Þjóðviljinn - 11.04.1989, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 11.04.1989, Blaðsíða 9
MINNING skotun til heimilda, ritaðs máls eða umsagna marktækra manna. Á því heimili var ekki farið með fleipur. í þessu var heldur enginn kynjamunur. Helga leiddi oft umræðurnar og var sú sem lagði til þau þekkingarbrot sem uppá vantaði til að fá botn í málin. Það var sama hvort það var ættfræði, saga, listir eða þjóðmál líðandi stundar. Hún var vel heima á ótrúlega mörgum sviðum, sjálf- menntuð að mestu, og frábærlega minnug og skörp. Líklega hafa ekki verið margar húsmæður á sjöunda áratugnum sem hefðu farið f fötin hennar Helgu. Ég minnist þess vel hversu látlaust og smekklega heimilið kom mér fyrir sjónir. Bækur sátu í fyrirrúmi og þöktu heilu veggina auk allra „mið- anna“ sem voru dreifðir um hillur og borð. Þessir „miðar“ hrifu mig um leið og þeir vöktu undrun mína, því að ég bar þá lítið skyn- bragð á fræðastörf, - „því var þetta ekki tekið saman?" Þetta var auðvitað gagnasafn Lúðvíks og Helgu í frumvinnu þeirra að „Sjávarháttunum“. Ég dáðist að því alla tíð hvað Helga var lítið fyrir innihalds- laust prjál og glingur um leið og hún gaf ekkert eftir þegar um var að ræða að verða sér útum nýj- ustu heimiiistækin til að létta og stytta heimilisstörfin, og auðvit- að þarmeð skapa meira svigrúm til lestrar og fræðastarfa. Ég hef grun um að henni hafi þótt heimilisstörfin afspyrnu leiðinleg og mikil tímasóun þótt hún hefði ekki hátt um það og sinnti þeim einmitt af mestu framsýni og út- sjónarsemi. Á þessum árum sem ég stóð í nánustum tengslum við Helgu og Lúðvík vakti það athygli hversu mikið jafnræði var með þeim, hvernig þau voru samtaka og unnu saman á þann hátt sem seint líður úr minni. Sú mynd sem kemur upp í hugann er hvernig þau taka sameiginlega ábyrgð á ýmsum hlutverkum og störfum, hvernig þau fara saman hvern morgun á Landsbókasafnið, vinna þar saman oft fram á kvöld og halda jafnvel áfram eftir að heim er komið, á kvöldin og um helgar. Það virðist sem þá þegar ynnu þau í kapp við tímann til þess að geta lokið verki sem mundi taka áratugi - og enginn vissi hve langur tími væri til stefnu. Samt hafði Helga tíma til að sinna eigin framleiðslu í eld- húsinu, búa til kæfu, matreiða lunda á meistaralegan hátt og laga bestu fiskibollur í heimi - og eiga forða í frysti. Hún sá líka til þess að ávallt væri ferskt græn- meti eða ávextir á borðum og virðist þannig hafa haft þekkingu og skilning á hollustuháttum sem ég hygg að ekki hafi verið venju- legt á íslenskum heimilum á þeim tíma. Hún hafði líka tíma til að sinna handavinnu og oftast var það eitthvað bæði hagnýtt og frumlegt, því hún hafði gaman af því sem var óhefðbundið. Ég minnist sérstæðra hekludúka úr fiskigarni, sem ég naut góðs af ásamt mörgum óvenjulegum barnaflíkum á sonarsoninn. Svo má ekki gleyma „bróderíinu“ sem hún vann upp eftir fyrirmynd þegar verið var að búa út hluti í Jónshús í Kaupmannahöfn. Sjálf var hún lítillát og fannst fátt um sérstæða eiginleika sína. Á þess- um árum var Helga bjartsýn og starfsglöð. Hún trúði mér m.a. fyrir því að hún hlakkaði til elliár- anna og alls þess sem hún ætlaði að gera þá, í sínu „eigin grúski“. Það hvarflaði ekki að henni að hennar biði að verða heilsulaus og döpur í mörg ár. Síðustu árin hittumst við alltof sjaldan, en í hvert sinn sem ég kom „í Fjörðinn“, á heimilið að Álfaskeiði 18, fann ég þessar hlýju og góðu tilfinningar. Helga var trygg og sú vinátta og gagnk- væma virðing sem þróaðist með okkur frá fyrstu kynnum hélst alla tíð þótt við fjarlægðumst eitthvað af eðlilegum ástæðum vegna skilnaðar okkar Vésteins. Glöggt og óvenjulegt merki um heilindi þeirra hjóna beggja er vinsemd þeirra í garð seinni eiginmanns míns og sonar okkar en þeir lærðu báðir fljótt að meta þau. Þessi samstaða hefur verið mikils virði fyrir okkur öll, en ekki síst mig og Orra, sonarson þeirra. Það brást aldrei að viðræður við Helgu bættu einhverju við eða vektu til nýrrar umhugsunar. Við spjölluðum stundum saman í síma og mér fannst ótrúlegt hvað Helga fylgdist vel með mörgu fram á síðasta dag. Hún naut þess líka að láta segja sér frá og spjalla um það sem var að gerast í leikhúsunum, í bókmenntunum, og í Hlaðvarpanum, því hún hafði áhuga á baráttumálum kvenna og jafnvel einstökum verkefnum sem henni fundust merkileg. Með Helgu Proppé er kvödd merk samtíðarkona sem hefur skilað ríkulegu ævistarfi og fram- lagi til íslenskrar menningar, kona sem aðrar konur geta tekið sér til fyrirmyndar og gott er að hafa átt að vini. Við Þorsteinn og fjölskylda mín sendum Lúðvík, ættingjum og öðrum vinum innilegar sam- úðarkveðjur. Sigrún Júiíusdóttir Kveðja frá vinkonu Leiðir okkar Helgu lágu fyrst saman þegar þau Lúðvík fluttu á Vitastíginn í Hafnarfirði fyrir hartnær 40 árum. Drengirnir okkar voru jafnaldrar og þeir kynntust fyrst. Það tók okkur Helgu nokkurn tíma að kynnast. En við fyrsta handtak oíckar vakti það athygli mína hvað hún hafði sérkenni- lega djúpblá augu og smám sam- an kynntist ég því hvað dvaldist á bak við þetta geislandi augnaráð. Þessi vinkona mín, sem nú kveð- ur, var þeirra gerðar sem maður fyrirhittir aðeins einu sinni á ævinni. Vinátta hennar og tryggð gegnum árin hefur reynst mér ómetanleg. Mannkostir hennar voru einstakir og af engri konu mér óskyldri hefi ég lært jafn mikið bæði til munns og handa. Hún hafði svo mörgu að miðla. Hún var t.d. frumleg handa- vinnukona og gerði marga hluti á þessum árum sem löngu síðar urðu hátískuvara, en þetta var löngu fyrir daga hönnuða. Og ég sá það síðar, að hún var einmitt hönnuður sem að ýmsu leyti var langt á undan sinni samtíð. Þann- ig var hún einnig í matargerð og öllu er að húshaldi laut. Hagsýn, hégómalaus með öllu, en tilbúin að tileinka sér þær nyjungar sem gagnlegar voru. Helga var fædd í Ólafsvík 17. maí 1910, dóttir hjónanna Guð- rúnar Bjarnadóttur og Jóns Proppé, verslunarstjóra þar. Hún var alin upp á menningar- og efnaheimili og hlaut góða menntun á þeirra tíma mæli- kvarða. Eðlisþættir hennar og lífsviðhorf heilluðu mig unga konu og ég finn hvað það hefur verið mikil lífsfylling að kynnast þessari vitru konu, þegar maður, án þess að gera sér grein fyrir, var az mótast fyrir lífið. Á þessum árum sökkti Helga sér niður í ættfræði. Hún fór á Landsbókasafnið sér til skemmt- unar eins og aðrir fóru á bíó eða ball. Hún las gamlar kirkjubækur og önnur plögg eins og aðrir lásu reyfara og sögurnar sem hún sagði mér af þessum gömlu blöð- um voru heillandi af hennar munni. Þá var það sem ég fann fyrst hvað hún hafði ríka samúð með lítilmagnanum. Og árin liðu og oft var stund milli funda. Þegar Lúðvík sneri sér algjörlega að ritstörfum varð Heiga liðsmaður hans og Þjóðskjala- og Landsbókasafn varð nánast þeirra annað heimili. Einnig lögðust þau í ferðalög til framandi landa til að menntast og leita fanga að þeim viðfangsefn- um sem unnið var að hverju sinni. Á stundum fórum við hjón- in með þeim í skemmri ferðir, - það var unaðslegt. Hún hrifnæm og fagnandi, hann hafsjór af fróð- leik um land og þjóð. Helga var í ríkum mæli gædd skarpskyggni og skaphita, sem gerði hana að vökulum gagnrýnanda á samfélagið. Þær íslenskar bækur sem með öllu fóru fram hjá henni munu ekki hafa verið margar eða merkar. Þær leiksýningar sem hún lét undir höfuð leggjast að sjá voru heldur ekki margar, meðan heilsan leyfði, og allt skoðaði hún lifandi, forvitnum augum. Vel skrifuð grein og vel ort ljóð vöktu henni einlæga gleði, sem hún varð að deila með öðrum. Á sama hátt kveiktu svik eða und- ansláttur við málstað, sem hún taldi nokkurs verðan, sára hryggð og réttláta reiði. Mér fannst oft að í henni ætti hver góður málstaður sér ævin- lega vísan liðsmann. Þetta er „að kenna til í stormum sinna tíða.“ Um samstarf Helgu og eigin- manns hennar, Lúðvíks Krist- jánssonar, að hinu merka riti ís- íenskum sjávarháttum, er alþjóð kunnugt. Það rit er tímamóta- verk og einstakt meðal þjóða. Það er ótrúlegt að magni og þó hvergi slegið af kröfu ítrustu ná- kvæmni og smekkvísi. Ég hygg að á engan sé kastað rýrð þótt ég fuliyrði að þessi verk hefðu tæp- ast orðið það sem þau eru hefði ekki komið til uppörvun og eld- móður Helgu, ásamt ótrúlegu vinnuþreki og nákvæmni. En svo ómeðvituð var hún um ágæti sitt, að væri henni hrósað, hvort held- ur var í hennar eyru eða á opin- berum vettvangi, varð hún ein- lægt eins og undrandi og gat ekki skilið að hennar hlutur væri um- talsverður. Hin síðari ár hafði Helga átt við heilsubrest að stríða. Þau ár fékk hún hjá Lúðvík þá hlýju og um- hyggju sem hún ein átti skilið. Fyrir stuttu áttum við tal sam- an í síma, - ég spurði um heilsu- farið. Hún var óvenju hress í máli: „Ég hef nú bara verið að vinna svolítið með Lúðvík núna. Það er mér mikils virði.“ Nokkrum dögum síðar hneig hún útaf í örmum þess manns, sem hún elskaði takmarkalaust og helgaði líf sitt og starf. Mikill er söknuðurinn eftir slfka konu. En heiðríkjuna í augunum henn- ar geymi ég meðan ég lifi. Ester Kláusdóttir Hallgrímur Omar Jóhannesson 18. 8. 1941 Hallgrímur Ómar var fæddur í Reykjavík 18. ágúst 1941, sonur hjónanna Margrétar Jónsdóttur, sem nú lifir son sinn og Jóhannes- ar Bárðarsonar er lést 1959. Systkini hans eru Kristín Jó- hannesdóttir húsmóðir, Jóhann- es Jóhannesson listmálari, Bárð- ur Jóhannesson gullsmiður og Elsa Jóhannesdóttir sem er ný- látin. Ómar hóf störf á Póststofunni í Reykjavík í október 1959 sem bréfberi, kynni okkar hófust þeg- ar fyrsta Póstútibúið í Reykjavík (R-104) var opnað 5. desember 1959 en þar var ég útibússtjóri, okkur varð strax vel til vina, og hélst sú vinátta alla tíð síðan þótt leiðir okkar á vinnustað lægju ekki saman um árabil. Þeir eru orðnir margir starfs- menn Póststofunnar sem starfað hafa ásamt Ómari í nær þrjá ára- tugi. Ómar var allra manna hugljúfi, aldrei heyrði ég hann hallmæla nokkrum manni, og því síður að hann ætti nokkurn óvild- armann. Sem bréfberi var hann einkar vinsæll í sínu starfi, ég minnist þess að margir viðskipta- menn póstsins söknuðu hans þeg- ar hann lét af því starfi 1984 eftir 25 ár, og hóf störf í Póstmiðstöð- inni, fyrst í böggladeild en lengst af í bréfadeild. Hann var að störfum daginn áður en hann lést, og kom að máli við mig áður en vaktinni lauk, sagðist vera óvenju þreyttur og að veturinn hefði reynst sér erfið- ur, en nú væri sumarið framund- 30. 3. 1989 an með allri sinni birtu og hlýju. Ómar var unglingur þegar hann missti föður sinn 1959, alla tíð síðan bjuggu þau mæðginin saman og var hann fyrirvinna móður sinnar. Persónulega er mér kunnugt um að hann rækti sonarhlutverkið einstaklega vel af hendi. Ég veit að ég mæli fyrir hönd póstmanna almennt þegar við sendum móður hans og systkinum hugheilar samúðar- kveðjur. Guð blessi minningu vinar míns Ómars Jóhannessonar. Reynir Armannsson Hallgrímur Ómar var jarðsettur í gær, 10. apríl. Ástríður Stefánsdóttir 14. 10. -1903 - 30. 3. 1989 Þegar frændur og vinir kveðja, streyma minningar fram í hug- ann, ótal atvik frá liðnum árum. Ástríður föðursystir mín var elst átta barna þeirra Steinunnar Helgu Árnadóttur og Stefáns Hannessonar kennara og bónda í Litla-Hvammi. Ung giftist hún Sigurði Bjarna Gunnarssyni frá Steig. Bjuggu þau í Steig sín fyrstu búskaparár en fluttust síð- ar að Litla-Hvammi sem varð þeirra framtíðarheimili. Þegar ég var að alast upp var mannmargt á bænum sem var áfastur skólahúsi hreppsins. Afi og amma, ásamt Baldri, Helgu og Stefáni bjuggu í vesturbænum eða vesturí eins og við nefndum það, foreldrar mínir í miðhúsun- um og Ásta, Siggi, Helga, Gunn- ar og Sigþór austurí. Það er margs að minnast frá þessum árum. í þessu litla samfélagi rúm- uðust margar ólíkar skoðanir á mönnum og málefnum. Þar áttu þrír stjórnmálaflokkar af fjórum eldheita stuðningsmenn. Trú >- mál.sveitarstjórnarmál og skóla- mál létu menn til sín taka og urðu oft hressileg og snörp skoðana- skipti. Var oft erfitt að átta sig á hver hafði bestan málstað að verja svo sannfærandi voru rök hvers og eins. Ekki virtust þessi hvassviðri sitja í fólkinu og var oft glatt á hjalla og hlegið dátt enda góðir húmoristar í hópnum. Svo var sungið, mikið og oft, fallegur raddaður söngur. Gestir komu og fóru, kaffi drukkið-enda heimil- ið í þjóðbraut. Þegar horft er til þessara ára er Ásta frænka alls staðar inni í þeirri mynd. Hún var sterkur per- sónuleiki, ákveðin í skoðunum og naut þess að hafa fólk í kring um sig. Á seinni árum áttum við frænkurnar góðar stundir saman, heima í Litla-Hvammi eða í Garðshorni. Við þurftum nægan tíma því margt var umræðuefnið. Tókum okkur því gjarnan óveð- ursdag þegar engu venjulegu fólki datt í hug að vera á ferð, svo við höfðum yfirleitt næði. Trú hennar á Guð var sönn og einlæg. Hún taldi sína mestu gæfu að hafa átt góðan mann, börn og barna- börn sem báru birtu á líf hennar. Þau Ásta og Sigurður ólu upp dótturson sinn, Sigurð Árnason, sem var þeim sannur sólargeisli. Umhyggja hans og ástúð við ömmu sína alla tíð og nú síðast í hennar erfiðu veikindum bera honum fagurt vitni. Þótt Ásta yrði að dvelja langd- völum á sjúkrahúsi og nú síð- astliðið ár á Kumbaravogi bar hún sig vel og var mjög þakklát þeim sem sýndu henni umhyggju og ræktarsemi. Hún fylgdist með öllum fréttum úr Mýrdalnum af lifandi áhuga. Það er erfitt að hugsa sér Litla- Hvamm án Ástu frænku, en minningin lifir, og áfram býr gott fólk í Hvamminum. Margrét Steina Gunnarsdóttir Þrlftjudagur 1t. aprfl 1989 ÞJÓÐVIUINN - SfÐA 9

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.