Þjóðviljinn - 12.04.1989, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 12.04.1989, Blaðsíða 2
Karvel Pálmason: Ósáttur viö viðbrögö formanns VMSÍ. Mynd - Þóm. VMSÍ Stirðleikar í fotystusveit Karvel Pálmason varaform. Ósáttur við vinn- ubrögð formannsins GuðmundarJ. Mætir ekki á fundi framkvœmdastjórnar að sinni Eg ætlast til þess að kjörinn for- maður sýni þá samstarfshæfl- leika sem þarf til að stýra Verka- mannasambandinu svo menn geti við unað, segir Karvel Pálmason varaformaður sambandsins. Hann hefur sent formanni sam- bandsins Guðmundi J. Guðm- undssyni og fulltrúum í fram- kvæmdastjórn VMSÍ, bréf þar sem hann segist ekki mæta á fundi stjórnarinnar um sinn. í bréfinu sem Karvel sendi inn á fund framkvæmdastjórnarinnar í fyrradag, skýrir hann frá því að formaðurinn hafi engin samráð haft við sig um fundi í fram- kvæmdastjórninni, dagskrár fundanna né almenna stefnu- mörkun sambandsins. Slík vinnu- brögð séu ekki líðandi. Kennarar álykta um kjaramal Kennarar við marga grunnskóla á landinu hafa sent Ólafi Ragnari Grímssyni fjármálaráðherra bréf þar sem þeir átelja seinagang á samningaviðræðum ríkisins og Kennarasambands íslands sem eim finnst óvirðing við kennara. bréfunum er bent á að ábyrgð á uppeldi barna og unglinga hafi færst æ meira inn í skólana, það valdi auknu vinnuálagi á kennara sem hvorki hafi verið metið til launa né bættra starfsskilyrða. Æ erfiðara reynist að fá menntaða kennara til starfa utan höfuð- borgarsvæðisins, en grundvöllur farsæls skólastarfs er að þeirra mati að fólk með full kennslurétt- indi fylli allar kennarastöður í landinu. Bætt kjör kennara eru einn veigamesti þátturinn til að ná því marki, en svelt skólakerfi leiðir af sér vanhæft þjóðfélag. Jöfnun búsetukostnaðar Bæjarstjórn Seyðisfjarðar hefur samþykkt áskorun til ríkisstjórn- arinnar um „að gera nú þegar ráðstafanir sem tryggja þau fyrir- heit í stjórnarsáttmála að jafna. búsetukostnað á landsbyggðinni með lækkun raforkuverðs og hús- hitunarkostnaðar. Einnig vill bæjarstjórn benda á þann að- stöðumun sem gjaldskrá Pósts og síma skapar milli landsbyggðar Karvel hefur áður lýst yfir and- stöðu við þær hugmyndir sem Guðmundur og nokkrir aðrir for- ystumenn VMSÍ kynntu um 40 daga samning meðan unnið yrði að gerð ítarlegs langtímasamn- ings. - Það verður að breyta þessum vinnubrögðum ef hreyfingin á að lifa. Menn geta ekki verið að fara svona út og suður án þess að hafa samráð við þá sem kjörnir eru til forystu með þeim, sagði Karvel Pálmason. Þjóðviljinn gat ekki rætt við Guðmund J. Guðmundsson um þessar yfirlýsingar Karvels, þar sem hann neitar enn að ræða við blaðið. -•g- og höfuðborgarsvæðis þar sem landið er í raun eitt markaðs- svæði og opinberar stofnanir eru flestar í Reykjavík. Þá vill bæjar- stjórn beina þeim eindregnu til- mælum til ríkisstjórnar að flutn- ingskostnaður og fleira sem staf- ar af fjarlægð við höfuðborgar- svæðið verði jafnaður með að- gerðum í skattakerfinu." Tónlist í uppeldi barna í dag, miðvikudag, kl. 15.30 heldur dr. Clara Kokas fyrirlest- ur um tónlistaruppeldi barna í húsakynnum Fósturskóla íslands í Laugalækjarskólanum. Kokas er ungverskur sálfræðingur og hefur stundað tilraunastarí í tónl- istaruppeldi barna um áratuga- skeið. Fallegasta frímerkiö valið Póst- og símamálastofnunin efndi nýlega til skoðanakönnunar um fallegasta frímerkið sem gefið var út hér á landi árið 1988. Falleg- asta frímerkið var valið merki með mynd af Núpsstað í Fljóts- hverfi 1836 eftir August Mayer en það kom út 9. október. Næst komu tvö fuglamerki: jaðrakan að verðgildi 5 kr. og hávella að verðgildi 30 kr., bæði teiknuð af Þresti Magnússyni. AIls bárust 4.200 atkvæðaseðlar frá 58 löndum. FRÉTTIR Siafnar mál Stend ekki í kaupskap Auglýsingu um skólastjórastöðuna slegið áfresthvað eftirannað. Svavar Gestsson: Tek upp þykkjuna fyrir mína embœttismenn það væri ekki hægt af ofan- greindum orsökum, hann hlyti að taka meirihluta kennara og vilja foreldra fram yfir skólastjórann. 31. mars birtist svo auglýsingin, eins seint og hægt var. í ljósi orða Jóns Baldvins í Eg stend ekki í kaupskap með skólastjórastöður á landinu, sagði Svavar Gestsson mennta- málaráðherra þegar hann var spurður álits á ummælum Jóns Baldvins Hannibalssonar í Morg- unblaðinu í gær um tilraunir hans til að leita lausna í málefnum skólastjóra Ölduselsskóla, Sjafn- ar Sigurbjörnsdóttur. í viðtalinu við Morgunblaðið segir Jón Baldvin m.a. að Svavar sé „að vekja upp fyrri drauga, ill- deilur og hugarfar galdraofsókna og rannsóknarréttar", einnig að Sjöfn hafi orðið fyrir „Berufs Verbot-ofsóknum“ og að í „samantekt“ ráðuneytisins séu „ærumeiðandi ummæli og ákær- ur“ á Sjöfn. „Ég tel enga þörf á að svara persónulegum árásum Jóns Bald- vins á mig,“ sagði Svavar. „Ein- kenni þessarar ríkisstjórnar hefur verið að ráðherrar hafa ekki hjól- að hver í annan, og ég vil helst halda þeim sið. En ég vil taka upp þykkjuna fyrir mína embættis- menn, sem hann ræðst svo harka- lega á, og vísa öllum ásökunum um ófagleg vinnubrögð algerlega á bug.“ Samkvæmt heimildum Þjóð- viljans var gangur mála á þessa leið síðustu vikurnar áður en skólastjórastaðan við Öldusels- skóla var auglýst. Föstudaginn fyrir Dymbilviku (17. mars) barst menntamálaráðherra skýrsla embættismanna um málefni skólans þar sem þeir gerðu tillögu um að auglýsa stöðuna lausa til umsóknar. Ef það yrði ekki gert fyrir marslok gengju uppsagnir kennara í gildi. Þá talaði Svavar við Sjöfn, sagði henni að auglýs- ingin yrði birt á skírdag (23. mars) og bað hana um að lýsa því yfir opinberlega áður að hún myndi ekki taka stöðuna. Auglý- singin kæmi þá í eðlilegu fram- haldi og hennar skaði yrði eins lítill og verða mátti úr því sem komið var. Á Pálmasunnudag hringdi Jón Baldvin til Svavars frá Brussel og bað um tíma til að ræða málin frekar. Svavar varð við þeirri ósk þó að tíminn væri mjög naumur og frestaði birtingu auglýsingar- þangað til þriðjudaginn eftir páska (28. mars). Ekki heyrðist frá Jóni Baldvin fyrr en eftir páska þegar hann bað enn um frestun á birtingu auglýs- ingarinnar og fékk hann. Miðvik- udaginn 29. mars komu Sjöfn og Jón Baldvin loks á fund Svavars þar sem hann tilkynnti þeim að ekki yrði gefinn frekari frestur, Morgunblaðinu má minna á stuðningsyfirlýsingar frá kennur- um og foreldrafélagi skólans við ákvörðun menntamálaráðherra. Stéttarfélög Sjafnar Sigurbjörns- dóttur hafa heldur ekki gert at- hugasemdir við vinnubrögð ráðu- neytisins. SA Hvalamyndin Magnús leiðréttir Sænska sjónvarpið neitaði að sýna mynd Magnúsar Guð- mundssonar „Lífsbjörg í norður- höfum“, nema texta myndarinn- ar yrði breytt í nokkrum atriðum. Magnús féllst á slíkar leiðrétt- ingar sem hann segir vera gerðar vegna þess að Greenpeace hafi viljað misskilja ákveðna hluti í myndinni. Þau atriði sem texti hefur verið lagfærður við, eru þar sem sýnt er frá fláningu lifandi kóps. Greenpeace hefur haldið því fram að það atriði sé eitt af mörgum í myndinni þar sem sam- tökin eru borin rangfærslum. Guðrún Helgadóttir alþingis- maður sagði í gær að hún hefði þegar við frumsýningu myndar- innar lýst því yfir að ýmis atriði í henni væru hrein fölsun. „Það gleður mig að einhverjum af þessum fölsunum í myndinni hef- ur nú verið hnekkt,“ sagði Guð- rún. Bankar Raunvextir lækka um 0,5% ankar hafa ákveðið að fylgja eindregnum tilmælum Seðla- banka og lækka vexti á verð- tryggðum skuldabréfum eða út- lánum um 0,5 prósentustig. Þar með má segja að nokkur sigur hafi unnist fyrir ríkisstjórnina sem krafist hefur lækkunar vaxta og breytti nýverið Seðlabanka- lögunum í tilraun til að skapa sér tæki sem duga tU stýringar á vöxt- Jón Sigurðsson, viðskiptaráð- herra segir að nú eigi ríkið næsta leik og hljóti að lækka vexti á rík- isskuldabréfum. Það eru Búnað- arbanki, Iðnaðarbanki, Verslun- arbanki og sparisjóðir sem lækk_ verðtryggða útlánsvexti strax, hj á öðrum bankastofnunum kemur lækkunin til framkvæmda 21. apríl. -phh Diarmuid O'Leary og skáldin - tónlist þeirra ætti að renna Ijúflega niður á þessari bjóröld. írsk tónlist á Borginni og í Sjallanum írska hljómsveitin Diarmuid O'Leary & the Bards heldur ferna tón- leika hér á landi, þá fyrstu á Hótel Borg í kvöld. Fimmtudags- og föstudagskvöld skemmta írarnir í Sjallanum á Akureyri en síðustu tónleikarnir verða á Hótel Borg á sunnudagskvöldið. Hljómsveitin leikur þjóðlagatónlist með nútímalegu ívafi að því er segir í frétt frá Ólafi Laufdal hf. Samræmd próf í verkfalli „Verkfallsstjórn HÍK lítur því á það sem verkfallsbrot ef sam- ræmd próf verða lögð fyrir með- an á verkfalli félagsins stendur,“ segir í ályktun verkfallsstjórnar- innar sem blaðinu hefur borist. í ályktuninni er skorað á félaga í KÍ sem og menntamálaráðherra að virða verkfall HÍK. Námskeið um verkalok Námskeið verður haldið um verkalok í félagsheimili Kópa- vogs dagana 22. og 23. aprfl nk. Það eru Félag eldri borgara í Kópavogi, frístundaklúbbarnir Hana nú og Félagsmálastofnun Kópavogs sem að námskeiðinu standa en þar verður farið yfir marga þætti, bæði fjárhagslega og felagslega, sem fólk þarf að takast á við á þessum tíma- mótum. Þátttakendur eiga að vera 50 ára og eldri og geta þeir skráð sig til þátttöku í síma 45 700. Laust embætti Dómkirkjuprests Biskup íslands hefur auglýst ann- að prestsembætti Dómkirkjunn- ar í Reykjavík laust til umsóknar og er umsóknarfrestur til 3. maí nk. Þetta embætti losnaði þegar Þórir Stephensen gerðist staðar- haldari í Viðey en hann hefur fengið lausn frá 15. júní nk. að telja. Háskólakennarar kjósa verkfall í gær voru talin atkvæði hjá Fé- lagi háskólakennara og reyndist naumur meirihluti þeirra vilja fara í verkfall. Það kemur til framkvæmda 28. apríl, ef ekki verður búið að semja áður. 2 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Mlðvikudagur 12. apríl 1989

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.