogtveir af áhöfn kafbátsins farast, 27 er bjargað. Báturinn með Iqamakljúfinn og kjarnorkusprengjumar liggur á 1500 m dýpi.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.