Þjóðviljinn - 12.04.1989, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 12.04.1989, Blaðsíða 3
FRÉTTIR Hrefna Veiðar verði heimilaðar Þingmennirnir Sighvatur Björgvinsson og Skúli Alexand- ersson hafa lagt fram tillögu á Al- þingi þar sem skorað er á sjávar- útvegsráðherra að heimila tak- markaðar veiðar á hrefnu á kom- andi sumri. Veiðarnar verði stundaðar undir umsjón Haf- rannsóknastofnunar, til að hægt verði að meta ástand og stærð stofnsins og leggja grundvöll að hagnýtingu hans í atvinnuskyni. Allar veiðar á hrefnu hafa ver- ið bannaðar síðustu árin, m.a. vegna ótta um að stofninn væri í hættu. Flutningsmenn telja að ástæðulaust sé að halda þeim sem eiga afkomu sína undir hrefnu- veiðum í frekari óvissu um fram- tíð veiðanna. -Ig. Síldarvinnslan hf 11 miljónir íhagnað FinnbogiJcmsson: Góðu starfsfólki til sjós og lands að þakka. Nettó fjármagnskostnaður 201 miljón króna Um 11 mi|jóna króna hagnaður varð á rekstri Síldarvinnslunnar hf. í Neskaupstað 1988 og þar af var hagnaður af útgerð um 2 milj- ónir og af vinnslu um 9 miljónir króna. Þetta kom fram á aðal- fundi félagsins sem haldinn var á laugardaginn. Að sögn Finnboga Jónssonar framkvæmdastjóra Síldarvinnsl- unnar hf. er þetta einkum að þakka góðu starfsfólki fyrir- tæksins til sjós og lands. Útflutn- ingstekjur félagsins 1988 námu samtals 1507 miljónum króna og að meðtöldum innlögðum afla frá eigin skipum nam heildarvelta ársins um 1920 miljónum króna sem 33% aukning frá 1987. Hagnaður fyrir afskriftir og fjár- magnsgjöld var 302 miljónir, af- skriftir námu 90 miljónum og fjármagnskostnaður 201 miljón króna nettó. Fjármunamyndun í rekstri nam 167 miljónum, bók- fært eigið fé var í árslok neikvætt um 30 miljónir króna en endur- metið raunverulegt eigið fé fé- lagsins er talið nema um 500 milj- ónum króna. Síldarvinnslan hf. gerir út 5 skip, 3 skuttogara og 2 loðnuskip en annað þeirra er einnig gert út sem hálffrystitogari. Félagið rek- ur frystihús, saltfisk- og skreiðar- verkun, skreiðarverkun og loðn- uverksmiðju auk dráttarbrautar. Um 450 manns voru að meðaltali á launaskrá félagsins í fyrra og námu heildarlaunagreiðslur þess um 533 miljónum króna. -grh BHMR Styttist í samninga? Margt bendir til að samningar náist innan skamms í deilum BHMR og ríkisins. Hjálparþar hvoru tveggja til, þrýstingur verkfalla BHMR-félaganna og tiltölulega slœm áróðursstaða BHMR. Líklegasta niðurstaðan er að samið verði um laun á BSRB-nótunum, en ríkið komi verulega til móts við BHMR íýmsum réttindamálum. Það leiðirsíðan til hœkkandi launa Samninganefndir BHMR og ríkisins mættust á samninga- fundi í Rúgbrauðsgerðinni klukkan þrjú i gær til að ræða nýjar hugmyndir BHMR um þriggja ára samning. Indriði H. Þorláksson formaður samninga- nefndar ríkisins hafði reyndar þegar lýst því yfir fyrir fundinn að launaliðurinn í samningstil- boði BHMR sé það hár að um hann geti ekki náðst samkomu- lag. Rflrið geti ekki samið við hluta sinna starfsmanna, þ.e. BHMR-félaga um mikið hærri laun en þegar hefur verið um samið við BSRB. Páll Halldórs- son formaður BHMR hefur lýst því yfir að nú sé fyrst kominn al- vöruskriður á samningaviðræð- urnar, en það er nokkuð Ijóst að BHMR verður að sætta sig við alilægri kauphækkanir en þeir hafa gert kröfur til. Veik baráttustaða Almennt er talið að staða BHMR í yfirstandandi viðræðum sé fremur veik, verkfall þeirra hafi ekki nægan kraft til að knýja fram þær kröfur sem forystu- menn samtakanna hafa gefið í skyn að ekki verði haggað frá. Þá hafa yfirlýsingar þeirra um að samningar BSRB séu klénir ekki aukið stuðning við þá innan verkalýðshreyfingarinnar al- mennt, en innan ASÍ hefur löngum verið landlæg einhvers konar andúð á „mennta- og skrif- stofuliði sem aldrei hefur difið hendi í kalt vatn“ og er sí- heimtandi meiri laun, gott ef ekki fyrir neina vinnu. Samstaða með BHMR innan verkalýðshreyfing- arinnar er því sennilega af heldur skornum skammti og skilningur með kröfum þeirra sömuleiðis. BHMR er því eðlilega í nokkurri vörn á meðan menn tregðast við að meta menntun þeirra og hugs- anlega ábyrgð til fjár. Þó sam- heldni innan verkfallsfélaga BHMR sé talin góð, verður ekki fram hjá því litið að nokkur hluti kennara innan HÍK hefði viljað halda öðru vísi á málum. Þeir hefðu fremur kosið að efna til samflots með KÍ og jafnvel Félagi háskólakennara, enda telja þeir að þessi félög eigi mun meira sameiginlegt en önnur félög BHMR. Þá hélt ríkið áfram við- ræðum við KÍ í gær og kann það að verða til að þrýsta á BHMR til að semja. KÍ hefur heitið sam- stöðu við HÍK í verkfallinu, en ef sú samstaða bregst og KÍ semur á undan HÍK eru margir sem telja að sameiningarhugmyndir þess- ara félaga séu endanlega úti. Lausnin? í yfirstandandi viðræðum gæti hins vegar náðst niðurstaða sem báðir aðilar geta sætt sig við. BHMR fellur frá launakröfum umfram BSRB samningana en fær á móti ýmsar leiðréttingar og viðurkenningu á menntunarstigi í BRENNIDEPLI og ábyrgð. Þessi atriði komi til leiðréttingar á lengri tíma og gæti því þriggja ára ramminn verið tal- inn hæfilegur. Með hliðsjón af þeim þrýstingi sem verkfall BHMR skapar, (kennaraverkfall og verkfall dýralækna sem kemur í veg fyrir alla slátrun í sláturhús- um t.d.) og svo þá slæmu áróð- ursstöðu sem BHMR virðist vera eru taldar verulegar líkur á að samningar náist innan skamms. En hverjar voru hugmyndir þær sem BHMR lagði fram til um- ræðu? Yfirgripsnriklar breytingar Þær eru í grófum dráttum þær að samningstíminn verði þrjú ár og gildi samningurinn frá 1. janú- ar 1989 til loka árs 1991. Á sam- ingstímanum verði í gildi rauð strik, sem veiti rétt til skoðunar og leiðréttingar kaupmáttarþró- unar á þriggja mánaða fresti og veiti rétt til uppsagnar samnings- ins. Þó gerðar séu kröfur um að lágmarkslaun hækki strax og verði 70 þúsund krónur fyrir BHMR-félaga nteð BA-próf er gert ráð fyrir að aðrir liðir náist fram á lengri tíma. Litið er á lengd samningstímans sem nokk- urs konar málamiðlunartilraun af hálfu BHMR, en margir eru þeirrar skoðunar að félagið sé komið í nokkuð þrönga stöðu, sérstaklega með tilliti til harðra yfirlýsinga forystumanna BHMR. Á hitt er svo að líta að hugmyndir BllMR gera ráð fyrir svo yfirgripsmiklum breytingum að þeim yrði vart komið í fram- kvæmd nema á lengri tíma. Tillögur þær sem BHMR lagði fyrir samninganefnd ríkisins í gær voru, auk þess sem þegar er til- greint þessar helstar: Náms- og starfsmatskerfi verði endurskoð- að þannig að menntun, sérhæfing og ábyrgð komi fram í launum og þetta nýja kerfi verði að fullu komið til framkvæmda fyrir lok samningstímans. Lágmarkslaun fyrir starfsmenn með BA-próf hækki strax í 70 þúsund krónur og lágmarkslaun starfsmanna með MA-próf hækki sem nemi fimm launaflokkum. Framhaldsmenntun á há- skólastigi verði metin í hlutfalli við annað nám, jafnvel þó henni sé ekki lokið með formlegum hætti og þak á menntunarstigum til launa verði afnumið. Samið verði um sérstakt punktakerfi, þar sem tekið er tillit til faglegrar, fjármálalegrar- og stjórnunar- legrar ábyrgðar. Prófaldurskerf- ið verði endurbætt í áföngum, en lágmarksþrep vegna lífaldurs verði ákveðin strax, þannig að 30 ára lífaldur gefi rétt til 6. þreps, 40 ára lífaldur gefi rétt til 7. þreps og menn nái 8. þrepi séu þeir fimmtugir. Kröfur eru um endurbætur á endurmenntunarkerfinu og tryggingum. Loks eru kröfur sem tekið er fram að séu ekki samn- ingsatriði. Taka þær til breytinga á reglugerðarákvæði um réttindi í sambandi við barnsburðarleyfi og lífeyrissjóðamál og krafa er gerð um fullan samnings- og verkfallsrétt. Þar mun átt við lið- kun á þeim rétti frá því sem nú er, en sem kunnugt er verða félög BHMR að ákveða verkfall nán- ast heilum mánuði áður en það kemur til framkvæmda og geta ekki blásið það af, hafi ákvörðun verið tekin á annað borð. Loks er gerð krafa um átak í dagvistun- armálum. Gera BHMR menn ráð fyrir því að samið verði um nánari tímasetningar og útfærslur efnisatriða við ríkið. Sem fyrr segir er líklegasta nið- urstaðan sú að sorfinn verði broddurinn af launakröfunum en komið verði á móts við aðrar kröfur. í hvaða formi það verður, kemur hins vegar fyrst í ljós þegar samningar hafa verið undirritað- ir. -phh Vinnumarkaður Tvö prósent atvinnuleysi Hœstu tölurlengi, en helmingi lœgri en íspá Verslunarráðs Um 2500 manns voru atvinnu- lausir að meðaltali í mars samkvæmt tölum frá félagsmála- ráðuneytinu. Þetta telst vera 2% atvinnuleysi, og er hæsta tala fyrir mars síðan tekin var upp ný viðmiðun 1975. Þrjá fyrstu mánuði ársins telj- ast atvinnuleysisdagar samtals 175 þúsund, sem jafngildir 2700 manns á skrá allan tímann. Þenn- an fyrsta ársfjórðung var helm- ingi meira atvinnuleysi hér en að meðaltali undanfarin þrjú ár á sama tíma, um 2% af mannafla á vinnumarkaði á móti 1%. Síðasta ár taldist atvinnuleysi í mars að- eins 0,8% sem er varla marktækt vegna óvenjulegrar þenslu. I yfirliti vinnumálaskrifstofu félagsmálaráðuneytisins segir að atvinnustig í mars hafi haldist nær óbreytt frá febrúar miðað við landið allt. Hinsvegar hafi orðið talsverðar breytingar milli landshluta, þannig að atvinnu- leysi eykst í Reykjavík og ná- grenni en dregur úr því á lands- byggðinni, einkum á Suðurnesj- um og Suðurlandi. Atvinnuleysi helmingi meira en í meðal-mars, en sjávarafli betri en oftast, - þetta gefur til kynna, segir í yfirliti skrifstofunn- ar, að „atvinnuleysið nú sé af öðr- um toga spunnið en venkulega á þessum árstíma. Samfelld fjölgun atvinnuleysisdaga á höfuðborg- arsvæðinu frá áramótum sýnir að samdráttur í þjónustugreinum á hér verulegan hlut að máli. Sömu þróunar gætir víða á landsbyggð- mm. Þess er að lokum skylt að geta að þrátt fyrir háar atvinnuleysis- tölur afsannar ástandið ýmsar þær hrakspár sem voru í tísku um og eftir áramótin. Tölur ráðu- neytisins eru þannig helmingi lægri en Vilhjálmur Egilsson hag- fræðingur hjá Verslunarráðinu og varaþingmaður Sjálfstæðis- flokksins setti fram á spástefnu 26. janúar, en þar spáði hann 6000 atvinnuleysingjum í marsmánuði. ITT Sjónvarpstæki fjárfestíng i gæöum [JNOkVC^p’ HÆLi og FRYSTISKÁPAR Ótrulegt verð útttúM en Mlðvikudagur 12. apríl 1989 ÞJÖÐVILJINN - SÍÐA 3

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.