Þjóðviljinn - 12.04.1989, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 12.04.1989, Blaðsíða 10
VIÐ BENDUM Á Sigurbjörn Sveinsson Blástakkur Rás 1 kl. 9.03 og 20.00 Frá og með þessum morgni og út vikuna verða lesnar smásögur eftir Sigurbjörn Sveinsson í Litla barnatímanum og byrjað á Biá- stakki. Sögur Sigurbjörns eru elskulegar og geyma fallegan boðskap um drengskap og gagn- kvæmt traust manna á milli, en þær jafnast ekki á við bestu kafl- ana í Bernsku hans sem hann er réttilega þekktastur fyrir. Verkfalls- útvarp Útvarp Rót kl. 16.30 Félögin sem eru í verkfalli eru með fasta þætti á Útvarpi Rót meðan verkfallið stendur. Pætt- irnir eru virka daga kl. 16.30- 17.00 og um helgar kl. 18.00- 18.30. Woody Allen og Marie Louise Fleissner Rás 1 kl. 21.00 Tvær þýddar smásögur eru á dagskrá kvöldsins, „Saga hins geggjaða" eftir Woody Allen (sem þekktari er fyrir kvikmyndir sínar) og „Eplið“ eftir Marie Lo- uise Fleissner. Níels Hermanns- son og Guðrún S. Gísladóttir lesa. Heilbrigði fyrir alla Sjónvarpið kl. 21.05 Bresk heimildamynd um starf alþjóðlegu heilbrigðismálastofn- unarinnar. Þar segir til dæmis frá baráttunni gegn ofnotkun lyfja. Draugasaga Sjónvarpið kl. 21.50 Draugasaga Odds Björnssonar og Viðars Víkingssonar verður endursýnd í kvöld. Hún gerist í Sjónvarpshúsinu við Laugaveg og fjallar um dularfulla atburði sem þar gerðust. Höfundur var um tíma næturvörður þar. Heilbrigt líf hagur allra Rás 1 kl. 22.30 Guðrún Eyjólfsdóttir kynnir fjölþjóðlegt forvarnarstarf á sviði heilsuverndar sem íslendingar eru aðilar að. DAGSKRÁ ÚTVARPS OG SJÓNVARPS SJÓNVARPIÐ 16.30 Fræðsluvarp. 1. Hawaii - Glötuð paradís (19 mfn). Svipmyndirfrá eyjun- um og hiö fjölbreytta mannlíf þar. Einnig er lögð áhersla á jarðsögu eyjanna og vikið að hinni miklu eldvirkni þar. 2. Um- ræðan - Háskóladeildir (25 mín). Stjórnandi Bjarni Árnason. 3. Alles Gute 19. þáttur (15 mfn). Þýsku- kennsla fyrir byrjendur. 18.00 Töfragluggi Bomma. Umsjón: Arný Jóhannsdóttir. 18.50 Táknmálsfréttir. 19.00 Poppkorn. Umsjón: Stefán Hilm- arsson. 19.25 Hver á að ráða? (Who's the Boss?). Bandarískur gamanmynda- flokkur með Tony Danza, Judith Light og Katharine Helmonds í aðalhlutverk- um. Þýðandi Ýrr Bertelsdóttir. 19.54 Ævintýri Tinna. 20.00 Fréttir og veður. 20.35 Epll, snákar og annað... Sverrir Stormsker leikur nokkur lög af plötu sinni Nótnaborðhald. Stjórn upptöku Björn Emilsson. 21.05 Heilbrigði fyrir alla. Bresk heimild- armynd um Alþjóða heilbrigðismála- stofnunina. Segir frá baráttu stofnunar- innar gegn ofnotkun á lyfjum. Gagnrýni á lækna. Bogi Arnar Finnbogason þýðir og þylur. 21.50 Draugasaga. Sjónvarpskvikmynd eftir Odd Björnsson og Viðar Víkignsson sem einnig leikstýrir. Aðalhlutverk: Sig- urjóna Sverrisdóttir, Kristján Franklín Magnús, Rúrik Haraldsson, Þorsteinn Hannesson, Guðmundur Ólafsson og Kristbjörg Kjeld. Dularfulliratburðireiga sér stað innan veggja sjónvarpshússins við Laugaveg í Reykjavík. Myndin var áður á dagskrá 17. mars 1985. 23.00 Seinni fréttir og dagskrárlok. STÖÐ 2 15.45 # Santa Barbara. 16.30 Flóttinn frá apaplánetunni. Aðal- persónurnar eru þrír mannlegir apar sem ferðast hafa fleiri hundruð ár aftur i timann til að sleppa undan gereyðingu heimkynna sinna úti í geimnum. Aðal- hlutverk: Roddy McDowall, Kim Hunter og Bradford Dillman. 18.05 Topp 40. Evrópski listinn. 19.19 #19:19 20.30 Skýjum ofar. Mjög athyglisverður myndaflokkur í tólf þáttum um flugið. 8. þáttur. 21.35 Sekur eða saklaus? Fyrri hluti. Sannsöguleg framhaldsmynd i tveimur hlutum. I febrúar 1970 voru herlæknar og herlögreglan kvödd i skyndi að húsi Jeffrey MacDonalds herforingja i Norður-Karólínu. Þar blasti við þeim illa útleikin lík þriggja mæðgna. Barnshaf- andi eiginkonu MacDonalds ásamt tveimur dætrum þeirra hafði veriö snið- inn rauður serkur en sjálfur hafði hann hlotið nokkur sár. Aðalhlutverk: Gary Cole, Eva Marie Saint, Karl Malden, Barry Newman og Andy Griffith. Alls ekki við hæfi barna. 23.05 Viðskipti. Umsjón: Sighvatur Blöndahl og Ólafur H. Jónsson. 23.30 Ógnþrungin útilega. Terror on the Beach. Fjölskylda ákveður að eyða nokkrum dögum saman við ströndina til að bæta samskiptin. En fljótlega fara að gerast óhugnanlegir atburðir. Aðalhlut- verk: Dennis Weaver, Estelle Parsons og Susan Dey. 00.45 Dagskrárlok. RÁS 1 FM, 92,4/93,5 6.45 Veðurfregnir. Bæn, dr. Einar Sigur- björnsson flytur. 7.00 Fréttir. 7.03 í morgunsáriö með Ingveldi Ólafs- dóttur. Fréttayfirlit kl. 7.30 og 8.30, fróttir kl. 8.00 og veðurfregnir kl. 8.15. Lesið úr forystugreinum dagblaöanna að loknu fréttayfirliti kl. 8.30. Tilkynningar laust fyrir kl. 7.30, 8.00, 8.30 og 9.00. 9.00 Fréttir. 9.03 Litli barnatíminn - „Blástakkur" eftir Sigurbjörn Sveinsson. Bryndís Baldursdóttir les. (Einnig útvarpað um kvöldið kl. 20.00). 9.20 Morgunleikfimi. Umsjón: Halldóra Björnsdóttir. 9.30 (slenskur matur. Kynntar gamlar íslenskar mataruppskriftir sem safnað er I samvinnu við hlustendur og sam- starfsnefnd um þessa söfnun. Sigrún Björnsdóttir sér um þáttinn. 9.40 Landpósturinn-Frá Vestfjörðum. Umsjón: Finnbogi Hermannsson. 10.00 Fréttir. Tilkynningar. 10.10 Veðurfregnir. 10.30 Óskastundin. Helga Þ. Stephen- sen kynnir efni sem hlustendur hafa óskað eftir að heyra, bókarkafla, smá- sögur og Ijóð. Tekið er viö óskum hlust- enda á miðvikudögum milli kl. 17.00 og 18.00. 11.00 Fréttir. 11.03 Samhljómur. Umsjón: Bergþóra Jónsdóttir. (Einnig útvarpað að loknum fréttum á miðnætti). 11.53 Dagskrá. 12.00 Fróttayfirlit. Tilkynningar. 12.20 Hádegisfréttir. 12.45 Veðurfregnir. Tilkynningar. 13.05 f dagsins önn - Reyklaus dagur. Umsjón: Jón Gunnar Grjetarsson. 13.35 Miðdegissagan: „Riddarinn og drekinn" eftir John Gardner. Þor- steinn Antonsson þýddi. Viðar Eggerts- son les (8). 14.00 Fréttir. Tilkynningar. 14.05 Norrænir tónar. 14.35 íslenskir einsöngvarar og kórar. Hanna Bjarnadóttir, Magnús Jónsson, Kvennakórinn „Gígjan" á Akureyri, Ólafur Þ. Jónsson og Margrét Eggerts- dóttir syngja. (Hljóðritanir Útvarpsins). 15.00 Fréttir. 15.03 Byggðasöguritun. Jón Gunnar Grjetarsson segir frá ólíkum sjónarhorn- um sagnfræðinga og leikmanna til við- fangsefnis. (Endurtekinn þáttur frá mánudagskvöldi). 15.45 Þingfréttir. 16.00 Fréttir. 16.15 Veðurfregnir. 16.20 Barnaútvarpið. „Járnmaðurinn", fimm daga saga eftir Ted Hughes. Jó- hann Sigurðarson les þýðingu Margrét- ar Oddsdóttur (3). Sagan er flutt með leikhljóðum. 17.00 Fréttir. 17.03 Tónlist á sfðdegi - Ravel og Dvor- ak. - „Rapsodie espagnole" eftir Maurice Ravel. Sinfóniuhljómsveit Lundúna leikur; Leopold Stokowsky stjórnar. - Konsert fyrir pianó og hljóm- sveit i g-moll eftir Antonin Dvorak. Svjat- oslav Richter leikur með Sinfóníuhljóm- sveitinni í Munchen; Carlos Kleiber stjórnar. (Af hljómplötu og -diski). 18.00 Fréttir. 18.03 Á vettvangi. Umsjón: Bjarni Sig- tryggsson og Guðrún Eyjólfsdóttir. Tón- list. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. 19.00 Kvöldfréttir. 19.30 Tilkynningar. 19.32 Kviksjá. Umsjón: Friðrik Rafnsson og Halldóra Friðjónsdóttir. 20.00 Litli barnatiminn - „Blástakkur" eftir Sigurbjörn Sveinsson. Bryndís Baldursdóttir les. (Endurtekinn frá morgni). 20.15 Nútfmatónlist. Þorkell Sigur- björnsson kynnir verk samtímatón- skálda. 21.00 Smásögur. - „Saga hins geggj- aða“ eftir Woody Allen. Níels Her- mannsson þýðir og les. - „Eplið“ eftir Marie Louise Fleisser. Þýðing: María Kristjánsdóttir. Guðrún S. Gísladóttir les. 21.30 Framhaldsskólafrumskógurinn. Umsjón: Ásgeir Friðgeirsson. (Endur- tekinn þáttur frá sl. föstudegi úr þátta- röðinni „I dagsins önn“). 22.00 Fréttir. Dagskrá morgundagsins. Orð kvöldsins. 22.15 Veðurfregnir. 22.30 Heilbrigt líf, hagur allra. Umsjón: Guðrún Eyjólfsdóttir. (Einnig útvarpað á föstudag kl. 15.03). 23.10 Djassþáttur. - Jón Múli Árnason. 24.00 Fréttir. 00.10 Samhljómur. Umsjón: Bergþóra Jónsdóttir. (Endurtekinn frá morgni). 01.00 Veðurfregnir. Næturútvarp á sam- tengdum rásum til morguns. RÁS 2 FM 90,1 01.10 Vökulögin. 7.03 Morgunútvarpið Leifur Hauksson og Jón Arsæll Þórðarson hefja daginn með hlustendum. 9.03 Stúlkan sem bræðir íshjörtun, Eva Ásrún kl. 9. Morgunsyrpa Evu Ás- rúnar Albertsdóttur. - Afmæliskveðjur kl. 10.30. 11.03 Stefnumót. Jóhanna Harðardóttir tekur fyrir það sem neytendur varðar á hvassan og gamansaman hátt. 12.00 Fréttayfirlit. Auglýsingar. 12.15 Heimsblöðin. 12.20 Hádegisfréttir. 12.45 Umhverfis landið á áttatiu. Gestur Einar Jónasson leikur þrautreynda gull- aldartónlist og gefur gaum að smáblóm- um í mannlífsreitnum. 14.05 Milli mála - Óskar Páll á útkíkki og leikur ný og fin lög. - Útkikkið kl. 14.00 og rætt við sjómann vikunnar. 16.03 Dagskrá Dægurmálaútvarp fyrir þá sem vilja vita og vera með. Stefán Jón Hafstein, Ævar Kjartansson og Sigríður Einarsdóttir. - Kaffispjall og innlit upp úr kl. 16.00, hlustendaþjónustan kl. 16.45. - Bréf af landsbyggðinni berst hlustend- um eftir kl. 17. - Stórmál dagsins milli kl. 17 og 18. 18.03 Þjóðarsálin Þjóðfundur i beinni út- sendingu. Málin eins og þau horfa við landslýð. Sími þjóðarsálarinnar er 91- 38500. 19.00 Kvöldfréttir. 19.32 íþróttarásin. Umsjón: (þróttafrétta- menn og Georg Magnússon. 22.07 Á rólinu með Onnu Björk Birgis- dóttur 01.10 Vökulögin. Tónlist af ýmsu tagi í næturútvarpi til morguns. Að loknum fréttum kl. 2.00 verður endurtekinn frá þriðjudegi þátturinn „Bláar nótur" þar sem Pétur Grétarsson leikur djass og blús. Að loknum fréttum kl. 4.00 flutt brot úr dægurmálaútvarpi miðvikudagsins. Fréttir kl. 2.00 og 4.00 og sagðar fréttir af veöri, færð og flugsamgöngum kl. 5.00 og 6.00. Veðurfregnir frá Veður- stofu kl. 1.00 og 4.30. STJARNAN FM 102,2 7.30 Jón Axel Ólafsson. Fréttir kl. 8.00 og 10.00 og fréttayfirlit kl. 8.45. 10.00 Helgi Rúnar Óskarsson. Fréttir kl. 12.00 og 14.00. 14.00 Gfsli Kristjánsson. Fréttir kl. 18.00. 18.00 Af likama og sál. Bjarni Dagur Jónsson. 19.00 Setið að snæðingi. 20.00 Sigurður Helgi Hlöðversson og Sigursteinn Másson. 24.00 Næturstjörnur. BYLGJAN FM 98,9 07.30 Páll Þorsteinsson. Þægileg morg- untónlist sem gott er að vakna við. Frétt- ir kl. 08 og Potturinn kl. 09. 10.00 Valdís Gunnarsdóttir. Góð tónlist með vinnunni. Fréttir kl. 10, 12 og 13. Potturinn kl. 11. Brávallagatan milli kl. 10 og 11. 14.00 Þorsteinn Ásgeirsson. Góð slð- degistónlist. Fréttir kl. 14 og 16. Pottur- inn kl. 15 og 17. Bibba og Halldór milli kl. 17 og 18. 18.00 Fréttir. 18.10 Reykjavík síðdegis - Hvað finnst þér? Steingrímur Ólafsson og Bylgju- hlustendur spjalla saman. Slminn er 61 11 11. 19.00 Freymóður T. Sigurðsson. 20.00 Bjarni Ólafur Guðmundsson. Tónlistin þín. 24.00 Næturdagskrá Bylgjunnar. ÚTVARP RÓT FM 106,8 09.00 Rótartónar. Leikin fjölbreytt tónlist fram til hádegis og tekið við óskalögum og kveðjum i síma 623666. 13.00 Veröld ný og góð eftir Aldous Huxley. Framhaldssaga. 13.30 Nýi tfminn. Bahá’ísamfélagið á Is- landi. E. 14.00 Á mannlegu nótunum. Flokkur mannsins. E. 15.00 Laust. 15.30 Kvennalistinn. Þingflokkur Kvennalistans. E. 16.00 Samband sérskóla. E. 16.30 Frá verkfallsvakt BHMR. Þessi þáttur verður meðan verkfallið stendur. 17.00 í miðnesheiðni. Samtök herstöðva- andstæðinga. E. 18.00 Elds er þörf. Umsjón: Vinstrisósíal- istar. Um allt milli himins og jarðar og það sem efst er á baugi hverju sinni. 19.00 Opið. Þáttur laus til umsóknar fyrir Þ'g 19.30 Heima og að heiman. Alþjóðleg ungmennaskipti. 20.00 Fés. Unglingaþáttur. 21.00 Barnatími. 21.30 Framhaldssagan. E. 22.00 Við og umhverfið. Þáttur í umsjá dagskrárhóps um umhverfismál á Út- varpi Rót. 22.30 Alþýðubandalagið. 23.00 Samtök græningja. E. 23.30 Rótardraugar. 24.00 Næturvakt. Meðal efnis: kl. 02.00 Hausaskak. Þungarokksþáttur E. Ég vona þín vegna að þú munir þessa síðu utanað því þú munt aldrei sjá hana aftur. Þetta líkar mér að heyra. (fyrsta lagi viljum við fá að vera á fótum þar til foreldrar mínir koma heim. (öðru lagi viljum við að þú farir og kaupir pitsur og leigir vídeóspólu... 10 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Mlðvlkudagur 12. apríl 1989

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.