Þjóðviljinn - 11.04.1989, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 11.04.1989, Blaðsíða 6
þJÓÐVILJINN Málgagn sósíalisma, þjóðfrelsis og verkalýðshreyfingar Samið í hag konum og láglaunafólki BSRB varð til þess fyrir helgi að höggva á hnútinn í kjaradeilunum með samningum sem greidd verða um atkvæði nú næstu daga. Viðbrögð við þessum samningum hafa um sumt verið afar sérkennileg. Samningsaðilar hafa báðir lýst ánægju. Forystumenn í BSRB telja samningana vel viðunandi, og það virðist almennt álit BSRB-félaga, sem hingaðtil hafa verið ófeimnir að láta heyra frá sér hafi þeim þótt samningar klénir. Fjármálaráðherra og hans menn hafa einnig lýst hófstilltri ánægju með samninga sem færa kjarabætur án þess að raska áætlunum um heildarlínur í efnahagsmálum. Ennfremur virðist forystusveit ASÍ nokkuð sátt við þann ramma sem dreginn er upp milli BSRB og fjármálaráðherra. Þeir sem lýst hafa óánægju sinni skiptast síðan í tvo hópa. Annarsvegar eru atvinnurekendur í VSÍ og VMS. Þeir segja að BSRB- samningarnir séu nánast svik við atvinnulíf landsmanna. Ríkið geti svo- sem leyft sér þennan lúxus en atvinnulífið standi ekki undir svona trakter- ingum. Þardugi bara kjaraskerðing og gengisfelling. Samkvæmt þessum hópi eru BSRB-samningarnir alltof góðir. Undir þessa skoðun hafa svo tekið mjög eindregið bæði Sjálfstæðis- flokkurinn og Morgunblaðið. Hinsvegar eru forystumenn BHMR, sem segja samningana ekki um- ræðu virði, og talsmenn Kvennalistans. Þórhildur Þorleifsdóttir alþingis- maður sagði í sjónvarpi að samningana mætti best meta af því að fjár- málaráðherra væri með þokkalega hýrri há, - hér væri nánast verið að svíkjast aftanað launamönnum. Og undir þessa skoðun hafa tekið mjög eindregið bæði Sjálfstæðis- flokkurinn og Morgunblaðið. Sjálfstæðisflokkurinn og Morgunblaðið hafa þannig slegið nýtt íslandsmet í pólitísku heljarstökki. BSRB-samningarnir frá því á föstudaginn lækna enganveginn þá mis- skiptingu og óréttlæti í lífskjörum sem er eitt helsta samfélagsmein ís- lensks nútíma. Og Ijóst er að kauphækkunartölur eru ekki miklar - þótt þær séu notaðar sem hráefni í skrattann á veggnum hjá Garðastræti- smönnum. Samningarnir eru hínsvegar merkilegir og jákvæðir fyrir ýmissa hluta sakir. Þeir bera vott um samstöðu og félagsþroska innan BSRB. Ólík félög og margskonar starfshópar sameinuðust um kjarasamning þarsem lægstlaunaðir fá hlutfallslega mesta hækkun, - og raunar mesta að krónutölu einnig þegar litið er á skattadæmið hjá þeim í lægstu hópunum. Samningarnir sýna líka aö báðumegin græna borðsins hefur verið til þess fullur vilji að bæta kjör kvenna og auka félagsleg réttindi sem einkum snúa að konum. Auk þess að láglaunahóparnir eru aðallega skipaðir konum koma til í samningunum sérstök ákvæði um barnsburðarleyfi sem konur í BSRB fagna mjög, - og ekki síst er að telja ákvæðin um lífaldurs- viðmiðun í lægstu flokkunum. Þar er verið að stíga stórt skref að því langþráða baráttumarki kvenna að starfsreynsla og mannþroski við heimilisstörf og barnauppeldi séu metin að verðleikum á vinnumarkaði. BSRB-samningarnir eru kvennasamningar öðru fremur, og var kominn tími til. Þeim mun furðulegra er að horfa upp á sjálfskipaðan fulltrúa kvenna í stjórnmálum úthúðasamningsgerðinni sem einskisverðri og lýsaframmi- stöðu fjölmennrar forystusveitar BSRB sem ómerkilegri uppgjöf gagnvart fláráðum fjármálaráðherra. Slíkur málflutningur dæmir sig sjálfur, og hlýtur í tilviki Þórhildar Þorleifsdóttur að byggjast á vanþekkingu eða bráðræði. Það er svo galli við samningana að BSRB tókst ekki að knýja fram örugga verðtryggingu. í raun hafa samtökin fallist á að gefa ríkisstjórninni möguleika til að sanna sig í þeim efnum út árið, og er þá komið að ráðherrunum að sýna að þeir séu traustsins verðir. Hinn nýkjörni formaður BSRB, Ögmundur Jónasson, hefur við þessa samningagerð ekki brugðist vonum félaga sinna. Honum hefur tekist forysta um samninga sem hafa að meginstefnu félagslegt réttlæti og efnahagslega skynsemi, og honum hefur einnig tekist forysta um lýðræð- isleg vinnubrögð og stéttarlega fjöldavirkni innan sambands síns í erfiðri samningastöðu. Stefán Ögmundsson prentari sem borinn var til moldar í kyrrþey í gær er harmdauði íslenskum vinstrimönnum. Hann hefur sérstakan stað í hugskoti Þjóðviljamanna, var einn þeirra sem dugði blaðinu best á hörðum frumbýlingsárum og alla tíð síðan haukur í horni. Stefán var einlægur verkalýðssinni og sósíalisti, forystumaður í stétt- arsamtökum sínum og traustur liðsmaður í baráttuflokkum öreiga. Og menn minnast líka þess sem hóf upp raust sína gegn ármönnum erlends valds; muna Stefán Ögmundsson á Austurvelli 30. mars 1949, - þá sjálfsprottinn leiðtogi þess alþingis götunnar sem aldrei mun sætta sig við útlent hervald og innlenda undirgefni. Stefán var viðstaddur þegar 40 ára afmælis þeirra atburða var minnst nú um mánaðamótin. Daginn eftir var hann allur. Þjóðviljinn sendir aðstandendum Stefáns innilegar samúðarkveðjur. -m Þjóðviljinn Síðumúla 6 - 108 Reykjavík Sími 681333 Kvöldsími 681348 A8kriftarverð ó mánuði: 900 kr. Útgefandi: Útgáfufélag Þjóðviljans. Ritstjórar: Árni Bergmann, Mörður Árnason, Silja Aðalsteinsdóttir. Fréttastjóri: Lúðvík Geirsson. Aðrirblaðamenn: DagurÞorleifsson, ElíasMar(pr.),Elísabet Brekkan, Guðmundur Rúnar Heiðarsson, Hildur Finnsdóttirípr.), Jjm Smart (Ijósm.), KristóferSvavarsson, Magnús H. Gíslason.ólafur Gíslason, Páll Hannesson, SigurðurÁ. Friðþjófsson (umsjm. Nýs Helgarblaðs), SævarGuðbjörnsson, ÞorfinnurÓmarsson(íþr.), ÞrösturHaraldsson. (Framkvæmdastjóri: Hallur Páll Jónsson. ' Skrif stof ustjóri: Jóhanna Leópoldsdóttir. Skrifstofa: Guðrún Geirsdóttir, Kristín Pétursdóttir. Auglýsingastjóri: OlgaClausen. Auglysingar: Guðmunda Kristinsdóttir, Unnur Ágústsdóttir. eSímavarsla: Sigríður Kristjánsdóttir, ÞorgerðurSigurðardóttir. ' Bflstjóri: Jóna Sigurdórsdóttir. Húsmóðir: Erla Lárusdóttir Útbreiðslu-og afgreiðslustjóri: Björn Ingi Rafnsson. Afgreiðsla: Halla Pálsdóttir, Hrefna Magnúsdóttir. Innheimtumaður: Katrín Bárðardóttir. Útkeyrsla, afgreiðsla, ritstjórn: Síðumúla 6, Reykjavik, símar: 681333 & 681663. Auglýsingar: Síðumúla 6, símar 681331 og 681310. Umbrotog setning: Prentsmiðja Þjóðviljans hf. Prentun: Blaðaprent hf. Verð í lausasölu: 80 kr. Nýtt Helgarblað: 110 kr. Stefán Ögmundsson Berglind Ásgeirsdóttir meðdóttur sína Barnaboka- verðlaun Hin árlega barnabókaverð- launaveiting Skólamálaráðs fór fram í vikunni sem leið, en sem kunnugt er eru þetta einu bók- menntaverðlaunin á vegum hins opinbera á íslandi. Þau hlaut að þessu sinni Eðvarð Ingólfsson fyrir bókina Meiri háttar stefnu- mót. Talsmaður ráðsins kom fram í sjónvarpi og reyndi ekki að halda því fram að Eðvarð hefði fengið verðlaunin fyrir bókmenntagildi verksins heidur vegna þess hvað hann hefði skrifað margar met- sölubækur. Það eru athyglisverð rök fyrir bókmenntaverðlaunum, og maður beið spenntur eftir að vita hvort þýðandi ísfólksins hefði ekki fengið þýðingarverð- launin með sömu röksemdum. Því miður gerðist það ekki. Ríkið betra við konur en einkageirinn f Nýju lífi er bráðgott viðtal við Berglindi Asgeirsdóttur, stúlku vestan af Snæfellsnesi sem var orðin lögfræðingur 23 ára og er nú yngsti ráðuneytisstjórinn á landinu (og sá fyrsti kvenkyns). Hvernig varð henni við þegar hún frétti að hún hefði orðið fyrir val- inu f það starf? spyr blaðamaður: „Ég var auðvitað hæstánægð með það. En ég er svo mikill jafnréttissinni í eðli mínu að mér fannst ekkert merkilegt að fá stöðuna vegna þess að ég er kona. Konur eru að hasla sér völl á öllum sviðum innan stjórnsýslunnar. Þær sækja á hjá hinu opinbera en virðast eiga mjög erfitt uppdráttar annars staðar í atvinnulífinu. Líttu til dæmis á stöðu kvenna innan bankakerfisins eða innan trygg- ingakerfisins. Þar eiga konur greinilega mjög erfitt með að komast áfram eins og svo víða innan einkageirans. ... Mérvirð- ist þróunin vera sú að langskóla- gengnar konur sækjast í auknum mæli eftir ábyrgðarstöðum á veg- um hins opinbera. Ef til vill er það vegna öryggisins sem ríkið veitir starfsmönnum sínum. Það er jú staðreynd að konur bera börnin undir belti og það er hræðilegt til þess að vita að sumir atvinnurekendur skuli láta konur gjalda þess.“ Og Berglind heldur áfram að velta hinu opinbera fyrir sér: „í sannleika sagt er ég alveg hissa á þeirri vanvirðu sem al- mennt virðist ríkja í garð starfa á vegum hins opinbera. Það er eins og fólk haldi að þessi störf séu ekki eins krefjandi og önnur störf í þjóðfélaginu og að kröfurnar til opinberra starfsmanna séu ekki eins miklar. Ég leyfi mér að full- yrða að þetta er mikið vanmat á störfum ríkisstarfsmanna. Kenn- arastarfið er ágætt dæmi um þetta. Það eru ótrúlega miklar væntingar gerðar til kennara í landinu en hins vegar er ekki bor- in virðing fyrir starfinu sem slíku. í Þýskalandi til dæmis er ríkjandi allt annað og raunhæfara viðhorf til opinberra starfsmanna en hér tíðkast. Þar gera menn sér grein fyrir mikilvægi þessara starfa.“ Hreint ótrúlegt! Berglind leggur áherslu á að hún hafi aldrei goldið þess að vera kona. En hún á tvö börn - hvað gerir hún við þau? Fyrst í Svíþjóð þar sem hún vann á veg- um utanríkisþjónustunnar: „Þegar ég starfaði í íslenska sendiráðinu í Svíþjóð fengum við pláss fyrir strákinn okkar á dag- heimili. Það kom mér mjög á óvart hversu mikil regla og agi ríkti á því dagheimili. Allt var í ákveðnum og föstum skorðum, en það var mikið gert fyrir börn- in, t.d. farið með þau reglulega í söfn, leikhús og út í náttúruna... strákurinn var mjög ánægður á dagheimilinu." Svo á íslandi: „í raun og veru er ekkert furð- ulegt þótt konur hér á landi treysti sér síður en karlar til að gegna ábyrgðarstörfum. Það eru aðstæðurnar sem stoppa þær af. Hver á að gæta barnanna? Eins og ástandið er í dag er ætlast til að börnin sjái um sig sjálf. Það er hreint ótrúlegt hvað þjóðfélagið hefur lítið komið til móts við þá staðreynd að um 70-80% giftra kvenna á íslandi eru úti á vinn- umarkaðnum. Það er einnig með ólíkindum hvað íslendingar eiga mikið af börnum miðað við það sem börnum er boðið uppá hér. Miðað við það ástand sem ríkir í dagvistunarmálum virðast börn mjög lítils metin í þessu þjóðfé- lagi. Hvað á ég að gera við sjö ára son minn þegar hann kemur heim úr skólanum á daginn? Svo heppilega vill til að maðurinn minn hefur að undanförnu átt þess kost að vinna heima eftir há- degi en auðvitað er ekki víst að það gangi til frambúðar. Mér finnst mjög slæmt að umræðan um bætta aðstöðu fyrir börn úti- vinnandi foreldra skuli nánast vera dottin niður. Er fólk búið að gefast upp?“ Yngra barnið hefur Bergljót hjá dagmömmu. Hún segir að lokum: „Til þess að konur geti staðið jafnfætis körlum þarf að búa bet- ur að börnum þessa lands þannig að foreldrarnir geti gengið örugg- ir og áhyggjulausir að störfum sínum.“ Bergljót er í góðri aðstöðu til að breyta skipulaginu. Hún er ráðuneytisstjóri í Félagsmála- ráðuneytinu! KÍ ekki í BSRB Klippari gerði sig sekan um al- varlega fáfræði tvisvar sinnum í Nýju helgarblaði á föstudaginn, fullyrti að Kennarasamband ís- lands væri í Bandalagi starfs- manna ríkis og bæja. Kennarar gengu úr BSRB fyrir fáeinum árum og hafa verið sjálfstætt kon- ungsríki síðan. Umtal bætir Barnalæknir í Danmörku, Joav Merrick, lagði nýlega fram doktorsritgerð um kynferðislega misnotkun á börnum. Rannsókn- in var gerð á árunum 1970-‘79 og nær til rúmlega 900 barna sem urðu fyrir andlegum og líkam- legum hremmingum. Hann hefur haldið áfram að vinna með börn sem illa er farið með og segir í samtali við Information fyrir helgi að sér virðist ástandið fara batnandi. „Við fáum ekki eins mörg illa barin börn og áður, og sama þró- un virðist vera í Bandaríkjun- um.“ Er það vegna þess hvað málið hefur verið mikið rætt? spyr blað- amaður. „Já, það á sinn stóra hluta af skýringunni," svarar læknirinn, „þegar ég var að byrja á rannsókninni og talaði um að böm væru misnotuð þá sagði fólk að ég værí bandvitlaus. Síðan hafa orðið miklar breytingar, ekki síst í fjölmiðlum sem hafa haft áhrif á fjöldann." SA 6 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Þriðjudagur 11. apríl 1989 í'

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.