Þjóðviljinn - 12.04.1989, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 12.04.1989, Blaðsíða 1
Miðvikudagur 12. apríl 1989 69. tölublað 54. árgangur Alþýðuflokkurinn Ráðherra á f lótta GuðmundurÁrni Stefánsson: Trúiþvíekki að ráðherrar Alþýðu- flokksins geri út á að tapa manni íkosningum. Jón Baldvin vill senda Kjartanjóhannsson tilBrússel. Jón Sigurðsson íhugaraðflytja sig í Reykjaneskjördœmi af ótta við aðfalla út af þingi ella Uppi eru hugmyndir í Alþýðuflokknum um aö Jón Sigurðsson flýi Reykjavík i öruggt þingsæti Kjartans Jóhannssonar í Reykjaneskjör- dæmi. Ee trúi því ekki að ráðherrar Alþýðuflokksins, sem allir eru úr Reykjavík, geri út á það í næstu kosningum að tapa manni í Reykjavík eða annarsstaðar, sagði Guðmundur Arni Stefáns- son bæjarstjóri í Hafnarfirði við blaðamann ÞjóðvUjans í gær. Einsog skýrt var frá í Nýju Helgarblaði Þjóðviljans fyrir tveimur vikum þá stendur til að gera Kjartan Jóhannsson að sendiherra. Þar kom fram að til greina kæmi að hann tæki við sendiherrastöðu í Briissel eða í Washington. Nú hefur Jón Bald- vin Hannibalsson utanríkisráð- herra tilkynnt að Kjartan taki við „sendiherrastöðu" hjá Efnahags- bandalagi Evrópu í Brussel í sumar, en engin heimild er fyrir þessari stöðu á fjárlögum. Við það Iosnar þingsæti í Reykjaneskjördæmi og í DV í gær er greint frá því að upp hafi komið hugmyndir hjá forystu Al- þýðuflokksins um að Jón Sig- urðsson viðskiptaráðherra taki sæti Kjartans á framboðslista Al- þýðuflokksins í Reykjanesi eink- um vegna slæmrar útkomu í skoðanakönnunum að undan- förnu, en mikil hætta er talin á að flokkurinn tapi einum af þremur mönnum sínum í Reykjavík. „Mér finnst það mikið veik- leikamerki hjá ráðherrunum ef þeir ætla að gera út á Reykjanes- kjördæmi. Þeir ættu frekar að Siglóleigan Siglf iröingar öskuvondir Sama dag og Sigló hf. var úrskurðaðgjaldþrota óskuðu heimamenn eftir viðrœðum við skiptaráðanda um leigu áþrotabúinu enþeir voru ekki virtir viðlits. Siglufjarðarbœrjyrirtœki og einstaklingar undirbúa stofn- unfélags um rœkjuvinnslu. ÓvísthvortÞormóðurrammitekurSiglunes hf. í viðskipti Pað má segja að hér ríki al- menn reiði meðal Siglfirðinga vegna þess hvernig staðið var að leigu á þrotabúi Sigló hf. fyrri eigenda fyrirtækisins. Sama dag og fyrirtækið var úrskurðað gjaldþrota sendu nokkrir heima- menn bréf til skiptaráðanda þar sem farið var fram á viðræður um leigu á þrotabúinu en þá var búið að leigja það fyrri eigendum án þess að rætt hafi verið við bæjaryfirvöld sem er stór kröfu- hafi í búið, sagði ísak Ólafsson bæiarstjóri í Siglufirði. I fyrrakvöld komu saman til fundar fulltrúar 10 -12 fyrirtækja á Siglufirði ásamt bæjarstjóra og áhugasömum einstaklingum um stofnun félags um rækjuvinnslu í bænum. Á fundinum var skipuð 3ja manna nefnd til að undirbúa stofnfund sem ætlunin er að halda von bráðar. Tilgangur með stofnun félagsins er að bjóða í þrotabú Sigló hf. þegar þar að kemur til að efla ítök heima- manna í atvinnulífi bæjarins, en ekki að láta utanbæjarmenn ráðskast með það sem hafa það eitt að leiðarljósi að maka krók- inn án tillits til hagsmuna bæjar- félagsins og íbúa þess. En þrír af fjórum hluthöfum Sigluness hf. eru utanbæjarmenn, þeir J6n Guðlaugur Magnússon fram- kvæmdastjóri Marbakka hf. í Kópavogi og stjórnarmaður í Niðursuðuverksmiðjunni hf. á ísafirði, Magnús Áspelund og Guðmundur Arnaldsson sem jafnframt er stjórnarformaður fyrirtækisins. Aðeins fram- kvæmdastjórinn Guðmundur Skarphéðinsson er heimamaður. Að sögn ísaks Ólafssonar bæj- arstjóra er ljóst að bæjaryfirvöld munu ekki sýna Siglunesi hf. sömu biðlund með reikningsskil við bæinn og fyrirtæki hans eins og gert var í þau fjögur ár sem Sigló hf. var rekið. Þá hefur stjórn Þormóðs ramma hf. ekki enn tekið ákvörðun um að taka fyrirtækið í viðskipti en Sigló hf. hafði afnot af frystigeymslum Þormóðs ramma undir rækjuaf- urðir sínar. Vitað er að fram- kvæmdastjóri Þormóðs er ekki ginnkeyptur fyrir að taka nýja fyrirtækið í viðskipti og hefur málið komið til kasta stjórnar fyrirtækisins. Að sögn Einars Sveinssonar stjórnarformanns Þormóðs ramma hefur engin ákvörðun enn verið tekin um það og óvíst hvenær það verður gert. Fari svo að Siglunes hf. fái ekki afnot af frystigeymslum Þormóðs ramma getur það orðið rekstrin- um fjötur um fót. Að sögn Kolbeins Friðbjarnar- sonar varaformanns verkalýðsfé- lagsins Vöku skuldar þrotabú Sigló hf. félaginu 11 miljónir króna, aðallega vegna vangold- inna greiðslna í lifeyris- og sjúkrasjóði á árunum 1984 og 1985 auk vaxtakostnaðar. -grh spyrja sig þeirrar spurningar hvort það sé vegna ráðherranna að flokkurinn stendur svona illa í skoðanakönnunum og taka þá sjálfum sér tak. Við Reyknesing- ar höfum hingað til ekki þurft að flytja inn þingmenn annarsstaðar að. Hér er fjöldinn allur af hæfu fólki til þess að taka að sér þing- mennsku og ég veit ekki betur en að það hafi farið ágætlega um Jón Sigurðsson í Reykjavík. Þótt hann sé búsettur á Seltjarnarnesi þá er hann þingmaður Reykvík- inga," sagði Guðmundur Arni. Fari svo að Jón fái þingsæti Kjartans þá væri áratuga hefð fyrir því að hafnfirskur krati vermdi efsta sæti listans í kjör- dæminu brotin, en Guðmundur Árni hefur verið nefndur sem þingmannskandídat krata í Hafn- arfirði. Þá væri Seltirningur í efsta sæti, en Alþýðuflokkurinn er ekki með flokksfélag í því bæjarfélagi og Karl Steinar Guðnason, Keflvíkingur í öðru sæti. Sterkustu vígi krata í Reykjanesi í atkvæðamagni eru hinsvegar stóru bæjarfélögin, Hafnarfjörður og Kópavogur, og þau ættu þá litla möguleika á að eignast þingmenn. ^Sáf Alþingismenn Lokaðfyrir tvöföld laun Engin biðlaun afsali þingmaður sérþing- mennsku. Frumvarp lagtfram íefri deild ígœr að undirlagiallraforsetaþingsins. Guðrún Helgadóttir: Ætlumst tilþess aðþað sama gildi um ráðherra og aðra opinbera embœttismenn. Sverrirfékk tvöföld laun enAlbertfœr ekki biðlaun verði frumvarpið samþykkt Þingmenn úr öllum flokkum hafa lagt til þær breytingar á lögum um þingfararkaup alþing- ismanna að afsali þingmaður sér þingmennsku og hverfi til ann- arra launaðra starfa falli réttur hans til biðlauna niður. Verði til- lagan samþykkt er komið í veg fyrir að þingmenn séu á tvöföld- um launum í allt að 6 mánuði, láti þeir af þingmennsku og taki við öðrum launuðum störfum, eins og Sverrir Hermannsson nýtti sér er hann hætti á þingi og tók við embætti bankastjóra í Lands- bankanum á sl. ári. Tillagan sem lögð var fram í efri deild alþingis í gær er flutt að undirlagi allra forseta þingsins, en fyrsti flutningsmaður er Jón Helgason forseti Efri deildar. Fullvíst má telja að breytingatil- Iagan verði samþykkt fyrir þing- lok. Verði sú reyndin mun hún þegar taka gildi og hafa áhrif á laungreiðslur til Alberts Guð- mundssonar sem í síðustu viku sagði af sér þingmennsku til að taka við störfum sendiherra í Frakklandi og víðar. Albert er á tvöföldum launum í þessum mánuði. Hann sagði af sér þingmennsku þann 3. apríl en hafði þá fengið fyrirframgreidd laun fyrir þann mánuð. Þá er hann einnig á launum sem sendi- herra í þessum mánuði. Sam- kvæmt gildandi lögum ætti Al- bert rétt á því að taka biðlaun í 6 mánuði frá og með næstu mán- aðamótum, til viðbótar sendi- herraláununum. Verði breytingatillagan sam- þykkt fellur réttur hans til bið- launa niður og ríflega 800 þús. krónur sparast fyrir ríkissjóð. í greinargerð með tillögunni sem lögð var fram á Alþingi í gær segir m.a. að eftir upphaflegum tilgangi laganna um þingfarar- kaup alþingismanna hafi ekki verið ætlunin að þingmenn, sem segja af sér þingmennsku og hverfi til annarra launaðar starfa, nytu biðlauna. Slfkt tíðkist hvorki á almennum vinnumark- aði né hjá ríkinu. Þessi breyting hafi hins vegar engin áhrif á rétt þingmanna til biðlauna að kjört- ímabili loknu. „Rétturinn til biðlauna er for- takslaus samkvæmt gildandi lögum. Við viljum sýna gott for- dæmi með því að taka á þessu máli og við ætlumst til þess að stjórnvöld sjái til þess að sömu reglur gildi einnig fyrir ráðherra og aðra opinbera embættis- menn," sagði Guðrún Helgadótt- ir forseti Sameinaðs þings í gær, en hún sagðist ekki eiga von á öðru en þessi breytingatillaga yrði samþykkt fyrir þingslit. -fg-

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.