Þjóðviljinn - 11.04.1989, Blaðsíða 16

Þjóðviljinn - 11.04.1989, Blaðsíða 16
"■SPURNINGIN"" Hvað finnst þér um slysið á rússneska kaf- bátnum og hvernig eiga íslendingar að bregðast við því? Páll Ólafsson Ferðir svona kafbáta eru tíma- skekkja eins og heræfingarnar á íslandi í sumar. Mér finnst að við eigum að senda konum og börn- um samúðarskeyti. Auk þess finnst mér að BHMR eigi að fá sanngjarnan samning við ríkið. Hrefna Ólafsdóttir Ég held að Almannavarnir ríkis- ins þurfi að setja sig betur inn í málin, mér fannst starfsmenn þess sýna kæruleysi við þessi tíöindi, eins og það tæki því ekki að spekúlega í þeim. Svo á að kanna hvort við getum gert eitthvað til aö koma í veg fyrir annað slys. pjómnuiNN Þriðjudagur 11. apríl 1989 68. tölublað 54. örgangur SIMI 681333 Á KVÖLDIN £04040 ÁLAUGARDÖGUM 681663 Sígaunahljómsveit lék listavel á meðan gestir gæddu sér á ungverskri matargerðarlist. Mynd-Þóm. Viðskipti og menning Ungverjar vekja athygli Ungversk viðskipta- og menningarvika á Hótel Sögu. Vilja aukin viðskipti og tengsl við Islendinga. Sífellt fleiri landar koma við á ungversku sléttunni í sumarferðum sínum Sólrún Höskuldsdóttir Það er agalegt að kafbátar með kjarnorkuvopn innanborðs skuli vera svona skammt undan. Við eigum að sýna viðbrögð. Guðlaugur Ó. Tómasson Það er slæmt að þetta skyldi ger- ast og við eigum að hafa afskipti af því. Ef við erum kurteis en mátulega áreitin verður hlustað á okkur. Kristjana Sigmundsdóttir Ég er dauðhrædd við mengun frá kafbátnum og mér finnst að við eigum að mótmæla strax! Við búum ekki við nein pólitísk vandamál. Við erum tilbúin að fara nýjar leiðir og eiga sam- skipti sem víðast. Þess vegna komum við hingað, ekki ein- göngu til að kynna okkar fram- leiðsluvörur, heldur ekki síður menningu okkar og mannlíf, segir Janos Múller, verslunarfulltrúi Ungvcrja á Norðurlöndum. Ungverjar hafa fjölmennt til landsins með sendiherra sinn Károly Szigeti j fararbroddi og lagt undir sig Átthagasal Hótel Sögu þar sem sett hefur verið upp kynning á vörum og þjónustu fjölmargra ungverskra fyrir- tækja. Þar er að finna allt milli himins og jarðar, matvörur, fatn- að, vín, bækur, borðbúnað, snyrtivörur og ýmsar iðnaðar- vörur, auk þess sem Ungverjar leggja mikið upp úr því að kynna land sitt og þjóð sem fyrirtaks ferðamannaland. - Viðskipti okkar við fslend- inga hafa aukist mjög á síðustu árum og einnig hafa nokkrir ferð- ahópar komið til landins í skipu- legar ferðir nú síðustu sumur. Við viljum auka þessi samskipti og trúlega munu 8-10 ferðamann- ahópar fara héðan til Ungverja- lands í sumar, segir Janos Múller. Hann segir að ungversk stjórnvöld hafi áhuga á sem margvíslegustu samskiptum við íslensk fyrirtæki og nú þegar sé búið að ganga frá samningum við verktakafyrirtækið Virki hf. um háhitarannsóknir til húsahitunar þar eystra. Það var greinilegt er vöru- og þjónustusýningin var opnuð á Hótel Sögu í gærmorgun, að inn- lendir aðilar sýna samskiptum við Ungverja sífellt meiri áhuga. Fjöldi fulltrúa fyrirtækja og opin- berra aðila mætti við opnunina og voru menn almennt sammála um gæði þeirrar framleiðslu sem Ungverjar bjóða uppá, bæði mat- vöru, fatnaði og ýmsum öðrum iðnaðarvörum. Gúllas fyrir sælkera Ungverjar eru kannski ekki hvað síst þekktir fyrir matargerð, og ungverskt gúllas er ógleyman- Iegt þeim sem fengið hafa að bragða það eina og sanna. Nú gefst landsmönnum kostur á að fara í gúllasveislu, því að í för með ungversku sendisveitinni eru matreiðslumenn frá Hótel Gellert, einu þekktasta hóteli í Károly Szigety sendiherra Ung- verjalands á Norðurlöndum: Erum opnir fyrir öllum sam- skiptum. Búdapest. Þeir bjóða gestum uppá létta hádeigsrétti í veitinga- salnum Skrúð á jarðhæð Sögu, og í Grillinu verður sérstakur ung- verskur sælkeramatseðill fram á föstudag og sígaunahljómsveit leikur fyrir matargesti og einnig á vörusýningunni í Átthagasaln- um. -*g- Þeir framleiða ágætis rauðvín í Ungverjalandi, sagði Höskuldur Jóns- son forstjóri ÁTVR sem að sjálfsögðu var mættur á sýninguna til að kynna sér vínúrvalið. Mynd-Þóm.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.