Þjóðviljinn - 12.04.1989, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 12.04.1989, Blaðsíða 9
Hitakærar örverur og ensím eftir dr. Jakob K. Kristjánsson jARKENNSLÁ Efni greinarinnartengist útvarpsþáttum Fjarkennslunefnd- ar um líffræði sem fluttir eru vikulega (mánudögum kl. 21.30) á RÚV/Ftás 1. Hitastig hefur mikil áhrif á all- ar lifandi verur og eru þær aðlag- aðar mismunandi umhverfi að þessu leyti. Hitakærar örverur er sérstæður hópur lífvera, sem þró- ast hefur í heitum hverum. Allir byggingarhlutar þessara örvera, t.d. ensím, eru þess vegna hita- þolnari en almennt gerist í öðrum lífverum. Slíka eiginleika má nú hagnýta á ýmsan hátt í líftækni. Hitakærar örverur Af þeim fjölmörgu umhverfis- þáttum sem haft geta áhrif á starf- semi og þróun lífvera er hitastigið einn sá mikilvægasti. Hitastigið hefur bein áhrif á ástand bygging- areininga frumunnar, svo sem próteina, kjarnsýra og himna. Beint samband er á milli hitastigs og efnaskiptahraða, sem hefur því áhrif á alla starfsemi frum- unnar. Flestar lífverur, þar með taldar allar örverur, geta ekki varið sig fyrir hitaáhrifum um- hverfisins og lifa því við breyti- legt innra hitastig. Höfundurinn Höfundur er lífefnafræðingur að mennt. Hann lauk B.S. prófi frá Háskóla íslands 1976 og dokt- orsprófi frá Brandeis University í Bandaríkjunum 1980. Hann stundaði síðan rannsóknir við Marburg Universitát í V- Þýskalandi 1981 til 1982 og hóf kennslu- og rannsóknastörf við Háskóla íslands sama. ár. Hann er nú forstöðumaður Líftækni- sviðs Iðntæknistofnunar íslands og jafnframt í 50% lektorsstöðu Við Háskóla íslands. Með hækkandi umhverfishita- stigi fer fjölbreytni innan lífríkis- ins minnkandi og t.d. lifa engin dýr eða plöntur við hærra hitastig en 50. Vissar tegundir sveppa geta vaxið við hæst hitastig af öllum heilkjarna örverum, eða um 60. Örverur með kjörhitastig á milli 45-55 eru mjög algengar og má t.d. auðveldlega einangra þær úr jarðvegi á köldum svæðum. Þær eru einnig oftast náskyldar tegundum með lægra kjörhita- stig. Hitakærir sveppir eru einnig mjög algengir og geta þeir, ásamt hitakærum jarðvegsbakteríum, valdið hitamyndun í heyi og líf- rænum leifum. Við slíkar aðstæð- ur getur hitastigið jafnvel farið yfir 70, sem e.t.v. skýrir hvers vegna þessar örverur finnast á köldum svæðum. Bakteríur með kjörhitastig yfir 60 er annars yfirleitt ekki að finna í venju- legum köldum jarðvegi. Þær eru bundnar við heita staði og virðast almennt fjarskyldar tegundum með lægra kjörhitastig. Ýmis dæmi eru þekkt um heita staði sem eru til orðnir af mannavöld- um, svo sem miðstöðvarkerfi, afrennsli orkuvera og verksmiðja og hafa háhitakærar bakteríur oft sest þar að. Einu staðirnir sem eru varanlega heitir frá náttúr- unnar hendi eru hverir og laugar á jarðhitasvæðum og þar hljóta háhitakærar bakteríur að hafa þróast. Jarðhitasvæði með yfir- borðshitastigi um eða yfir 100 hljóta að hafa verið til frá upphafi lífs á jörðinni. Háhitakærar bakt- eríur eiga því örugglega langan þróunarferil að baki og er jafnvel talið að sumar þeirra geti verið fulltrúar „elstu“ lífvera jarðar- innar. Af ljóstillífandi lífverum eru það svonefndar „grænar" bakter- íur, sem ná lengst, með hámarks- vaxtarhitastig um 72. Þær til- heyra ættkvíslinni Chloroflexus sem eru þráðlaga bakteríur og mjög algengar í vatnshverum. Fulltrúar flestra gerða eigin- legra baktería („eubacteria"), sem geta vaxið við allt að 85 hafa verið einangraðar úr hverum. Þar er um að ræða bæði frumbjarga (efnatillífandi) og ófrumbjarga1 bakteríur af ýmsum gerðum. Best þekktar í þessum hópi eru vafalítið Thermus-tegundir en þær eru ófrumbjarga bakteríur sem eru mjög algengar í vatns- hverum. Allmargar tegundir hverabakt- ería sem geta vaxið yfir 85 hafa verið einangraðar á síðustu árum. Þær hafa allar reynst til- heyra nýjum flokki baktería, sem kallast Archaebacteria eða „fornbakteríur“. Til Archaebact- eria teljast einnig methanmynd- andi bakteríur og saltkærar bakt- eríur. Þessi hópur baktería er mjög frábrugðinn hinum eigin- legu bakteríum (eubacteria). Efnasamsetning helstu bygging- arhluta svo sem frumuhimnu og frumuveggs er t.d. mjög mismun- andi hjá tveimur hópum. Archa- ebacteria eru taldar vera a.m.k. jafnfjarskyldar venjulegum bakt- eríum og þær síðarnefndu eru fjarskyldar heilkjörnungum. Margar hínna háhitakæru „forn- baktería" voru fyrst einangraðar úr leirhverum á íslandi en hafa síðan fundist víðar. Fyrsta lífveran, sem fannst og gat vaxið við hærra hitastig en 100 var bakterían Pyrodictium occ- ultum. Hún var einangruð árið 1982 úr neðansjávarhver við strönd Ítalíu og hefur kjörhitastig 105 og hámarkshitastig um 110. Margar bakteríur hafa síðan fundist, sem geta lifað við 100 þar á meðal er Pyrobaculum islandic- um, sem eins og nafnið bendir til, er af íslenskum ættum. Ensím Starfsemi lífvera felst öll í margvíslegum efnabreytingum. Stjórnun á lífstarfsemi felst þess vegna í því að stjórna (örva eða draga úr) hraða allra þessara efnabreytinga. í lífverum er það allt gert með ensímum. Þess vegna er til svo mikill fjöldi mis- munandi ensíma. Talið er að í einni frumu saurgerilsins Escher- ichiacoliséua.m.k. 10.000 gerðir ensíma. Ensím eru yfirleitt ákaf- lega sértæk og geta aukið hraða efnahvarfa a.m.k. miljón sinn- um. Eitt milligram af ensími get- ur því framkvæmt efnahvörf á einni sekúndu sem tæki áratugi án ensímsins. Notkun ensíma á sér langa sögu en einna umfangsmest hefur hún líklega verið í þvottaefnum (próteinuppleysandi ensím) og í sykuriðnaði. Um 90% af heimsmarkaði fyrir iðnaðarens- ím eru reyndar hitaþolin ensím notuð á þessum tveimur sviðum. Hitaþolin ensím Hitaþolin ensím eru þegar not- uð mikið í iðnaði og reyndar eru flestir iðnaðarferlar sem nota ensím, keyrðir við 50C eða hærra. Flest núverandi iðnaðarensím eru vel virk upp að 60-65C en endast ekki mjög lengi við það hitastig, enda eru þau flest unnin úr miðlungshitakærum örverum. Verulega hitaþolin ensím er hins vegar aðeins að finna hjá hvera- örverum. Nánast öll ensím úr bakteríum með kjörvaxtarhitastig 70-80 eru algerlega stöðug og virk í langan tíma við 60-65. Ensímin eru því mun hitaþolnari en flest þau ens- ím sem nú eru fáanleg. Helstu kostir þess að nota hita- þolin ensím í iðnaði eða til mæl- inga eru eftirfarandi: Vegna þess að ensímin eru hitaþolnari þá endast þau lengur. Þau eru óvirk við lágt hitastig og geymast því lengi við slíkar að- stæður. Hitaþolin ensím þola hærri styrki af lífrænum leysiefn- um, sýru, basa og fleiru þ.h. Hit- aþolin ensím þola harkalegri meðferð við hreinsun, sem þýðir betri heimtur og að auðveldara er að fá mjög hrein ensím. Þetta gildir einnig um hreinsun hitaþol- inna ensíma eftir að þau hafa ver- ið framleidd með erfðatækni í öðrum lífverum. Flest efnahvörf ganga hraðar við hærra hitastig og leysanleiki flestra torleystra efna eykst einnig. Það þýðir að nota má hærri styrki sem leiðir m.a. til betri nýtingar á tækja- búnaði. Seigjaminnkarvið hærra hitastig og hraði í massaflutningi (mass transfer rate) eykst. Þetta þýðir m.a. minni orkunotkun við hræringu og dælingu. Hátt hita- stig minnkar mengunarhættu frá óæskilegum örverum og kemur alveg í veg fyrir að sýklar þrífist. Ókostir geta fylgt því að nota hærra hitastig, t.d. eru sum efni hitanæm, leysanleiki lofttegunda (t.d. súrefnis) er minni, erfiðara er að eyðileggja hitaþolin ensím ef þess væri talin þörf og meira álag er á tækjabúnaði við hátt hitastig. í flestum tilfellum eru og verða ensím notuð á flókin lífræn efni og efnablöndur (t.d. matvæli) sem sjaldan þola hitun yfir 100, nema þá í stuttan tíma. Þess vegna er líklegt að ekki sé svo mikil þörf fyrir ensím úr „eldkær- um“ (pyrophilic) bakteríum sem vaxa við 100 og yfir. í flestum tilfellum mun heppiiegt hitastig verða á bilinu 60-90. Ljóst er að til er mikill fjöldi baktería af ýms- um gerðum sem lifir á þessu hita- stigsbili. Þegar er mikið um þær vitað og mun auðveldara er að vinna með þær á alla lund heldur en hinar sem vaxa við hitastig yfir 90. Þetta eru m.a. ástæður þess að við vinnum mest með bakteríur, sem lifa við 70-85, í okkar eigin rannsóknum. Rannsóknir á íslandi Árið 1982 hóf höfundur í sam- vinnu við Guðna Alfreðsson pró- fessor rannsóknir á lífríki hvera og lauga á íslandi. Vistfræði hveranna var rannsökuð og fjöldi baktería var einangraður, bæði þekktar tegundir og nýjar. Til dæmis fannst ný tegund, Rhodot- hermus marinus, í fjöruhverum á Reykjanesi við ísafjarðardjúp. Frá árinu 1985 hefur megin- áherslan verið á líftæknilegar rannsóknir með það markmið að hagnýta hitaþolin ensím, sem unnin væru úr íslenskum hvera- örverum. Þessar rannsóknir fara nú að mestu fram á Iðntækni- stofnun íslands en eru unnar í samvinnu við marga innlenda og erlenda aðila. Heimildir: JakobK. Kristjánsson ogGuðniÁ. Alfreðsson, 1986. Lífríki hveranna. Náttúrufræðingurinn 56:49-68. Huber, R., Jakob K. Kristjánsson og K.O. Stetter 1987. Pyrobaculum gen. nov., a new genus of neutrophil- ic rod-shaped archaebacteria from continental solfataras growing optim- ally at 100C. Arch. Microbiol. 149:95-101. Guðni Á. Alfreðsson, Jakob K. Kristjánsson, Sigríður Hjörleifsdóttir og K.O. Stetter 1988. Rhodothermus marinus, gen. nov.,sp. nov., atherm- ophilic, halophilic bacterium from su- bmarine hot springs in Iceland. J. Gen. Microbiol. 134:299-306. Fjarkennslunefnd er nefnd sem skipuð er af menntamálaráðuneyti til að vinna að eflingu fjarkennslu hér á landi. Framkvæmdastjóri Fjar- kennslunefndar er dr. Sigrún Stef- ánsdóttir, vs. 693000. Umsjón með gerð útvarpsþátta fjar- kennslunefndar annast Steinunn Helga Lárusdóttir. Umsjón með birtingu greina og efnis í tengslum við útvarpsþætti Fjar- kennslunefndar annast Jón Erlends- son, forstöðumaður upplýsingaþjón- ustu Háskólans, vs. 629920-21. Frá menntamálaráðuneytinu Lausar stöður við framhaldsskóla Við Framhaldsskólann á Húsavík eru lausar kennarastöður í eftirtöldum greinum: stærðfræði, íslensku, dönsku, ensku, þýsku, frönsku og viðskiptagreinum. Auk þess vantar stundakennara í faggreinum í raf-, tré-, og málm- iðna. Upplýsingar gefur skólameistari í símum 96-42095 og 96- 41344. Við Framhaldsskólann á Laugum í Suður-Þingeyjarsýslu er laus til umsóknar staða skólameistara. Umsóknir ásamt upplýsingum um menntun og fyrri störf sendist menntamálaráðuneytinu, Hverfisgötu 6, 150 Reykjavík fyrir 29. apríl. Umsóknir um stundakennslu sendist skólameistara sem veitir allar nánari upplýsingar. Menntamálaráðuneytið LÖGREGLUSTJÓRINN Á KEFLAVÍKURFLUGVELLI Laus staða Staða deildarstjóra íTollgæslunni á Keflavíkur- flugvelli, er laus til umsóknar. Umsóknum, er tilgreini menntun og fyrri störf, skal skila til skrifstofu minnar fyrir 4. maí nk. Staðan veitist frá 1. júní nk. Lögreglustjórinn á Keflavíkurflugvelli, 6. apríl 1989 Þorgeir Þorsteinsson NGA Leiguíbúðir aldraðra að Hjallabraut 33 Til leigu eru 5 hjónaíbúðir í eigu Hafnarfjarðar- bæjar að Hjallabraut 33. Skilyrði þess að koma til greina við úthlutun er að viðkomandi sé 60 ára eða eldri og hafi búið í Hafnarfirði a.m.k. 3 ár eða lengur. Nánari upplýsingar veitir bæjarritari. Umsóknir er m.a. tilgreina núverandi húsnæð- isaðstöðu og tekjur á árinu 1988 skulu berast undirrituðum eigi síðar en 1. maí n.k. Bæjarstjórinn í Hafnarfirði

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.