Þjóðviljinn - 12.04.1989, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 12.04.1989, Blaðsíða 5
VIÐHORF Að snúa faðirvorinu f Þjóðviljanum 5. apríl síð- astliðinn birtist grein eftir Sigurð Hjartarson sem hann nefndi „Fiskarnir, brauðin og Ferða- skrifstofa Vatikansins“. Mér var tjáð að Sigurður þessi sé sagn- fræðingur og hafi hann dvalist í Suður-Ameríku um tíma, grein sú er hann ritar í Þjóðviljann ber ekki beint vitni um að maðurinn hafi mikla þekkingu á málefnum Suður-Ameríku né sé sagnfræð- ingur. Það er stórfurðulegt að maður sem hefur dvalist í Róm- önsku Ameríku skuli í raun vera svo illa að sér um stöðu kaþólsku kirkjunnar í þessum löndum og að sagnfræðingur skuli ekki hafa meiri þekkingu á kaþólsku kirkjunni. I fyrstu datt mér í hug að grein þessi væri skrifuð af einhverri heift út í kirkjuna sem aðeins þekkist hjá sumum valdhöfum í Austantjaldslöndunum. í tíma- riti sem gefið er út af Kommún- istaflokki Póllands mátti meðal annars lesa þetta um Jóhannes Pál páfa II: „Páfinn er heiftúðug- ur kommúnistahatari og herskár hugmyndafræðingur sem hefur breitt út haturseld gegn komm - únismanum í Póllandi.“ Hvað sem því líður er þessi grein skrif- uð af óskiljanlegu ofstæki og það sem verra er vanþekkingu. Fyrsta landið sem Karol Woj- tyla heimsótti eftir að hann var kjörinn páfi var Mexíkó en þar opnaði hann þing biskupa Suður- og Mið-Ameríku. í þessum löndum býr helmingur allra kaþólikka heimsins. Páfinn hefur því heimsótt þessar þjóðir nokkr- um sinnum og hefur hann ávallt hlotið óhemju góðar móttökur og hafa miljónir manna fagnað hon- Sigmar B. Hauksson skrifar um. í hugum kaþólskra manna er páfinn staðgengill Krists á jörð- inni en ekki stjórnmálamaður. Óhætt er að fullyrða að enginn lifandi maður sé eins vinsæll og elskaður í þessum löndum og Jó- hannes Páll páfi II. Þá er kaþólska kirkjan helsti málsvari og vörður mannréttinda Nokkrir frelsunarguðfræðingar telja einnig að ekki sé hægt að koma á réttlæti nema með vopn- aðri byltingu. Þessu hafnar páf- inn, segir að presturinn sé ekki stjórnmálamaður, hann verði að vera frjáls og óháður. Vatikanið meinar því kaþólskum prestum að starfa sem stjórnmálamenn. þessi mál við páfann sem hefur svarað gagnrýni hans. Því miður er þessi gagnrýni ákaflega illa rökstudd og sundurlaus. Obando y Bravo erkibiskup er elskaður og virtur af nicaragusku þjóðinni þrátt fyrir að andlýðræðissinnar geri allt til að sverta mannorð hans, sannleikanum verður hver „Sigurður Hjartarson virðist ekki skilja að páfinn er andlegur leiðtogi 750 miljón kaþól- ikka en ekki stjórnmálamaður. Sigurður œtti að lesa Þjóðviljann betur en í því blaði hefur verið skrifað afmeiri þekkingu en íflestum öðrum um málefni kaþólsku kirkjunnar. “ í þessum hluta heimsins og starf- rækir einnig fjölda skóla, sjúkra- húsa og annarra líknarstofnana. Ef kaþólska kirkjan hætti rekstri þessara stofnana myndi skapast hræðilegt ástand í þessum löndum. Þess má geta að árlega útskrifast 20 miljón nemendur úr kaþólskum skólum í heiminum. Páfinn hefur aldrei gagnrýnt neina frjálslynda presta eins og Sigurður segir. Hann hefur hins- vegar aðvarað fylgjendur hinnar svo kölluðu frelsunarguðfræði sem margir hverjir hafa talið nauðsynlegt að styðjast við marx- istískar hugmyndir til að greina félags- og efnahagslega stöðu þjóða Rómönsku Ameríku. Þeir sem hafa orðið fyrir þessu banni eru t.d. bræðurnir Ernesto og Ferdinand Cardenal í Nicarag- ua og bandaríski jesúítaprestur- inn séra Robert Drinan sem varð að hætta setu á þinginu í Wahing- ton. Gagnrýni þýska rithöfundarins Gunters Grass á páfa er að nær öllu leyti byggð á gagnrýni svissneska prestsins Hans Kung sem Vatikanið svipti rétti til að kenna prestsnemum. Hann dró T efa nokkrar mikilvægar kenni- setningar kirkjunnar, meðal ann- ars um að Jesús sé guðlegur. Kung hefur kosið að gagnrýna kirkjuna í fjölmiðlum en hefur ekki hætt sér út í viðræður um sárreiðastur. Páfinn elskar alla þjóna kirkjunnar, einnig Paolo Evaristo Arns kardínala, helsta málsvara frelsunarguðfræðinnar. Þeir herrar Pinochet og Stro- essner hefðu nú helst kosið að páfinn hefði aldrei heimsótt Chile og Paraguay, því páfinn gagnrýndi ríkisstjórnir þessara landa harðlega og sú gagnrýni heyrðist. Yfirleitt eru ríkisstjórn- ir Rómönsku Ameríku andsnún- ar kaþólsku kirkjunni þar eð kir- kjan er helsti vörður mannréttinda. í mars 1980'var Oscar Romero skotinn til bana fyrir framan alt- arið í dómkirkjunni í San Salva- dor. ítalskur prestur var myrtur í E1 Salvardor. Ríkisstjórn Chile fullyrti að Raul Silva Henriques kardínáli stæði fyrir stjórnarbylt- ingu. Páfinn hefur lýst því yfir að hann styðji hið merka starf Dom Helder Camara. Páfinn var hylltur af hundruðum þúsunda Chilebúa er hann heimsótti landið. Hann hitti fulltrúa verka- lýðshreyfingarinnar og hinna ýmsu mannréttindasamtaka. Það er alrangt að Lúter sé yfir- lýstur svikari í Vatikaninu. 11. desember 1984 prédikaði páfinn í lúterskri kirkju í Róm. Þá sagði hann meðal annars: „Enda þótt mikill munur virðist vera á skoð- unum kaþólskra manna og lút- erskra, finnum vér oss nátengda þeim. Vér þráum einingu og vinnum að henni án þess að láta þá erfiðleika, sem á vegi vorum verða, telja úr oss kjark." Við íslenskir kaþólikkar bíðum í eftir- væntingu eftir komu hins heilaga föður til íslands og það er mikill hugur í okkur kristnum íslend- ingum. Við og lútersk trúsystkin okkar munum sameinast í bæn í hinni samkirkjulegu guðsþjón- ustu sem haldin verður. Sigurður Hjartarson virðist ekki skilja að páfinn er andlegur leiðtogi 750 miljón kaþólikka en ekki stjórnmálamaður. Sigurður ætti að lesa Þjóðviljann betur, en í því blaði hefur verið skrifað af meiri þekkingu en í flestum öðr- um blöðum um málefni kaþólsku kirkjunnar. Kaþólska kirkjan er ávallt opin, þangað getur Sigurð- ur Hjartarson leitað og beðist fyrir í ró og næði og fundið frið. Sigmar er dagskrárgerðarmaður og dálkahöfundur í Reykjavík og telst til kaþólsku kirkjunnar. Lítil saga um Irtið lán Ekki verður annað sagt en að við íslendingar séum sæmilega málglaðir menn. Miklar um- ræður fara daglega fram í blöð- um, útvarpi og sjónvarpi um þau vandamál sem dag hvern eru efst á baugi og ekki þarf að kvarta um skort á vandamálum því þau hrannast upp eins og þang í sjáv- arvík, og nægir þá að nefna bless- að Hvalamálið okkar. Síðustu vikur og mánuði hefur kannske einna mest verið talað um vexti og vísitölur, sparifé og banka. f sambandi við þessi nöfn er svo talað um margvíslegar tölur, sem oft breytast daglega og hafa mikil áhrif á líf og afkomu flestra. Eins og löngum hefur verið, sýnist sitt hverjum í þessari um- ræðu. Ég held þó að þeim fari fjölgandi sem álíta að spariféð hjá bönkum og öðrum lánastofn- unum sé orðið það dýrt að ís- lenskur atvinnurekstur geti ekki notað það, sem láns- eða rekstr- arfé við þær aðstæður sem hann býr við í dag. Mig langar í þessu sambandi að segja litla sögu, um lítið lán, sem er lítil mynd af ástandinu í þess- um málum í dag. Það gerðist á rólegu vetrar- kvöldi 3. desember 1987 að barið var dyra hjá mér. Úti fyrir stóð ungur maður og kvaðst vera með bækur til sölu. Við tókum tal saman og það kom fram, að bæk- umar sem hann var með vom „Heimilislæknirinn" sem bókaút- gáfan Iðunn gefur út. Ég hafði heyrt þessar bækur auglýstar og hafði hug á að eignast þær. Piltur- inn sagði að verð bókanna væri kr. 13.980,00. Ég sagði honum að þetta væm eflaust ágætar bækur, en hinsvegar stæði því miður þannig á hjá mér nú, að ég hefði ekki aura á lausu. Hann kvaðst Kristinn B. Gíslason skrifar þá geta látið mig fá bækurnar með góðum afborgunarkjörum. Ég greiddi bara eitthvað lítið við móttöku, og svo ákveðna upp- hæð mánaðarlega. Nú, mér fannst kannske að þetta væri sæmilega boðið. Svo endirinn varð sá að ég bauð manninum inn og við sömdum um þetta. Ég borg- aði sem fyrstu borgun kr. 2.200,00 og skrífaði síðan undir skuldabréf með sjálfskuldará- byrgð fyrir eftirstöðvunum sem vora kr. 11.700,00 og skyldu borgast með 10 afborgunum, fyrst 15. febrúar 1988. í skulda- bréfinu var þess að sjálfsögðu getið að það væri bundið lánsk- jaravísitölu og að vextir af því væra eins og Seðlabanki fslands ákvæði á hverjum tíma. Einnig skyldi útgefandi bréfsins greiða allan kostnað sem af því kynni að leiða samkvæmt gjaldskrá Bún- aðarbanka íslands. Ekki var um það rætt hvert afborganir skyldu greiðast, og leið svo fram að fyrstu afborgun, þá barst greiðsluseðill frá Vesturbæjarúti- búi Búnaðarbankans og var þá ljóst að hann hafði keypt skuldabréfið. Þar vora tilfærðir vextir og vísitölubætur, og kostn- aður uppá kr. 350,00 án þess að hann væri neitt skýrður. Síðan hafa borist greiðsluseðlar mánað- arlega með nokkuð breytilegum vöxtum og verðbótum en alltaf sama kostnaðarapphæðin, sá síð- asti með greiðsludegi 15. nóvem- ber sl. og þegar hann var greiddur var ég búinn að eignast hinar góðu bækur „Heimilislæknir- inn“. Og þá var nú gaman að vita hvað þær hefðu kostað með hin- um góðu kj öram. í vexti var ég þá búinn að greiða kr. 981,00, í verðbætur kr. 1.428,40 og í kostnað kr. 3.500,00, eðasamtals kr. 5.620,20. Verð bókanna var því orðið kr. 17.400.20. Þær höfðu því hækkað á þessum 10 mánuðum, tæp 50% (47,7%). Það var sagt í gamla daga, að það væri dýrt að vera fátækur og það virðist því miður vera svo enn. Þessi litla saga um bókakaupin er aðeins lítið dæmi um, hvemig ástandið í þessum efnum er nú í íslenska þjóðfélaginu. Og þótt um stærri einingar væri að ræða, hygg ég að niðurstöðumar yrðu svipaðar. En það sem verst er, er það, að þessu ástandi virðist eng- an veginn vera að linna. Það er eins og nýtt æði sé nú rannið á banka og peningastofnanir með vaxtahækkunum og auglýsinga- flóði. Nú dugar ekki lengur Met- bók og Gullbók, það er líka boð- ið uppá Trompbók og Öryggis- bók og margar fleiri. Það virðist ekki síst vera biðlað til gamla fólksins. Það era birtar í sjón- varpi fallegar myndir af virðulegu öldruðu hjónafólki að skoða myndir af börnum og bamabörn- um, sem eiga að minna það á, hversu mikilvægt sé að fylgjast vel með og hafa spariféð jafnan hjá þeim sem best býður, svo blessuð bömin fái sem mest að þeim látnum. Sjálfsagt er þetta vel meint svo langt sem það nær. En fólk má líka hugsa lengra. Það er ekki bara umhyggjan fyrir fólkinu sem á spariféð, sem veld- ur þessu kapphlaupi hjá bönkum og peningastofnunum. Það sem er þyngra á metunum, er að mega hafa þetta fé sem lengst í sinni vörslu og lána það út með okur- vöxtum, langt umfram eðlilegan vaxtamun. Það er þetta vaxtaokur, sem þegar hefur stöðvað fjölmörg fyr- irtæki í flestum greinum atvinnu- lífsins víðsvegar um land, og veldur atvinnuleysi í mörgum byggðarlögum. Blöðin birta heila dálka um nauðungaruppboð á húseignum og skipum. Þetta ástand kemur kannske einna harðast niður á unga fólkinu, sem hefur á síðustu áram verið að reyna að eignast þak yfir höfuðið eða stofna atvinnufyrirtæki. Það gerðist á býli einu á Snæ- fellsnesi til forna, að reimleikar gerðust miklir þar á bæ. Fram- Uðnir menn gengu þar ljósum logum jafnt daga sem nætur og ollu miklum óskunda. Kvöld eitt er húsfólk sat að máleldum, kom draugur í sellíki upp úr skálagólf- inu. Sló óhug á fólkið við þessa sýn. Griðkona hljóp til, greip lurk og hugðist berja þennan óþverra niður, en við hvert högg sem selsi fékk gekk hann upp, og er hann var genginn upp allt að framhreifum gekk til sveinninn Kjartan með jámflein í hendi og greiddi draugsa það þung högg að hann lét undan og gekk niður. Er ekki ástandið á okkar fjár- hagsheimili orðið eitthvað líkt því sem forðum var á Fróðá? Bankalán og allar skuldir ganga upp og hækka við hverja afborg- un þótt skilvíslega sé borgað, og það er barist við fjármagns- drauga í flestum eða öllum fyrir- tækjum. Núverandi ríkisstjóm gerði í upphafi tilraun til að berja slíka drauga niður, en högg hennar vora svipuð og hjá griðkonunni með lurícinn, þeir hafa hingað til gengið upp við hverja aðgerð. Hvenær fáum við ríkisstjóm sem beitir vinnubrögðum Kjartans á Fróðá? Kristinn er bifreiðastjóri í Stykkis- hólmi. „en við hvert högg sem selsifékk gekk hann upp, ogerhann vargenginn upp alltaðfram- hreifum gekk til sveinninn Kjartan með járn- flein í hendi og greiddi draugsa það þung högg að hann lét undan oggekk niður. Hvenœr fáum við ríkisstjórn sem beitir vinnubrögðum Kjartans á Fróðá?“ Ml&vlkudagur 12. apríl 1969 IMÓÐVIUINN - Sfe)A 5

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.