Þjóðviljinn - 12.04.1989, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 12.04.1989, Blaðsíða 6
ALÞÝÐUBANDALAGIÐ Alþýðubandalagið Siglufirði Félagsfundur Alþýðubandalagiö Siglufirði boðar til fundar í Alþýðuhúsinu laugardaginn 15. apríl kl. 16.00. Dagskrá: Brauðstrit og barátta, til heiðurs höfundinum, Benedikt Sig- urðssyni. Á fundinn koma Svavar Gestsson menntamálaráðherra, Steingrímur J. Sigfússon samgönguráðherra og Ragnar Arnalds alþingismaður. Stjórnin Alþýðubandalagið í Kópavogi Bæjarmálaráðsfundinum sem boðaður var mánudaginn 10., hefur verið frestað um viku. Stjórnin Alþýðubandalagið í Kópavogi Spilakvöld Alþýðubandalagið í Kópavogi verður með spilakvöld mánudaginn 17. apríl klukkan 20,30 í Þinghól Hamraborg 11 3. hæð. Allir velkomnir. Stjórnin Alþýðubandalagið Akureyri Árshátíð Árshátíð fólagsins verður haldin laugardaginn 15. apríl n.k. í Alþýðuhúsinu og hefst kl. 19.30. Undir borðum verður skemmtidagskrá og hljómsveit leikur fyrir dansi. Sérstakir gestir hátíðarinnar verða þau Helgi Guðmundsson og Ragn- heiður Benediktsdóttir. Helgi les úr óútkominni bók sem örugglega mun vekja forvitni margra. Þátttöku þarf að tilkynna fyrir miðvikudag 12. apríl til einhvers eftirtalinna: Brynjar Ingi Skaptason s: 22375, Hannveig Valtýsdóttir s: 26360, Hálfdán örnólfsson s: 27461 og Ragnheiður Pálsdóttir s: 23397. ■Æf Auglýsing um uppgjör eldri skattskulda - umsóknarfrestur rennur út 15. apríl n.k. - Fjármálaráöuneytiö vill minna á, aö frestur til að skila umsóknum um skuldbreytingu eldri skattskulda einstaklinga, til innheimtu- manna ríkissjóðs eða gjaldheimtna, rennur út 15. apríl n.k. sbr. reglugerð nr. 73/1989. Um er aö ræöa skuldir vegna álagös tekju- og eignaskatts ársins 1987 og fyrri ára, hjá þeim sem höföu launatekjur frá öörum, þ.e. ekki aðr- ar tekjur en þær sem um ræðir í 1. mgr. 1. tl. A-liðs 7. gr., 2.-4. tl. A-liðs 7. gr. og C-liös 7. gr. laga nr. 75/1981, um tekjuskatt og eignarskatt, með síðari breytingum. Þeir sem hinsvegar skulda skatt af tekjum af atvinnurekstri eöa sjálfstæöri starfsemi eiga ekki kost á skuldbreytingu samkvæmt þessum reglum. Gefinn er kostur á að greiða hina vangoldnu skatta með verðtryggðu skuldabréfi til þriggja, fjögurra eða fimm ára. Nánari upplýsingar um lánskjör, gögn sem leggja þarf fram með umsókn og umsóknar- eyðublöð, fást hjá innheimtumönnum ríkis- sjóðs og gjaldheimtum. Fjármálaráðuneytið, 10. apríl 1989 Veðurathugunarmenn á Hveravöllum Veðurstofa íslands óskar að ráða tvo einstak- linga, hjón eða einhleypinga, til veðurathugana á Hveravöllum á Kili. Starfsmennirnir verða ráðnir til ársdvalar, sem væntanlega hefst seint í júlímánuði 1989. Umsækjendur þurfa að vera heilsuhraustir og reglusamir, og nauðsynlegt er, að a.m.k. annar þeirra kunni nokkur skil á meðferð véla. Tekið skal fram, að starfið krefst góðrar athyglisgáfu, nákvæmni og samvisku- semi. Laun eru samkvæmt launakerfi ríkisins. Umsóknir ásamt upplýsingum um aldur, heilsufar, menntun, fyrri störf og meðmælum, ef fyrir hendi eru, skulu hafa borist Veðurstofunni fyrir 1. maí n.k. Allar nánari upplýsingar eru gefnar á skrifstofu Veðurstofunnar, Bústaðavegi 9,150 Reykjavík, sími 600600. ERLENDAR FRÉTTIR Georgía Stievardnadze á vettvang Handtökur í hundraðatali. 140 slasaðir á sjúkrahúsum Eduard Shevardnadze, utan- rfldsráðherra Sovétríkjanna, kom til Tíflis, höfuðborgar Ge- orgíu, í gær og ræddi við fólk á götum úti um átökin mannskæðu milli hers og mótmælafólks, sem áttu sér þar stað á sunnudag. Utanríkisráðherrann hafði verið á leið til Austur-Þýskalands í op- inbera heimsókn, en henni var slegið á frest er fréttist af atburð- um þessum í Tíflis. Shevardnadze er sjálfur Ge- orgíumaður og var leiðtogi kommúnistaflokks sovétlýðveld- is þessa um skeið áður en hann varð utannkisráðherra Sovétríkj- anna 1985. Þótti hann standa sig vel í stöðu sinni í ættlandinu og mun það vera þessvegna sem hann er sendur þangað nú, er ólga er þar mikil eftir átökin á sunnudaginn. Dzhumber Patias- Shevardnadze - varð að taka sér frí ffá heimsmálunum til að sinna vandamálum ættlands síns. hvili, núverandi flokksleiðtogi í Georgíu, sagði í gær að rangt hefði verið af sér að senda herlið gegn mótmælafólkinu og viður- kenndi að fólk, sem ekki hefði gert annað af sér en að horfa á það sem fór fram, hefði verið meðal þeirra sem létu lífið. Gennadíj Gerasímov, tals- maður sovéska utanríkisráðu- neytisins, skýrði fréttamönnum svo frá í gær að 12 þeirra látnu hefðu kafnað í þrengslunum og eftir georgískum blaðamanni er haft að um 140 þeirra, sem slös- uðust, séu enn á sjúkrahúsum, margir þeirra illa meiddir. Út- göngubann er í gildi frá því að átökin urðu og hafa að sögn Gerasímovs um 200 manns verið handteknir fyrir að brjóta það, en georgískir blaðamenn segja um 500 hafa verið handtekna. Reuter/-dþ. Níkaragva 600 frægðarmenn skrifa Bush Ibréfí til Bush Bandaríkjafor- seta, sem um 600 þekktir menn hafa undirritað, er hann hvattur til að aflétta viðskiptabanni Bandaríkjanna á Níkaragva og hefja viðræður við stjórnvöld þar. í bréfínu er bent á að sam- skipti risaveldanna fari batnandi og því sé nú lag að koma á friði í Mið-Ameríku sem annarsstaðar. Meðal þeirra, sem undirritað hafa bréfið, eru bandaríski hljómsveitarstjórinn Leonard Bernstein, ítalski kvikmynda- leikstjórinn Bernardo Bertol- ucci, leikararnir Richard Gere og Julie Christie, kólombíski rithöf- undurinn Gabriel Garcia Marqu- ez, breski rithöfundurinn Gra- ham Greene, bandaríski rithöf- undurinn Norman Mailer, spænski rithöfundurinn Rafael Alberti, ítalski leikritahöfundur- inn Dario Fo, Bruno Kreisky, fyrrum sambandskanslari Austurríkis og Georges Marcha- is, leiðtogi franska kommúnist- aflokksins. Reuter/-dþ. Skil á stoðgreiðslufé: EINDAGINN ER 15. HVERS MÁNAÐAR Launagreiðendum ber að skila afdreg- inni staðgreiðslu af launum og reikn- uðu endurgjaldi mánaðarlega. Skilin skulu gerð eigi síðar en 15, hvers mán- aðar. Ekki skiptir máli í þessu sambandi hversu oft í mánuði laun eru greidd né hvort þau eru greidd fyrirfram eða eftirá. Með skilunum skal fylgja greinar- gerð á sérstökum eyðublöðum, „skila- greinum11, blátt eyðublað fyrir greidd laun og rautt fyrir reiknað endurgjald. Skilagrein ber ávallt að skila einnig þó svo að engin staðgreiðsla hafi verið dregin af í mánuðinum. Allar fjárhæðir skulu vera í heil- um krónum. Gerið skil tímanlega RSK RlKISSKAtrsrJÓRI

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.